Morgunblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 237. tbl. 68. árg. LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980 Prentsmiðja Morgunhlaðsins. Sovézk sókn í Afganistan Nýju Delhi. 21. október. AP. IIÉRLIÐ búið hundruðum sovézkra skriðdreka og herbíla hefur hafið stórsókn nálægt austurlandamærunum til að stöðva ferðir skæruliða til og frá Pakistan samkvæmt fréttum frá Kabul í dag. Rússar hófu sóknina í síðustu viku frá Gardez, 100 km suðaustur af Kahul. um Paktiya-hérað með aðstoð „sjálf- hoðaliða.. úr flokki kommúnista og málaliða úr ættflokkum. Mikill hluti einnar milljónar afganskra flóttamanna í Pakistan fór um Paktiya. sem er landamærahérað. Mikilvæg flutningaleið skæruliða liggur um héraðið. Stjórnin í Kabul hefur reynt að lokka ættflokkamenn i Paktiya til herþjónustu og boðið þeim margfalt hærri laun en greidd eru afgönskum hermönnum. Landamæraráðherrann, Faiz Mohammad, var veginn í september, þegar hann reyndi að kaupa stuðning eins ætt- flokksins í Paktiya, Zadrana. Ráðherrann mun hafa fengið minnst tvo aðra ættflokka í suðausturhluta landsins til samvinnu við stjórnina. Til- raunir stjórnarinnar til að lokka ættflokkana í Paktiya fóru út um þúfur eftir tilræð- ið og stórsókn Rússa var hafin. Rússar hafa einnig aukið stórskotaliðsárásir í Logar- héraði, sem er á valdi skæru- liða, undanfarna daga. Marg- ir Afganir, sem mættu til bænahalds á trúarhátíð sl. sunnudag, biðu bana eða særðust, þegar Rússar gerðu stórskotaliðsárás á bænahús. Skæruliðar hafa ráðizt á nokkrar flokksskrifstofur . í Kabul síðustu daga og minnst fjóra jeppa með „sjálfboðalið- um“, og mannfall varð á báða bóga. Stjórnin segir, að miklum fjölda skæruliða hafi verið „útrýmt“ í norðausturhérað- inu Laghman og mikið magn vopna og skotfæra gert upp- tækt. íraskir hermenn virða fyrir sér drasl sem skilið hefur verið eftir af irönskum hersveitum á flótta á þjóðveginum milli Abadan og Khorramshahr. Myndin er tekin í nágrenni Abadan. íranir hafa viðurkennt að írakar hafi náð þjóðveginum að Ahadan á sitt vald. Fáni íraks dreginn að húni i Khorramshahr Beirút, 24. október. AP. ÍRAKAR lýstu þvi yfir i dag. að þeir hefðu náð borginni Khorr- amshahr i íran að öllu leyti á sitt vald „í mesta sigri“ sínum hingað til í striðinu við írani er staðið hefur yfir i rúman mánuð. Pars- fréttastofan íranska lýsti því hins vegar yfir seinna, að iranskar hersveitir verðust enn í borginni <>K hefðu i daK hrint hliðarárás irasks hcrliðs austan við borKÍna. Minntist fréttastofan þo í enKU á yfirlýsingar íraka. „Fáni Irans var dreginn niður af stjórnarbyggingunni í Mohamm- ara, en svo nefnist Khorramshahr á arabísku, og sá íraski dreginn að húni. Verður borgin að eilífu á valdi Araba héðan í frá,“ sagði í frétt útvarpsins í Baghdad af töku Khorramshahr. Af hálfu íraka hefur því oft verið lýst yfir að borgin væri fallin Walesa vísaði á bug breytingum dómara Varsjá. 24. október. AP. DÓMSTÓLL i Varsjá samþykkti i dag stofnskrá stærsta óháða verkalýðsfélagsins i Póllandi. „Samstöðu“, en leiðtogi félagsins. Lech Walesa. hafnaði samþykki dómstólsins ok saKði, að breyt- ingar. sem dómarinn gerði á stofnskránni, brytu i bága við samningana um lausn verkfalls- ins i sumar. Walesa sagði, að úrskurði Zdzislaw Koscielniak dómara yrði áfrýjað til hæstaréttar. Ilann sagði, að einhliða breytingar dómstólsins á siðustu stundu „væru gegn vilja okkar ok án samþykkis okkar og okkur finnst þessi staðreynd viðbjóðsleg.“ Walesa sagði, að stjórn Sam- stöðu mundi ræða næstu skref á fundi á mánudag. Hann vildi ekki ræða þetta nánar og sagði „Við erum dálítið taugaóstyrkir eftir þetta." Hann sagði, að yfirvöld „bæru alla ábyrgð á spennunni samfara skráningu Samstöðu." Hann sagði, að dómarinn hefði strikað út ákvæði stofnskrárinnar um verk- fallsrétt og sett viðauka aftan við þess efnis, að verkföll yrðu að vera lögum samkvæmt. Dómarinn mun hafa átt við vinnulöggjöf, sem er í smíðum. Fyrstu viðbrögð við úrskurði Koscielniaks dómara voru kampa- kæti og fögnuðurinn var svo mikill að dómarinn varð að gera hlé. En að því loknu sagði hann frá viðauk- unum og frestaði fundi. Walesa og félagar undirstrikuðu í réttinum, að stjórnarskráin væri virt samkvæmt stofnskránni. Þeir samþykktu auk þess sérstaka bók- un með stuðningi við meginreglur kommúnista, en sögðu að ekki mætti fylla hina „ópólitísku" stofnskrá með hugsjónafræðilegum yfirlýsingum. En stjórnin hefur sagt, að í stofnskránni verði að vera skýlaus yfirlýsing um hollustu við flokkinn og ríkið. Ráðamenn gefa í skyn, að það sé nauðsynlegt til að sefa önnur kommúnistaríki. þeim í hendur, en því jafnan verið vísað á bug í Iran. Iranski herinn tilkynnti í dag að barist hefði verið í návígi á götum borgarinnar sjöunda daginn í röð. Fjölmargir hafa látið lífið í bardögum um borgina, sem er helzta hafnarborg Irans. Og talið er að flestallir íbúar borgarinnar, sem eru um 150.000 hafi yfirgefið borgina áður en írakar náðu höfninni og norður- hluta borgarinnar á sitt vald. Norðurhlutinn er aðskildur frá öðrum hlutum borgarinnar við ána Karun, en írakar sögðust hafa náð aðalbrúnni yfir ána á sitt vald í dag. Ennfremur var því lýst yfir í Baghdad að „hreinsunaraðgerðir" á ýmsum stöðum við landamæri landanna hefðu heppnast vel. Þá var í Teheran skýrt frá hörðum bardögum við Ahvaz, sem lægi undir stórskotahríð íraka. Útvarpið í Baghdad veittist harðlega að Bandaríkjamönnun í dag og sagði þá hafa tekið afstöðu með írönum í stríð landanna tveggja. Ræða McHenrys fulltrúa Bandaríkjanna í Öryggisráðinu „hefði verið ódýr og auvirðileg aðferð til að freista þess að fá gislana lausa úr haldi.“ Rosalynn Carter forsetafrú sagði, að Banda- ríkjastjórn myndi ekki freista þess að fá gíslana lausa „með vand- ræðalegri undanlátssemi." Jó- hannes Páll páfi átti í dag fund með sendiherra írana á Ítalíu og er talið að lagt sé að páfa til að hafa milligöngu í gíslamálinu. Mexíkó skalf í eina minútu MexikóborK. 24. oklóbrr. — AP. IIÚS OG önnur mannvirki hrist- ust <>K skuifu i meira en eina minútu i meiriháttar jarðskjálfta er fannst um alla Mexikó kl. 14.55 að islenskum tíma i dag. eða kl. 08.55 að staðartíma. Vitað er um að sex hafi farist i jarðskjálftanum. margir særst «k að mikið tjón hafi orðið á mann- virkjum. óttast er að fleiri hafi týnt lífi i skjálftanum. Einn maður fórst í Mexíkóborg er staur féll á hann og tveir fórust í hinni sögufrægu borg Puebla er veggur hrundi á þá, þar fórust þrír til viðbótar. Mikið tjón varð á mannvirkjum í hafnarborginni Poza Rica við Mexíkóflóa. Miklar truflanir urðu á rafmagni og símasamband rofnaði á stórum svæðum. Upptök jarðskjálftans, sem mældist 6,5 stig á Richterskvarða, voru í 240 kílómetra fjarlægð til suðausturs af Mexíkóborg. Mikil skelfing greip um sig víða í Mexíkó, einkum í höfuðborginni, þar sem fólk forðaði sér út úr byggingum. Forsetinn fékk ekki hótelpláss Osló. 24. október. AP. ÞAÐ ER kunnara en frá þurfi að segja, að erfitt Ketur verið að fá hótelherbergi i norsku höfuðborKÍnni að sumarlagi ok þeKar um meiriháttar við- burði er að ra>ða þar í borg á öðrum árstíma. en því höfðu yfirvöld Kleymt ok fengust því ekki hótelherbergi fyrir Mas- ire. forseta Botzwana ok föru- neyti hans, yfir helgina i höfuðborginni. Masire kom í óopinbera heimsókn til Óslóar í dag og verður að grípa til þess ráðs að senda hann og föruneyti hans, alls 15 manns, með lest til Lillehammer á morgun, þar sem aðeins var hægt að fá inni á hóteli fyrir komumenn í nótt. Masire mun í fyrramálið eiga viðræður við Frydenlund, utanríkisráðherra og embætt- ismenn, áður en hann heldur til Lillehammer, en síðan kem- ur hersingin til Óslóar á mánu- dag til áframhaldandi við- ræðna við yfirvöld. Um helgina fer fram úrslita- leikur norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu og af þeim sök- um var búið að panta öll hótelherbergi í borginni og nágrannabæjum þegar fyrir um tveimur mánuðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.