Morgunblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980
Fjallað u m frumvarp að
nýrri kirkjuhandbók
KIRKJUÞING hóf störf í Kær.
fóstudaK. mró Kuðsþjónustu í Hall-
Krímskirkju. I»inKió kemur saman
annaó hvert ár <>k eru þinKmenn
sautján talsins. Aóalmál þinKsins
aó þessu sinni veróur frumvarp aó
nýrri handbók kirkjunnar. sem
samþykkt var mótatkvæóalaust i
óllum KrundvallaratriÓum á presta-
stefnunni i vor. Hafa verið Kerðar
nokkrar orðalaKsbreytinKar oK
ennfremur tekið tillit til óska
prestastefnunnar um form skirnar
ferminKar oK annarra sérathafna
kirkjunnar.
Handbókarfrumvarpiö hefur verið
alllengi í bígerð. Drög að nýrri
handbók voru send út til reynslu
1976 og síðasta kirkjuþing skipaöi
síðan ellefu manna nefnd guðfræð-
inga og tónlistarmanna undir for-
ystu dr. Einars Sigurbjörnssonar,
sem lagði fram frumvarpið í vor.
Var samstaða í nefndinni um frum-
varpið.
Helztu breytingar í formi mess-
unnar samkvæmt frumvarpinu, eru,
að teknir eru upp aftur þættir sem
felldir voru niður á siðustu öldum,
en eru í messuformi allra lútherskra
kirkna. Islendingar þekkja þá þó vel,
því þeir eru í hátíðarsöngvum kirkj-
unnar eins og sr. Bjarni Þorsteins-
son hefur tónsett þá. Má þar nefna
Kyrie (miskunnarbæn), Gloría
(dýrðarsöngur) o.fl. Samkvæmt til-
lögunni er gert ráð fyrir fleiri
valkostum við helgihald kirkjunnar,
sérstaklega hvað tónlistina áhrærir.
Má að sjálfsögðu hafa áfram tón-
söngva Sigfúsar Einarssonar og
Bjarna Þorsteinssonar svo oK hinn
klassíska tónsöng, sem oft er nefnd-
ur gregorískur. Æskilegt þykir að fá
einnig nýjan tónsöng og hafa Norð-
menn til dæmis fengið tónskáldum
það verkefni í hendur.
Allmörg mál veröa væntanlega
lögð fram á kirkjuþingi. Milliþinga-
nefnd mun skila áliti um tillögu um
stjórn og skipan prófastsdæma frá
síöasta kirkjuþingi. Nefndir, sem
kanna fræðslumál kirkjunnar, munu
einnig gefa skýrslu.
Kirkjuþing mun starfa formlega
— greiði börnin
hann ekki sjálf
„I SKATTALÖGUNUM er gert ráð
fyrir því að forráöamenn eða lög-
ráðamenn harna séu ábyrgir lyrir
þessum sköttum, þannig að ég geri
ráð fyrir að innheimtumenn snúi
sér til þeirra komi greiðslur ekki
eins oK til er ætlast.“ — Þetta var
svar Guömundar Vignis Jósefsson-
ar Kjaldheimtustjóra i Kær. er
MorKunblaðið spurði hvernig yrði
farið með innheimtu barna-skatta i
þeim tilvikum er gjaldendur ekki
stæðu í skilum.
um tveggja vikna skeið og er Hall-
grímskirkja þinghús þess. Auk
kirkjumálaráðherra og biskups, sem
er forseti þingsins, eru fjórtán full-
trúar kjörnir úr hinum sjö kjördæm-
um landsins og einn frá guðfræði-
deild Háskólans. Sr. Trausti Pét-
ursson, prófastur, predikaöi við
setningu þingsins, en kór Lang-
holtskirkju leiddi sönginn og fylgdi
þar hinum nýju tillögum að messu-
formi.
Eftirtaldir aðilar sitja kirkjuþing
auk hr. Sigurbjöms Einarssonar
biskups og Priðjóns Þórðarsonar
kirkjumálaráðherra: Sr. Eiríkur J.
Eiríksson, prófastur Þingvöllum, sr.
Jón Einarsson, Saurbæ, sr. Jónas
Gíslason, dósent Reykjavík, sr. Pét-
ur Þ. Ingjaldsson, prófastur Skaga-
strönd, sr. Sigurður Guömundsson,
prófastur Grenjaðarstað, sr. Lárus
Þ. Guðmundsson, prófastur Holti, sr.
Trausti Pétursson, prófastur Djúpa-
vogi, sr. Þorbergur Kristjánsson,
Kópavogi, Gunnlaugur Finnsson,
Flateyri, Helgi Rafn Traustason,
Sauðárkróki, Hermann Þorsteins-
son, Reykjavík, Jóhanna Vigfúsdótt-
ir, Hellissandi, Margrét Gísladóttir,
Egilsstöðum, Jón Hjálmarsson, Vill-
ingadal fyrir Óskar Sigurbjörnsson,
Ólafsfirði, og Jón Guðmundsson,
Fjalli, fyrir Þórð Tómasson, Skóg-
um.
Guðmundur sagði, að foreldrar
væru væntanlega báðir ábyrgir
fyrir gjöldum þeirra, en gjaldheimt-
una kvað hann ekki enn sem komið
er hafa velt því mikið fyrir sér
hvernig yrði farið með slík mál. „En
ljóst er að ekki verður gert lögtak í
hljómflutningstækjum eða öðrum
eigum barna nema lögráðamenn
bendi sérstaklega á þá hluti,“ sagði
Guðmundur Vignir aðspurður. „En
við erum nú enn ekki farnir að gera
því skóna að yfirleitt verði gert
lögtak hjá einum eða neinum vegna
þessa, enda eru þessi gjöld ekki
gjaldfallin enn sem komið er.“
Frá setningu kirkjuþings. f.v.: Friðjón Þórðarson kirkjumálaráðherra.
Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra og herra Sigurbjorn Einarsson
biskup.
Lögráðamenn ábyrg-
ir fyrir skattinum
m. § • i 1 J§
h L m L | ÆJMJ I
m^%
m 1
Fæðingarheimilið við Eiríksgötu.
Vilja valfrelsi milli
fæðingarstofnana
Undirskriftasöfnun
i gangi gegn sölu
Fæðingarheimilisins
„MARKMIÐ okkar með þessum
mótmælum er, að við viljum að
konur geti valið á milli stofnan-
anna. þ.e. á hvorri þeirra þær
ætla að ala born sin og vera með
þeim fyrstu vikuna,“ sagði ólafia
Sveinsdóttir, er Mbl. hafði sam-
band við hana i gær, en hún er
málsvari áhugamannahóps um
áframhaldandi óbreyttan rekstur
Fæðingarheimilis Reykjavikur-
borgar og að það verði áfram i
eigu borgarinnar. Umræður hafa
verið í borgarráði og borgar-
stjórn um að seija rikinu Fæð-
ingarheimilið vegna fjárhagserf-
iðleika og telja áhugamenn að
með samruna stofnananna verði
Fæðingarheimilið aðeins notað
sem sængurkvennadeild fyrir
Fæðingardeild Landspitalans.
Áhugamenn hafa ákveðið að
gangast fyrir undirskriftasöfnun
til að mótmæia harðlega áður-
nefndum breytingum og einnig
er fyrirhugað að halda fund um
málið.
í fréttatilkynningu frá áhuga-
mannahópnum um málið segir
m.a.: „Við getum ekki séð, að
skynsamlegt sé að breyta rekstr-
inum nú, þegar nýting er góð. Við
fáum ekki heldur séð, hvernig
hægt verður að anna öllum fæð-
andi konum af Stór-Reykjavíkurs-
væðinu og víðar að ...“ Þá segir:
„Salan yrði mikil afturför í heil-
brigðismálum hér á Stór-Reykja-
víkursvæðinu og reyndar víðar."
Ólafía sagðist vilja leggja
áherslu á, að ekki væri með þessu
verið að deila á ágæti fæðingar-
deildar Landspítalans, en það
væri staðreynd, að með samruna
þessara stofnana yrði rekstri
Fæðingarheimilisins breytt í þá
veru að þar yrði aðeins legudeild,
en konur yrðu látnar fæða á
Landspítalanum, og sagðist hún
hafa sannfrétt það frá ábyrgum
aðilum. Þá sagði hún: „Allt tal um
að Fæðingarheimilið eigi að halda
áfram rekstri sínum, án nokkurra
breytinga er hreint fals, sem við
trúum ekki á. Við munum leggja
mikla áherslu á undirskriftasöfn-
unina og ætlum einnig að boða til
fundar um málið fljótlega.
Undirskriftalistar munu liggja
frammi í heilsugæslustöðvum á
höfuðborgarsvæðinu, mæðradeild
Heilsuverndarstöðvarinnar og
nokkrum verslunum, sem versla
með ungbarnafatnað. Þá geta þeir
sem áhuga hafa á að aðstoða við
undirskriftasöfnunina haft sam-
band við Ólafíu Sveinsdóttur eða
Sigrúnu Davíðsdóttur.
Að vera aldrei ánægður er fnimskilyrði
þess að menn reyni að gera betur
RÆTT VIÐ BRAGA ÁSGEIRSSON Á SÝNINGUNNIÁ KJARVALSSTÖÐUM
Kjarvalsstaðir við Miklatún i
Reykjavík hafa verið í sviðsljós-
inu undanfarna daga — eins og
raunar oft áður — að þessu
sinni vegna umfangsmikillar
og athygiisverðrar yfiriitssýn-
ingar frá 33ja ára listamanns-
ferli Braga Ásgeirssonar.
Blaðamaður Morgunblaðsins
lagði leið sina að Kjarvais-
stöðum i vikunni, og hitti
Braga þar að máli, sem hann
leit eftir að allt færi eins og best
yrði á kosið á sýningunni.
Bragi var fyrst spurður hvort
hann væri ánægður með listfer-
il sinn er hann nú liti yfir
sýninguna. sem tæki til mynda
frá meira en þrjátiu ára tfma-
bili.
„Nei, ég er ekki ánægður,"
sagði Bragi, „enda er það hættu-
legt að vera ánægður. Frumskil-
yrði þess að menn haldi áfram
og reyni að gera betur, er að
menn séu ekki ánægðir og hafi
hið innra með sér vissu um að
þeir geti betur en þeir hafa enn
gert.“
— Eru listamenn þá, eða
mega þeir, aldrei vera ánægðir?
„Jú, jú, listamaður má vera
ánægður, t.d. sérstaklega með
konuna sína.“
— Er eitthvað það sem þér
finnst þú hafa gleymt á ferli
þínum sem málari, er eitthvað
sem þú saknar að hafa ekki lagt
meiri rækt við?
„Það er fjölmargt sem ég vildi
hafa sinnt betur, ótalmargt. Ég
hefði til dæmis viljað vinna
meira í grafík og að veggmynda-
gerð, svo aðeins tvö dæmi séu
tekin.“
— Þú hefur látið hafa eftir
þér, að þú vonist til að eiga enn
fyrir höndum þrjátíu og þrjú ár í
listinni. Að hverju ætlar þú að
einbeita þér á þeim tíma?
„Áætlanir hef ég nú aldrei
gert fyrirfram, ég held bara
áfram eins og andinn blæs mér í
brjóst hverju sinni. Það sem mér
finnst hins vegar skemmtilegast
við þessa sýningu, er að sjá hve
miklar breytingar hafa orðið á
myndum mínum, frá hinni
fyrstu til þeirrar síðustu. Þær
breytingar hafa orðið alveg án
þess að ég hafi fyrirfram ákveðið
að breyta stíl mínum.
í maí fyrr á þessu ári var ég í
útlöndum, og kom þá meðal
annars til Kaupmannahafnar,
Svíþjóðar og Þýskalands, og sá
þá meðal annars nýjustu „tísku-
litina í verzlunum.” Ég hefði
gaman af að fást við að mála
myndir í tískulitum dagsins, en
það hef ég aldrei gert áður. Þar
er raunverulega um það að ræða
að litasmekkurinn er fjarstýrður
að verulegu leyti af tískuhönn-
Bragi við
tvær mynda
sinna á sýn-
ingunni á
Kjarvals-
stöðum:
Sveitastúlk-
an og Jó-
hanna. Þær
eru báðar
frá árinu
1952.
uðum sem gefa línuna. Það væri
gaman að prófa slíkt eitthvað, og
raunar er ég þegar byrjaður á
myndum í þeim dúr. Þær áttu að
vera á þessari sýningu, en mér
tókst ekki að ljúka þeim í tírna."
— Hvernig er íslensk mynd-
list um þessar mundir? Er
ástæða til þjartsýni fyrir hennar
hönd?
„Mér finnst hún bera of mik-
inn keim af meðalmennsku, ekki
nægilega krassandi og átaka-
mikil. Það er eins og menn þori
ekki að taka áhættu í listinni. Ef
til vill er þetta skólakerfinu að
kenna, ég veit það ekki, en það
vantar blóð, svita og tár í listina
um þessar mundir.
— Nei, ég held ekki að það sé
vegna þess að listamenn hafi það
of gott. Ég hef aldrei haft nógu
góð skilyrði, og hef það ekki enn,
brauðstritið hefur verið hart en
máli skiptir að ég er enn ofan
jarðar. Skilyrðin mættu vera
betri, þau eru ekki nógu góð, þó
listamennirnir séu það ef til vill
ekki heldur á þessum síðustu
tímum. Þetta ber þó alls ekki að
skoðast sem gagnrýni á ungt
fólk eingöngu, og takmarkast
ekki við Island heldur. Þess sjást
merki um allan heim að það
vantar einhvern neista í listina.
Ég er því fyrir sumt ekkert
sérlega bjartsýnn á framtíðina,
en við verðum þó að vera það, þó
ekki væri nema til þess að gera
annað fólk bjartsýnt!"
— Að síðustu Bragi, hvar tel-
ur þú að mest sé um að vera í
myndlist í heiminum nú?
„Því er erfitt að svara, mjög
erfitt. — Réttast er þó líklega að
segja að það sé hér á Kjarvals-
stöðum þessa dagana!"
- AH.