Morgunblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980
Minning:
Finnbogi Bemódus-
son Bolungarvík
Mánudaginn 17. nóvember var
gerð frá Hólskirkju í Bolungarvík
útför Finnboga Bernódussonar, en
hann lést í Landakotsspítala 6
dögum fyrr, 88 ára að aldri.
Mig bar fyrst að garði Finnboga
fyrir tveim áratugum og tókust þá
þegar með okkur góð kynni, sem
urðu nánari síðar með heimsókn-
um og tíðum bréfaskiptum.
Haustið 1967 dvaldi ég um þriggja
vikna skeið hjá Finnboga við að
lesa og kanna dagbækur hans, sem
hann hafði þá haldið í 53 ár.
Sesselja Sturludóttir, kona hans,
var þá látin fyrir 4 árum, öll
börnin flogin úr hreiðrinu og hann
orðinn einbúi. Það kom því eins og
af sjálfu sér, að við tækjum upp
spjall hvert kvöld að lokinni dags-
önn.
Margs varð ég vísari um Finn-
boga og æviferil hans af dagbók-
unum, en í þá mynd af honum
bættust margir drættir á kvöld-
vökum okkar, svo að hún var
auðgreinileg, enda manninum
annað geðþekkara en að fara að
tjaldabaki. — Ég hafði orð á því
við Finnboga, að hjá honum hefði
hlotið að vera þrautabarningur
við að koma öllum hópnum vel til
manns, en börn þeirra hjóna urðu
13. Hann vildi lítið úr því gera,
sagði aðeins, að Sesselja sín hefði
dugað svo vel undir árum, að hann
hefði aldrei örvænt um slysalausa
lendingu, þrátt fyrir treggjaldana.
Finnbogi var bráðvel gefinn,
hafði stálminni, sagði vel og
skipulega frá og átti svo auðvelt
með að halda á penna, að telja
mátti, að hann hefði góðan stíl.
Hann byrjaði ungur „að fara í
rag“ — heimsækja vermenn í
verbðum og nema af vörum þeirra
margs konar fróðleik. Dagbók
sinni trúir hann m.a. fyrir svo
felldri lýsingu:
„Mjög stunduðu margir búðar-
ráp og setur. Sagðar voru sögur,
kveðist á, lesnar sögur og kveðnar
Hrafnhildur Sigurð-
ardóttir - Minning
Fædd 3. ágúst 1939.
Dáin 9. nóvember 1980.
Það var hringt til mín fimmtu-
dagskvöldið 20. nóvember, það var
elsta dóttir mín sem býr í Ólafs-
vík, hún sagði: „Ég var að lesa í
dagblaði í gær, að Dissa skólasyst-
ir þín væri dáin.“ Eins og fleirum
varð mér á að segja: „Það getur
ekki verið satt, þú hlýtur að vera
að taka feil.“ Þá las hún fyrir mig
greinina og það var ekki undan því
komist að trúa því sem þar stóð,
það var hún. Síðan hef ég ekki
getað fest hugann við neitt annað
svo mér kom í hug að minnast
vinkonu minnar og skólasystur
með nokkrum orðum, þó orð verði
aldrei annað en veikur tónn af
þeim minningum sem mér eru efst
í huga, en það voru þær ógleyman-
legu móttökur og greiðasemi sem
einkenndu alla hennar framkomu.
A hennar heimili gat maður verið
eins og heima hjá sér, hún kom til
dyranna eins og hún var klædd,
var ég oft næturgestur á hennar
heimili ýmist ein eða með alla
fjölskylduna, því þar sem er nóg
hjartarúm er ávallt rúm. Eins var
þegar ég kom út af sjúkrahúsi í
Hafnarfirði í mínum veikindum,
þá sendi hún nágrannakonu sína
eftir mér því hún komst ekki sjálf,
þannig var hún alltaf tilbúin að
hjálpa þeim sem til hennar leit-
uðu.
Leiðir okkar lágu fyrst saman í
húsmæðraskólanum Ósk á ísa-
firði, þar var hún yngsti nemand-
inn, aðeins sextán ára. Tókst þar
með okkur góður vinskapur, síðan
skildu leiðir um tíma, seinna
þegar við vorum báðar giftar og
búsettar í Reykjavík heimsóttum
við oft hvor aðra. Við áttum jafn
mörg börn sem öll voru á svipuð-
um aldri og minnist ég þess þegar
drengirnir okkar voru að striplast
og sulla saman í ánni, við húsið
sem ég bjó í um tíma. Eftir að ég
fluttist út á land og lengra varð á
milli okkar héldum við alltaf
sambandi með heimsóknum öðru
hvoru.
Alltaf var jafn gott að koma til
Dissu og gista eftir erilsaman dag
t
Elskuleg systir okkar,
SOLVEIG ARNADOTTIR
Byggöarenda 22,
lézt á Landspítalanum aöfaranótt 28. nóvember.
Margrót Árnadóttir,
örn Arnason,
Jón Árnason,
Ólafur Árnason. -
t
Faöir okkar,
EINAR G. SKÚLASON
fró ísafiröi,
andaöist 27. nóvember sl. á Borgarspítalanum
Geir Einarsson,
Skúli Einarsson.
t
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og
hlýhug við andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur og
ömmu,
ODDNYJAR ÁSGEIRSDÓTTUR
Árni Sófusson, Edda Olafsdóttir,
Stefanía Sófusdóttir, Jón Guömundsson,
Höröur Sófusson, Geirlaug Karlsdóttir,
Asgeröur Sófusdóttir, Guðjón Pólsson,
Jóhann Sófusson, Vala Jakobsdóttir,
og barnabörn.
rímur. Og í rökkrinu sagðar
draugasögur og fyrirburðarsögur.
Menn sögðu þætti úr eigin lífssögu
eða annarra, er þeir þekktu. I öllu
þessu var geipilegur fróðleikur um
menn og atburði. Helsta frásagn-
arefnið var um svaðilfarir á sjó og
landi, ástalífssögur, hesta- og
skipasögur og ferðasögur. Og ein-
staka menn gátu sagt frá sigling-
um sínum til annarra landa. í
stuttu máli, sögur um allt í jörðu
í bænum og rabba saman fram
eftir nóttu. Ég hef margs að
minnast frá þeim stundum, margt
að þakka, og mikils að sakna.
Það er erfitt að hugsa til þess að
eiga aldrei eftir að sjá hana oftar.
Seinast er við hittumst var hún að
og á, að ógleymdum draumunum,
en margir þeirra voru fróðlegir og
skemmtilegir, og hef ég skrifað
suma þeirra. Það var hreinasti
skóli að hlýða á alla þessa menn
segja frá. Ég var snemma forvit-
inn og drakk í mig ógrynni af alls
konar frásögnum, kvæðum og vís-
um. Mér var gefið gott minni, og
hefur sumt af því, sem ég hlýddi á
í þessum „alþýðuskóla", loðað í
minni mínu síðan. En hitt er þó
stórum meira, sem ég hef gleymt,
enda hefði þurft óhemju minni til
að muna það allt, svo margvíslegt
og margbrotið var það.“
Finnbogi hafði mjög næmt eyra
fyrir torgætum orðum og orða-
samböndum og sér þess víða deili í
dagbókum hans. Þá er í þeim
fjölmörgu bréfum, sem ég á frá
honum, margt orða, einkum úr
sjómannamáli, er ég þekki ekki af
bókum. Þau eru ekki öll vestfirsk,
því að Finnboga var einnig um-
hugað að halda til haga orðafari
annars staðar að.
Dagbækur Finnboga, sem ná
yfir 66 ár, eru ekki einungis meiri
að vöxtum en flestra annarra, er
sinnt hafa slíkum skrifum, því að
efni þeirra sitngur einnig í stúf,
svo fjölbreytt sem það er.
Ég heimsótti Finnboga þrem
búa sig undir að flytja til Svíþjóð-
ar ásamt eiginmanni og börnum.
Hún gaf mér blóm úr garðinum
sínum sem hafa dafnað vel og
ætlaði ég að sýna henni þau þegar
hún kæmi heim aftur. Nú verða
þessi blóm mér ávallt minning um
stutta kvöldstund að Miðvangi 87
sem varð okkar síðasti fundur. Þó
þetta sé leiðin okkar allra er alltaf
jafn erfitt að sætta sig við þegar
ungar og atorkumiklar manneskj-
ur sem eru manni kærar hverfa
svo snögglega af sjónarsviðinu.
Svo enda ég þessi fátæklegu orð
mín með því að votta eiginmanni
hennar, börnum og ástvinum öll-
um okkar innilegustu samúð og
biðjum guð að styrkja þau og
hugga.
Af eilifdar Ijówi bjarma ber
sem brautina þungu grreiðir.
Vort lif, sem svo stutt og stopult er,
þad stefnir á æðri leidir
ok upphiminn fegr\ en augað sér
mót öllum 08S faðminn breiðir.
(E.B.)
Gunnhildur Magnúsdóttir
Minning:
Jónína Arnadótt
ir Sauðárkróki
Fædd 4. ágúst 1893.
Dáin 18. nóvember 1980.
Kynslóðir koma, kynslóðir fara.
Enn ein kona af aldamótakyn-
slóðinni hefur kvatt þennan heim,
Jónína Árnadóttir, húsfreyja í
áratugi að Freyjugötu 19, Sauð-
árkróki.
Hana prýddu bestu eiginleikar
þessarar kynslóðar, dugnaður,
trúmennska, fórnfýsi, sparneytni
og reglusemi. Jónína og hennar
jafnaldrar hafa lifað tímana
tvenna og þrenna. Engin kynslóð á
Islandi hefur lifað aðrar eins
breytingar og umrót á öllum
sviðum, en hefur ekki látið hagg-
ast og gefið lofsvert fordæmi með
dyggðugu líferni.
Jónína fæddist 4. ágúst 1893 að
Lundi í Fljótum. Foreldrar hennar
voru Árni Magnússon og Baldvina
Ásgrímsdóttir. Þau fluttust síðar
frá Lundi að Enni á Höfðaströnd,
síðan að Kétu á Skaga og þaðan að
Marlandi í sömu sveit, þar sem
þau bjuggu síðast. Börn þeirra
urðu 9, allt vel gefið atgervisfólk,
þekktust af þeim mun vera Guð-
rún frá Lundi, sem látin er fyrir
allmörgum árum.
Svo sem títt var þá, hlaut
Jónína uppfræðslu sína og undir-
búning undir lífið • að mestu í
heimahúsum. Sá undirbúningur
dugði henni vel. Hún var vel
menntuð til hugar og handa,
fylgdist af áhuga með mönnum og
málefnum, las mikið, er tími gafst
til og lét einarðlega í ljósi skoðan-
ir sínar. Hún var fríð kona,
svipmikil, rösk í hreyfingum, alúð-
leg og glaðleg í viðmóti.
Ung giftist hún Gísla Jóhann-
essyni. Samferð þeirra varð löng
og farsæl, því að jafnræði var með
þeim, hvað mannkosti snerti, en
Gísli lést 1974.
Þau hófu búskap að Neðra-Nesi
á Skaga, en fluttust fljótlega að
Kleif í sömu sveit. Á þessum árum
fæddust þeim þrír synir, Lýður,
sem andaðist á fyrsta ári, Jóhann-
es og Leifur, sem lifa móður sína.
Þótt allt væri frumstætt og þau
þyrftu að vinna hörðum höndum,
leið þeim vel á Kleif. Þau vildu
kaupa jörðina og byggja upp, en
hún var ekki föl. Varð þá að ráði,
að þau flyttust til Sauðárkróks.
Þetta var á kreppu- og atvinnu-
leysistímum, en með samstilltum
dugnaði og atorku tókst þeim að
hasla sér þar völl og byggja sér
hús að Freyjugötu 19, þar sem þau
bjuggu æ síðan meðan bæði lifðu
og Jónína ein til skamms tíma.
Allan þeirra búskap dvaldi hjá
þeim bróðir Gísla, einnig móðir
Jónínu og móðir Gísla um árabil
og eftir að þau komu upp húsi sínu
á Sauðárkróki, átti þar hjá þeim
heimili sitt systir Jónínu. Það kom
í hlut Jónínu að hjúkra öllu þessu
dögum fyrir andlát hans. Hann
vissi auðvitað að hverju fór og
þráði umskiptin. Enn var hann þá
að skrifa í dagbók sína og sagðist
einungis gera það til þess að sjást
mætti, hvað hann væri orðinn
djöfull aumur, eins og hann orðaði
það.
Oft hef ég leitað í smiðju til
Finnboga Bernódussonar og jafn-
an farið þaðan fróðari en ég kom,
og munu þess víða sjást merki í
sjávarháttariti því, sem ég hef á
prjónum. Ég kveð því þennan
gamla og veitula vin minn með
hlýrri þökk.
Lúðvík Kristjánsson
Bókagjöf frá
erfingjum Ingvars
Brynjólfssonar
INGVAR G. Brynjólfsson yfir-
kennari við Menntaskólann
v/Hamrahlíð andaðist 28. jan.
1979, tæpra 65 ára að aldri.
Hann var þýskukennari við
skólann frá stofnun hans 1968,
en hafði áður yerið kennari
áratugum saman við Menntaskól-
ann i Reykjavík.
Ingvar bar hag hins nýja skóla,
M.H., mjög fyrir brjósti og gaf
skólanum dýrmætar bókagjafir,
meðal annars þýskar þýðingar
allra Islendingasagna.
Að Ingvari látnum gáfu erfingj-
ar hans skólanum mikið og gott
safn bóka úr eigu hans, alls nær
600 bindi. Flestar eru þær á þýsku,
og eru þær um margvísleg efni.
Stærstur er flokkur orðabóka og
ýmissa rita til þýskukennslu,
einnig rit þýskra öndvegishöfunda
og bækur um þýskar bókmenntir.
Bækurnar voru afhentar skól-
anum á síðastliðinni vorönn. Þær
hafa nú verið flokkaðar og skráðar
og hefur hluta þeirra verið komið
upp í sýningarskápum við bóka-
safn Menntaskólans við Hamra-
hlíð. Verður sýningin höfð uppi
fram yfir áramót og er hinum
fjölmörgu nemendum Ingvars sér-
staklega boðið að koma og sjá
sýninguna meðan skólahúsið er
opið.
fólki, er heilsu þess tók að hraka,
og fylgja því síðasta spölinn.
Það má með sanni segja, að
heimili Jónínu og Gísla lægi um
þjóðbraut þvera. Vart leið sá
dagur, að eigi bæri gest að garði.
Kom þar hvorttveggja til, að
frændlið var margt og hópur
gamalla sveitunga og vina all-
nokkur og svo hitt, að öllum var
tekið opnum örmum. Heimilis-
bragur var og þannig, að gott var
þar að dvelja.
Jónína var trúuð kona og lét
ekki bugast af mótlæti. Fyrir
nokkru fékk hún að vita, að hún
ætti skammt eftir. Hún tók því
með rósemi og beið örugg þess, er
verða vildi.
Jónína hefur nú lokið jarðlífs-
göngu sinni. Gata hennar, sem
flestra, var bæði rósum og þyrnum
stráð.
I hugum samferðamanna sinna
skilur hún aðeins eftir góðar
minningar og þakklæti.
Sigríður Jónsdóttir