Morgunblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980 Myndir og texti Elín Pálmadóttir SEINNI GREIN fyrir skepnum og Þorvaldur lýsir honum svo: „Víðidalur var um miðjuna niður við ána ákaflega grösugur, svo að ég hefi varla séð þvílíkt á íslandi. Hestarnir óðu alls staðar grasið, víðinn og blómgresið í hné og þar yfir. Innan um voru alls staðar mjög há hvannstóð, er tóku manni undir hönd, en milli þeirra uxu gulvíði- hríslur, grávíðir, blágresi, dökk- fjólulitir lokasjóðsbræður, sóleyj- ar og margt fleira. Að jurtagróður er hér svo mikill hlýtur að koma af því, að dalurinn er krappur og jöklar á báða vegu, svo að sólar- geislarnir kastast af þeim niður í dalinn. Þokurnar frá sjónum mæta þar neðst í dalnum hömrum og háum fjöllum og þéttast, svo að sífelldur úði og dögg er á jörðu. Sauðfé kemur hingað sjaldan, af því að illt er að komast að dalnum, yfir jökla og há fjöll að sækja." Um 40 árum fyrr, eða um 1840, hafði maður að nafni Stefán Ólafsson, ódæll útilegumaður sest að í Víðidal, en var þar aðeins skamma stund. Þorsteinn nokkur Hinriksson flutti þá í kofana hans með konu sinni, Ólöfu Nikulás- dóttur, tveim ungbörnum og dótt- ur hennar stálpaðri. Fyrsta vetur- inn er Þorsteinn bjó þar, tók af bæinn í snjóflóði. Það var á þrettánda í jólum. Var Þorsteinn að lesa húslestur og fórst þar með tveim börnunum, en konan komst af viðbeinsbrotin, svo og ungl- ingsstúlkan. Höfðust þær við í rústunum í 5—6 vikur, en þá urðu þær að Ieggja til byggða sökum vistaskorts, þótt ekki væri það árennilegt í fannferginu. Þær gengu upp úr dalnum og upp á öræfin, villtust, urðu að grafa sig í snjó og komust loks eftir 3 dægur við illan leik og aðframkomnar að Hvannavöllum í Geithellnadal. Segir sagan, að þær hafi verið sestar að á svellaðri klettasillu, er tfl þeirra sást fyrir tilviljun frá bæ. Þetta sýnir, að sumarfegurð dalsins og gróska var ekki einhlít, þrátt fyrir gott beitarland. En dalurinn grösugi freistaði svo mjög Jóns bónda Sigfússonar á Hvannavöllum í Geithellnadal, sem var fylgdarmaður Þorvaldar Thoroddsen í ferðinni 1882, að árið eftir sest hann þar að með konu sinni, Ragnhildi Jónsdóttur, og Jóni syni sínum. Þegar Þorvaldur Thoroddsen kemur þar aftur 12 árum seinna, 1894, er breyting orðin á, enda stutt í að þeir feðgar færu burt. Höfðu þeir átt við mikla örðugleika að stríða, að- drættir allir erfiðir, heyskapur lítill, og nú hafði beitin etið upp viðkvæman gróðurinn. Segir Þor- valdur: „Ræktunin og fjárbeitin er algjörlega búin að breyta Víðidal. Þar sem víðirinn var mestur og hvannastóðið, eru nú víðáttumikil tún. Þó túnið sé stórt, þá fást aðeins af því 40 hestar. Það er snögglent, grasið gisið og sést í mold á milli stráa, en jarðvegur Gangnamannakofi Lónsbænda i Nesi, en þar var ferðahópurinn myndaður i síðasta áningarstað. Árni Reynisson sitjandi. fyrir aftan hann Völundur Jóhannesson, þá Eyþór Einarsson, Svandis Ólafsdóttir, Trausti Sigurðsson. Brynhildur Stefánsdóttir, Brynhildur Óladóttir, Bragi Björnsson og Magnús Hjálmtýsson. Myndina tók níundi fórumaðurinn Elín Pálmadóttir. árinnar. Austfirðingarnir Magnús og Bragi leggja í að vaða ána, sem er straumhörð og botninn óslétt- ur, og nær áin þeim í klyftir. Brynhildur eldri er ekki í rónni. „Komist ég ekki yfir ána til að skoða tóftirnar í þetta sinn, verð ég að ganga hingað i þriðja skipti. Eg hlýt að finna betra vað, segir þessi 72ja ára gamla valkyrja. Og hún leggur í ána, veður hana af öryggi og styður sig við stóran staf. Straummegin virðist vatnið brjóta á henni upp í mjöðm, en hún fetar sig örugg yfir, skoðar bæjartóftirnar og kemur til baka. Eitthvað gengur af hreindýrum og fé í Víðidal. Hreindýrabein bera þess merki. Við sjáum nú aðeins eina svarta kind með lamb. Raunar verður ekki mikið kvikt á leið okkar. Fálkaungi sveimaði þó í Tröllakrókum. Upp úr Víðidal fetum við gamla götu, sem sneiðir skáhallt brekk- una. Þar hefur verið reiðleið, enda urðu ábúendur í Víðidal að flytja alla aðdrætti á hestum tröllaveg úr Lóninu, yfir Kjarradalsheiði, um Illakamb og Kollumúla, þá leið í Tröllakrókum. allur fullur af gömlum víðitágum og hvannarótum. Utan túns er gróður allur töluvert smávaxnari en áður. í dalnum er mest af víðitegundum og lyngi. Mýrlendi sést þar hvergi nema á örsmáum blettum." Fyrsta veturinn bjó Sigfús þar sem forni bærinn hafði verið, en flutti svo þaðan og gjörði annan bæ norðar. Þetta var hyggilega ráðið, því skömmu seinna tók snjóflóð eldri bæinn og færði allt langt fram á grundir. Þar sem við ferðafólkið sitjum við foss í falleg- um hvammi, 86 árum síðar, sjáum við rústirnar af bænum handan Leiðin liggur yfir göngubrúna góðu i Jökulsá i Leiðatungum. en handan hennar er há sleip móbergsklöpp og nokkuð örðugt að paufast þar upp, ekki sist i bleytu. Gengið úr Fljótsdalnum suður í Lón eir, sem um fjöllin og Þfirnindin fara, fjári eru það kaidir menn, raulaði undirrituð fyrir munni sér, um leið og skriðið var út úr tjaldinu við Tröllakróka- tjörn ágústmorgun einn í sumar og gjóað augunum upp á Vatna- jökulinn þarna rétt hjá í vestri. Það var fagurlagaður 1570 metra hár hnjúkurinn Grendill, sem stóð þarna upp úr jöklinum, er laðaði fram í hugann þennan söng jökla- manna. Því venjulega er Grendill gott leiðarmerki jöklafara í austri. En nú var komið vestur fyrir hann og niður á snjólaust land, aðeins efstu drög Jökulsár í Lóni á milli, þar sem hún er komin undan jökli og út úr Víðidalnum og rennur um Tröllakróka. Á dalmótunum í henni hár foss, en úr jöklinum falla kolsprungnir skriðjökul- sporðar. Þeirra mikilúðlegastur er Öxarfellsjökull, enda mjög nærri. Áður en við þrömmum af stað í fjórðu dagleiðina, lítill hópur Náttúruverndarráðsfólks og Ferðafélagsfólk úr Fljótsdal, og snúum baki í jökulinn, skoðum við Tröllakrókana af austurbrúnum. Flestir koma ferðamenn þó þang- að upp með ánni úr suðri, frá Leiðatungum. í Króknum hafa veðrast í móbergslögin standar og strýtur í furðulegum kynjamynd- um, sem standa út úr hlíðum dalsins, eins og fylkingar trölla, milli líparítskriða og hamrabrúna. Ljós og skuggar í þröngum dal í endurskini jökulsins gera þessa dranga enn áhrifameiri og trölls- legri. Við fylgjum varðaðri leið í austurátt, áleiðis í Víðidal, og skiljum pokana eftir við eina vörðuna, á vesturbrún dalsins. Víðidalur er 15—20 km langur, djúpur dalur í auðninni. Hann er í 400 m hæð yfir sjó, en brúnir um 700 m, svo bratt er niður á grösugan dalbotninn. En án byrð- anna veittist tiltölulega létt að komast niður snarbratt gil og skriðu, og notalegt að setjast í grösugan hvamm við foss í Víði- dalsá, sem fellur um þenna há- fjalladal og svo út um mikil gljúfur suður úr dalnum til að sameinast Jökulsá neðar. Engan skal undra þótt fólk, sem á fyrri tíð hafði spurnir af tilvist svo gróðursælla dala, tryði því, að útilegumenn lifðu með búsmala á fjöllum. En fram undir 1600 áttu landsmenn leið um þessar slóðir, því vermenn úr Þingeyjarsýslum héldu þar um í verið suður í Lón. Hét leiðin sú Norðlendingaleið, svo sem Norlendingavöðin á Jök- ulsá og Víðidalsá bera vott um. En eftir það mun leiðin hafa týnst í nær tvær aldur. Enginn hætti sér á fjöll fyrr en um 1800, en byggðafólk hafði áfram óljósa vitneskju um blómlega dalinn í auðninni milli jökla, Vatnajökuls í vestri og Hofsjökuls og Þrándar- jökuls í austri. Árið 1882 kemur Þorvaldur Thoroddsen fyrstur náttúrufræðinga í Víðidal. Hafði dalurinn þá lengi verið friðaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.