Morgunblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980 41 félk í fréttum Austur í Peking + VALERY Giscard d’Estaing, Frakklandsforseti er nú í opinberri heimsókn í Kína. Myndin var tekin þegar fyrsti fundur d’Estaings, sem er til hægri og Zhao Ziyang, forsætisráðherra (sá brosmildi með gleraugun) hófst. Fundurinn fór fram í þinghöllinni í Peking. Bók um Maríu Callm + ÚT er komin ný bók sem nefnist „Maria Beyond the Call- as Legend“ og fjallar um óperu- söngkonuna Maríu Callas. Höf- undur bókarinnar er grísk blaðakona Ariahna Stassino- poulos að nafni. í bókinni kemur meðal annars fram að María Callas fékk leyni- lega fóstureyðingu árið 1966, eftir að elskhugi hennar, sem var enginn annar en skipakóng- urinn Aristoteles Onassis, sagði henni að hann vildi ekki að barnið fæddist. María Callas var þá 43 ára gömul. í bókinni segir: „Hann varaði hana við, að ef hún eignaðist barnið myndi það þýða að sambandi þeirra væri lokið. Bókin segir ennfremur að tveimur árum eftir fóstureyð- inguna hafi Callas yfirgefið auð- jöfurinn, sðkum vaxandi sam- bands hans við ekkju Kennedys forseta, Jacqueline. Höfundur bókarinnar segir að Onassis hafi gifst Jacqueline álitsins vegna, en samt hafi samband hans við Maríu Callas ekki endað. Onass- is hafi fundist hann vera notað- ur, vegna þess hve gífurlegum fjármunum Jacquelie eyddi. Onassis er sagður oft hafa haft í huga að skilja við Jacquel- ine. sú varð þó ekki raunin, en Onassis lést árið 1975. Tveimur árum síðar lést María Callas. I jarðskjálftabænum + ÞESSI AP-fréttamynd var tekin í rústum Alsírsku borginni E1 Asnam. — Bræðurnir hafa fundið rúmdýn- urnar sínar í rústum heimilisins, sem jarðskjálftinn mikli þar á dögunum, lagði í rústir. Ekki sakamaður + ÞESSI fréttamynd er ekki af handtöku sakamanns. — Hér er á ferðinni einn af leiðandi stjórn- málamönnum í olíuríkjaheimin- um, forsætisráðherra Iran Mo- hammad Ali Rajai. — Hann er hér að leggja af stað frá aðsetri írönsku sendisveitarinnar i New York á fundinn í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á dögunum, er hann ávarpaði það vegna ríkj- andi styrjaldar við granna sína, íraka. Borgaralega klæddu menn- irnir einbeittu eru öryggisverðir ráðherrans, en fyrir dyrum úti héldu vörð um húsið vopnaðir lögreglumenn úr New York-lögg- unni. Varði doktors- ritgerð NÝLEGA varði Bjarni Reyn- arsson skipulags- og landa- fræðingur doktorsritgerð við háskólann i Illinois í Banda- rikjunum. Doktorsritgerð hans heitir „Residental mobii- ity. life cycle stages. housing and the changing social patt- erns in Reykjavik 1974 to 1976“. og fjallar um búferla- flutninga á höfuðborgarsvæð- inu 1974 - 76. Dr. Bjarni Reynarsson er fæddur í Reykjavík 5. maí 1948, sonur Reynars Hannessonar og Sigríðar Sigfúsdóttur. Hann lauk kennaraprófi frá Kenn- araskóla íslands 1969 og stúd- entsprófi þaðan árið eftir. Árið 1973 lauk hann BS-prófi í landafræði frá Háskóla ís- lands. Árið 1976 lauk dr. Bjarni MA prófi í landafræði með skipulagsfræði sem hliðargrein frá Háskólanum í Ulinois. Bjarni er nú starfsmaður Borg- arskipulags Reykjavíkur. Dr. Bjarni er kvæntur Jó- hönnu Einarsdóttur kennara og eiga þau einn son. Komið — sjáið og sannfærist Allir velkomnir með eda án hjólaskauta OPIÐ alla virka daga vikunnar 2—6 og 8—11.30. Sunnudaga frá kl. 1—6 og 8—11.30. Veitingar, kúluspil og hjóla- skautaleiga á staönum. Síöumúla 33. GRAM FRYSTIKISTUR FYRSTA FLOKKS FRÁ FÖNIX HÁTÚNI 6A.SÍMI 24420 Svedbergs Baöskápar henta öllum 100 mismunandi einingar sem hægt er aö raöa saman , eftir yöar þörfum á hverjum tíma. Fáanlegar í furu eik og hvítlakkaöar. Þrjár geröir af huröum: sléttar, rimla og reyr. Spegilskápar meö eöa án Ijósa. Færanlegar hillur. Framleitt af stærsta framleiö- anda á Norðurlöndum. Lítiö viö og takið litmyndabækling. Nýborg? Ármúla 23 Sími86755 *★★★★★★★★★★★★★★★★★*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.