Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1980 33 sagði Magnús Einar að með útgáfu- starfseminni myndi félagið efla baráttuanda félagsmanna um að standa vörð um atvinnuöryggismál félagsins og hag þeirra í hvívetna. Fjárhagslega ætti rekstur félagsins að verða hagkvæmari og það þess megnugt að veita félagsmönnum betri þjónustu en áður. Takist þetta myndi það sanna gildi sterks sam- eiginlegs vettvangs bókagerðar- manna, sem myndi takast að sækja fram á veginn í réttindabaráttunni. Samningamálin Þá ræddi Magnús Einar Sigurðs- son nokkuð um samningamálin í kjölfar þess að samningar hefðu tekizt milli ASÍ og VSÍ. Eftir 10 mánaða samningsþóf kvaö hann hafa tekizt samkomulag um svokall- aðan 4. kafla í samningum HÍP, sem bókagerðarfélögin öll hefðu viljað standa að. Hann kvaðst vona, að það samkomulag, sem tekizt hefði, myndi tryggja betur atvinnuöryggi félagsmanna og aðstöðu þeirra til þess að tileinka sér hina nýju tækni. Eftir væri þó að semja um öll önnur sérmál, auk launanna og kvað hann viðræður standa yfir við viðsemj- endur félaganna. Hið íslenzka prentarafélag HIP eins og félagið hefur verið kallað í daglegu tali er stofnað 1897 af 12 prenturum og hefur það verið brautryðjandi í kjaralegu tilliti í íslenzku þjóðfélagi. Undanfari fé- lagsins var gamla Prentarafélagið, sem stofnað var 1887 og var fyrsti vísirinn að stéttarfélagi hérlendis. Það lognaðist þó út af eftir nokkur ár. Fyrsta vandamál HÍP var at- vinnuöryggi, þar sem prentsmiðju- eigendur léku gjarnan þann leik á þessum árum að ráða nema í prentiðn, sem olli því að lærðir prentarar gengu atvinnulausir. í fyrstu lögum félagsins var svo ákveðið um tilgang þess: að auka samheldni milli prentara; að hindra það að gengið sé á rétt prentara á vinnustöðum og að styðja við allar framfarir, sem snerta fagið — eins og það var orðað. Félagsþroska gætti strax í félaginu og það stofnar hinn 18. ágúst 1897 fyrsta sjúkra- samlag landsins. Blómlegt félagslíf var innan félagsins. Fyrsta verkfall félagsins skall á sumarið 1899, en því var stefnt gegn einni prentsmiðju í Reykjavík og stóð í einn dag. Að öllum líkindum er þetta fyrsta verkfall á íslandi, en eftir það samþykkti atvinnurekand- inn allar kröfur félagsins, sem lagðar höfðu verið fram. Þrátt fyrir þetta dróst það í 7 ár, að atvinnu- rekendur viðurkenndu félagið að fullu sem samningsaðila. Árið 1941 ákvað HÍP að fjárfesta í fasteign til að skapa traustari grundvöll undir starfsemi félagsins. Félagið keypti þá jörðina Miðdal í Laugardal með það fyrir augum að koma þar upp orlofsaðstöðu fyrir félagsmenn. Þar er nú fjöldi orlofs- húsa í eigu félagsmanna, auk þess sem félagið á þar hús til afnota fyrir félagsfólk. Þetta sama ár keypti félagið og húseignina Hverfisgötu 21, þar sem starfsemi félagsins er enn til húsa, lífeyrissjóður bókbind- ara og prentara og bókasafn félags- ins. Þá keypti félagið árið 1979 6. hæð húseignarinnar Lágmúla 7 í því augnamiði að flytja starfsemi sína frá Hverfisgötunni, en vegna sam- einingaráforma hefur ekki verið tekin ákvörðun um flutning, en þess mun eigi langt að bíða, að Félag bókagerðarmanna ákveði, hvar það ætlar sér búsetu. Bókbindarafé- lag íslands Fyrsta félag bókbindara á íslandi var stofnað 11. febrúar 1906. í 1. grein laga félagsins sagði: „Félag vort heitir „Hið íslenzka bókbind- arafélag““ og í 2. grein félagslag- anna segir: „Tilgangur félagsins er að efla og styðja að samheldni meðal bókbindara í Reykjavík, að koma í veg fyrir að réttur vor sé fyrir borð borinn af vinnuveitend- um, að styðja að öliu því er til framfara horfir í iðn vorri og að svo miklu leyti sem hægt er, tryggja velmegun vora í framtíðinni." Þetta félag hóf verkfall 1. ágúst 1906 og stóð það í 2 til 3 daga. Ekki munu til skráðar heimildir um árangur verkfallsins, en samþykktir þess frá þessum tíma eru um 18 krónu kaup á viku, 10 stunda vinnu á dag og að einn nemi sé á móti hverjum tveimur sveinum í hverri vinnustofu. Árið 1908 er nafni félagsins breytt í Bókbandssveinafé- lag Islands, sem þremur árum síðar lognaðist út af, þar sem margir félagsmanna höfðu sett á stofn eigin bókbandsvinnustofur og samheldni og baráttuhugur hafði dvínað. Árið 1915 er stofnað Bókbands- sveinafélag Reykjavíkur. Félagið gerði samning við atvinnurekendur í júlí sama ár og var þá hafinn undirbúningur að stofnun Alþýðu- sambands Islands, en fulltrúi fé- lagsins var formaður undirbúnings- nefndar. Þetta félag fór sömu leið og hið fyrra 1922, er samþykkt var að leggja það niður og munu ástæður þess hafa verið hinar sömu og áður. Bókbindarafélag íslands, sem nú sameinast HÍP og GSF í Félagi bókagerðarmanna var hins vegar stofnað 15. febrúar 1934, þá undir nafninu Bókbindarafélag Reykja- víkur. 1951 var félagið gert að landsfélagi og nafni þess breytt. Félagið réðst í byggingu orlofs- húss í Ölfusborgum 1964 og var það fyrsta fasteign félagsins. Tveimur árum síðar keypti félagið efstu hæð hússins Óðinsgata 7 ásamt nokkrum öðrum verkalýðsfélögum í Reykja- vík. Þar hefur verið aðsetur félags- ins, fundarsalur og skrifstofa, en lífeyrissjóðurinn hefur eins og áður er getið verið rekinn í samvinnu við prentara og er til húsa að Hverfis- götu 21. Grafiska sveinafélagið Grafiska sveinafélagið er stofnað 3. marz 1973 af rúmlega 50 sveinum fleiri atkvæði en 10. F'lest atkvæði fékk Hið íslenzka prentiðnaðarfélag eða 69 og næstflest eða 68 atkvæði fékk það nafn, sem valið var, Félag bókagerðarmanna. Sameiningar- nefndin ákvað að kjósa um nafn innbyrðis og varð þá niðurstaðan að Félag bókagerðarmanna, skamm- stafað FBM, hlaut 5 atkvæði, Graf- iska stéttarfélagið 4 atkvæði og Hið íslenzka prentiðnaðarfélag 2 at- kvæði. Nefndin lagði því til nafnið Félag bókagerðarmanna. Stjórn FBM hefur verið kjörin, en framvegis mun formannskosning fara fram í janúarmánuði annað hvert ár, en aðrir stjórnarmenn eru kjörnir á aðalfundi og mun helm- ingur stjórnarmanna víkja sæti árlega, séu þeir ekki endurkjörnir. Núverandi stjórn skipa: Magnús Einar Sigurðsson, formaður; Ársæll Ellertsson, varaformaður; Svanur Jóhannesson, ritari; Ólafur Emils- son, gjaidkeri og meðstjórnendur: Þórir Guðjónsson, Guðrún Guðna- dóttir og Gísli Elíasson. í varastjórn eru: Arnkell B. Guðmundsson, Grét- ar Sigurðsson, Ómar Franklínsson, Jóhann Guðmundsson, Sæmundur Árnason og Ólafur Björnsson. Félag bókagerðarmanna þarf að eignast merki. Ákveðið hefur verið að efna til samkeppni um merki félagsins meðal félagsmanna. Fyrstu verðlaun eru 500 ’þúsund krónur, önnur verðlaun 200 þúsund krónur og þriðju verðlaun 100 þús- und krónur. Formenn gömlu félaganna Undir lok blaðamannafundarins spurði Morgunblaðið formenn félag- anna, sem verið er að leggja niður, spurningarinnar, hvernig tilfinning það væri að vera síðasti formaður stéttarfélags. Arnkell B. Guð- mundsson, formaður Bókbindarafé- lags íslands kvað það vera ákveðna upplifun. Ólafur Emilsson, for- maður Hins íslenzka prentarafélags í prentmyndagerð og offsetprentun. Félagið er sameinað úr tveimur félögum, Prentmyndasmiðafélagi Islands og Offsetprentarafélagi Is- lands, sem upphaflega hafði heitið Ljósprentarafélag íslands, en nafni félagsins var breytt 1957. Hið fyrr- nefnda félag var stofnað 1947 og hið síðarnefnda 1951. Prentmynda- smiðafélagið varð aðili að ASÍ 1948, en Offsetprentarafélaginu var synj- að um aðild að ASÍ, þar sem félagið var of fámennt. Grafiska sveinafélagið var stofn- að aö undangengnum sameiningar- viðræðum allra bókagerðarfélag- anna fjögurra, en niðurstaðan varð sú að aðeins tvö áðurnefnd félög sameinuðust. Fyrstu samningar fé- lagsins voru gerðir að afloknu 8 vikna verkfalli, sem háð var með HÍP. Sú þróun, sem hófst á miðjum sjöunda áratugnum í prentiðnaði hefur valdið fjölgun iðnlærðra offsetprentara, en að sama skapi hefur dregið úr prentmyndagerð. Félagsmenn GSF eru nú 106, þar af innan við tugur prentmyndasmiða. Nýja félagið Þegar velja þurfti hinu nýja Félagi bókagerðarmanna nafn var óskað eftir tillögum meðal félags- manna félaganna þriggja. Alls bár- ust á milli 70 og 80 tillögur. Síðan var allsherjaratkvæðagreiðsla með- al félagsmanna og fengu 8 heiti Formennirnir fjórir á blaðamannafundinum. Frá vinstri: ólafur Emilsson. form- aður HÍP. Arnkell B. Gu(V mundsson, formaður BFÍ, Ársœll Ellertsson, formaður GFS og Magnús Einar Sigurðs- son, formaður FBM. IJósin. Mhl. KrÍNtján. sagði: „Mér fellur það ákaflega þungt, að HÍP sé lagt niður, enda reyndi ég að stuðla að því að nafni félagsins yrði haldið, en því var hafnað." Er Ólafur hafði gefið þetta svar kváðu viðstaddir kímnir hann geta vel við unað, málgagnið yrði áfram „Prentarinn". Ársæll Ell- ertsson, formaður Grafiska sveina- félagsins kvaðst ekki hafa íhugað þessa stöðu sína. Hins vegar kvaðst hann hafa kynnst nú nýlega tveimur félagsfundum í HÍP og eftir þá reynslu „þykir mér þeim mun vænna um félagsfundi Grafiska sveinafélagsins." — Eins og af þessum svörum má sjá er að vonum tilfinningatregi í mönnum, er gömlu stéttarfélögin eru lögð niður. En eins og formaður hins nýja félags sagði horfa menn til framtíðarinnar og vænta góðs af sameiningunni, nýja félagið megi „efia einingu félagsmanna og standa vörð um hagsmuni þeirra í hvívetna“, eins og segir í lögum félagsins um tilgang þess. — mf. : ': llúsnæðisinálaslol'nun rikÍSÍllS Lau&ncdi 77 ÚtboÓ Framkvæmdanefnd um byggingu leigu- og söluíbúöa á Þingeyri óskar eftir tilboöum í byggingu á 5 íbúöa raöhúsi á Þingeyri. Húsinu skal skila fullbúnu meö grófjafnaðri lóö 1. júlí 1982. Útboðsgögn veröa til afhendingar á skrif- stofu Þingeyrarhrepps og hjá Tæknideild Húsnæðismálastofnunar ríkisins frá 3. nóv. 1980 gegn 50.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila til sömu aöila eigi síöar en fimmtudaginn 20. nóv. 1980 kl. 14.00 og veröa þau þá opnuö aö viöstöddum bjóöendum. Framkvæmdanefnd um byggingu leigu- og söluíbúöa á Þingeyri. Langbestu eldavélakaupin sem viö getum boöiö frá Þessi fullkomna glæsilega eldavél er á óvenju hagstæöu verði kr. 572.400.- meö viftunni (ef vifta á ekki aö blása út kostar kolasía kr. 67.000.- verð pr. 29.10. 1980.) Þú færö allt meö þessari vél: 2 fullkomnir stórir bakaraofnar, efri ofninn meö grilli og rafdrifnum tein, sjálfhreinsandi, hraöhitun er á ofninum, Ijósaborð yfir rofum. 4 hellur, fullkomin vifta meö digitalklukku og fjarstýribúnaöi fyrir vél. Glæsilegir tízkulitir: Avocado grænn, karrý gulur, inka rauöur, svartur og hvítur. Eigum einnig kæliskápa, frystiskápa, uppþvottavélar og frystikistur. — Greiöslu- skilmálar. EINAR FARESTVEIT 4, CO. HF. BERGSTAÐASTRATI I0A - SlMI I6995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.