Morgunblaðið - 12.10.1980, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1980
Kafli úr sjálfs-
ævisögu Farah
Diba, fyrrverandi
keisaradrottn-
ingar i Iran
l^^rir röskum þremur árum kom út víöa í Evrópu sjálfsævisaga Farah Diba, sem var þá enn
keisaraynja í íran. Bókin bar titilinn „My 1001 days“ og segir þar frá æsku og upþvexti hennar, námi í París,
kynnum hennar og keisarans og síðari hluti bókarinnar snýst síöan um sambúöarár þeirra hjóna. Þetta er ósköp
snotur og læsileg bók, fagurlega um alla stjórn keisara skrifað og hann borinn miklu lofi. Fyrri kaflar
bókarinnar eru Ijómandi einlægir og hlýir og skemmtilegri aflestrar. Farah Diba var mjög ástsæl meö
löndum sínum og þótti vinna þar merkilegt starf á sviöi félagslegra umbóta, líknarmála o.s.frv. Hún settist í
sæti vinsællar fyrrverandi konu keisarans, þar sem hin umtalaða Soraya Esfindary var. En vann sér hylli írana fyrir
eigin skuld.
Hér fer á eftir í lauslegri þýöingu kafli, þar sem hún segir frá bernsku og uppvaxtarárum sínum í
Teheran.
„Þegar ég var barn, fór móðir
mín oft með mig í hammam-
baðhúsið. Þar tóku konur á móti
okkur og þvoðu okkur um hárið og
bakið. Þær kunnu margar vísur og
söngva sem þær rauluðu við börn-
in. Meðan ein þessara kvenna var
að sápa mig söng hún hljóðlega:
„Hverjum eigum við að gefa þessa
stúlku?
Hún á ekki að giftast neinum
venjulegum manni!
Ef konungurinn skyldi nú koma
með her sinn
og menn sína í fylgd með sér ...
Kannski giftist hún alls ekki."
Mér þætti fróðlegt að vita, hvort
þessi kona minnist þess, að hún
þvoði þvísa barni um hárið, sem
síðar varð eiginkona konungsins.
Sjálf gleymdi ég því ekki. Hún
raulaði hluta framtíðar minnar,
án þess hvoruga okkar óraði fyrir
því sem varð.
Ég er fædd í Teheran þann 14.
október 1938. Faðir minn var
ættaður frá Azerbaijan og móðir
mín frá Gilanhéraðinu, skammt
frá Kaspíahafi. Faðir minn var af
gamalli og þekktri ætt, áar mínir
höfðu lengi þjónað landinu við
góðan orðstír sem héraðsstjórar,
diplómatar eða trúarleiðtogar.
Föðurafi minn var í utanríkis-
þjónustunni í Hollandi og síðar í
Tblisi meðan fyrri valdhafar
ríktu. Þegar faðir minn og bróðir
hans voru á yngri árum voru þeir
sendir í Hinn keisaralega herfor-
ingjaskóla í Pétursborg. Eftir
byltinguna í Rússiandi 1917 fór
hann til Parísar og lærði lögfræði.
Því næst sneri hann heim.
I föðurætt tilheyri ég Seid-
fjölskyldu, sem þýðir að ég er sögð
meðal afkomenda spámannsins,
gegnum dóttursyni hans og imam-
inn Ali, sem við shiitar lítum á
sem réttborinn arftaka Múham-
eðs. Það er ágreiningurinn um
erfðina sem skilur shiita frá
sunni-múhameðstrúarmönnum.
Eftirnafn mitt Diba kemur af því
að einn forfeðra minna gekk að
staðaldri í skikkju sem varjrerð úr
silki og „diba“ þýðir silki. I gamla
daga voru engin eftirnöfn í íran.
F’ólk hafði ákveðinn titil og var
kallað sonur eða dóttir þessa og
hins. En síðan faðir Mohammeðs
Reza kom á veldisstól hefur verið
skylda að hafa eftirnafn og fjöl-
skylda mín valdi Diba-nafnið.
Móðir mín er af virtri fjölskyldu
í Gilanhéraði og karlmennirnir í
fjölskyldu hennar hafa skipað
veglegan sess meðal trúarleiðtoga
landsins. Þegar móðir min var á
barnsaldri var lítið hugað að
menntun kvenna, en engu að síður
sótti hún kristinn skóla í Teheran,
sem var kenndur við heilaga
Jóhönnu.
Þrátt fyrir þennan uppruna
minn, sem er einkar múhameðsk-
ur hef ég aldrei borið sjadorinn,
sem hefur lengi verið einkenni
íranskra kvenna. Það sýnir hversu
upplýst og fordómalaus fjölskylda
mín var. Trú þeirra er sterk en
hún hefur alla tíð verið sneydd
kreddum og þröngsýni.
Farah Diba og Mahoammed Reza
Ég var því miður einkabarn og
ég þráði ákaft að eignast systkini.
En sem betur fer bjó móðir mín
alla tíð í sama húsi og bróðir
hennar sem átti son, sem líka var
einkabarn og við uxum upp sam-
an, nánast systkini. Þegar ég
fæddist var móðir mín ekki sér-
lega glöð yfir því að ég var stúlka:
í Iran vill fólk að fyrsta barn sé
drengur. Þess vegna sagði læknir-
inn við hana „Sjáið þennan litla
engil.“ Alténd vona ég að hún hafi
síðan komizt yfir vonbrigði sín.
Fjölskylda mín sagði strax að ég
væri eftirmynd föður míns og það
mátti öllum augljóst vera. Ég hef
aftur á móti ekki getað gert mér
grein fyrir því. Hann dó þegar ég
var níu ára og myndir af honum
gera samanburð nokkuð erfiðan,
vegna grósku mikils yfirskeggs
hans...
I Iran er mikil samheldni innan
fjölskyldunnar og þegar ég var
barn voru sífelldir vinafundir með
frændum. Þar sem föðuramma
mín hafði verið gift tvisvar —
bræðrum eins og siðurinn mælti
fyrir í þann tíð — og átti sjö syni
og tvær dætur vorum við alltaf
fjöldamörg saman. Auk fjölskyldu
minnar hafði ég barnfóstru, sem
ég nánast tilbað, vegna þess að
hún var — eins og oft er raunin —
miklu undanlátsamari við mig en
foreldrar mínir. Ég varð aðnjót-
andi mikillar ástúðar og hlýju og
hef sennilega verið töluvert dekr-
uð. Meðan faðir minn var á lífi
lifðum við afar þægilega. Foreldr-
ar hans voru efnaðri en foreldrar
móður minnar, því að hann var af
ætt jarðeigenda. Hann vann í
lögfræðideild innan hersins. Hann
unni mér heitt og bar hag minn og
vellíðan mjög fyrir brjósti. Það
var til dæmis ekki algengt að börn
væru bólusett gegn hinum ýmsu
sjúkdómum í íran þá. Þess vegna
útvegaði hann bóluefni erlendis
frá. Hann bannaði fólki að fara
inn í herbergið mitt á skítugum
skóm og vildi ekki að hver og einn
væri að kjá utan í mig. Það var
ekki mikið um leikföng þá. Og
meðan önnur börn léku sér að
tuskudúkkum átti ég brúðu, sem
gat meira að segja sagt „pabbi" og
„mamma". Þetta hljómar sem
sjálfsagður hlutur nú, en á þeim
tíma var þetta meiri háttar ævin-
týri.
Tilveran var þess vegna góð og
ég á ljúfar minningar um barn-
æsku mína. Að vísu er ekki hægt
að líkja því saman við þær að-
stæður sem obbi barna, ekki sízt á
Vesturlöndum elzt upp við nú.
í Teheran bjuggum við í nota-
legu húsi sem enn er til og ég fæ
oft löngun til að skoða það. Á
sumrin fluttum við í það hverfi
borgarinnar, sem ég bý í nú,
Shemiran. Þá var það nánast uppi
í sveit. Þar var og svalara enda