Morgunblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980 HLAÐVARPINN Alþingishúsið 100 ára: Landshöfðingjanum þótti Arnarhóll of afskekktur Alþingishúsið okkar íslendinga er 100 ára um þessar mundir, en það var í október árið 1880 sem húsið komst undir þak. Nú á dögum finnst trúlega flestum sem Alþingishúsið við Austurvöll geti hvergi annars staðar verið, svo samgróið sem það er orðið borg- inni, en á því herrans ári 1879 fór því fjarri, að allir væru á einu máli um hvar húsið skyldi standa. réð mestu um það. Gamli Grímur fór þó ekki í launkofa með þá skoðun sína, að afstöðu landshöfð- ingjans hefði ráðið að hann hafði nytjar af Arnarhólstúninu og vildi ekki skerða þær. Finsen hélt því aftur fram, að Arnarhóll væri allt of afskekktur fyrir húsið og er þess ekki getið að sú staðhæfing hafi þótt neitt hlægileg fyrir einni öld enda hefur nú margt breyst í henni Reykjavík. Það var þó F. Bald, danski yfirsmiðurinn, sem kvað upp sinn salómonsdóm eftir að hann var kominn hingað til lands og hafði kynnt sér alla málavöxtu. Hann lagði til, að húsið skyldi rísa við tjarnarendann, á lóðinni sunnan dómkirkjunnar við Austurvöll þar sem það nú stendur. Húsið var reist á 17. ríkisstjórnarári Krist- jáns konungs IX. og ber merki hans enn þann dag í dag. Með ályktun Alþingis 1879 var ákveðið að ráðast i þinghús- og safnabyggingu og var skipuð byggingarnefnd til að annast mál- ið. Arkitekt að byggingunni var ráðinn F. Meldahl, einn kunnasti listamaður Dana á sviði húsagerð- arlistar á þessum tíma, og yfir- smiður var F. Bald, danskur mað- ur einnig. Samkomulag náðist um það í byggingarnefndinni að húsið skyldi risa í brekkunni norðan Bakarastígs (þar sem Ingólfs- stræti sker nú Bankastræti) og hafin vinna við grunninn. Ekki var samt full eining í nefnd- inni um hússtæðið og eru fyrir því heimildir, að árið 1979 hefðu flestir þingmenn valið Arnarhól sem þinghússtað og í þeirra hópi var Grímur Thomsen, sem sæti átti í byggingarnefndinni. En hús- ið reis ekki á Arnarhóli og það var Hilmar Finsen landshöfðingi sem Grími Thomsen orð í Ísafold 21. mai 1880 eftir að endanlega hafði verið ákveðið hvar Alþingishúsið I skyldi standa. Það var kátt á hjalla við varðeldana. Minntust afmælisins með því að klífa Helgafell Haldið ofan af Helgafelli. VÍÐISTAÐASKÓLI í Hafnarfirði átti tíu ára afmæli nú i haust. Til að minnast afmælisins var kosin nefnd kennara, foreldra og nem- enda og stakk hún upp á því, að í stað dansiballs eða sýningahalds af einhverju tagi skyldi efnt til fjölskylduferðar á Helgafell fyrir ofan Hafnarfjörð. Afmælisnefndin hafði verið að gera sér vonir um sæmilega þátt- töku en hún fór þó vissulega fram úr öllum vonum því að rúmlega 600 manns voru mættir við skól- ann á tilsettum tíma laugardaginn 2. þessa mánaðar, algallaðir og tilbúnir í slaginn. Lagt var af stað í 10 rútum og ekið upp í Kaldársel og þaðan var svo gengið á Helga- fell, sem er 340 metra hátt mó- bergsfjall. í ferðinni var fólk á öllum aldri, allt frá öldungum ofan í ungabörn, og af þeim sökum ekki allir jafn brattir í fjallaklifri. Sumir létu sér því nægja að príla upp á fellin i kring en hinir hættu ekki fyrr en tindinum var náð _Sjáift tindinn. þarna fór ok án þess að blása úr nös. er sá litli lik- lexa að huKsa. Hnrður skólastjóri með dótturson sinn. þaðan sem sér vítt og breitt yfir nálægar sveitir. Að fjallgöngunni lokinni var safnast saman í girðingu, sem hafnfirskir fjárbændur hafa kom- ið upp við réttina í Kaldárseli. Þar voru kveiktir varðeldar og farið í leiki og hljómsveit, skipuð foreldr- um og kennurum, lék undir þegar lagið var tekið. Að loknum eftirminnilegum degi var haldið heim og var það mál manna, að hér mætti ekki láta staðar numið. Svona skemmtun yrði að endurtaka sem allra fyrst. Hver er maðurinn? Hver skyldi hér vera á ferðinni? Matthías Á. Mathiesen að leiða Ragnari Arnalds fyrir sjónir alla leyndardóma fjárlagagerð- ar? Nei, raunar ekki. Þetta er kollega hans, John Crosbie, fyrrv. fjármálaráðherra í stjórn íhaldsflokksins kanadíska, sem hér segir starfsbróður sínum í stjórn frjálslyndra til syndanna. Hver veit nema allir góðir fjármálaráðherrar líti einmitt svona út? DÝRIGARÐUR? AJlir kannast við Gamla Garð, já og Nýja Garð og jafnvel Tanngarð, hú.s Tannlæknadeildar Háskólans. En hvað skyldu margir kannast við Dýragarð? Ja. Albert Guðmundsson I það minnsta, en svo nefnir hann Vonarstræti 12, gamalt timburhús, sem Alþingi er að gera upp fyrir litlar 300 milljónir króna. Fáskrúðsfjörður íleíðinni... Reiðhjólaþeysa og umferðarfræðsla hjá hjólaklúbbnum Fáskruósfirói. 22. október. UNDANFARIÐ hefur verið starfandi „hjólaklúbbur" i Grunnskólanum hér undir leið- sögn tveggja kennara, þeirra Skafta Skúlasonar og Rúnars Reynissonar. Krakkarnir hafa þó að mestu leyti séð um starfið sjálfir og fyrsti formaður félags- ins var Júlíus Garðarsson, en núverandi formaður er Margeir Margeirsson. Stjórnarskipti hafa verið tíð í félaginu, en bróðerni ríkir eigi að síður á þessu heimili og mikill áhugi. 40—50 krakkar hafa starfað í félagsskap þessum. Tvær reiðhjólaþeysur hafa verið haldnar og ein sand- spyrnukeppni. Meðfylgjandi er af hluta félagsmanna og var myndin tekin við hjólaskoðun, en hana annaðist Benedikt H. Benediktsson lögregluþjónn, og er mikill áhugi hjá krökkunum að hafa hjólin sín í góðu lagi og fara þau í einu og öliu eftir ábendingum lögreglunnar. Á myndina vantar þó bæði núver- andi og fyrrverandi formenn, en þeir voru báðir í vinnu í síldinni ásamt mörgum öðrum krökkum. Fyrirhugað er að hafa umferð- arfræðslu í skólanum í vetur, en slíkt hefur ekki verið áður. — Albert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.