Morgunblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980 3 7 Minning: Ólöf Jónsdótt- ir Siglufirði - minning Miðvikudaginn 15. október sl. kvaddi mín elskulega tengdamóðir þennan heim, 89 ára að aldri. Ekki hefði það verið henni að skapi að ég færi að stinga niður penna henni til lofs. Ég ætla mér heldur ekki þá dul, heldur aðeins að drepa á nokkur æviatriði henn- ar og draga fram nokkra eðlis- þætti, er svo ríkir vóru í fari hennar. Jafnframt að þakka fyrir að hafa kynnst slíkri mannkosta- konu, sem hún var. í þau 38 ár, er við áttum samleið, féll aldrei skuggi á okkar samskipti og er ég þó ekki galla- laus maður. Fyrir það vil ég þakka. Ólöf var fædd 15. maí 1891 að Stóru-Brekku í Fljótum, Skaga- firði. Foreldrar hennar vóru hjón- in Anna Kristjánsdóttir og Jón Þorláksson, bóndi og smiður. Þau fluttu búferlum aldamótaárið að Hóli í Siglufirði með börn sín fjögur: Björn, Sigríði, Ólöfu og Margréti. Skömmu eftir komuna þangað tóku þau í fóstur ársgam- alt stúlkubarn, Sigfúsínu Sigfús- dóttur. Nú eru systkinin öll látin nema Sigfúsína, sem búsett er í Reykjavík í skjóli barna sinna. Mjög kært var með þeim Ólöfu og henni. Ólöf stundaði nám við Kvenna- skólann í Reykjavík veturna 1909—11 og var sú skólaganga gott vegarnesti á lífsleiðinni. Hún dvaldi vetrarlangt hjá Sören Goos og fjölskyldu í Kaupmannahöfn við heimilisstörf. 24. febrúar 1917 giftist hún Birni Jóhannessyni, bónda og skipstjóra, frá Heiði í Sléttuhlíð, og Guðbjargar Björnsdóttur hreppstjóra á Skájá í sömu sveit Björn og Ólöf eignuðust 2 dæt- ur, Guðbjörgu Maríu, ekkju eftir Axel Guðmundsson, fulltrúa, bú- sett í Reykjavík og Margréti, sem gift er undirrituðum. Börnin okkar fimm eiga margar hugljúfar minningar frá æskuár- um sínum, er þau lögðu leið sína í Hlíðarhús, til Ólafar ömmu, til að læra að draga til stafs og lesa móðurmálið sitt. Það var þeirra fyrsta skólaganga. Amma Ólöf var óþreytandi, svo og systir hennar Sigríður, að leiðbeina og gefa ráðleggingar. Þau virtu og elskuðu Björn afa sinn meðan hans naut við. Oftlega brugðu þær systur upp svipmyndum frá uppvaxtarárum sínum og systkina sinna og var hlýtt á með eftirtekt, eftir því sem ungir hugir leyfðu og skildu þau, að líf á þeim liðnu dögum var ekki einvörðungu dans á rósum. Þá var iðjusemi, trúmennska og nægju- semi þungamiðja hins daglega lífs. Ólöf var fróðleiksfús og las mikið, eingöngu góðar bókmennt- ir. Hún unni íslenzkum fróðleik og ættfróð var hún í bezta lagi. Hún var umtalsgóð í hvívetna en hafði fastmótaðar skoðanir. Hún átti til að bera í ríkum mæli þá mann- kosti, sem hennar kynslóð varð- veitti, trúmennsku og skyldu- rækni. Hún var myndarleg til allra verka, hvort heldur vóru hannyrðir eða önnur störf. Saum- aði t.d. nokkra íslenzka búninga. Nutu börn okkar góðs af þessum myndarskap, því marga flíkina saumaði hún og prjónaði á þau. Matreiðslukona var hún ágæt og eftirsótt til að standa fyrir matar- veizlum við hátíðleg tækifæri, bæði í heimahúsum og á hátíðar- höldum í bænum. Eignaðist hún marga góða vini við þá iðju, er héldu tryggð við hana meðan hún lifði. Björn og Ólöf og dæturnar áttu heimili í Hlíðarhúsi. Þar bjuggu og Sigríður, systir Ólafar, og maður hennar, Snorri Stefánsson, framkvæmdastjóri síldarverk- smiðjunnar Rauðku, og dóttir þeirra Anna. Ég held að óhætt sé að segja að þetta sambýli hafi verið til sérstakrar fyrirmyndar, þar sem reglusemi og góðir siðir skipuðu öndvegi. Éftir fráfall Sigríðar systur sinnar, 27. desember 1972, annað- ist Ólöf heimilishald í Hlíðarhúsi, með aðstoð Önnu dóttur Snorra, sem býr í næsta húsi. Þarna átti Ólöf gott heimili og var þakklát forsjóninni fyrir það að geta orðið að liði. Ólöf starfaði mikið að slysa- varnarmálum og var fyrr á árum félagi í kvennadeild Slysavarnar- félagsins Varnar í Siglufirði. Sigfúsína fóstursystir hennar heimsótti vinina í Hlíðarhúsi og vóru þá fagnaðarfundir. Guðbjörg dóttir hennar hafði og fyrir vana hin síðari ár að dvelja í sumar- fríum í Hlíðarhúsi. Veittu þessar heimsóknir gagnkvæma ánægju. Þrátt fyrir háan aldur var Ólöf með óskerta sálarkrafta til hins síðasta. Sjón og heyrn hafði hún ágæta. Hún var og trúuð kona og æðrulaus og fól sig Guði á vald án hiks eða kvíða. Þegar á móti blés á lífsleiðinni treysti hún á þann, sem öllu ræður, og því, að upp birti senn. Ólöf dvaldi á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar síðustu þrjá mánuðina sem hún lifði. Vil ég koma á framfæri þakklæti hennar til lækna og hjúkrunarliðs fyrir sér- staka umönnun í veikindum henn- ar, svo og til þeirra, er heimsóttu hana. A öld tækni og hraða verða mannlegar tilfinningar oft að víkja fyrir kuli breyttra tíma. Þá er gott að minnast þessarar góðu konu, sem átti svo mikinn kærleik og hlýju í fari sínu, ekki sízt gagnvart samborgurum og nán- ustu skyldmennum. Mættum við eiga fleiri hennar líka. Guð blessi minningu hennar. Siglufirði 23. október 1980. óli J. Blöndal. fminningu Einars Kristjánssonar Fæddur 5. febrúar 1907. Dáinn 28. september 1980. Fréttin um lát Einars barst okkur hjónunum þangað sem við vorum stödd á vesturströnd Bandaríkjanna, sama dag og hann dó enda þótt enginn heima vissi þá hvar við værum stödd. Svo mikill ættarhöfðingi var hann að fréttin hlaut að berast strax. Einar Kristjánsson var móður- bróðir Ingu Rósu konu minnar, og minnist hún hans, svo langt aftur sem hugur hennar nær. Einar var ekki aðeins frændi. Hann var höfðingi sem lét sér annt um velferð ættar sinnar, kom oft í heimsókn, leysti erfið mál óum- beðinn og mátti treysta að ekki brygðist ef skjótrar aðstoðar var þörf, sem stundum kom fyrir, fyrr á árum. Ekki svo sjaidan hef ég heyrt tengdamóður mína minnast þess með hvaða hætti Einar vakti yfir því heimili og eins ekki síður að oft var það hann sem fyrstur kom til að samfagna þegar ástæða var til slíks. Sjálfur kynntist ég Einar ekki fyrr en við Inga giftumst. Engu að síður höfðu þau kynni svo sterk áhrif á mig að mér finnst sem ég hafi þekkt hann lengi. Einar hafði yfirvegaða og högðinglega fram- komu, og skaplyndi sem markaðist af miklum metnaði og stolti og stefnufestu sem hvíldi á fastmót- uðum lífsskoðunum. Einar átti auðvelt með að stjórna, ekki einungis af því að framkoman hæfði vel stjórnun- arstörfum, heldur ekki síður sök- um þess að hann hafði sjálfur áunnið sér virðingu fyrir dugnað í starfi og fágæta trúmennsku við sína húsbændur á meðan hann vann hjá öðrum. Einar hafði til að bera óvenju ríka ábyrgðartilfinn- ingu gagnvart fjölskyldu sinni og tengdist þess vegna lífi og starfi allra systkinna sinna og barna þeirra og þá ekki hvað síst Ingu. Það olli okkur því mikilli hryggð að geta ekki verið viðstödd útför hans og hvatt hann með þeim hætti sem við hefðum viljað. Slíkur maður sem Einar var, kveður ekki án þess að hugur þeirra, sem hann gerði að sínu fólki, hreyfist til söknuðar og minningar um góðan dreng og mikinn mann. Foreldrar Einars voru hjónin Kristján Sigurður Kristjánsson, kennari og rithöfundur, og kona hans Guðrún Þorbjörg Kristjáns- dóttir. önnur börn þeirra hjóna sem upp komust voru Kristján og Guðni sem nú eru látnir og Bjarni, Álfhildur og Ásdís, auk Rósin- krans og Ingu sem dóu ung. Efni munu ekki hafa verið mikil á heimili þeirra á Þingeyri við Dýrafjörð og því varð stutt um skólagöngu, en snemma farið að vinna, fyrst við sjó, en síðan við verslunarstörf. Allur flutti hópur- inn suður til Reykjavíkur á þeim árum þegar þangað var helzt eitthvað að sækja fyrir þá sem höfðu meiri metnað en efni. Ýmsir munu minnast Einars frá þeim árum þegar hann rak Aug- lýsingaskrifstofu E.K., en það fyrirtæki stofnaði hann að loknu námi í Danmörku. Rekstur þess gekk vel og mun hafa lagt grunn- inn að efnalegri velgengni hans síðar. Einar var athafnasamur og stofnaði eða tók þátt í stofnun margra fyrirtækja, sem fengust við ólíkustu verkefni eins og út- gáfustarfsemi, verðbréfaviðskipti og iðnrekstur, og eru sum þessara fyrirtækja starfandi enn í dag. Flestir munu þó minnast hans sem heildsalans og forstjórans í Kristjánsson hf., en það fyrirtæki stofnaði hann með Guðna bróður sínum. Fyrirtækið varð máttar- stólpi fjölskyldunnar sem það dró nafn sitt af, og á tímabili nutu öll systkinin góðs af rekstri þess með einum eða öðrum hætti i formi vinnu eða sölu eigin framleiðslu. Einar Kristjánsson er á ýmsan hátt persónugervingur þeirrar kynslóðar sem færði lífskjör þjóð- arinnar fram um aldir, með því að beina atvinnuháttum í vaxandi mæli að verslun og ýmiskonar athafna- og fjármálastarfsemi sem þörf var fyrir. Jafnvel mun hann um skeið hafa stofnað fyrir- tæki í þeim tilgangi að selja þau og haft af því nokkrar tekjur, en slík starfsemi er eitthvert það vandasamasta starf sem hægt er að ráðast í. Athafnasemi Einars skóp honum á tímabili talsverðan auð, en sá auður var þó aðeins lítið brot af þeim verðmætum sem starfsemi hans færði þjóðinni allri. Það grunar mig þó að miklu meira hefði hann getað gert ef þjóðin hefði borið gæfu til að leyfa honum og hans líkum að starfa í friði í stað þess að fjötra þá í höftum eftirstríðsáranna og Iama síðan rekstur þeirra og efnahag með ofstjórn og óðaverðbólgu. Einar Kristjánsson á ekki að- eins sinn mikla hlut í efnahags- legri uppbyggingu síðustu ára- tuga, heldur var hann einnig dæmigerður fulltrúi hinnar gömlu íslensku menningar. Hann las óhemju mikið, bæði ljóð og skáld- verk og var fróður og um margt vel að sér. Hann hafði miklar mætur á málaralist enda sjálfur fengist við myndlist og ófáir málarar munu hafa selt honum mynd. Bókasafnið og málverkin settu íslenskan svip á annars heimsborgaralegt heimili Einars og Þorbjargar konu hans. Einar kvæntist eftirlifandi konu sinni Þorbjörgu Björnsdóttur, 29. júlí 1945. Þau eignuðust þrjár dætur Guðrúnu, Birnu og Auði Ingu. Einar var aldrei fyrir að auglýsa sjálfan sig eða verk sín, eða koma fram fyrir fjöldann, en því meir beindist hugur hans að heimilinu, enda eignuðust eigin- kona og dætur hug hans allan. Síðustu ár hefur Einar orðið að berjast við þungbæran óviðráðan- legan sjúkdóm. í þeirri baráttu kom vel í ljós hvílíkum viljastyrk og baráttuþreki hann réð yfir. Uppgjöf var orð sem ekki var til í huga Einars Kristjánssonar. Að fá að berjast var það sem hann vildi og það fékk hann að gera studdur af konu og börnum. Erfið hlýtur sú barátta þó að hafa verið stundum og ekki auðveldari fyrir það að á henni gat enginn annar endir orðið en varð. í þeirri baráttu vakti Þorbjörg aðdáun allra sem með fylgdust, og vottum við Inga henni, dætrum hennar og tengdasonum dýpstu samúð okkar og hluttekningu. Þorvarður Eliasson + Móðir mín og tengdamóöir, STEINUNN SIGURDARDÓTTIR trá Hofsnesi, Örnfnm, Laugalœk 1, andaöist á Borgarspítalanum fimmtudaginn 23. október. Sigrún Þorsteinsdóttir, Viggó Jósefsson. Systlr okkar t SIGRÍDUR MAGNUSDOTTIR, Hringbraut 81, er látin. Ragnheióur Magnúsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir. Eiginkona mín og móöir, STEFANÍA SÖBECK, Barónsstig 25, lézt 24. október. Hallbjörn Jónsson, Karl Friörik Haltbjörnsson. Í Konan mín og móöir, GUÐFINNA BENEDIKTSDÓTTIR frá Erpsstööum, Laugavegi 8, andaöist í Landspítalanum 19. okt. Jaröarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 27. október kl. 3. Gunnlaugur Jónsson, Móeiður Gunnlaugsdóttir. t Þökkum innilega samúö og vináttu viö fráfall og jaröarför eiginmanns mins, fööur okkar, tengdafööur og afa, EINARS GUNNLAUGSSONAR. bónda, Bustarfelli, Elín Methúsalemsdóttir, Methúsalem Einarsson. Arndís Hólmgrímsdóttir, Björg Einarsdóttir, Bragi Vagnsson, Birna Einarsdóttir, Gunnlaugur Einarsson, Jóhann Einarsson og barnabörnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.