Morgunblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980
17
Vel og drengilega
á málum haldið
Stefán Júlíusson:
Stríðandi ofl
Bókaútnáfan Örn og Örlygur
Rvík 1980
Það stendur á aðaltitilsíðu þess-
arar bókar, að hún hafi að flytja
skáldsögu, og vissulega er það
sannmæli, en hins vegar verður
það ljóst við lestur hennar hverj-
Stefán Júliusson
um þeim, sem kominn er yfir
miðjan aldur, að þarna er í stórum
dráttum sagt frá þróun verkalýðs-
hreyfingarinnar í Hafnarfirði og
Alþýðuflokksins, og ennfremur, að
nokkrar af helztu persónum sög-
unnar eru þeir menn, sem þarna
voru fyrst og fremst að verki. Þá
er og enginn vandi að finna hið
raunverulega nafn á hinum mjög
svo vinsæla lækni, sem er áhrifa-
rík tálbeita mótherja þeirrar fylk-
ingar, sem þarna sækir fram. Svo
er það sögusviðið. Ef nokkur
efaðist um, að það væri Hafnar-
fjörður og næsta umhverfi, finnur
hann það fljótt, að því er lýst af
sömu nærfærni og aðdáun og fram
kemur í bók Stefáns Júlíussonar
Byggðin i hrauninu. sem geymir
bernskuminningar skáldsins, og er
ein af bezt rituðu bókum hans.
Sagan er sögð í fyrstu persónu
og er að því leyti sérlega formuð,
að söguþráðurinn rofnar oftar en
einu sinni, en er síðan tekinn upp
aftur og þá sýnir sig, að það, sem
Bókmennllr
eftir GUÐMUND
G. HAGALÍN
til kom þegar þráðurinn var rof-
inn, tengist honum eðlilega á ný.
Þessi tök á efninu gera höfundi
einmitt fært að láta söguna taka
til lengra tímabils en ella hefði
mátt verða án þess að lengja
bókina að miklum mun.
Eftirminnilegustu mannlýs-
ingarnar í sögunni eru tvær.
Önnur af Asgeiri, glæsilegum for-
ystumanni hinna nýju þjóðfé-
lagslegu samtaka og um skeið þar
mestur áhrifamaður. Hann hefur
bjargað lífi sögumannsins, þegar
hann var á bernskualdri, og með
þeim hefst gagnkvæm vinátta.
Sögumaðurinn heitir Ásgeir, og
hann og verkalýðsforinginn verða
Ljótir
fiskar og
fagrir
Guðni Þorsteinsson:
FISKVEIÐAR OG VEIÐAR-
FÆRI.
Almenna bókafélagið 1980.
Már Elísson segir í formálsorð-
um bókar Guðna Þorsteinssonar
Fiskveiðar og veiðarfæri að hún
„bæti úr brýnni þörf“.Hann leggur
áherslu á að „upplýsingar þær,
sem í henni má finna, verði
kveikja nýrra hugmynda", menn
tileinki sér nýja tækni.
Guðni Þorsteinsson, höfundur
bókarinnar, hefur skrifað margt
um hugðarefni sitt, numið fiski-
fræði, veiðarfæragerð og veiði-
tækni í erlendum háskólum auk
þess sem hann hefur sjálfur
stundað sjó á togurum og kynnst
veiðum af eigin raun.
Guðni Þorsteinsson.
En það eru ekki eingöngu þeir
sem kunna að beita veiðarfærum
sem eru hvattir til dáða í bók
Guðna Þorsteinssonar. I kafla sem
hann nefnir Veiði án veiðarfæra
bendir hann á það sem náttúran
býður okkur upp á og við getum
nálgast án mikillar fyrirhafnar.
Við erum til dæmis ekki nógu
dugleg við að safna kræklingi, en
fyrr á öldum telur Guðni að fjaran
Bókmenntlr
ettir JÓHANN
HJÁLMARSSON
hafi verið betur nýtt. Hann minn-
ist á iðjusemi Frakka við að safna
smærri dýrum sér til matar.
Ég held að Halldór Laxness
drepi í Guðsgjafaþulu sinni á þá
fordóma íslendinga að vilja ekki
leggja sér til munns ljóta fiska.
Frakkar munu víst vera gráðugir í
marhnút, en slíku gerpi hafa
Islendingar jafnan fleygt.
Ég hef heyrt íslenska ferða-
menn fussa við smokkfiski, en fátt
er betra steikt á rómanskan hátt.
Höfundur þessarar bókar er lítt
gefinn fyrir málalengingar. Hann
lýsir skilmerkilega ýmiskonar
veiðarfærum og getur leikmaður
haft nokkra skemmtun af. Það
sem mestu máli skiptir er að bók
hans á erindi til íslenskra fiski-
manna og er að ég held merkur
áfangi í útgáfu verklegra bók-
mennta sem menn mega ekki
gleyma að þörf er á að hlúa að.
Ekki er endalaust hægt að notast
við erlendar bækur um fræðileg
efni. Guðni Þorsteinsson hefur
með þessari aðgengilegu bók sinni
unnið þarft verk sem vonandi
kemur til með að verða metið að
verðleikum.
ævivinir og kalla hvor annan
nafna. Sagan hefst og, þá er sá
yngri þeirra stendur yfir moldum
hins, lítur yfir bæinn og sér þar
Bergið, sem þeir nafnar hafa
borgið frá sprengingu og verður
þeim, sem eftir lifir, tákn órofa
vináttu út yfir gröf og dauða og
þeirrar traustu reisnar, sem verð-
ur ekki metin til fjár. Önnur hinna
minnisstæðustu persóna er bónd-
inn á Hrauni, stórbýli rétt utan
við bæjarmörkin. Hann er faðir
sögumannsins, dugandi bondi og
framkvæmdamaður, harður í horn
að taka, ef því er að skipta, en
drengskaparmaður mikill. Hann
er einstaklingshyggjumaður og
andstæðingur gerða verkalýðsfé-
lags og Alþýðuflokks, og svo telur
þá sonurinn, að sömu stefnu sé
honum skylt að fylgja, þrátt fyrir
hina miklu vináttu við náfna sinn
og hans miklu verðleika. Þetta
dregur að nokkru úr manndómi
hans til framkvæmda, en forðar
honum hins vegar frá þeirri
blindu, sem verður mörgum ein-
staklingshyggjumanni meinlegur
skaðvaldur.
Ég tel, að með þessari bók sinni,
hafi Stefán sent frá sér vandgert
ritverk, sem hafi bæði skáldlegt og
sögulegt gildi.
Tónllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
Glæsilegir tónleikar
PÉTUR Jónasson gítarleik-
ari „debúteraði" með miklum
glæsibrag á miðvikudags-
kvöldið. Hann er án efa einn
af efnilegri hljóðfæraleikur-
um okkar í dag, með mikla
möguleika á að ná því að
verða „virtúós" á hljóðfærið
sitt. Hann ræður þegar yfir
mikilli tækni, hefur fallegan
tón og sterka tilfinningu
fyrir blæbrigðum og túlkun.
Það verður fróðlegt að fylgj-
ast með honum í framtíðinni.
Pétur lék verk eftir Narvaéz,
Ponce, Bach, Walton, Villa-
Lobos og Albéniz. Það er
óþarfi að fjalla sérstaklega
um hvert verk, því tónleik-
arnir voru ein sterk heild,
þar sem hvergi bar skugga á.
Bústaðakirkja var troðfull og
eftirtektarvert hversu ungt
fólk fjölmennti á tónleikana,
sem verða að tejjast glæsi-
legt „debút" hjá Pétri Jón-
assyni.
klúbbui
Lokahóf á 25 ára
afmœlishátíö Útsýnar
HÓTEL SÖGU, SUNNUDAGINN 30. NÓVEMBER 1980
Endahnúturinn á glæsilegum skemmtunum og veizluhöldum hér
á landi og erlendis í tilefni 25 ár afmælis ÚTSÝNAR — og nú er ekki
valið af verri endanum.
Kl. 19.00 Gestir boðnir velkomnir meö blómum, ókeypis smáréttum, ókeypis fordrykk og síöast
en ekki sízt ókeypis happdrættismiöa, sem hljóöar upp á ókeypis ÚTSÝNARFERÐ 1981.
Kl. 19.45 hefst girnileg veizla — nú leggja hinir ágætu matreiöslumenn Hótel Sögu sig í líma viö
aö kitla bragðlaukana.
Veizluréttur: Steak de boeuf au poivré meö alls kyns góögæti.
Verö aöeins kr. 7.600.-
Hárgreiðslusýning frá Tízkusýningar:
hársnyrti- ÆL HÁ M Karon — samtök sýningarfólks sýna
otr.x,.r._i tízkufatnaö frá SONJU, CAPELLU
stofunni k VT tTíttrtutt og herragarðinum
Fegurðarsamkeppni:
Ungfrú ÚTSÝN 1981
forkeppni — 10 ferðaverðlaun.
Ilmvatnskynning frá
Jontue
Skemmtiatriði:
Hinn ungi gít-
arsnillingur Pét-
ur Jónasson,
sem sló í gegn
á tónleikum sín-
um sl. miöviku-
dag.
Danssýning:
Nýbakaðir íslandmeistarar í
diskódönsum sýna listir sínar
Myndasýning:
Líf og fjör á suörænum
sólarströndum. Videosýning
frá afmælisárinu.
Dans:
Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar
ásamt hinum sívinsæla Þorgeiri
Ástvaldssyni meö diskótekiö held-
ur uppi geysifjöri til kl. 01.00
Muniö að panta borð hjá yfirþjóni strax í dag. Sími
20221 og 25017 eftir kl. 4.
Feröaskrifstofan Útsýn