Morgunblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980 23 Haustmót T.R.: Margeir örugg- ur fyrir síð- ustu umferð ÞEGAR ein umferð var ótefld á haustmóti TaflfélaKs Reykjavikur i Kær hafði MarKeir Pétursson þegar tryKKt sér sÍKur. Hann hafði þá hlotið 8‘A vinning af 10 mögulegum, en þeir Björn Þor9teinsson, Gunnar Gunnarsson og Ásgeir P. Ásbjörnsson 6‘A v. Úrslitin réðust á fimmtudagskvöld- ið, en þá voru tefldar biðskákir. Margeir hélt þá jafntefli í erfiðri biðskák við Stefán Briem, en Björn Thorsteinsson varð hins vegar að lúta í lægra haldi fyrir Sævari Bjarnasyni. Síðustu umferð á mót- inu átti að tefla í gærkvöldi. Utanríkis- ráðherra til Búlgaríu UTANRÍKISRÁÐHERRA, Ólafur Jóhannesson, mun fara í opinbera heimsókn til Búlgaríu í byrjun nóvember n.k. í boði utanríkisráð- herra Búlgaríu, Petar Mladenov. í fylgd með ráðherranum verða frú Dóra Guðbjartsdóttir, kona hans, og Hörður Helgason, ráðu- neytisstjóri og frú Sarah Helgason, segir í frétt frá utanríkisráðuneyt- Þorvaldur Mawby: Fáist ekki byggingar- leyfi eða önnur lóð er úti um Byggung Vr vo óffoa vGífl óott tá ió sKflWjo'flflivdvi YRfí 50 Kfl/UfJOVÍ VlflVM? 6flF W FflKfl ÓT/'Sb0Í%I EINS og kunnugt er af fréttum hefur borgarráð synjað Bygg- ung, byggingarfélagi ungra sjálfstæðismanna, um bygg- ingu háhýsis við Eiðsgranda. í því tilefni hafði Mbl. samband við Þorvald Mawby, fram- kvæmdastjóra Byggung og innti hann eftir gangi máia: „Við höfðum sótt um bygg- ingarleyfi fyrir 100 íbúða hús þarna við Eiðsgrandann og fengið leyfið, en þegar til kom varð það ljóst að grafa þurfti 12 metra niður til að komast á fast og það er augljóst mál að út í svo mikinn kostnað er ekki hægt að ráðast, nema að fá að fjölga íbúðunum. Það kostar um 900 milljónir að komast niður á fast og það þýðir að íbúðarverðið vex verulega og segja má að húsnæðismálastofn- unarlánið, 8 milljónir alls, fari því í að moka drullunni burt og við það ræður enginn venjulegur mað- ur. Vegna þessa sóttum við uhi að fá að byggja stærra til að geta haldið íbúðaverðinu aðeins niðri, en við fengum synjun frá borgar- ráði, en skipulagsnefnd var jafn- framt gert að hafa samband við okkur og reyna að leysa vandann innan ramma skipulagsins. Það hefur ekki enn verið haft samband við okkur og því bíðum við átekta. Hins vegar er það alveg ljóst, að ef ekki fæst leyfi til að byggja stærra, eða að önnur lóð fæst mjög fljótlega, er útséð um framtíð fyrirtækisins," sagði Þorvaldur að lokum. ö INNLENT Ragnar Arnalds um barnaskattana: Tekjuskatturinn hækkar um þess að staðgreiðslan hefur SKATTAR á börn, sem nú hafa verið lagðir á í fyrsta skipti, eru 6.5% hærri en gert var ráð fyrir í skattalögum þeim er samþykkt voru árið 1978. að því er fram hefur komið í fréttum. Samkvæmt þeim lögum var gert ráð fyrir að skatturinn yrði 5%, en hann er nú 11.5%. Hækkunin er þannig til komin, að skatturinn sjálfur er hækkaður um 2%. og bætt er við 1.5% sjúkratryggingagjaldi og 3% útsvari. M»>rgunblaðið sneri sér í gær til Ragnars Arnalds f jármálaráðherra, og spurði hann hverju þetta sætti. „Það er ósköp einfalt mál að tekjuskattslögin sem lögð voru fram veturinn 1978 voru miðuð við staðgreiðslukerfi skatta," sagði Ragnar, „og allar prósentutölur í lögunum miðuðust við að skattur- inn yrði innheimtur af tekjum líðandi árs en ekki liðins árs. Þar af leiddi, er staðgreiðslukerfið kom ekki til framkvæmda eins og þá var gert ráð fyrir — raunar var flutt frumvarp um það samhliða tekju- skattsfrumvarpinu — varð að breyta öllum prósentutölum til samræmis við þá staðreynd að verið var að skattleggja tekjur liðins árs. Staðgreiðslufrumvarpið dagaði uppi og því varð að áætla verð- bólguhlutfall. Það þýðir að sú tala sem var 5% miðað við staðgreiðslu- kerfi, verður 7% miðað við að lagt sé á tekjur síðasta árs. Þannig er þessi 2% hækkun til komin.“ — En hvað þá með 3% útsvarið og 1,5% sjúkratryggingagjaldið? „Um það veit ég satt að segja ekki svo mikið, ég satt að segja þekki ekki nægilega vel hvenær sjúkra- tryggingagjaldið kom inn en ég man þó ekki til að það hafi komið til í minni fjármálaráðherratíð. Útsvarið þekki ég ekki heldur vegna þess að það er á vegum félagsmálaráðuneytisins og hefur væntanlega verið í því frumvarpi þar sem færð voru til samræmis við tekjuskattslögin, ýmis ákvæði lag- anna um tekjustofria sveitarfélaga. — Það mál hefur sjálfsagt verið til meðferðar hjá fleiri en einni ríkis- stjórn, þremur liklega. Ymsar tæknilegar breytingar þurfti að gera á lögunum um tekjustofna sveitarfélaga við það að nýtt skattakerfi tók gildi og ég reikna með að þar hafi meðal annars verið fjallaö um útsvarið. Útsvarið er nú innheimt af báðum hjóna, og við þá breytingu að nú er hver og einn einstaklingur í fjöl- skyldunni skattlagður hlaut að koma inn ákvæði um hvernig ætti að leggja útsvar á tekjur barnanna. Það er óhjákvæmileg og sjálfsögð afleiðing af samþykkt tekjuskatts- laganna vorið 1978. — Það er því hinn mesti útúrsnúningur að segja að þessi ríkisstjórn hafi bætt svo og svo miklu við. Skatturinn'á börnin er í dag nákvæmlega eins og hann var hugsaður á sínum tíma. Lögin um sjúkratryggingagjald og tekju- stofna sveitarfélaga urðu auðvitað að breytast til samræmis við tekju- skattsíögin, og taka mið af því að nú er ekki lengur verið að skatt- leggja fjölskylduna sem heild. Það, sem hins vegar er ekki enn komið, er staðgreiðslukerfið." — Hefur þú eða ríkisstjórnin í heild einhver áform uppi um að leggja þennan skatt niður eða að létta skattbyrðinni sem honum fylgir nú? „Það hefur ekki verið rætt um það. Þessi gjöld eru lögð á í fullu samræmi við þau lög sem sett voru 1978 og ég hef ekki neina heimild til að breyta þeim eða létta álagning- unni. Mér þykir ákaflega ólíklegt að þessu verði breytt, en þó getur verið að þetta verði talið eitt af því sem þykir ósanngjarnt. En á það hefur ekki verið bent enn sem komið er, að minnsta kosti. Aðalgallinn er á hinn bóginn sá, hve þetta kemur seint, en þar er um að kenna stjórnarkreppunni í landinu, og sú 2% vegna tafist staðreynd að skattalögin voru ekki tilbúin fyrr en í vor. En vonandi verður hliðrað til ef þetta kemur illa við fólk núna, í sambandi við innheimtuna og ekki nema eðlilegt að svo verði gert.“ Brautskráning frá Háskóla Islands AFIIENDING próískírteina til kandídata fer fram við athöfn í hátíðarsal Iláskólans í dag kl. 14.00. Háskólarektor, prófessor Guðmundur Magnússon. ávarp- ar kandídata en síðan afhenda deildarforsetar prófskírteini. Að þessu sinni verða braut- skráðir 65 kandídatar og skiptast þeir þannig: Embættispróf í guð- fræði 1, embættispróf í lögfræði 1, B.A.-próf í heimspekideild 16, próf í íslensku fyrir erlenda stúdenta 4, lokapróf í rafmagnsverkfræði 3, fyrrihlutapróf í efnaverkfræði 1, B.S.-próf í raungreinum 15, kandídatspróf í viðskiptafræði 14, aðstoðarlyfjafræðingspróf 1, B.A.-próf í félagsvísindadeild 9. „Frétt frá Háskóla íslands). Útborgunardagur í síldinni og þykk umslög hjá mörgum UskifirAi. 24. október. SÍLDVEIÐIFLOTINN var í Norðfjarðarflóa í nótt og margir bátanna inni á Hellisfirði og Víðifirði. Sildin hefur þvi hlaup- ið norður aftur og virðist enn ekki vera á suðurleið. í dag er saltað hér hjá einni stöð, þ.e. Auðbjörgu, en unnið er við frágang á því, sem saltað hefur verið hjá Friðþjófi og Sæbergi, en unnið var til ídukkan 4 í nótt í síðarnefndu stöðinni. Nú eru til um 100 tunnur hjá Sæ- bergi, en hinar stöðvarnar eiga tunnur í sem nemur 1—2 daga söltun. I dag er útborgunardagur hjá söltunarfólkinu og margir fá þykk umslög enda hefur mikið verið unnið. _ ,Evar. Ekkert eftir til að hrygna í vor ef aflahámark verður óbreytt Rætt við Hjálmar Vilhjálmsson um mælingar á loðnustofninum SAMEIGINLEGUM leiðangri ts- lendinga og Norðmanna til mæl- inga á stærð islenzka loðnu- stofnsins lauk á miðvikudag, en berKmálsmælingar voru gerðar á loðnunni eins og undanfarin ár. Helztu niðurstöður lciðangursins benda til mikiliar minnkunar stofnsins frá þvi siðasta haust og er Morgunblaöið spurði Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðing að þvi i gær hvort ekki mætti tala um hrun á stofninum i sambandi við þróunina siðustu misserin, sagði hann að það myndi eflaust ein- hvern timann hafa verið gert. í leiöangrinum var svæðið milli Íslands-Grænlands-Jan Mayens skoðað og hafði Hjálmar eftirfar- andi að segja um þennan leiðang- ur og loðnustofninn: „I stuttu máli eru helztu niður- stöður þær, að alls mældist stofnstærðin rúmlega 675 þúsund tonn og þar af voru rúmlega 500 þúsund hrygningarloðna, en á henni byggist veiðin. Mælingarnar fóru fram við mjög góð veðurskil- yrði, en talsverður rekís var yfir grænlenzka landgrunninu. Því er hugsanlegt, að eitthvað af loðnu hafi verið undir ísnum og sé þess vegna ekki með í mælingunni. Það er þó samdóma álit okkar, að sá hluti sem þar kann að hafa verið geti ekki verið það stór, að hann hafi afgerandi áhrif á niðurstöð- urnar. í júní í sumar var ákveðinn 775 þúsund tonna leyfilegur hámarks- afli úr íslenzka loðnustofninum á vertíðinni sumar og haust 1980 og veturinn 1981. Þegar mælingin fór fram höfðu Norðmenn veitt sinn hluta eða um 120 þúsund tonn og Íslendingar voru þá búnir að veiða 115 þúsund tonn. Því var eftir að veiða um 540 þúsund tonn af leyfilegum hámarksafla þegar mælingin fór fram. Það er því ljóst, að hrygningarstofninn stendur engan veginn undir þeim afla, sem ákveðinn hefur verið og raunar er það ljóst að ef taka á þann afla allan verður ekkert eftir til að hrygna í vor. Þá var það sameiginleg niður- staða okkar að af þessum ástæð- u’m þyrfti að taka leyfilegan há- marksafla, sem ákveðinn var til bráöabirgða í sumar, til endur- skoðunar sem allra fyrst. Til þess að óhætt sé að veiða það sem þá var ákveðið og ef jafnframt er miðað við að skilja eftir 300 þúsund tonna hrygningarstofn, sem er það sama og skilið var eftir í fyrravor, þá hefðum við þurft að mæla rúmlega tvisvar sinnum meira en við gerðum. Ef við miðum við að skilja eftir 400 þúsund tonna hrygningarstofn, sem okkur finnst eðlilegast, þá hefðum við þurft að mæla 11-1200 þúsund tonn í staðinn fyrir þau rúmlega 500 þúsund tonn, sem við mældum. Bera má þennan leiðangúr sam- an við niðurstöður leiðangurs, sem ég fór í síðari hluta októbermán- aðar í fyrra. Þá mældist stofninn um 1060 þúsund tonn og þar af um 840 þúsund tonn af hrygningar- loðnu,“ sagði Hjálmar Vilhjálms- son að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.