Morgunblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.10.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1980 Lárus Jónsson, alþingismaður, um frumvarp til f járlaga 1981: Áfram ómenguð vinstri stefna í ríkisf jármálum Skattar 1981 75—80 milljörðum hærri en orðið hefði með óbreyttri skattastefnu Geirs Hallgrímssonar Annað fjárlaKafrumvarp ríkis- stjórnar Gunnars Thoroddsens hefur verið last fram á Alþinxi. í því er fyljít þeirri ómenKuðu vinstri stefnu sem ríkisstjórn ólafs Jóhannessonar tók upp haustið 1978 og núverandi rikis- stjórn hnykkti enn betur á við afiíreiðslu fjárlaga fyrir yfir- standandi ár. Skattar verða 75— 80 milljórðum meiri næsta ár en vcrið hefði með óbreyttri skatta- stefnu ríkisstjórnar Geirs Hall- Krimssonar fyrir tveimur árum. EyðsluútKjóld ríkissjóðs eru þan- in út, oft á kostnað framkvæmda- framlaua út um land. „FélaK-s- málapakkar" eru rauði þráður- inn i fjárlaKastefnunni. Gert er t.d. ráð fyrir stórfelldum niður- skurði á lánsfé til almennra íhúöahyKKÍnKa en aukin framlöK til verkamannabústaða. í fjárlaKafraumvarpinu viöur- kennir rikisstjórnin að „niður- talninKar“stefnan hafi Kersam- leKa bruKÖist á yfirstandandi ári ok að samt sem áður hafi stjórn- arflokkarnir ekki neina aðra efnahaKsstcfnu. Horfur eru þvi á að verðbólKan maKnist óðfluKa á na-sta ári i kjölfar væntanleKra Krunnkaupshækkana. Skipbrot „niður- talningar“ viðurkennt í athuRasemdum við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1981, sem lagt var fram á Alþingi í þingbyrj- un viðurkennir ríkisstjórnin að stefna hennar í efnahagsmálum hafi brugðist. Þar segir m.a.: „launaáætlun fjárlaga 1980 var miðuð við að laun hækkuðu á árinu í samræmi við niðurtaln- ingarstefnu ríkisstjórnarinnar." Því næst er það viðurkennt að laun ríkisstarfsmanna vegna vís- itölubóta hafi hækkað nærri tvö- falt meira en niðurtalningin gerði ráð fyrir. í stjórnarsáttmálanum er gert ráð fyrir því að „niðurtaln- ing“ verðbólgunnar leiði til 5% hækkunar á framfærslu- og kaup- gjaldsvísitölu 1. des. nk. en skv. athugasemdum fjárlagafrum- varps ríkisstjórnarinnar er nú gert ráð fyrir 10,5% hækkun, sem flestir gera ráð fyrir að sé van- áætlun. Raunveruleikinn verði 11—12% hækkun verðbótavísitölu í viðbót við grunnkaupshækkanir. Á árinu 1980 hafa enn sem komið er engar grunnkaupshækkanir orðið. Verðbólga er þó talin munu verða 52—54% skv. áætlun Þjóð- hagsstofnunar og gæti orðið 80— 90% á næsta ári í kjölfar grunn- kaupshækkana og ráðstafana til að halda atvinnuvegunum gang- andi með gengissigi eða gengis- fellingum, að óbreyttri stefnu í efnahagsmálum. Engin ný stefna í sjónmáli Alvarlegasti boðskapur frum- varps ríkisstjórnarinnar til fjár- laga fyrir árið 1981 er að þar er berum orðum sagt að ríkisstjórnin hafi enga nýja stefnu fram að færa í efnahagsmálum, þrátt fyrir hörmulegar afleiðingar „niður- talningarinnar". í frv. er varla minnst á efnahagsmálastefnu er þó er gert ráð fyrir 12 milljörðum króna til þess að „mæta aðgerðum Lárus Jónsson í efnahagsmálum", en í athuga- semdum um þessa fjárhæð segir orðrétt: „Ákvarðanir um ráðstöf- un fjárins liggja ekki fyrir að svo stöddu.“ Skýrar er vart hægt að segja að engin samstaða sé innan ríkisstjórnarinnar um að hverfa frá niðurtalningunni að nýrri stefnu, sem varðað gæti leiðina út úr þvi öngþveiti og upplausn sem vinstri öflin i landinu hafa vaidið i íslenzkum þjóðarbúskap. Þegar getum er leitt að því hvernig þessum 12 milljörðum muni verða varið til „efnahags- ráðstafana" þá vekur það athygli að niðurgreiðslur skv. fjárlaga- frumvarpinu eru stórlega van- áætlaðar, ef halda á sama niður- greiðslustigi landbúnaðarvara og verið hefur í ár. Er hér um stefnubreytingu að ræða eða fer stór hluti þessarar fjárhæðar ein- faldlega til þess að halda i horfinu með óbreyttar niðurgreiðslur á árinu 1981? Rekstrarútgjöld hækka um 183 milljarða eða 53,4% Rekstrarútgjöld ríkissjóðs eiga að hækka frá núgildandi fjárlög- um um rúmlega 183 milljarða eða 53,4%. Þetta er langt umfram meðalverðhækkanir milli ára sem frv. gerir ráð fyrir. Athyglisvert er hvernig Jjessar hækkanir koma niður. Laun hækka yfir 60% en framlög til ýmissa þarfra fram- kvæmda í byggðum landsins hækka sum hver aðeins um 25— 30%. Stefnan er því óbreytt. Eyðsluútgjöld ríkissjóðs eru þanin út jafnvel á kostnað framlaga til framfaramála á landsbyggðinni. Miðstýring og ríkisforsjá er aukin. I frv. er t.d. gert ráð fyrir því að skera niður framlög ríkis- sjóðs til almennra íbúðabygginga um 2,800 millj. króna, en auka byggingu verkamannabústaða. Hér er algerlega snúið við þeirri grundvallarstefnu í húsnæðismál- um, sem fylgt hefur verið hér á landi að einstaklingar fái fyrir- greiðslu til þess að koma yfir sig þaki og eigi sitt húsnæði sjálfir, en að samfélagið komi til móts við þá sem minnst mega sín. Með þessari stefnubreytingu er stigið stórt skref í þá átt að skerða sjálfstæði húsbyggjenda og koma sem mestu af húsnæði undir „félagslega stjórn". Skattahækkunar- stefnan er óbreytt í megindráttum er skatta- hækkunarstefnu vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar og núverandi ríkisstjórnar i gildandi fjárlögum fylgt. Skattar verða því í heild 75—80 milljörðum króna hærri á næsta ári miðað við verðlag það ár en verið hefði með óbreyttri skattastefnu ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar. Ríkisstjórnin áformar að viðhalda allri skatta- súpunni og stefnt er að því að búa til nýja skattstofna í stað þeirra sem eiga að falla niður. Svonefnt aðlögunargjald á t.d. að falla niður um næstu áramót skv. samningum við EFTA, en nýtt gjald á að koma í staðinn, sem renna á í ríkissjóð en ekki ein króna til iðnaðarins, eins og gert er ráð fyrir í núgildandi lögum um þetta gjald. Hér er því í raun stefnt enn í hækkun skattbyrðar. Þeirri stefnu sem tekin var upp af fyrri vinstri stjórnum verður haldið áfram að nota markaðar tekjur til almennra þarfa ríkis- sjóðs, sem eiga skv. lögum að renna til ýmissa framfaramála, t.d. erfðafjárskatti verður ekki skilað nema að hluta til að fjármagna framkvæmdir fyrir ör- yrkja. Hluti hans á að fara í ríkishítina. Að lokum sakar ekki að geta þess að fjármálaráðherra viður- kennir i frumvarpinu að hafa farið með fleipur um álagningu tekju- og eignaskatta á árinu 1980. Hann hefur alltaf sagt að þessir skattar verði ekki þyngri en fjár- lög í ár gera ráð fyrir. I frv. kemur fram að álagning eignarskatts í ár er um 2000 milljónum meiri en fjárlög gera ráð fyrir og tekju- skattur einstaklinga um 1,5 millj- örðum. Það er lítill vandi að reka ríkissjóð „á núlli“ eins og sagt er, ef aðferðin er sú að fara sífellt dýpra í vasa skattborgaranna til að standa undir eyðslunni. Saltendur eystra hafa fengið tvöfalt fleiri tunnur en á síðasta ári Rætt við Gunnar Flóvenz og Einar Benediktsson hjá Síldarútvegsnefnd NOKKUÐ hefur borið á tunnu- skorti á Austfjörðum síðustu daga ok óttast ýmsir síldarsalt- endur, að þeir verði fljótlega uppiskroppa með tunnur. Þar sem svo miklu meira hefur borizt á land eystra á þessari vertið heldur en undanfarin ár hefur verið við ýmsa erfiðleika að etja í framleiðslunni ok í raun voru saltendur þar vart i stakk búnir til að taka við allri þeirri sild, sem þeir hafa þó unnið. Sem dæmi um hina miklu sildarsöltun fyrir austan á yfirstandandi vertið má nefna, að áður en vertið hófst og í upphafi hennar pöntuðu sildarsaltendur þar 46 þúsund tunnur hjá Síldarútvegs- nefnd. en í Kær höfðu þeir fengið 94 þúsund tunnur. eða rúmlega tvöfalt það magn. sem þeir reikn- uðu með að salta í. Morgunblaðið ræddi í gær við Gunnar Flóvenz og Einar Bene- diktsson hjá Síldarútvegsnefnd og voru þeir fyrst spurðir um fyrir- komulag á tunnuinnflutningi, sölu og dreifingu. „I upphafi er rétt, að það komi fram, að tunnuinnflutningur er frjáls og það er enginn neyddur til að kaupa tunnur af Síldarútvegs- nefnd. Þegar Tunnuverksmiðjur ríkisins voru starfandi var nefnd- inni hins vegar uppálagt að jafna verð á tunnum vegna þess að íslenzkar tunnur voru dýrari og var þetta gert til að vernda íslenzku framleiðsluna. Árið 1975, þegar ákveðið var að síldveiðar skyldu hefjast á ný, skrifaði nefndin bæjaryfirvöldum á Siglufirði og verkalýðsfélaginu þar bréf til að athuga áhuga og möguleika á að hefja tunnugerð þar á nýjan leik. Þessi áhugi var ekki fyrir hendi, en heimamenn vildu hins vegar láta Húseiningar hf. hafa húsnæði tunnuverksmiðj- anna. Síðan gerist það, að 17. febrúar 1977 var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina um að selja Húseiningum húsnæði Tunnuverksmiðja ríkisins. Af því tilefni samþykkti Síldarútvegs- nefnd eftirfarandi, en Síldarút- vegsnefnd var jafnframt stjórn Tunnuverksmiðja ríkisins: „Síldarútvegsnefnd hefur um árabil verið þeirrar skoðunar, sem er byggð á margra ára reynslu, að nauðsynlegt sé, að aðstaða til tunnusmíði sé fyrir hendi í land- inu svo að landsmenn séu ekki algjörlega háðir erlendum fram- leiðendum um tunnukaup fyrir vaxandi atvinnugrein eins og vænta má, að síldarsöltun verði á komandi árum. Tunnuverksmiðj- an á Siglufirði er sú eina sinnar tegundar í landinu." Þessu var ekki svarað af stjórn- völdum og þá var óskað eftir því, að andvirði eigna tunnuverksmið- junnar yrði notað til að koma upp tunnuverksmiðju á núverandi söltunarsvæði, en því var ekki anzað. Húsnæðið var selt, en fjármunir þeir, sem fengizt hafa fyrir verksmiðjuna, hafa ekki farið í byggingu nýrrar tunnu- verksmiðju". Áhætta og óvissa Gunnar Flóvenz, framkvæmda- stjóri Síldarútvegsnefndar, mun ítrekað hafa lagt til í nefndinni og á fundum með saltendum, að Síldarútvegsnefnd hætti öllum af- skiptum af tunnuverzluninni vegna þess hve áhættusamt fyrir- tæki það sé. Semja verður um tunnukaup á komandi vertíð mörgum mánuðum áður en hún hefst og án þess að vitað sé um hvort nokkra söltun verður að ræða eða hvort sölur takast. Saltendur og stjórn Síldarútvegs- nefndar hafa hins vegar lagzt eindregið gegn þessari tillögu og í maí í vor var gerð skoðanakönnun meðal saltenda um þetta atriði. Þeir aðilar, sem saltað höfðu síld haustið og veturinn 1979 svöruðu þessu á þann veg, að þeir vildu allir óbreytt fyrirkomulag. Sildin pækluð hjá Pólarsfld á Fáskrúðsfirði, en hjá þeirri söltunarstöð hefur mest verið saltað á vertiðinni. (I.jósm. óskar SæmundHHon). Morgunblaðið spurði þá Gunn- ar og Einar hvernig „tunnuverzl- unin“ hefði gengið á þessari vertíð. „í lok september gerði sjávarútvegsráðuneytið Síldar- útvegsnefnd grein fyrir því, að ráðgert væri að af 50 þúsund tonna kvóta á vertíðinni, að færu 20 þúsund tonn til frystingar og niðurlagningar. Það óvænta hefur síðan gerzt, að ekkert teljandi magn hefur enn farið til fryst- ingar, en allt farið til söltunar. Þá er aðalsöltunin langtum fyrr á ferðinni en venja hefur verið, en það stafar af mokveiði inni á fjörðum austanlands. Virðist það hafa komið öllum á óvart, ekki sízt fiskifræðingum. Meðan síldin veiddist á opnu hafi féllu margir dagar úr vegna veðurs, en inni á fjörðum er hægt að veiða í nánast hvaða veðri sem er. Af þessum sökum hefur verið á mörkunum að nægar tunnur hafi verið á Austfjörðum síðustu daga, jafnvel þótt saltendur hafi fengið rúmlega tvöfalt það magn, sem þeir óskuðu eftir að kaupa í vertíðarbyrjun og fyrst eftir að vertíð hófst. Til að leysa þennan vanda hefur Síldarútvegsnefnd síðustu 2—3 vikur tekið á leigu þau skip, sem fáanleg hafa verið og flutt til landsins allar þær tunnur, sem tilbúnar hafa verið hverju sinni hjá framleiðendum í Noregi. Tunnur eru keyptar frá öllum norskum framleiðendum og framleiðsla þeirra hefur reyndar undanfarið verið keypt jafnóðum og tunnurnar hafa verið tilbúnar, en trétunnur eru ekki framleiddar annars staðar en í Noregi. Sem dæmi um óvissuna og þá áhættu, sem nefndin verður að taka, má nefna, að einn framleið- andi á Austfjörðum taldi of áhættusamt fyrir sig að taka á móti fleiri tunnum er tunnuskip var fyrir austan fyrir nokkru. Hálfum öðrum sólarhring síðar hringdi þessi sami saltandi hins vegar og bað um 3 þúsund tunnur, en þá var búið að ráðstafa tunn- unum annað,“ sögðu þeir Gunnar Flóvenz og Einar Benediktsson, aðstoðarframkvæmdastjóri að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.