Morgunblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980 Minning: Hermann Guðmunds- son Blesastöðum Fædd 14. desember 1923. Dáin 18. október 1980. Við óvænt fráfall Hermanns Guð- mundssonar, bónda á Blesastöðum kemur margt upp í hugann, og þá m.a. hver hafi verið bakgrunnur þessa ótrauða athafna- og baráttu- manns fyrir félagslegum umbótum sveitafólksins. Á Skeiðunum var í upphafi aldar- innar, eins og víða annarsstaðar fremur þröngt í búi, en þar ól Hermann aldur sinn til dauðadæg- urs 18. október, en hann fæddist á Blesastöðum á Skeiðum 23. ágúst árið 1913. Sveitin var þéttbyggð og jarðirnar fremur litlar, og þó þar sé landgott og jarðvegurinn hlýr og góður, voru slægjur yfirleitt tak- markaðar og búin fremur smá. Á fyrstu áratugum aldarinnar gekk mikil alda félagshyggju yfir landið, og tiltölulega fátækt fólk sveitanna fékk með samtakamætti sínum áorkað því að lyfta grettis- tökum, sem vakið hafa undrun og aðdáun. Þannig stofnuðu bændurnir á Skeiðunum félagsskap um að koma áveituvatni úr Þjórsá á allt flatlendi á Skeiðum og um 1920, þegar Her- mann var barn að aldri, varð þessi áveita að veruleika og með henni óx grasvöxturinn og slægjur bötnuðu, búin stækkuðu og efnahagur fólksins rýmkaðist. Þetta félagslega átak hafði áreið- anlega djúpstæð áhrif á Hermann á Blesastöðum og studdi að því að gera hann að einum ótrauðasta sam- vinnumanni þessa héraðs og verður hér á eftir vikið að ýmsum stórvirkj- um, sem honum tókst að koma i framkvæmd með því að virkja sam- takamátt fólksins í dreifbýlinu. Það var einnig til þess að auðvelda Hermanni störfin sem bóndi og félagsmálafrömuðar, að umfram það að alast upp á góðu og fjölmennu sveitaheimili, þá hlaut hann góða skólamenntun eftir því, sem þá var völ á að fá. Þannig var Hermann einn vetur á héraösskólanum á Laugarvatni og annan vetur á íþróttaskólanum í Haukadal og síðan fór hann á bændaskólann á Hólum í Hjaitadal og útskrifaðist búfræðingur þaðan vorið 1940. Samhliða þessu námi stundaði Hermann sjómennsku aðallega á togurum í allmargar vertíðir, en heima á Blesastöðum mun hann hafa starfað öll sumur æfi sinnar, enda kom aldrei til greina hjá honum annað en að verða bóndi þar, þegar aðstæður leyfðu. Hermann var svo lánsamur, þegar hann var við nám á Hólum í Hjaltadal að kynnast þar skagfirskri heimasætu, Ingibjörgu Jóhannsdótt- ur, ættaðri norðan úr Fljótum. Þau felldu hugi saman og giftust vorið 1941. Það sama ár byrjuðu þau búskap á hálfri jörðinni á Blesa- stöðum, þar sem þau reistu nýbýlið Blesastaði II. Þetta býli tókst þeim að gera aö stórbýli og þaö sem meira var, heimili þeirra Hermanns og Ingibjargar varð í vaxandi mæli eitt af bestu heimilum héraðsins, þar sem margir sem áttu bágt leituðu athvarfs og allir gátu treyst að fá aðstoð til lausnar margvíslegum vandamálum. Hér í upphafi var á það minnst, hvílík umskifti urðu á Skeiðunum við komu áveitunnar. Tuttugu árum seinna, upp úr 1940, hófst nýtt tímabil í ræktunarmálum hér á landi. Þetta tímabil einkenndist af stórtækum jarðræktarframkvæmd- um á sviði túnræktar. Á þessu sviði var Hermann á Blesastöðum braut- ryðjandi í sinni sveit. Hann keypti fljótlega eftir að hann fór að búa, í félagi við nágranna sína, stóra jarðyrkjudráttarvél og með henni tókst honum að tvöfalda heyskap- armöguleika jarðarinnar og með því gera nýbýlið sitt að góðbýli á fáum árum. Á þeim árum var afkoma bænda á Skeiðum að langmestu leyti komin undir því, hve arðsöm kúabúin voru. Þetta skildi Hermann vel, enda sparaði hann aldrei krafta sína til þess að styðja aö nautgriparæktinni, hvar sem hann gat beitt kröftum sínum. Hann mun hafa verið í stjórn nautgriparæktarfélags Skeiða- hrepps frá því á fyrstu búskaparár- um sínum og vann alla tíð síðan af miklum áhuga og dugnaði að ræktun kúastofnsins í heimasveit sinni og með þeim glæsilega árangri, að nú um áratuga skeið, hafa verið með arðsömustu kúabúum í héraðinu á Skeiðunum. Hermann varð formað- ur nautgriparæktarfélags Skeiða- hrepps 1955 og formaður nautgripa- ræktarsambands Árnesssýslu árið 1967. í báðum þessum félögum vann Hermann af miklum áhuga og dugn- aði og aldrei bar á neinni félags- þreytu, en þvert á móti notaði hann hvert tækifæri sem gafst til þess að halda veglega afmælisfundi og aðal- fundi þessara merku ræktunarfé- laga. Hermann lét sig einnig skifta ræktunarmál annarra búfjárteg- unda. Þannig var hann góður liðs- maður í sáuðfjárræktarfélagi sveit- ar sinnar, enda bjó hann alla sína búskapartíð nokkurn veginn jöfnum höndum við kýr og kindur. Hann naut þess einnig að vinna að fjár- hirðingu og fjárleitirnar á haustin voru lengst af eina sumarfríið hans. Þar var Hermann enginn meðalmað- ur frekar en á öðrum sviðum. Þannig mun hann hafa farið í einar 10 eftirleitir á Gnúpverja- og Flóa- mannaafrétt og fjallkóngur var hann í austurleit Flóamannaafréttar á annan áratug. Þá átti Hermann lengst af ágæta hesta og smádýra- búskap stundaði hann með aðalbú- greinunum nokkuð mörg undanfarin ár og í stjórn svínaræktarfélags Islands var hann nú hin siðari ár. Þá má einnig minnast þess að Hermann var forðagæslumaður í Skeiðahreppi nú í mörg hin síðari ár og vann hann það starf af miklum áhuga og árvekni. Áhugasvið Hermanns i landbún- aði var ekki aöeins á sviði búfjár- ræktar, heldur mátti segja, að hann væri fús á að berjast fyrir hverju því máli sem horfði til hagsbóta í landbúnaði og styrkti og bætti hag landsbyggðarinnar. Þannig var Her- mann fremstur í flokki við lagningu vatnsveitu um Skeiðin og nýlega heppnaðist að ná upp heitu vatni á Blesastöðum, sem mun verða notað af að minnsta kosti 6 heimilum og hafði þessi hitaleit verið mikið baráttumál Hermanns í meira en áratug. Þá má ekki gleyma að minnast starfa Hermanns fyrir ungmennafé- lagshreyfinguna og hreppsfélagið. Aðrir munu að sjálfsögðu gera því betri skil en ég er fær um að gera, en hér skal þá á það bent, að Hermann var ungur að árum, þegar hann var kvaddur til forystu í ungmennafé- lagi Skeiðahrepps og síðar á lífsleið- inni mun hann að minnsta kosti tvívegis hafa verið kosinn formaður í félaginu um skemmri tíma. Þá hefur Hermann verið í hrepps- nefnd í Skeiðahreppi í lengri tíð og í skólanefnd hefur hann veriö um áratuga skeið. Hér hafa verið talin upp ótrúlega margþætt félagsmálastörf, sem Her- mann vann að í sinni sveit, en það sem einkenndi þó mest hans störf í félagsmálum var hve duglegur hann var að ná árangri í hverjum þeim félagsstörfum, sem hann tók að sér að vinna. Það er eðlilegt að menn, sem sýna jafn mikla hæfni í félagsstörfum í heimasveit séu kallaðir til félags- starfa fyrir hérað sitt og landssam- tök stéttarinnar. Þannig var það einnig með Hermann á Blesastöðum. Hann var kosinn í stjórn Búnaðar- sambands Suðurlands árið 1%9 og það sama ár var hann kjörinn varaformaður Búnaðarsambandsins og hefur hann verið það til þessa. Hermann hefur einnig unnið mik- ið hjá Stéttarsambandi bænda, á aðalfundum þess og að margvís- legum nefndarstörfum og hann hef- ur einnig starfað mikið að fræðslu- málum og sveitarstjórnarmálum hjá Sambandi sunnl. sveitarfélaga, en þessi störf, sem ég veit að öll hafa verið vel af hendi leyst, verða ekki rakin hér, þar sem aðrir, sem betur þekkja til, munu eflaust greina frá þeim. Samstarf mitt við Hermann á Blesastöðum er oröið langt, því að hann var einn af þeim fyrstu bænd- um, sem ég hóf samstarf við þegar ég réðst til Búnaðarsambands Suð- urlands fyrir 34 árum. Nú síðasta áratuginn hefur samstarf okkar ver- ið mjög náið, þar sem Hermann hefur oft verið kvaddur til að standa að ýmsum framkyæmdamálum með mér og öðrum starfsmönnum Búnað- arsambandsins. Hér skuli aðeins nokkur þessara umfangsmiklu starfa nefnd. Hermann var kosinn í stjórn Landbúnaðarsýningarinnar á Selfossi 1978, og var hann jafnframt formaður Þróunarsýningarinnar. Auk þesstók hann beinan þátt í uppsetningu sýningarinnar og tók jafnframt að sér að vera einn af kynnum sýningarinnar. Fórnfýsi hans og dugnaði verður vart með orðum lýst, svo vel leysti hann öll þessi störf við sýninguna af hendi. Hermann var kosinn í stjórn Nautgripakynbótastöðvarinnar árið 1%8. Þar hefur oft orðið að taka mikilvægar ákvarðanir við rekstur stöðvarinnar og svo nú síðast við samningagerð við Búnaðarfélag ís- lands þegar Nautauppeldisstöðin var sett á stofn í Laugardælum og samkomulag gert um töku djúp- frysts nautasæðis á Hvanneyri. Við þessar samningagerðir og við ýmsar aðrar ákvarðanir var gott að hafa Hermann á Blesastöðum sér við hlið. Þegar Búnaðarsambandið hafði fengið jörðina Stóra-Ármót að gjöf til stofnunar tilraunastöðvar í land- búnaði vorið 1979 var ölium ljóst, að þar þurfti mikið að gera, áður en hægt yrði að hefja þar tilrauna- starfsemi. Búnaðarsambandið skip- aði því þriggja manna nefnd til þess að hafa hönd í bagga með búrekstr- inum á Stóra-Ármóti og nauðsyn- legri uppbyggingu, ræktun og ann- arri mannvirkjagerð á jörðinni. Formaður þessarar nefndar var kjörinn Hermann á Blesastöðum. Ég sem hef starfað með Hermanni í þessari nefnd get borið um það hve mikið og gott starf Hermann innti af hendi í nefndinni og hikaði ekki við að fara þar sjálfur í búverkin ef nauðsyn krafði að framkvæma eitt- hvað án tafar. Hér er nú eins og á mörgum öðrum vígstöðvum skarð fyrir skildi og vandi á höndum um framtíðina. Þá vil ég nefna forfallaþjónustu landbúnaöarins. Þessi starfsemi var að hefja göngu sína á sl. vori. Vandséð var hvernig að þessu máli skyldi staðið. Ég ríefndi þá við Hermann á Blesastöðum, hvort hann vildi ekki taka að sér að veita þessari stofnun forystu fyrstu sporin og eitthvað áleiðis. Það var sjálfsagt mál og þessi mikilsverða þjónusta hefur hafið göngu sína, en nú þarf nýja forystu, sem þó getur nokkuð stuðst við það, sem þegar hefur verið unnið í þessum málum. Að lokum skal þess getið að Hermann var skipaður af Búnaðar- sambandi Suðurlands í Jarðanefnd Árnesssýslu, þegar Jarðalögin tóku gildi, og hefur hann starfað sem ritari nefndarinnar. Þetta hefur verið bæði mikið og vandasamt starf, en áreiðanlega vel af hendi leyst. Hér verða ekki talin upp fleiri störf, sem Hermann var önnum kafinn að vinna aö, nú þegar starfs- tíma hans lauk. Ég var staddur austur í Skafta- fellssýslu, þegar mér barst fréttin um lát Hermanns á Blesastöðum. Mér gekk illa þann dag að skilja það, að hér eftir yrði að leysa málin án aðstoðar, gagnrýni eða leiðsagnar Hermanns. Síðan hefur mér skilist, að nú á þessum dögum er eðlilegast og réttast að láta ekki sorgina sitja í fyrirrúmi, en hugsa til hans þakklát- um huga, og minnast þess, að við getum verið stoltir af lífsstarfi hans og óbugandi viljafestu hans að verða samfélaginu að liði. Það var gott að Hermann fékk að lifa þetta góða og heita sumar, sem nú er að kveðja. Æfiskeiði Hermanns svipaði að mörgu leyti til þessa sumars. Bernsku hans bar upp á það tímabil í sögu þjóðarinnar, þegar menn gengu hvað vonglaðastir mót fram- tíðinni. Hann hlaut sem lifsförunaut glæsilega og duglega konu, sem deildi kjörum með honum af ein- stakri fórnfýsi, reisn og æðruleysi, því að oft þurfti hún að vera bæði bóndinn og húsfreyjan á Blesa- stöðum, þegar Hermann var að sinna ýmsum félagsstörfum. Þau eignuðust 5 mannvænleg börn, 1 son og 4 dætur, sem öll eru gift, og er hópur barnabarnanna talsvert á annan tuginn, og öll eru þau hin mannvænlegustu. Þeim hjónum tókst að byggja upp heimili, sem er rómað af öllum er til þekkja fyrir einstaka gestrisni og höfðingsskap, og þeim tókst að koma sér upp arðsömu búi og höfðu góðan efna- hag, þó að gjafmildi, greiðasemi og höfðingsskapur réði að jafnaði ríkj- um á Blesastöðum. Síðast en ekki síst heppnaðist Hermanni að ryðja mörgum steinum úr braut samferða- manna sinna og þó sérstaklega þeirra, sem á eftir koma. Hann var því hamingjumaður og jafnan von- glaöur, og svo var hann æðrulaus þegar á móti blés. Ég vil svo að leiðarlokum þakka honum fyrir allt okkar samstarf og einnig vil ég þakka honum allt það traust, sem hann sýndi mér alla tið. Ég vil þakka honum störfin, sem voru ótrúlega mikil og víðtæk eins og bent er á hér að framan. Sunnlenskir bændur kveðja með Hermanni einn af þeim mönnum, sem skilja eftir sig vandfyllt skarð. Ég sendi Ingibjörgu og börnum þeirra innilegar samúðarkveðjur frá mér og fölskyldu minni og veit að það er þeim til nokkurrar huggunar í þeirra miklu sorg, að allir sem áttu eitthvert samstarf við Hermann hugsa nú til hans með virðingu og þöKk. Hjalti Gestsson Ég var ekki gamall þegar ég heyrði fyrst getið Hermanns á Blesastöðum. Föðurfólk mitt hafði um langan aldur átt vinskap við heimilið á Blesastöðum og oft var minnst á dugnaðinn og glaðværð- ina á þeim bæ. Þegar ég kom til prestsþjónustu á Skeiðum, leitaði ég að sjálfsögðu hvað fyrst að Blesastöðum og mætti þá sem ætíð síðan þeirri fágætu hjálp- semi, alúð og uppörvun sem ein- kenndi þar heimilisbraginn. En ég minnist líka hversu undrandi ég var að hitta Hermann. í huga mér bjóst ég við að hitta nokkuð fullorðinn mann og vinnulúinn. En sá Hermann sem bauð mig velkominn með hýru brosi, var maður á bezta aldri, unglegur í útliti og frískur í viðhorfum og viðbrögðum. Hann var þó jafn- aldri föður míns. Samt fannst mér sem við værum jafnaldrar. Trú- lega hefur þetta verið einkenni á lífsmáta Hermanns, hann um- gekkst fólk með opnum huga og jákvæðri afstöðu, þannig að allir fundu þar félaga, hver sem aldur þeirra eða staða var. Og þeir voru margir sem áttu Hermann að félaga og vini og fundu þar stuðning. Blesastaðaheimilið hef- ur alltaf verið opið þeim sem þarfnast skjóls, og þaðan kemur hjálpin fyrst þegar á bjátar á öðrum bæjum. Sóknarprestar í sveit eru gjarn- an beðnir að útvega heimili fyrir þá sem orðið hafa fyrir einhvers- konar hnjaski í lífinu. Ég leitaði oft til Hermanns og Ingibjargar á Blesastöðum og ævinlega opnuðu þau heimili sitt. Og öllum komu þau til nokkurs þroska. Umhyggja þeirra, vílleysi og glaðværð studdu að aðlögun einstaklingsins að nýj- um aðstæðum, allir fengu sitt starf og stað á heimilinu og urðu virkir þátttakendur í fjölskyldu- lífinu, meðan þeir dvöldust þar. Heimilið var oft mannmargt og undrunarefni hvernig hægt var að koma slíkum fjölda fyrir. En það hefur aldrei skort hjartarými á Blesastöðum, og þá finnst líka húsrými. Það hafa margir útlend- ingar dvalist að Blesastöðum, nú síðast rússneskur flóttamaður, og hafa fundið sig þar heima. Því veldur ekki síst hinn lifandi áhugi Hermanns á tilverunni, hann hafði einlæga gleði af að kynnast nýjum siðum og viðhorfum sem hinir erlendu gistivinir fluttu með sér. Þannig urðu hin ýmsu tilvik Hermanni til ánægju, vegna hinn- ar jákvæðu afstöðu hans til lífs- ins. Hann var glöggskyggn á gæði þess, og fundvís á þá fleti sem gátu veitt ánægjulega reynslu. Hann naut lífsins, kunni vel að meta gæfu sína og gat þess oft. Þau hjónin voru óvenjulega samhent og reyndar fjölskyldan öll. Mér er eftirminnilegt hve samband Hermanns og dætra hans var skemmtilegt þau árin sem ég kom mest að Blesastöðum. Tvær þeirra fóru utan sem skipti- nemar þjóðkirkjunnar og voru þar góðir fulltrúar lands síns sem vænta mátti. Þau hjónin studdu sérlega vel við bakið á börnum sínum í öllum skilningi. Það var barnalán og foreldralán í þeirri fjölskyldu. Trúnaðarstörf hlóðust á Her- mann í þágu sveitunga sinna og bænda almennt, enda gaf hann ótæpilega af tíma sínum og orku til mannlegra og félagslegra sam- skipta. Það munaði ævinlega um Hermann, þar sm hann lagði hönd að, hann var áhlaupamaður til verka, skipuleggjandi góður og skilningsríkur á mannleg vanda- mál. Þess vegna blómgaðist bú hans svo og öll félagsstörf sem hann vann að. Það er hverri byggð mikill fengur að eiga menn sem Her- mann á Blesastöðum, sem bera uppi hið félagslega líf, eru sátta- menn og stólpar í öllu starfi. En Hermann var líka sá gæfumaður að búa við aðstæður þar sem hann fékk notið sín í hvívetna. Hann fékk að vinna lífsstarf sitt í sveitinni sem hann unni, við hlið Ingibjargar sinnar sem skildi hann og mat. Hermann átti ríkt og gott líf og var löngum sólar- megin. En hann miðlaði mikilli birtu til samferðamanna sinna, ekki sízt þeirra er minna máttu sín. Það er næsta framandi tilhugs- un að þessi unglegi og kraftmikli maður sé allur. En bjartan sess á Hermann í hugum okkar allra er honum kynntust og hans er mikið gott að minnast. Við Rannveig og foreldrar mínir sendum fjölskyldu Hermanns og sveitungum hans öllum innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu þessa góða drengs. Bernharður Guðmundsson Himininn blikaði heiður nótt- ina, sem Hermann Guðmundsson dó. Okkur sem nærri stóðum fannst eins og ský syrti sól á himni. Kalliö var komið, sem okkur allra bíður, og nú var Hermann kvaddur til annarra starfa. Hann lifði mikið framfaratíma- bil í sögu lands og þjóðar. Já, hann naut þess að lifa af gleði og ánægju, sem hann miðlaði út frá sér. Ég hef það á tilfinningunni að hann hafi verið forsjóninni þakk- látur fyrir að fá að lifa. Allt lífsstarf einkenndist af þessu, hann var þeirrar skoðunar að hver stund í lífi manns væri sú dýr- mætasta og ánægjulegasta. Hermann var meðalmaður á hæð, þrekvaxinn en grannholda og spengilegur fram til hinstu stund- ar. Hann var fríður sýnum og svipsterkur mjög. Hárið var dökkt og þykkt, ennið hátt og augum frán og snör. Munnsvipur hans var sterkur og fagur og sýndi oft mestu svipbrigði hans. Brosið var einlægt og hlýtt, geislandi af hjartahlýju og gleði. Það var öðru fremur lífsgleðin og ánægjan, sem mótaði fas hans og framkomu í flestu. Samt var hann öruggur og ákveðinn í fram- komu og háttum og viljasterkur mjög. Ávallt leit hann fyrst og fremst á jákvæðari hliðar mála í mati sínu á mönnum og málefnum og var afar raunsær og réttsýnn í dómum sínum. Einlægni var hon- um í blóð borin og allt, sem hét fals og yfirdrepsskapur var hon- um ekki að skapi. Færi einhver sveitungi eða kunnugur halloka í lífinu var Hermann fyrsti maður til aðstoð- ar og mörgum hefur hann reynst granni góður. Öllum, sem til hans leituðu með vandamál reyndist hann ráðhollur og úrræðagóður. Það var sammerkt með honum og hans góðu konu að vart máttu þau til þess hugsa að geta ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.