Morgunblaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1980 47 b Þróttur tók of seint við sér og FH sigraði FH-INGAR báru sÍKurorð af Þrótturum i íslandsmótinu i handknattleik i gærkvöldi er liðin léku í Hafnarfirði. Sigur FH var sanngjarn þrátt fyrir að hann væri naumur i lok leiksins. Aðeins eitt mark skildi liðin af. FH skoraði 22 Þróttur 21. Á siðustu sekúndu leiksins átti stór- skyttan Sigurður Sveinsson skot að marki FH en það fór naum- lega framhjá. Síðustu mínútur leiksins buðu upp á mikla spennu og litlu munaði að Þrótti tækist að ná sér i annað stigið. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum, þegar 10 mínút- ur voru liðnar af leiknum var staðan jöfn 5—5. Varnarleikur beggja liða var slakur og mark- verðir liðanna vörðu varla skot í fyrri hálfleiknum. Er líða tók á hálfleikinn náði FH forystu í leiknum og hafði fjögur mörk yfir í hálfleik 14—10. Liði Þróttar gekk illa að vinna saman og það var Sigurður Sveinsson sem hélt lið- inu á floti með glæsilegum mörk- um sínúm. Sumum hverjum langt utan af velli. Réðu FH—ingar ekkert við hann og skoraði Sigurð- ur síðustu fimm mörk Þróttar í fyrri hálfleik og sex af 10 mörkum liðsins í fyrri hálfleiknum. Fyrstu 10 mínútur síðari hálfleiksins hélt FH forskoti sínu og staðan var þá 18—14. En þá fór að koma óöryggi í leik liðsins og var eins og oft áður í vetur að leikmenn voru fullragir í sókninni. Leikmenn Þróttar gengu á lagið og minnk- uðu muninn og þegar sjö mínútur voru til leiksloka var staðan 19— 18 fyrir FH. Kristján Arason skoraði úr vítakasti og kom FH í 20—18. Næsta sókn Þróttar endaði með þrumuskoti Sigurðar í stöng- ina. Glæsileg samvinna óttars og Valgarðs á línunni gaf FH mark og liðið náði þriggja marka for- ystu. Ólafur H. minnkaði muninn niður í tvö mörk þegar 2 mínútur eru eftir. Sveinn Bragason skoraði 22 mark FH. Nú var mikill darraðadans stiginn á leikgólfinu. FH—ingar glötuðu boltanum tví- vegis og Þróttarar náðu að minnka muninn niður í eitt mark. Leiktöf var síðan dæmd á FH þegar 16 sek eru eftir af leiknum. FH—ingar voru einum færri á vellinum en í öllum látunum mistókst Þrótti að jafna leikinn Sigurður skaut framhjá. Lið FH lék allvel að þessu sinni FH—Þróttur 22—21 góð barátta var í liðinu allan leikinn Gunnlaugur varði vel í markinu sérstaklega í síðari hálf- leiknum en þá var honum skipt útaf fyrir Sverri sem stóð sig sæmilega. Sæmundur Stefánsson átti ágætis leik í sókninni en réð ekkert við Siguðru Sveinsson í vörninni og var þrívegis rekinn af leikvelli og útilokaður frá leikn- um. Guðmundur Magnússon og Geir Hallsteinsson áttu báðir góð- an leik en Kristján Arasaon var í daufara lagi. Lið Þróttar tapaði nú sínum öðrum leik í röð eftir góða byrjuní mótinu. Liðið lék vörnina ekki eins vel nú og oftast áður. Þá háði það liðinu að Sigurður markvörður gekk ekki heill til skógar og varði lítið í leiknum. Sigurður Sveinsson átti stórleik og skoraði 14 mörk, þá var Páll ógnandi en þessir tveir leikmenn spiluðu þannig að linan var lítið sem ekkert nýtt og hornaspil sást ekki. Þrátt fyrir að JOHN OWENS, velskur hnefa- leikari. lést eftir slagsmál við Lupe Pintor, er þeir börðust um HM-titiiinn i fluguvigt. Pintor var heimsmeistari og héit hann titli sínum óumdeilaniega. Það eru sex vikur síðan slagurinn fór fram í Kaliforniu og komst Ow- ens aldrei til meðvitundar eftir rothögg i 12 lotu. Framkvæmdastjóri hnefaleika- kappans Ernie Shavers hefur boðið Mohammad Ali eina millj- ón Bandarikjadala ef hann fallist á að keppa við strákinn sinn á næstunni. Ali hefur lýst yfir að hann hafi áhuga á að reyna við WBC-titilinn, en til þess þarf hann fyrst að slá út einhvern sterkan keppinaut. Weaver er handhafi titilsins, en Shavers er ofarlega á blaði. þeir séu sterkir leikmenn hefur liðið ekki efni á að nýta ekki betur leikmenn á borð við Lárus og Jón Viðar betur en gert var. Ólafur H. Jónsson var í daufara lagi bæði í vörn og sókn. I stuttu máli íslandsmótið 1. deild FH—Þróttur 22-21 (14-10) Mörk FH: Sæmundur Stefánsson 6, Kristján Arason 5 3v, Guð- mundur Magnússon 4, Geir Hall- steinsson 3, Valgarð Valgarðsson 2, Þórir Gíslason 1, Sveinn Braga- son 1. Mörk Þróttar: Sigurður Sveinsson 14 2v, Páll Ólafsson 4, Lárus Lárusson, Jón Viðar, og Ólafur H. Jónsson 1 mark hver. Brottvísanir af velli: Sæmundur Stefánsson FH 6 mín útilokaður. Sveinn Bragason FH í 2 mín, Geir Hallsteinsson FH í 2 mín, Krist- ján Arason FH í 2 mín, og Guðmundur Magnússon FH í 2 mín. Einar Sveinsson Þrótti í 2 mín. Misheppnuð vítaköst: Sigurður Sveinsson skaut í stöngina á 59 mínútu. Dómarar voru Rögnvaldur Er- lingsson og Björn Kristjánsson og dæmdu þeir erfiðan leik mjög vel. -þr. Owens var sterkari framan af keppninni, en þreyttist og var sleginn í gólfið bæði í níundu og elleftu lotu. í þeirri tólftu lauk síðan keppninni. Þetta var aðeins annar ósigur Owens á glæsilegum ferli, þar sem hann vann 26 mótherja og gerði aðeins eitt jafntefli, auk eins taps áður. Fari keppni þessi fram, er líklegt að hún eigi sér stað í Ohio í Bandaríkjunum. Stjóri Shavers segir: „Ernie telur enn, að hann hefði átt að bera sigur úr býtum síðast er þeir kepptu." Það er margt til í því, Ali vann Shavers á stigum fyrir fáum árum og kom það mörgum á óvart sem á horfðu, Shavers virtist nefnilega hafa betur í keppninni. Banaslys í hringnum Mætir Ali Shavers? Dömu-ullardragtir Fóðrað pils. Litir: drapp, grátt, ljósgrátt, camel, blátt, brúnt. Stærðir: 36—42. Verð: 88.900.-. Hönnun: Colin Porter. 2 haó Stmi 85055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.