Morgunblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980 45 M N J í S? I ? fa i *!! ___wkKMmxé VELVAKANOI SVARAR i SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI TIL FÖSTUDAGS ’uhj'u merkingu þeirra orða. Her er „aymból" hvort sem okkur líkar það betur eða ver. Tákn fullveldis, öryggisventill á hættustundu, hvort sem hann starfar við mann- björg í náttúruhamförum eða í stríði. Gagn heimavarnarliðs fyrir smáþjóð er ekki síst þetta: utanað- komandi aðili, segjum stórveldi, verður að reikna tvö dæmi, þ.e. viðbrögð jafningjans, sem alltaf er annað stórveldi, og í öðru lagi viðbrögð smáþjóðarinnar með sín- ar heimavarnir og samstöðu, sem fylgir í kjölfar sjálfstæðra her- varna, þótt litlar séu. í okkar heimshluta er síðara dæmið erfið- ara viðureignar. Að ætla að leysa öll öryggismál okkar, styrjalda vegna, með einni setningu: „tsland úr NATO“, er hörmuleg einföldun á alvarlegu máli. Við þurfum að losna við herinn, bandaríska, um NATO skal ég ekkert segja. Við þurfum að losna við þetta setulið þarna suðurfrá, til að geta ein- hverju ráðið um það hvenær átök risaveldanna kynnu að hefjast hér á landi, eða hugsanlega hvort þau yrðu hér nokkur. Yrði undir ís- lenskri stjórn Ég gæti trúað því að besta ráðið væri fyrir okkur að taka við öllum þessum vörnum, sem á Keflavík- urvelli eru eða hvað það nú heitir, eftirlit, njósnir, varnir. Við fengj- um viðurkenndan yfirráðarétt okkar yfir öllu þar syðra, og rétt til að beina byssum okkar í hvaða átt sem er, þ.e.a.s. ef einhverjir ætluðu að koma í óleyfi. Þar á ég auðvitað við Bandaríkjamenn. Við værum hins vegar í NATO áfram, ynnum sem nokkurs konar mála- liðar hjá öllum NATO-þjóðum en ekki einni. Vegna sérstöðu lands- ins, ekki vegna hins margumtal- aða fámennis eða vopnleysis, nei, vegna hernaðarlegrar sérstöðu, væri það engin minnkun fyrir okkur, þótt sameiginlegur sjóður NATO kostaði þjálfun, uppihald og herbúnað svo sem 3000 Islend- inga. Að sögn Bandaríkjamanna yrði slíkt lið á við 30 þús. þeirra sjálfra. Þótt bandalagsriki okkar fengju án undanbragða allar upp- lýsingar frá þessu nýja islenska liði, yrði það undir íslenskri stjórn. Verðum að íá eins til tveggja daga frest Ég á ekki við, að við tækjum ekki að okkar hluta þátt í stríðs- átökum. Við verðum einfaldlega að fá eins til tveggja daga frest áður en við leyfum bandalagsþjóð að stíga fæti á íslenska grund án þess að beita byssunum gegn henni. Við geymum ekki % hluta Islendinga undir helsprengju. All- ir þeir ungu íslendingar, sem nú flækjast um heiminn, gætu með þessu móti orðið þjóð sinni sómi, sverð og skjöldur." Þessir hringdu . . . Mega bílstjór- ar hnýsast í einkamál far- þega? Farþegi hringdi og bað Velvak- anda að koma á framfæri eftirfar- andi fyrirspurn til félags leigu- bifreiðastjóra: Hafa leigubílstjór- ar heimild til að hnýsast í einka- mál farþega sinna, t.d. með því að beiðast svars við nærgöngulum spurningum, hefja viðræður að fyrra bragði eða með því að segjast muna eftir að hafa ekið viðkomandi farþega á þennan og þennan stað? — Eg vil taka það skýrt fram, að langflestir leigubíl- stjórar eru kurteisir og orðvarir menn og yrða aldrei á farþega sína að fyrra bragði. Flökrar við eigingirninni og frekjunni Smári Kristjánsson hringdi í Velvakanda og kvað tíma til kom- inn að einhver svaraði greinum Kjartans Norðdals. — Gunnar Þorvaldsson gerir það í dag, en mjög svo hógværlega. Það mætti spyrja Kjartan og þessa háu herra, hvort ekki sé nóg að hafa splundrað einu félagi í eigin- hagsmunaskyni. Ég held að nær væri fyrir þessa menn að snúa sér að uppbyggingu sína eigin félags en láta Arnarflug afskiptalaust. Mér flökrar við eigingirninni og frekjunni í þeim. Músík á Melavöll Ungur skautamaður sem sækir fast sína íþrótt á Melavellinum hafði samband við Velvakanda og bað hann að koma á framfæri ósk um að músík yrði spiluð fyrir iðkendur skautaíþróttarinnar á Melavellinum. — Ég fer á hverj- um einasta degi á skauta og mér finnst svo dauflegt að hafa enga músík þarna. Hún myndi lífga svo mikið upp á. En það er óskaplega gaman að skauta. Málamiðlun Stefánsdætur (Björg, Telma og Linda) skrifa 26. nóv.: „Kæri Velvakandi. Við skorum á „þróunarkenn- ingarmenn" og andstæðinga að slíðra sverðin. Allir eru uppfullir af: „Ég veit allt.“ Þetta er tilgangslaust kjaft- æði, sem einungis særir fólk. Það er of margt sem menn ekki vita um þessi mál. Við komum með málamiðl- un sem menn geta velt fyrir sér fram að jólum. Hún er þessi: Köttur á heimilinu = engar mýs. Enginn köttur á heimilinu = fullt af músum. Með kveðju." Leiktækjasalur til sölu Einn glæsilegasti leiktækjasalurinn á Stór-Reykjavík- ursvæöinu til sölu. Gott tækifæri fyrir duglegan aöila. Uppl. á skrifstofunni. Miðborg fasteignasala, Nýja bíó-húsinu. Det danske Selskab Film-eftermiddag Nordens Hus Söndag 30. nov. 15.00 Vi viser bl. a film om Færöerne og den danske kunster Henry Heerup. Alla velkomme. Det Danske Selskab Kvikmyndasýning Norræna húsinu sunnudaginn 30. nóv. kl. 15.00. Sýnd verður m.a. mynd frá Færeyjum og mynd um danska listamanninn Henry Heerup. Allir velkomnir. Hvíldarstólar á góðu verði Leöurhvíldarstóll Kr. 191.500.-, nýkr. 1.915- Leðurhvíldarstóll án skammels kr. 84.500.-, nýkr. 845.-, með skamm- eli kr. 126.300.-, nýkr. 1.263.- Athugið: Laugardaginn 29. nóvember verður sýning frá kl. 2—6, þar sem viö kynnum okkar glæsilega húsgagnaúrval. Sendum um land allt. VörumarkaDurinn hf. Sími86112

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.