Morgunblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980
Fornum dyggðum
hefur verið varpað
fyrir róða
— hraðgróðahyggja og kröfuharka komin í staðinn
— 1 eina tíð báru andstæð-
ingar Sjálfstæðisflokksins
óttablandna virðingu fyrir
skipulagi flokksins og „kosn-
ingavél“ hans. Nú spyrja
margir í ljósi tveggja kosn-
inga 1978 og desemberkosn-
inganna í fyrra, hvort þessi
áhrifaríka „kosningavél“ sé
ekki lengur til staðar og
hvort skipulagi flokksins hafi
hnignað.
— í grundvallaratriðum er
það ekki svo. Það sem áður
fyrr var átt við með „kosn-
ingavél", var kerfi, sem byggt
hafði verið upp í Reykjavík
vegna vinnu fyrir kjördag og á
kjördegi og miðaði að því að
ná hámarksþátttöku í kosn-
ingum. Þetta kerfi er í góðu
lagi. Það er að verða eðlis-
breyting á þessu starfi vegna
vaxtar höfuðborgarinnar og
breytinga á samskiptum fólks
innan borgarinnar. Vinnu-
staðir eru orðnir meiri eining í
félagslegum samskiptum
manna en áður og af því
hlýtur kosningaskipulag að
taka mið.
Á síðustu 10—12 árum hef-
ur Sjálfstæðisflokkurinn eins
og aðrir flokkar fengið að
finna fyrir minnkandi áhuga
fólks á þátttöku í stjórnmála-
starfi, samkeppni um frítím-
ann hefur aukizt og stjórn-
málaflokkarnir standa að
mörgu leyti illa að vígi í þeirri
samkeppni, enda hefur starf-
semi þeirra í fæstum tilvikum
mikið afþreyingargildi.
— Baráttuaðferðir Sjálf-
stæðisflokksins í síðustu
kosningum vöktu athygli.
Sumum sýnist þar hafa verið
teknir upp starfshættir, sem
tíðkast erlendis og eiga við
þar en síður hér í okkar
umhverfi og einkennist af
yfirborðsmennsku og gervi-
mennsku eins og t.d. þegar
frambjóðendur vilja undir-
strika tengsl sín við hinn
vinnandi mann með því að
láta taka mynd af sér við
stýri á vinnuvél.
— Það er rétt að þetta er að
nokkru leyti eftiröpun á er-
lendum aðferðum. Eg held, að
maður verði að skipta þessu í
tvennt. í fyrsta lagi er ég
eindregið þeirrar skoðunar, að
frambjóðendur þurfi að rækta
betur samband sitt við kjós-
endur. Það er bezt gert í dag
með heimsóknum á vinnu-
staði, og jafnvel á heimili
manna, ef því er að skipta. Það
kann að vera rétt, að viss
gervimennska sitji þó í fyrir-
rúmi, þegar út í kosningabar-
áttuna sjálfa er komið.
Grundvallaratriði er hins veg-
Kjartan Gunnarsson, lögfræðingur var ráðinn fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins sl. sumar. Kjartan
hefur á undanförnum árum starfað mikið á vettvangi
Sjálfstæðisflokksins og verið einn af forystumönnum
ungra Sjálfstæðismanna, m.a. formaður Heimdallar um
skeið. Hann hefur einnig átt sæti í miðstjórn Sjálfstæð-
isflokksins frá landsfundi 1977.
Morgunblaðið hefur átt samtal við Kjartan Gunnars-
son um ýmsa þætti í starfi Sjálfstæðisflokksins og þá
ekki sízt skipulagsmál og fer það hér á eftir.
milli fleiri einstaklinga á
framboðslistum en nú.
— Telur þú reynsluna af
prófkjörum slíka að ástæða sé
til að halda þeim áfram?
— Ég tel reynsluna af þeim
ekki slæma. Við höfum eink-
um reynslu úr Reykjavík við
að styðjast bæði til Alþingis
og borgarstjórnar í flestum
kosningum sl. áratug. Það er
ar að gefa fólki kost á að
kynnast frambjóðendum per-
sónulega. Þessi kynning fer nú
aðallega fram í sjónvarpi, út-
varpi og blöðum og er oft til
þess fallin að gefa ranga mynd
af viðkomandi stjórnmála-
manni og ekki síður yfirborðs-
lega, heldur en það sem menn
telja yfirborðslegt við vinnu-
staðaheimsóknir. Samband
stjórnmálamanna og kjósenda
verður að vera stöðugt og
viðunandi. Það verður hrein
yfirborðsmennska, ef það er
bara stundað rétt fyrir kosn-
ingar. Þetta hefur Davíð
Oddsson, formaður borgar-
stjórnarflokks sjálfstæð-
ismanna, skilið og breytt skv.
því. Hann hefur heimsótt fjöl-
marga vinnustaði í Reykjavík
að undanförnu og ég hef farið
með honum í nokkrar slíkar
heimsóknir. Honum er undan-
tekningarlaust vel tékið og
heimsóknir af þessu tagi tald-
ar jákvæðar og æskilegar og
til þess fallnar að auka tengsl
milli kjörinna fulltrúa og al-
mennings og þá ekki sízt milli
kosninga en í kosningum vilja
málefnin oft víkja í hita bar-
áttunnar.
En það er svo auðvitað rétt,
að margar baráttuaðferðir,
sem tíðkast í milljónaþjóðfé-
lögum þar sem stjórnmála-
menn eru margfalt fjarlægari
almenningi en er hér á íslandi,
eiga ekki allar heima hér.
— Er unnið að einhverjum
sérstökum verkefnum í skipu-
lagsmálum Sjálfstæðisflokks-
ins um þcssar mundir?
— Það má segja, að það sé
sérstakt verkefni, sem jafnan
er unnið við, að sjá til þess að
flokksfélögin séu virk í starfi.
Flokksfélagakerfið er æða-
kerfi flokksins og um þetta
æðakerfi rennur það lífsblóð,
sem heldur flokknum gang-
andi. Sérstök afmörkuð verk-
efni í sambandi við breytingar
á skipulagi eru ekki á döfinni.
Ég tel rétt að frekar reyni á
þær breytingar, sem sam-
þykktar voru á síðasta lands-
fundi.
— Það fara hins vegar
fram verulegar umræður inn-
an flokksins um prófkjör og
val frambjóðenda.
— Það er rétt, að samhliða
umræðum um kosningarétt og
kjördæmaskipan hafa verið
töluverðar umræður um val
frambjóðenda. Þar takast á
nokkur sjónarmið, bæði með
og móti prófkjörum og hjá
þeim sem styðja prófkjör,
hvernig þau eigi að vera,
skyldubundin, samræmdar
reglur eða sjálfdæmi um regl-
ur og hvort prófkjörin eigi að
vera bundin við flokksmenn
eingöngu eða opin fyrir alla
stuðningsmenn flokksins.
Rætt við
Kjartan Gunnarsson,
framkvæmdastjóra
Sjálfstæðisflokksins
— Á hvaða stigi eru þessar
umræður?
— Þessi mál verða tekin
fyrir á flokksráðsfundi nú um
helgina. Fyrir síðustu kosn-
ingar voru samdar samræmd-
ar prófkjörsreglur fyrir flokk-
inn. Þar sem prófkjör fóru
fram á annað borð voru þær
reglur í gildi.
Ákvarðanir, sem þarf að
taka eru þær, hvort eigi að
gera skylt að val frambjóð-
enda fari alltaf fram með
prófkjöri og þá hvaða reglur
eigi að gilda um prófkjörin.
Þessu tengjast hugmyndir um
lögbindingu prófkjöra sam-
tímis hjá öllum flokkum og
sameiginlegan kjörstað, þann-
ig að fólk flakki ekki milli
flokka. Enn aðrir vilja leysa
þessi mál með auknu persónu-
kjöri, kjósendur hafi val á
erfitt að segja um, hvort þau
hafa tryggt eðlilega endurnýj-
un á framboðslistum. í fyrsta
lagi eru menn ekki sammála
um, hvað er eðlileg endurnýj-
un. I öðru lagi, hvernig hún
hefði orðið, ef prófkjörin
hefðu ekki verið. Það er ljóst,
að prófkjörin opna meiri
möguleika fyrir þá, sem eru
tilbúnir til að fara út í harða
baráttu til að komast á lista.
Áður voru kjörnefndir valdar
af flokksstofnunum og ekki
hægt að hafa áhrif á val þeirra
nema í gegnum flokkskerfið en
í opnum prófkjörum eiga
menn meiri möguleika á að
hafa áhrif á niðurstöðuna. Það
er líka ljóst, að með prófkjör-
um geta vel orðið til fram-
boðslistar, sem ekki uppfylla
allar sömu kröfur og kjör-
nefnd mundi hafa gert. Þá á ég
við það, þegar reynt er að
tryggja hlutfall á framboðs-
lista milli stétta og starfs-
hópa, milli kynja og aldurs-
flokka.
Hins vegar er það áreiðan-
legt, að í Reykjavík hafa þessi
opnu prófkjör með þátttöku
mörg þúsund Reykvíkinga oft
verið góður undirbúningur að
öflugu kosningastarfi, þátt-
taka í prófkjöri hefur orðið til
þess að binda fólk böndum við
Sjálfstæðisflokkinn sem ella
hefðu ekki orðið til. Að þessu
leyti eru prófkjörin jákvæð
fyrir flokkinn.
— Nú er það staðreynd, að
Sjálfstæðisflokkurinn vann
sinn mesta kosningasigur á
síðasta áratug, þegar engin
prófkjör voru viðhöfð, þ.e.
1974, en fékk slaka útkomu í
öðrum þingkosningum.
— Flokkurinn hefur líka
unnið mjög glæsilegan sigur í
borgarstjórnarkosningum að
undangengnu prófkjöri, t.d.
1974, þegar flokkurinn fékk 9
borgarfulltrúa. Engum hefur
komið til hugar að kenna
prófkjörum um tap meirihlut-
ans í Reykjavík 1978 og ég
held, að prófkjör hafi ekki
haft nein afgerandi áhrif á
úrslit kosninga á síðasta ára-
tug. í kosningunum 1974 hafði
Sjálfstæðisflokkurinn sterkan
meðbyr eftir vinstri stjórn
Ólafs Jóhannessonar 1971—
1974. í viðbót við þetta mætti
nefna, að aðrir flokkar en
Sjálfstæðisflokkurinn hafa
efnt til prófkjöra og unnið
glæsilega kosningasigra.
Það er rétt að undirstrika,
að því miður fer ekki alltaf
saman öflugt kosningastarf og
góð útkoma í kosningum. Þá á
ég við hina tæknilegu hlið
starfsins. Þúsundir koma til
starfa sem sjálfboðaliðar,
mikill og góður hugur ríkir hjá
þeim sem starfa, en þetta út af
fyrir sig er ekki nægilegt til að
vinna kosningasigur. Þar ræð-
ur eðlilega miklu hin almenna
staða í stjórnmálunum.
— Reynslan erlendis er sú,
þar sem forkosningar tíðk-
ast, að þær leiða til þess, að
einstakir frambjóðendur
byggja upp öflugar kosninga-
vélar og stefna síðan að því
að halda þeim við, jafnframt
því, sem þeir eru allt kjör-
timabilið að undirbúa næsta
prófkjör og hugsa því meira
um eigin hag en flokkshag.
Reynslan er líka sú, að hinar
gömlu, hefðbundnu flokksvél-
ar hrynja til grunna. Er
hætta á því að þetta gerist
hér?
— Ég tel að það sé hætta á
því og að það sé sitthvað til í
þessu sérstaklega í fyrri hluta
spurningarinnar. Margir þeir,
sem ötullegast starfa í próf-
kjörsbaráttu eru þeir hinir
sömu, sem ætlast er til, að séu
burðarásar í kosningabaráttu
flokksins. Það er ekkert óeðli-
legt við það, að þetta fólk veiti
einstökum frambjóðendum
stuðning, en það má líka búast
við, að þetta fólk verði þreytt
eftir þriggja — fjögurra vikna
prófkjörsbaráttu. A móti kem-
ur hins vegar að margir þeir
frambjóðendur, sem drýgst
taka til höndum í prófkjörs-
baráttu eru ekki síður drjúgir
í kosningabaráttunni sjálfri
og virkja til starfa fólk, sem
ella hefði ekki komið til starfa
á vegum flokksins.
Varðandi það, að einstakir
frambjóðendur heyi kosn-