Morgunblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980 39 Minning: Elín M. Einarsdótt- ir Breiðabólstað glatt smælingjans hjarta. Þau skipta tugum börnin, sem dvöld- ust um lengri eða skemmri tíma á heimili þeirra og oftast voru þetta börn, sem áttu fáa að. öllum þessum börnum komu þau til nokkurs þroska og sýndu þeim sömu umhyggju sem eigin börn væru. Áhugamái Hermanns voru mörg. Hann bar hag landbúnaðar- ins og bóndans fyrir brjósti og unni landi sínu mjög. Samspil gróðurs og jarðar og ræktun lands voru honum hugfólgin. En ræktun eigin huga iðkaði Hermann einnig. Ljóðalestur var honum mikil ánægja og vitnaði hann oft í ljóð í tali sínu. Fáa hef ég heyrt lesa betur upp ljóð en hann, hrynjandinn og tilfinningin voru honum eðlislæg. Góðan skáldskap mat hann mikils og gerði sér fram um að skilja til hlítar þann boðskap, sem að baki lá. Ræðumaður var Hermann af- burða góður, hann var rökfastur mjög og flutti mál sitt með skýrum og háum rómi. Byggði hann mál sitt oft upp með samlík- ingum og dæmum úr mannlífinu áður en að kjarna málsins var komið. Ein ræða öðrum fremur er mér minnisstæð, en það er ræðan, sem hann hélt í brúðkaupi þriggja dætra sinna árið 1973. Gaf hann þar okkur brúðhjónunum heil- ræði, sem hann taldi hollust ungum hjónum. Efnislega voru þau þessi: Að sýna hvoru öðru trúmennsku og öllum einlægni, að liðsinna þeim, sem minna máttu sín á alla lund, að trúa á land sitt og þjóð og vera jákvæður til orðs og æðis. Þessi heilræði hans Sýna vel lífsviðhorf og skoðanir Hermanns. Það fór ekki fram hjá því að ótal trúnaðarstörf kæmu í hlut Her- manns í þágu félagssamtaka, sveitar sinnar og bændasamtak- anna. Hann var ekki einhamur til verka á þeim vettvangi og mála- fylgjumaður mikill. Hann átti auðvelt með að ein- beita sér að verkum líðandi stund- ar og var hugurinn ávallt bundinn við þau verk, sem hann vann að á hverjum tíma. Það verk, sem heillaði hann mest að vinna að siðustu árin var að stjórna uppbyggingu á jörð sunnlenskra bænda að Stóra- Ármóti. Auðnaðist honum ekki að sjá hugsjónir sínar rætast, en það starf, sem það verður unnið mun ávallt tengjast minningu hans. í dag verður þessi mannkosta- maður borinn til moldar. Ferðin langa er hafin og með lífsstarfi sínu er hann vel undir hana búinn. Við tengdabörn hans þökkum honum af alhug fyrir allt það, sem hann gaf okkur í lífi sínu. Það var gæfa okkar að fá að vera í návist hans. Athvarfsleysi og örbirsð enirum betur treysti. vanmáttuKum vinur. vandamálin ieysti. — FyÍKdist hönd ok hjarta hjálparfús í raunum. — döðvild hans ok köíkí fluðs þökk fá að launum. Höfuðsmanni horfnum hjartans þakkir innast. Guðs á veKum Kekk hann. — Kott er þess að minnast. Mannkostanna maður mestur ris við dauða. Seint að fuilu fyllist fremdarsa'tið auða. (Stefán frá Hvitadal) Helgi Bjarnason. Reynslutimi æfin er. ó. minn Guð. mÍK veikan leiddu. xeKnum böl. sem mætir mér. mina leið til heilla Kreiddu. Veit i trú éK vakað fái. velt éK sÍKri KÚðum nái. (H. Hálfdánarson). Nokkru fyrir sólarupprás þann 18. október s.l. kvaddi heiðursmað- urinn Hermann bóndi Guðmunds- son Blesastöðum hina jarðnesku vist og fór á fund feðra sinna á bak við móðuna miklu. Hann lá stutta en þunga legu á sjúkrahúsi, en hafði hins vegar kennt sjúk- dóms um eins árs skeið og vissu- lega verið mun þjáðari oft á tíðum en hann lét á bera og gestum og gangandi var ókunnugt um. Þessi dagur sem flutti sorg í sinni rann upp bjartur og fagur, sól skein í heiði og skartaði sínu fegursta allt til kvelds að hann sem aðrir dagar gekk í aldanna skaut, en frábrugð- inn fjölda annarra að því leyti að ekki dró ský á loft dag langt. Því datt mér í hug þessi sólskinsdagur er ég sest niður til að festa á blað nokkrar minningar þessa mágs míns, að í huga mínum finnst mér honum svipa að því leyti til mannsins Hermanns Guðmunds- sonar að líf hans var vammlaust með öllu og allur hans ferill heiður og bjartur að baki. Her- mann Guðmundsson var fæddur 23. ágúst 1913 að Blesastöðum á Skeiðum í Árnessýslu foreldrar hans voru hjónin Kristín Jóns- dóttir og Guðmundur Magnússon Sigurðssonar Magnússonar bónda á Votamýri í sömu sveit, móðir Guðmundur var Guðrún Eiríks- dóttir frá Reykjum. Faðir Kristín- ar var Jón Einarsson bóndi í Vorsabæ kona Jóns og móðir Kristínar var Helga Eiríksd. og hennar móðir Ingunn Ófeigsdóttir frá Fjalli. Þeir sem til þekkja vita að foreldrar og aðrir forfeður Hermanns var dugmikið og starf- samt bændafólk austur þar. Árið 1907 keypti Guðmundur Magnússon jörðina Blesastaðir og hófu þau hjón sinn búskap þar og má með sanni segja að hún varð þeirra ættaróðal, þessi staður var æskuheimili Hermanns og síðan starfsvettvangur sem bóndi þar og jörðin honum því kær til hinstu stundar. Hann óx úr grasi í foreldrahúsum í stórum systkina- hópi þriðji elstur af þrettán al- systkinum sem upp komust, þá átti hann og hálfsystur er hann mat mikils. Á uppvaxtarárum Hermanns þurfti þá sem nú hvert heimili sína aðdrætti og útrétt- ingar, en á þeim tíma voru postul- arnir og þarfasti þjónninn einu samgöngutækin á landi. Ungur að árum fékk Hermann þetta hlut- verk að sinna sendiferðum heimil- isins og reyndist jafnan farsæll í þeim og ekki efast ég um að sú ferð sem hann nú hefur lagt upp í mun hann leysa sem og önnur ferðalög án þess að brotlenda og fylgja honum bestu óskir á hinni ókunnu strönd. Snemma gekk hann í ungmennafélag sveitarinn- ar og gerðist þar virkur félagi og um fjölda ára skeið formaður þess. Það má því með sanni segja að snemma beygist krókur til þess sem verða vill, því þessir tveir þættir ferðalög og félagsstörf voru snar þáttur á hans lífsgöngu og undi hann sér vel við hvoru tveggja. Eins og að líkum lætur þá voru ekki fullar hendur fjár á þessum tímum hjá heimilunum og því stakkur skorinn hve mikið var hægt að veita utan það sem nauðsyn krafði og af því leiddi að algengt var að unglingar fóru svo snemma sem hægt var að afia fjár utan heimilisins og þar reyndist Hermann enginn eftirbátur jafn- aldra sinna í þeim efnum og fór til sjóróðra og annarra vertíðar- starfa og þótti liðtækur þar sem annars staðar er hann lagði hönd að verki. Hann var námfús og hafði löngun til lengra náms en kostur var á. Tvo vetur var hann á héraðsskólanum á Laugarvatni og einn á bændaskólanum Hólum í Hjaltadal og lauk þaðan búfræði- námi. Hann átti annað og meira erindi til Hóla en afla sér náms og frama, því þar varð á vegi hans, systir þess er þetta ritar, Ingi- björg Jóhannsdóttir og fastnaði Hermann sér hana til eiginkonu og gengu þau í hjónaband 13. júní 1941 og hefur sambúð þeirra orðið farsæl, eru börn þeirra fimm öll uppkomin og gift, og eru þessi: Sigurður húsasmíðameistari gift- ur Báru Oddsteinsdóttur, Kristín gift Vilmundi Jónssyni bónda i Skeiðháholti, Guðrún gift Hjalta Árnasyni bónda í Galtafelli, Sig- riður gift Helga Bjarnasyni verk- fræðingi og Hildur gift Kristjáni Guðmundssyni skipasmið. Gift- ingarár sitt byrja hin ungu hjón búskap i félagi við bróður Her- manns Magnús og föður þeirra bræðra á föðurleifð sinni og halda því búskaparformi um árabil eða þar til þeir bræður kaupa jörðina að öllu og skipta henni í tvö býli, bræðurnir voru mjög samrýndir og bar aldrei skugga á í sambúð þeirra og nutu bæði styrks og félagsskapar hvor af öðrum. Her- mann fann fljótt sinn farveg til starfa og var köllun sinni trúr og vann dyggilega að ræktun lands og lýðs og í orðsins fyllstu merkingu var hann ræktunarmað- ur, í andlegum skilningi sáði hann hinu góða í kringum sig og tróð ekki illsakir við neinn mann, á hinu veraldlega sviði hefur hann ræktað jörð sína í stórum stíl og rekið umsvifamikinn búskap enda að jafnaði stóran hóp að fæða og klæða. Og með sanni má segja að heimilið hafi verið opinn griða- staður fjölda fólks sem misst hafa sína vernd og skjól. Hermann var glaðsinna og naut tilverunnar og það hef ég fyrir satt að hvert hans tímaskeið taldi hann sitt besta hverju sinni í lífi sínu, þannig var hann barn sins tíma gerði sig aldrei að drottnara, enn var ætíð til reiðu sem þátttak- andi og leiðbeinandi í leik og starfi. Þess er getið hér að framan að Hermann hafi snemma byrjað að starfa í ungmennafélagi sveit- arinnar, en það var aðeins vísirinn að því sem koma skyldi af afskipt- um hans í félagsmálum. Fá munu þau félags- og stjórnarstörf vera á vegum eins sveitarfélags sem, hann hafði ekki verið kosin til starfa í og þar sem annarstaðar brást hann ekki því trausti og trúnaði sem honum var falinn og var því traustsins verður. Langt útfyrir þessar raðir var hann kosinn til ótal nefndarstarfa og ráða bæði á vegum ríkisins svo og lands- og sýslusamtaka bænda- stéttarinnar. Ég mun ekki fara út á þá braut að reyna að telja upp þær nefndir og stofnanir, sem hann átti hlut að máli í. Enda ekki ósennilegt að einhver úr hópi starfsmanna hans í þeim störfum stingi niður penna og geri störfum hans betri skil en ég hef tök á. Fjölþætt félagsstörf krefjast mik- ils tíma frá bústörfum svo og vinnuálags því öll þessi störf vann hann með mikilli trúmennsku og samviskusemi þvi hann leit ekki á þau sem eitthvert safn titla eða stjörnu í barminn. Því aðeins var honum mögulegt að starfa að svo víðtækum félagsmálum frá búi sínu að hann vissi að þar sem kona hans var mundi ekkert úr skorð- um fara heima fyrir. Hermann var einlægur samvinnumaður og treysti á mátt samtakanna hann var hreinskiptinn og hreinlundað- ur og átti gott með að umgangast fólk. Orðsins list lék honum á vörum og átti því auðvelt með að koma hugsun sinni í skipulegt og gott mál. Hann flutti mál sitt með festu og var rökvís og fylginn sér, í Öllum málflutningi, en sann- gjarn og virti andstæðinga sína og ef hægt er að tala um heiðarlega andstæðinga þá var hann það. Hermann var trúr og traustur heimilisfaðir og vildi veg fjöl- skyldunnar sem mestan enda var hann og metin og virtur af henni. Þegar Hermann fór af bæ hvort heldur var til fundarstarfa, skemmtunar eða annarra erinda, þá fór hann ekki með bús- eða heimilisáhyggjur með sér ef þær voru til staðar, hann var heill og allur þar sem hann var hverju sinni og vildi taka fullan þátt í því sem hann var mættur til, en þetta er eiginleiki sem ekki er öllum gefinn. Hermann var dulur um sín einkamál og flíkaði þeim lítt, hann var auðsærður og viðkvæmur ef höafður var uppi ósanngjarn og óheiðarlegur málflutningur, en þá gat hann hann brugðið brandi til sóknar og varnar. Ég vil ljúka þessum hugleiðing- um með því að gera hans orð er hann reit í minningarbók mína frá skólaárum okkar á Hólum, að mínum. Ég óska að við báðir rifjum upp þær mörgu skemmtilegu stundir er við höfum átt saman, þegar við erum komnir langt hvor frá öðr- um og sjáumst ekki nema í hyllingum hugans. Ég á margt að þakka þegar leiðir skiljast." Konu og börnum er missirinn sárastur og þeim bið ég Guðs blessunar. En það er huggun harmi gegn að eiga ljúfar minn- ingar frá samverutímanum. Lifðu í friði mágur og hafði þðkk fyrir löng og góð kynni. Guðmundur Jóhannsson. Fædd 14. desember 1923. Dáin 18. október 1980. Siðastliðinn laugardag andaðist húsfreyjan á Breiðabólstað á Síðu á gjörgæsludeild Borgarspítalans í Reykjavík eftir skammvinna bar- áttu við hættulegan sjúkdóm, og ier útför hennar fram frá Prest- bakkakirkju á Síðu í dag. Elín Magnea Einarsdóttir fædd- ist í Búlandsseli í Skaftártungu þann 14. desember 1923. Foreldrar hennar voru Einar Gísli Sigurðs- son frá Orrustustöðum, bóndi í Búlandsseli og kona hans Þuríður Anesdóttir frá Hruna. Elín var þriðja barn þeirra hjóna af fimm, og eina dóttirin. Bræður hennar voru: Sigurður Anes, sem lést í bernsku, Sólmundur, smiður og bílamálari í Kópavogi, Karl, húsa- smíðameistari í Kópavogi og And- rés Sigurður, smiður og bóndi á Hruna. Þegar Elín var á níunda ári missti hún föður sinn, en hann drukknaði í sjóróðri frá Vík í apríl 1932. Stóð þá móðir Elínar uppi með fjögur börn, 2ja—11 ára og hlaut að bregða búi í Búlandsseli. Fluttist hún þá að Hruna og bjó þar í skjóli bróður síns með börnunum næstu tólf árin. Æsku sína lifði Elín þvi á sömu slóðum og foreldrar hennar höfðu gert, enda sýndi hún æskustöðvunum ætíð mikla tryggð. Þann 13. maí 1944 giftist Elín Matthíasi Ólafssyni, Bjarnasonar frá Hörgsdal og hófu þau þá búskap að Breiðabólstað á Síðu þar sem þau hafa búið síðan. Þau komu þar upp fimm börnum, sem öll hafa erft hina góðu kosti foreldranna og eru nú stoð og stytta föður síns við hinn mikla missir hans. Börn þeirra eru: Erna Þrúður, fædd, 1945 og Sigríður Ólöf, báðar búsettar í Kópavogi, Bjarni Jón og Sigurjóna búsett á Klaustri og Ragna heimilisföst á Breiðabólstað en við nám í Reykjavík. Barnabörn Elínar eru nú orðin sjö. Þuríður, móðir Elínar, fluttist með henni að Breiðabólstað og dvaldist hjá henni uns hún lést árið 1970. Aðra fullorðna konu, Ragnhildi Jónsdóttur, sem fyrrum hafði verið vinnukona á æsku- heimili Elínar í Búlandsseli og á Hruna, tók Elín inn á heimili sitt og dvaldi hún þar í nær tvo áratugi, uns hún lést í hárri elli. Báðum þessum öldruðu konum sýndi Elín eðlislæga umhyggju og hjúkraði þeim af nærfærni er þrek og heilsa dvínaði. Fjöldi barna og ungmenna varð þeirra gæfu aðnjótandi að mega dveljast sumarlangt i sveit á Breiðabólstað og þiggja þar vegar- nesti til manndóms og þroska hjá þeim góðu hjónum Elinu og Matt- hiasi. Elín á Breiðabólstað var kona fríð sýnum, fremur há, grannvax- in og stælt. Hún var iðin og afkastamikil og bjó sér og sínum fallegt heimili, þar sem snyrti- mennska og reglusemi sátu í fyrirrúmi. Hún var áhugasöm og natin við ræktun og prýddi um- hverfi sitt úti og inni með blóm- um, runnum og trjágróðri langt umfram það sem almennt gerist. Elín var að eðlisfari glaðvær og félagslynd og tók mjög virkan þátt í félagsmálastarfi sveitar sinnar, svo sem í kvenfélagi, kirkjukór og öðru safnaðarstarfi. Hún var trúuð kona, hófsöm í skoðunum en rökföst og lét engar dægurflugur vilia sér sýn. Hún var með afbrigðum greið- vikin og trygglynd og vildi leysa hvern þann vanda, sem að henni var beint. Þessir sterku eðliseiginleikar Elínar, atorkan, hjálpfýsin, tryggðin og hógvær glaðværð, gerðu henni kleyft að inna af hendi óvenjumikið starf á skammri ævi. Fráfall hennar er mikið áfall fyrir vandamenn hennar og vini og fyrir byggðarlag hennar allt. Við slíkan atburð er okkur sorgin efst í huga, en í samræmi við lífsstíl Éllu ber okkur að láta þakklæti fyrir líf hennar og starf verða sorginni yfirsterkara. Sérstakar þakkir vil ég bera fram fyrir hönd þeirra ungmenna, sem notið hafa umhyggju hennar og leiðsagnar sumarlangt undan- farna áratugi, og fyrir þá einstöku vináttu og tryggð, sem ég og fjölskylda mín höfum orðið að- njótandi frá upphafi okkar kynna. Matthíasi bróður mínum, börn- um þeirra Elínar og barnabörn- um, svo og bræðrum hennar flyt ég einlægar samúðarkveðjur. Megi minningin um Éllu sefa sorg þeirra. Björn Ólafsson. Örfá fátækleg orð, er vinkona mín Elín er kvödd héðan, svo fljótt frá sínu farsæla fjölskyldu- og heimilislífi. Vantar okkur ekki öll, sem eftir lifum, orð, er svo snögg verða skil milli lífs og dauða, alltaf jafn vanbúin, þó vitað sé að þessi sé leið okkar allra. Hér verður ekki rakin ævisaga. Ég minnist Elínar fyrst, er unga fólkið í minni sveit og nágrenni hittist inni eða úti eftir árstið. Hana vantaði aldrei vilja né vit til að styðja góðan félagsskap og vann mikið að félagsmálum alla tíð. Nágrannar urðum við er hún giftist eftirlifandi eiginmanni sín- um Matthiasi Ólafssyni og þau hófu búskap á Breiðabólstað á Síðu. Voru þau bæði áður mér að góðu kunn og tel ég ekki ofmælt er ég segi, að hver fundur við þessa nágranna hafi miðlað mér og heimili minu ævinlega því besta í orði og á borði. Svo hefur ætíð verið þó lengra yrði á milli okkar. Oft dvaldi ég á Breiðabólstað, lengur eða skemur eftir atvikum. Kom ein, með fjölskyldu þeirra hjóna, félögum mínum og vinum að skoða sveitina okkar, alltaf var allt til reiðu. Fyrir þetta allt langar mig að þakka nú. Ég minnist þeirra elstu sem áttu hjá þeim skjól, barna þeirra og síðar tengda- og barna- barna. Ungmennanna allra ser áttu þar sumardvöl, allt heim;' tók opnum örmum á móti m: Hópurinn var oft stór sem hiti þar, húsfreyja hafði í mörg snúast og hennar trausti og maður stóð við hlið hen Gjarnan áttu þau þó tíma, jafnvei þó áliðið væri kvölds að koma út á hestbak eða í bílferð og héldu þó vöku sinni að morgni yfir búi og þeim sem bæinn gistu. Heimilis- bragur allur lýsti góðum hug og höndum sem unnu öllu fögru og góðu. Ég bið góðan guð að geyma horfinn vin, styrkja og blessa þá sem eftir lifa. Rósa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.