Morgunblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 32
HVAD ER AD GERAST UM HELGINA? 32 Frá sýningu Braga Ás- Keirssonar á Kjarvalsstöðum. SýninKÍn er ein viðamesta einkasýninK sem hér hefur verið haldin. Sýning- ar um helgina Kjarvalsstaöir: Yfirlitssýning á verkum Braga Ásgeirssonar. Sýningin er í öllu húsinu og lýkur henni 2. október. Norræna húsið: Palle Nielsen sýnir grafíkmyndir í anddyri. Sýningin stendur til mánaða- móta. Jón Reykdal sýnir 21 olíu- málverk og 27 grafíkmyndir í kjallara. Sýningunni lýkur ann- að kvöld. Djúpið: Magnús Kjartansson sýnir málverk og silkiprent. Sýningunni lýkur 29. þ.m. Mokka-kaffi, Skólavörðustíg: Gunnar Hjaltason sýnir 33 myndir málaðar á japanskan ríspappír. Sýningin stendur til mánaðamóta. Listaskáli ASÍ, Grensásvegi 16: Sigurður Thoroddsen verkfræð- ingur sýnir vatnsiitamyndir. Sýningin stendur til 9. nóvem- ber. Sigríður Björnsdóttir sýnir um þess- ar mundir 70 landslags- myndir og 7 afstrakt- myndir í List- munahúsinu i Lækjargötu. Listmunahúsið, Lækjargötu: Sigríður Björnsdóttir sýnir 70 landslagsmyndir og 7 afstrakt- myndir. Sýningunni lýkur 9. nóvember. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3: Hollensk myndlistarsýning, Hollensk myndlistarsýning, Vídd á pappír. Sýningin stend- ur til 16. nóvember. Kirkjustræti 10: Sigrún Gísla- dóttir sýnir collage-myndir. Sýningin stendur til 18. nóv- ember. Nautið, Keflavík: Jesús Pot- enciano sýnir olíumálverk. Sigurður Thoroddsen held- ur um þessar mundir sýningu á vatnslitamyndum i Lista- skála Alþýðusambands ís- lands, Grensásvegi 16. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980 Þjóöleikhúsiö: 30. sýning á Smalastúlkunni Á morgun, sunnudag, verður 29. sýning á leikriti Sigurðar Guð- mundssonar og Þorgeirs borgeirs- sonar, Smalastúlkunni og útlogun- um, sem frumsýnt var á 30 ára afmæli Þjóðleikhússins i april sl. Sýningar á þessu verki hafa gengið vel og aðsókn verið góð. Smalastúlkan og útlagarnir hafa „reynst hin besta fjölskyldu- skemmtun, enda hefur komið á óvart hve nútímaleg umræðan er í þessu rúmlega 100 ára gamla verki um valdið, frelsið og ástina," segir í fréttatilkynningu frá Þjóðleikhús- inu. Þriðjudaginn 28. þ.m. verður þrí- tugasta sýningin á Smalastúlkunni. Leikstjóri þessarar sýningar er Þór- hildur Þorleifsdóttir, en leikmynd og búningar eru eftir Sigurjón Jóhannsson og lýsingu annaðist Kristinn Daníelsson. Með helstu hlutverkin fara Árni Blandon, Tinna Gunnlaugsdóttir, Helgi Skúlason, Þráinn Karlsson, Rúrik Haraldsson, Arnar Jónsson, Krist- björg Kjeld, Róbert Arnfinnsson, Baldvin Halldórsson o.fl. I.jósm. Mbl. Kristján Valdið og hatrið hirtast i margs konar myndum. Foreldravaidið, kirkjuvaldið og hatrið tengjast hér i þessu atriði. Leikendur eru, f.v.: Gunnar Eyjólfsson. Baidvin Halldórsson og Guðrún I>. Stephensen. Kvikmyndir: 30 ára afmœlissýningar á Síðasta bænum í Dalnum UM helgina verður efnt til afmæl- issýninga á kvikmyndinni „Síðasti ha rinn í dalnum" í kvikmyndahús- inu Regnhoganum. Tilefnið er að á þessu ári eru 30 ár liðin frá frumsýningu myndarinnar. Kvikmyndina gerði Oskar Gísla- son eftir sögu Lofts Guðmundssonar rithöfundar. Kvikmyndahandrit gerði Þorleifur Þorleifsson. I^eik- stjórn annaðist Ævar Kvaran. Tón- list samdi Jórunn Viðar. Hljómsveit- arstjórn var í höndum dr. Viktors Urbantschitch. Hljómsveit frá Fé- lagi íslenskra hljóðfæraleikara. Kvikmyndun og framkvæmdastjórn Óskar Gíslason. Aðalhlutverk: Þóra Borg, Valdimar Lárusson, Friðrikka Geirsdóttir, Valur Gústafsson, Jón Aðils og Erna Sigurleifsdóttir. I sýningarskrá sem gerð var fyrir 30 árum og er hin vandaðasta segir Óskar Gíslason: »l>ar Kom „Síóasti harinn í dalnum" or fyrsta kvikmynd skáldsoKuloKs cfnis. som ck hofi unniö art. þótti mór rótt aó efnivirturinn skyldi vera af fammislcn/.kum rótum — í likinvru þjoösaKnanna. EinnÍK vakti þaó fyrir mór. aó K<*ra kvikmynd. som vcl væri vió harna ha fi ok unKÍinKa. þvi satt aó scKja er skortur slíkra mynda. þótt kvikmynda- sýninKar sóu ónoitanlcKa hclzta skcmmtun flcstra unKlinKa. I»aó cr jafnframt von mín. aó cfnisvalió falli fullorónu fólki vcl í k<*ó — þóitt a*fintýri só. fjarri hvcrsdaKslcKum raunvcrulcika — (því hvcr cr sá. scm ckki vill. stoku sinnum. losa sík úr viójum raunvcrulcikans!). I>«ks cr rctt aö taka fram. aó oll taka myndarinnar «K ýmsar ta-knilcKar hrcllur. cr alKorlcKa íslcnzk vinna. þott hrácfnió sjálít (filman) sc crlcnd framlciósla. svo ok framkollun hcnnar. Kn þcssi tcKund litfilmu (Kodachromc) cr cinK«»nKu framkólluó hjá vcrksmiójunni: cóa útihúum hcnnar. þar sem verksmiójan hcfir cinkalcyfi til vcrks- ins." AfmælissýninKarnar í Regnbog- anum veröa tvær, hin fyrri í dag kl. 15, en hin síðari á morKun, sunnu- dag, á sama tíma. Úr kvikmyndinni Síöasti bærinn í dalnum: Björn bóndi (Valdimar Lárusson), Gerður móöir hans (Þóra Borg) og Grímar vinnumaöur (Jón Aöils). Þorlákur kveður sumarið í kvöld sýnir Leikfélag Kópavogs Þorlák þreytta i 48. sinn. Sýningin hefst kl. 20.30. Næsta sýning verður á fimmtudagskvöldið. Jón Reykdal við tvö verka sinna i kjailara Norræna hússins; þau heita: „Lóuþankar" (t.v.) og „Við andapollinn". Norræna húsið: Sýningu Jóns Reykdals að ljúka Annað kvöld lýkur sýningu Þetta er fyrsta meiriháttar sýn- Jóns Reykdals í kjallara Nor- ing Jóns Reykdals, en hann sýnir ræna hússins. Aðsókn hefur verið þarna 21 olíumálverk og 27 grafík- góð og eru sýningargestir komn- myndir. ir yfir 1100. Tónlist: Fyrstu Háskólatón- leikar vetrarins Fyrstu háskóiatónleikar vetrar- ins verða í Félagsstofnun stúd- enta á morgun og hefjast kl. 17.00. Jean Mitchell. mezzósópransöng- kona frá Englandi, mun ásamt Ian Sykes píanóleikara flytja enska söngva frá 17., 18. og 20. öld og Ijóðaílokkinn Chants de Terre et de Ciel, cða söngva um jörðu og himin eftir franska tónskáldið Olivier Messiaen. Jean Mitchell er frá Liverpool og stundaði tónlistarnám við háskól- ana í Edinborg og Birmingham og söngnám í London. Hún hefur ásamt undirleikara sínum, Ian Sykes, haldið tónleika víða í Norður-Englandi og í London. Jean Mitchell og Ian Sykes kenna bæði við tónlistarskóla í Liverpool. Þessir fyrstu háskólatónleikar vetrarins verða haldnir á sunnu- degi, en háskólatónleikar verða framvegis á laugardögum í vetur eins og undanfarin ár. Djúpið: Sýning Magnúsar framlengd um viku Sýning Magnúsar Kjartanssonar i Djúpinu i Hafnarstræti hefur verið framiengd um viku og lýkur henni á miðvikudaginn i næstu viku. Á sýningu Magnúsar í Djúpinu eru málverk og silkiprent. Fjöldi sýningargesta er kominn yfir eitt þúsund. Magnús Kjartansson við tvö verka sinna i Djúpinu i Hafnarstræti; „Penni eða peddi“ (t.v.) og „í dag“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.