Morgunblaðið - 12.10.1980, Page 43

Morgunblaðið - 12.10.1980, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1980 43 að st jórna á Ítalíu? FRÉTTASKÝRING: Þegar þetta er ritað hefur enn lítið miðað í átt til stjórnar- myndunar á Italíu. Þar kem- ur alltaf upp sama þráteflis- staðan við hverja stjórnar- myndun. Að margra viti er ekki líkiegt að nokkuð liðkist þar, nema orðið verði við kröfu kommúnista um að þeir fái aðild að ríkisstjórn- inni. Frá stríðslokum hafa þeir ekki átt aðild að neinni ríkisstjórn og eru þó næst stærsti flokkur landsins. Að vísu var árið 1977 um tíma gert „compromesso storico" við kommúnista, urðu þar eins konar sögulegar sættir og kommúnistar drógust á skilyrtan stuðning við ríkis- stjórnina, en þeir fengu ekki þeim kröfum sínum fullnægt sem þeir vildu og þar með endurtók sagan sig rétt eina ferðina enn fljótlega. beir eru orðnir margir stjórn- málamennirnir á Ítalíu í stóru flokkunum sem hafa á þrjátíu og fimm ára bili annað hvort gegnt ráðherra- embættum eða verið forsæt- isráðherrar. Öngþveiti ít- alskra stjórnmála er engu líkt. Efnahagsörðugleikar hrannast upp — og þó heldur allt áfram að velta — at- vinnuleysi er mikið, hryðju- verk og mannrán tíðari en svo að þurfi að hafa þar um mörg orð, fasistar í upp- gangi, verðbólgan er um 20 prósent og gjaldmiðillinn lír- an er einn hinn veikasti í Evrópu. Samstaða um efnahagsaðgerð- ir eða réttara sagt samstöðu- leysi um efnahagsaðgerðir hefur venjulega leitt til falls þessara 39 ríkisstjórna sem hafa setið á Ítalíu síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk. Þar virðist sama mátt- leysið ríkja, hver svo sem á að heita að vera forsætisráð- herra, hvaða flokkur sem hefur forystu í stjórn og það nafa raunar oftast verið Kristilegir demókratar. Kristilegir demókratar höfðu frá stríðslokum verið sterk- asta stjórnmálaaflið í land- inu, en árið 1963 stórjuku kommúnistar fylgi sitt. Stjórnmálasérfræðingar röktu það meðal annars til stórmikillar óánægju með lélega stjórnun efnahags- mála, vaxandi atvinnuleysi og að dregizt hafði að gera ýmsar félagslegar umbætur sem lengi hafði verið lofað. Áhrifin létu ekki á sér standa. Hver samsteypu- stjórnin annari veikari sett- ist að völdum og jafnan með þátttöku eða forystu Kristi- legra demókrata, og einum eða fleiri hinna flokkanna. í hverju máli sem fyrir var lagt hefur hver höndin verið upp á móti annarri og hefur nánast litlu skipt hver hefur verið í fyrirsvari og ekki hefur dregið úr hryðjuverk- um, atvinnuleysi og almennu öngþveiti í þjóðmálum. Þau tíðindi gerðust svo loks 1977 að eftir fjögurra mán- aða samningaþóf við komm- únista, fengu þeir ákveðinn íhlutunarrétt eins og í upp- hafi var minnst á en undu ekki við þau takmörkuðu áhrif og stjórnin varð að segja af sér, en hún var undir forystu Andreottis. Andreotti myndaði síðan nýja stjórn nokkru síðar að því undanskildu að kommúnistar voru nú ekki lengur með í ráðum. Skömmu síðargerðist sá afdrifaríki atburður að Aldo Moro sem hafði verið forsætisráðherra nokkrum sinnum var rænt og eftir dramatíska og umfangsmikla leit fannst hann myrtur. Rík- isstjórnin hafði neitað að semja við ræningjana og mæltist sú einurð misjafn- lega fyrir. Stjórnin stóð nokkru síðar frammi fyrir enn einni kreppunni þegar Leone forseti varð að segja af sér vegna gruns um fjár- málasvik. Loks voru haldnar kosningar í júlí og Pertini varð forseti, fyrsti úr flokki sósíalista sem gegnt hafði forsetaembætti á Ítalíu. Stjórn Andreottis sprakk á limminu í janúar 1979, þegar kommúnistar hættu endan- lega stuðningi sínum eða hlutleysi í þinginu og fóru á ný að setja fram kröfur um ráðherrastóla. Hófust nú endalausar viðræður n)eð þeim afleiðingum að Andre- otti myndaði eina stjórnina enn, sem hjarði í tíu daga og var þá felld á vantrausti í þinginu. Kosningar í júní '1979 urðu ekki til að skýra línurnar, þar sem fylgi flokkanna tveggja, Kristilegra demó- krata og kommúnista voru lítið breytt, misstu báðir eilítið fylgi, en ekkert sem sköpum skipti. Síðan tók við viðleitni þriggja forsætisráð- herraefna til myndunar stjórnar. Cossiga, sem er kristilegur demókrati, mynd- aði loks minnihlutastjórn og lofuðu sósialistar henni hlut- leysi. Cossiga baslaði við að stjórna, en sagði endanlega af sér fyrir skömmu. Eftir japl og jaml og fuður var svo kristilega demókratanum Arnaldo Forlani falið að mynda stjórn og hefur það ekki tekizt þegar hér er komið sögu. Forlani er sagður ágætur tennisleikari og nýtur tölu- verðra vinsælda með löndum sínum, þykir hinn ágætasti maður og skynugur vel. Hins vegar draga flestir í efa að honum muni takast betur en forverum hans. Hlutverk hans er ekki auðvelt: Hann verður að fá fulltrúa þeirra flokka sem sátu í samsteypu- stjórn Cossiga til iiðs við sig. En jafnvel það dugir senni- lega ekki til. Flestir stjórn- málasérfræðingar spá því að Forlani muni ekki takst að koma saman starfhæfri stjórn nema hann tryggi sér ákveðinn stuðning Kommún- istaflokksins í einhverju formi — ella sé viðleitni hans dauðadæmd frá byrjun. Hann hefur þegar rætt nokkrum sinnum við Enrico Berlinguer formann Komm- únistaflokksins og það er ekkert sem bendir til að hann ætli að víkja frá þeirri stefnu sem fylgt hefur verið lengst af, að halda kommúnistum utan stjórnar. Það má vissulega deila um hvort íhlutun Kommúnista- flokksins um málefni Italiu sé yfirleitt á nokkurn hátt eftirsóknarverð, en á hitt ber að líta að það er líka efamál hvort stætt er á því enda- laust að halda öðrum stærsta flokki landsins áratugum saman utan stjórna. Ekki sízt þegar aðrir flokkar hafa sýnt átakanlegt getuleysi til að koma málum Italíu á kjöl. Jóhanna Kristjónsdóttir Vitni vantar að ákeyrsium SLYSARANNSÖKNADEILD lou- reglunnar i Rcykjavík hefur boöiö Morgunhlaöiö aö auglýsa oftir \ itn- um ok tjónvoldum aö eftirtoldum ákeyrslum í borginni. Þeir. sem telja sig Keta veitt upplýsinKar. sem kunna að koma lögreglunni aö haldi eru hr'önir aö hafa samhand við lögregluna í síma 10200. Þann 25.9. sl. var ckið á bifreiðina R—68577 sem er Laiia fólksbifreið hvít að lit á bifr.stæði við hús nr. 3 við Grettisgotu. Skemmd er á aftur- höggvara og vinstra afturaurbretti. Átti sér stað frá kl. 10.00 til 12.00. Þann 29.9. sl. var ekið á bifr. R—11321 sem er Mazda fólksbifr. blá að lit sennilegast á bifr.stæði bakatil við Landsbanka íslands að Laugavegi 77. Átti sér stað frá kl. 11.00 þennan dag. Skemmd er á afturhöggvara. Þann 30.9. sl. var ekið á bifr. R—5654 sem er Volkswagen fólks- bifr. hvít að lit á bifreiðastæði við Arnagarð austanmegin. Hægra aft- uraurbretti er skemmt á bifreiðinni. Atti sér stað frá kl. 09.00 til 12.30. I skemmdinni er Ijósbrún eða drnppuð málning. Þann 2.10. sl. var ekið a bil'r. G —14446 sem er Mazda 626 blásans- eruð að lit á bifr.stæði vestan við IOGT-húsið við Eiríksgötu 5. Atti sér stað frá kl. 12.15 til 17.15. Skemmd er á vinstra framaurbretti. Þann 3.10. sl. var ekið á bifreiðina R—55235 sem er Cortina árgerö 1971 brún að lit. Bifreiðin var í stæði móts við Hlyngerði 6 frá kl. 01.00 til 11.15 þennan dag. Skemmd er á hægra afturaurbretti og hægra aft- urljós brotið og er grænn litur í skemmdinni. Þann 4.10. sl. var tilkynnt að ekið hefði verið á bifreiðina R—39240 sem er Citroén fólksbifreið gul að lit. Átti sér stað við hús nr. 36 við Nökkvavog frá kl 21.00 að kvöldi þess 3.10. og fram til kl. 08.00 þann 4.10. Vinstra framaurbretti er skemmt á bifreiðinni. Þann 6.10. sl. var ekið á bifreiðina R—634 sem er Mercedes Benz vöru- bifreið blá með svartan höggvara. Átti sér stað við hús nr. 4 við Bugðulæk. Skemmd á bifreiðinni er á vinstra framaurbretti og fram- höggvara. Hefur trúlega átt sér stað frá kl. 17.00 til 23.00. Tjónvaldur er Cortina yngri en árgerð 1971 og gæti hún verið grá eða grænleit eftir verksummerkjum á staðnum. Er sú bifreið trúlega mikið skemmd á hægra framaurbretti. Þann 7.10. sl. var tilkynnt að ekið hefði verið á bifreiðina R—39633, sem er Skoda árgerð 1978 rauð að lit. Átti sér stað þann 6.10. á bifr.stæði gegnt Arnarhvoli frá kl. 20.00 til 22.00. Afturhöggvari, afturgafl og vélarlok skemmd. /~7_ MITSUBISHI Nýr 4hjóladrifinn torfæru „ Pick-up “ með aksturseiginieika “► Mikið brattaþol “► Sjálfstæð gormafjöðrun að framan “► Hlífðarpönnur undir vél og gírkössum “► Mjög hljóðlát og sparneytin vél með titringsdeyfum -► Veltistýri -► Tvöfalt hemlakerfi með þrýstijafnara — stöðugur í hálku MirsiyjtMMííio ÖfíYGGt ÞÆGÍNDÍ GÆD/ [hIheklahf J Laugavegi 170-172 Sími 21240 v c

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.