Morgunblaðið - 25.10.1980, Síða 16

Morgunblaðið - 25.10.1980, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980 I Stefnuræða Gunnars Thoroddsens, forsætisráðherra: Til þess að vinna bug á verðbólgunni þurfa allir að taka á sig skyldur og byrðar Hér fer á eftir í heild stefnuræda dr. Gunnars Thoroddsens, forsætisráö- herra, sem flutt var á Alþingi í fyrrakvöld: Aðdragandi og aðkoma Ríkisstjórnin tók til starfa 8. febrúar 1980. Stjórn Alþýðuflokksins, sem þá hafði setið í nær fjóra mánuði, var bráðabirKÖastjórn, sem hafði það hlut- verk að rjúfa Alþingi og efna tii kosninga og halda landsstjórninni í horfinu. Að loknum þingkosningum i byrjun desember 1979 reyndu forystumenn fjög- urra þingflokka að mynda ríkisstjórn. Þær tilraunir stóðu í tvo mánuði án árangurs. Um mánaðamót janúar og febrúar 1980 horfði svo, að Alþingi myndi ekki gegna þeirri höfuðskyldu að sjá landinu fyrir ríkisstjórn, og við blasti, að gripið yrði til utanþingsstjórnar. Þá var núverandi rík- isstjórn mynduð. Sú stjórnarmyndun var eini möguleikinn, sem þá var fyrir hendi til þingræðisstjórnar með stuðningi meirihluta á Alþingi. Á fyrsta fundi í sameinuðu Alþingi eftir stjórnarmyndun, 11. febrúar, lýsti ríkis- stjórnin stefnu sinni eins og hún birtist í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þegar ríkisstjórnin tók við, var aðkom- an þessi í stórum dráttum: Verðhólgan var 61% frá byrjun til loka ársins 1979. Ríkisstjórnin tók því við um 60% verðbólguhraða. Aðalútflutningsgrein landsmanna, frystiiðnaðurinn, stóð höllum fæti, m.a. vegna sölutregðu á Bandaríkjamarkaði. Ríkisstjórnin hefur gert ráðstafanir til þess að bæta frystihúsunum upp á einn eða annan hátt, einkum með aðlögun gengis, útgjaldahækkanir og tekjutap, sem orðið hafa síðan stjórnin var mynduð. Hagur frystiiðnaðarins hefur því ekki versnað á þessu átta mánaða tímabili. En til viðbótar þeim erfiðleikum, sem orðið hafa síðan í febrúar síðastliðnum og leystir hafa verið, kemur sá vandi frysti- húsanna, sem skapaðist á tímabilinu október 1979 til febrúar 1980. Þá hækkaði tilkostnaður þeirra innanlands um 15— 20%. Á sama tíma stóð fiskverð í Bandaríkjunum í stað, en til þess að mæta þessari kostnaðarhækkun var gengissig aðeins um 5%. Við stjórnarskiptin voru einnig allir kjarasamningar lausir, bæði á hinum almenna markaði og við opinbera starfs- menn. Stjórnarsáttmálinn í stjórnarsáttmála núverandi ríkis- stjórnar eru rædd ýtarlega þau vandamál, sem við er að giíma, markmiðin, sem ríkisstjórnin stefnir að, og úrræðin, sem hún hyggst beita. Eins og jafnan í stjórnarsamningum er þar um ramma að ræða, sem síðan þarf aö útfylla nánar. I upphafi stjórnarsáttmálans segir svo: „Meginverkefni ríkisstjórnarinnar er að treysta íslenskt efnahags- og atvinnulíf, enda er það ein helsta forsenda fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Jafnframt leggur ríkisstjórnin áherslu á að efla menningar- starfsemi, auka félagslega þjónustu og jafna lífskjör." Efnahagsmál — hjöðnun verðbólgu Stefna ríkisstjórnarinnar í efnahags- málum er í höfuðatriðum mótuð þannig: „Ríkisstjórnin mun berjast gegn verð- bólgunni með aðhaldsaðgerðum, er varða verðlag, gengi, peningamál, fjárfestingu og ríkisfjármál." „Ríkisstjórnin mun vinna að hjöðnun verðbólgu þannig, að á árinu 1982 verði verðbólgan orðin svipuð og í helstu viðskiptalöndum íslendinga." Hér er því gert ráð fyrir þriggja ára áætlun um viðureign við verðbólguna, þannig, að í lok ársins 1982 hafi verðbólg- an náðst verulega niður. Áður en lengra er haldið er rétt að nefna tvö grundvallaratriði, sem jafnan verður að hafa í huga. Hið fyrra er það, að viðnám gegn verðbólgu byggist ekki á einum einstökum þætti efnahagsmála. Það eru margir meginþættir efna- hagsmálanna, sem þarf að vinna að í samhengi. Því aðeins að heildarsýn sé höfð og það takist að ná tökum á öllum þessum helstu þáttum, er von um árang- ur. Þessir meginþættir eru: Ríkisfjármál, peningamál, þ.e. innlán og útlán, verðlag, gengi, fjárfesting og launamál. Hitt grundvallaratriðið er jafnvægi. Á öllum sviðum þjóðlífsins þarf á jafnvægi að halda til þess að vel fari. í ríkisfjár- málum þarf jöfnuð milli tekna og gjalda. Við þurfum jafnvægi í peningamálum, jafnvægi milli innlána og útlána. Við þurfum að hafa jafnvægi í atvinnumálum, þannig að framboð og eftirspurn vinnu- afls standist nokkurn veginn á, svo að afstýrt sé atvinnuleysi, en um leið komið í veg fyrir ofþenslu á vinnumarkaði. Það þarf að stuðla að jöfnuði í utanríkisvið- skiptum, viðskiptajöfnuði. Ríkisfjármál í stjórnarsáttmálanum er stefnan um ríkisfjármál mörkuð á þessa lund: 1) Aðhald í ríkisbúskap verði stóraukið og áhersla lögð á jafnvægi í ríkisfjár- málum. 2) Ríkissjóður verði rekinn með greiðslu- afgangi. 3) Fjárlaga- og hagsýslustofnun verði gert kleift að sinna í ríkari mæli en hingað til aukinni hagkvæmni og hagræðingu í ríkisframkvæmdum, stofnunum og fyrirtækjum ríkissjóðs, í samráði við starfsfólk þeirra. Þessi stefnumótun byggist á mörgum sjónarmiðum. Ríkisvaldinu er skylt að fara vel með og nýta sem best skattpen- inga landsmanna. í viðnámi gegn verð- bólgu er það brýn nauðsyn, að ríkissjóður sé rekinn hallalaust og helst með greiðslu- afgangi. Á síðasta áratug var ríkissjóður í sex ár rekinn með halla. Það þýddi lántökur úr Seðlabanka, seðlaprentun og vaxandi verðbólgu. Ríkisstjórnin ásetti sér að tryggja jafnvægi í tekjum og gjöldum ríkissjóðs á þessu ári. Það hefur tekizt að ná því jafnvægi. Þetta er mikilvægt atriði í baráttunni við verðbólguna. Góð afkoma ríkissjóðs er einnig nauð- synleg til þess að unnt verði að lækka skuldir ríkissjóðs og vaxtabyrði, en hún nemur á næsta ári nær 20 milljörðum króna. Greiðsla af skuldum ríkissjóðs er því mikilvægur þáttur í viðleitni til þess að draga úr útgjöldum hans. Áfram er stefnt í sömu átt á næsta ári með því frumvarpi til fjárlaga, sem nú hefur verið lagt fyrir Alþingi. Eg legg á það áherslu, að ekki er nóg að afgreiða fjáriögin með greiðsluafgangi, heldur verður að tryggja það í framkvæmd, að jafnvægi náist og nokkur greiðsluafgang- ur. Skattamál í stjórnarsáttmálanum segir: „Tekin verði upp staðgreiðsla skatta innan tveggja ára.“ Að þessu máli er nú unnið. Þessi breyting mun meðal annars hafa gagnleg áhrif í viðnámi gegn verðbólgu Frá áramótum verður nýbyggingagjald fellt niður Gagngi'r endurskoðun fer nú fram á hinum nýju skattalogum frá 1978, sem komu til framkvæmda nu í fyrsta sinn. Afnema þarf ýmsa agnúa á þeirri löggjöf. Peningamál — Útlán í stjórnarsáttmála segir, aö stefnan í peningamálum skuli stuðla að hjöðnun verðbólgu. Um útlán viðskiptabankanna þarf meg- instefnan að vera sú, að þeir láni ekki út meira en sitt eigið ráðstöfunarfé, en grípi ekki til yfirdráttar í Seðlabanka, sem þýðir að jafnaði aukna seðlaprentun og vaxandi verðbólgu, nema alveg sérstakar aðstæður krefji, og þá um stutta stund. í ár hafa þessi mál því miður gengið úr skorðum. Utlán banka og yfirdráttur þeirra í Seðlabanka hefur orðið meiri en góðu hófi gegnir. Þessi útlánaaukning verður ekki skýrð með lánaþörf atvinnuveganna einni sam- an, heldur er hér um almenna útlána- aukningu að ræða. Eftir ráðstafanir, sem ákveðnar voru i september, hafa þessi mál færst í betra horf. Samkvæmt lögum ber Seðlabankanum að hafa eftirlit með bankastarfsemi og stuðla að heilbrigðum peningaskiptum. Mikilvægur þáttur í þessu eftirlitsstarfi er að gæta þess, að einstakir viðskipta- bankar taki ekki of mikið fé að láni í Seðlabankanum. Til þess að fylgjast með þessum þætti, hefur Seðlabankinn ýmis úrræði. í fyrsta lagi er sú aðferð, sem hann hefur notað að undanförnu, en það eru refsivextir á hendur þeim bönkum, sem taka slík lán. í öðru lagi ætti Seðlabank- inn að ákvcða hámark yfirdráttar við- skiptabankanna. Þriðja leiðin er sú, að Seðlabankinn hafi að staðaldri eftirlit með því, hvort viðpskiptabanki tckur veruleg yfirdráttarlán hjá Scðlabankan- um, og eru hæg heimatökin í því efni. Ef honum virðist, að of langt sé gengið, á hann að kalla hankastjórn þess banka til viðræðu til þess að kanna orsakir og horfur, gefa ráð og ábendingar og beita fortölum. innlán — Sparit'é „Opnaöir verði í boiikiioi og s|iarisjoð- um Sparireikningar, þar sem sparifé njóti fullrar verðtryggingar, samkvæmt nánari reglum og í samræmi við mögu- leika til útlána." Þar sem engir slíkir verðtryggðir spari- reikningar voru til í bönkum, lagði ríkisstjórnin áherslu á, að þetta kæmi sem fyrst til framkvæmda. Frá og með 1. júlí sl. voru slíkir reikningar opnaðir. Á þeim þrem mánuðum, sem liðnir eru síðan, munu hafa komið inn á þessa reikninga um 2 milljarðar króna. Þetta er lægri fjárhæð en menn höfðu gert sér vonir um. En öll ný viðskiptaform í bönkum þurfa sinn tíma til þess að menn átti sig á þeim og venjist þeim. Ennfrem- ur hefur það dregið úr aðdráttarafli þessara nýju reikninga, að binditími var hafður tvö ár. Ég ætla, að reynslan hafi fært mönnum heim sanninn um að binditímann þarf að stytta. Þeir sem eitthvert fé hafa aflögu og kynnu að hugsa sér að verja því til kaupa á erlendum vörum eða öðru, sem mætti bíða, hafa nú spariform, þar sem spariféð heldur fullu gildi sínu, hver sem verðbólg- an verður á hverjum tíma. Örvun til að spara fé og leggja í banka eða sparisjóð er þjóðarnauðsyn — aukin sparifjármyndun er undirstaða eflingar atvinnulífs og heilbrigðs efnahagslífs. Varðandi þróun innlána er um tvenns konar útreikning og samanburð að ræða: Annars vegar ný innlán án vaxta, hins vegar ný innlán að viðbættum áföllnum og áætluðum vöxtum. Talið er eðlilegra til samanburðar að nota síðari aðferðina. Samkvæmt þeim útreikningi höfðu innlán aukist um 39,5%- á fyrstu átta mánuðum ársins í fyrra, en á sama tíma í ár um 42%. í stjórnarsáttmálanum segir svo: „Verðbótaþáttur vaxta hækki ekki 1. mars, og fari síðan lækkandi með hjöðnun verðhólgu. Í stað hárra vaxta verði unnið að útbrriðslu verðtryggingar og lengingu lána.“ Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á verðtryggingu og lengingu lána I lögum um stjórn efnahagsmála er svo ákveðið, að miða skuli að þvi, að fvrir árslok 1980 verði í áföngum komið á verötryggingu sparifjár og inn og útlána. Ríkisstjórnin telur, að lengja þurfi aðlögunarfrestinn um eitt eða tvö misseri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.