Morgunblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980
Útgefandi wrWafoifo hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280
kr. eintakið.
Styrkur sjálfstæðismanna
í launþegasamtpkum
kom fram á ASI-þingi
Niðurstöður kosninga á ASÍ-þingi í fyrrakvöld voru athyglisverðar á
ýmsan hátt. Stuðningsmenn þeirra tveggja stjórnmálaflokka,
Alþýðubandalags og Alþýðuflokks, sem stóðu fyrir herferðinni „samning-
ana í gildi“ 1978 hafa nú tveimur fulltrúum færra í miðstjórn ASI en þeir
höfðu áður. Annar helzti persónugervingur þeirrar herferðar, Karl
Steinar Guðnason, á ekki lengur sæti í miðstjórn Alþýðusambands
Islands. Þá vekur athygli, að Alþýðubandalagið er nú ótvírætt í
minnihluta í miðstjórn Alþýðusambands Islands, stuðningsmenn lýðræð-
isflokkanna þriggja eru þar í meirihluta og geta beitt honum, ef þörf
krefur.
Þau tíðindi gerðust nú á ASÍ-þingi, að sjálfstæðismaður er í fyrsta sinn
kjörinn í aðra af tveimur æðstu trúnaðarstöðum ASI. Björn Þórhallsson,
sem kjörinn var varaforseti Alþýðusambands íslands, á að baki langt
starf í launþegahreyfingunni, í félagasamtökum verzlunarmanna og hann
á einnig sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. í miðstjórn ASI voru einnig
kjörnir tveir framámenn sjálfstæðismanna í verkalýðshreyfingunni, þeir
Guðmundur Hallvarðsson, varaformaður Sjómannasambands Islands, og
fulltrúi verkamanna, Hilmar Jónasson, sem er náinn samstarfsmaður
Sigurðar Óskarssonar, formanns Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Mikill styrkur sjálfstæðismanna í verkalýðshreyfingunni kemur fram í
þessari kosningu og fjölda stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins á
ASÍ-þingi, þar sem þeir voru annar fjölmennasti hópurinn. Staða
Sjálfstæðisflokksins sem annars stærsta launþegaflokks þjóðarinnar
stendur óhögguð. Þessi sterka staða er ekki sízt komin til vegna mikils
starfs nokkurra forystumanna Sjálfstæðisflokksins í verkalýðshreyfing-
unni. A engan er hallað þótt þar séu nefndir þeir Pétur Sigurðsson, sem
veriö hefur forystumaður sjómanna um áratugaskeið og hlaut mikla
traustsyfirlýsingu á þingi Sjómannasambands Islands á dögunum, og
Guðmundur H. Garðarsson, sem gegndi forystustörfum í stærsta
launþegafélagi landsins á þriðja áratug og hefur óumdeilanlega haft
forystu um að bæta úr mesta misrétti okkar tíma, misréttinu í
lífeyrismálum. Báðir þessir menn hafa áður átt sæti í miðstjórn ASÍ og
framlag þeirra beggja til launþegastarfs sjálfstæðismanna er ómetanlegt.
Skiptar skoðanir voru meðal sjálfstæðisn anna á ASI-þingi um það,
hvort vinna ætti með alþýðubandalagsmönnum eða alþýðuflokksmönnum
í kosningum á ASI-þingi. Þessi skoðanamunur endurspeglar á margan
hátt viðbrögð margra sjálfstæðismanna, þegar hreyft var hér í
Morgunblaðinu fyrir tæpu ári hugmynaum um stjórnarsamstarf
Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags. Forsendur slíks samstarfs af hálfu
sjálfstæðismanna hlutu alltaf að vera þær, að sjálfstæðismenn tækju þátt
í því með fullum styrk. Svo er ekki í núverandi ríkisstjórn og niðurstaðan
er sú, að kommúnistar ráða þar ferðinni í einu og öllu. Reynslan af
þátttöku Alþýðuban'Salagsins í ríkisstjórn bendir ótvírætt til þess, að það
sé ekki til viðtals um raunhæfar aðgerðir í efnahagsmálum og margt
bendir til, að pólitísk einangrun þess sé skammt undan. Reynslan á eftir
að sýna, hvernig alþýðubandalagsmenn í miðstjórn ASI munu starfa
undir forystu Asmundar Stefánssonar. Fyrirfram er ástæðulaust að
ganga út frá því sem vísu, að hinn nýkjörni forseti ASÍ verði handbendi
ráðherra Alþýðubandalagsins á eyðimerkurgöngu þeirra. Raunar er vitað,
að engir kærleikar eru með honum og nýkjörnum formanni Alþýðuband-
alagsins, Svavari Gestssyni. En alla vega er til staðar í miðstjórn ASI
meirihluti lýðræðissinna, ef þörf krefur og forseti ASI gerir tilraun til að
misnota samtökin í þágu flokkshagsmuna Alþýðubandalagsins.
Þeir sjálfstæðismenn á ASÍ-þingi, sem vildu samstarf við Alþýðuflokk-
inn í kosningum höfðu, fyrir því sterk rök og langa hefð. Sameiginlega
hafa sjálfstæðismenn og alþýðuflokksmenn skapað mótvægi gegn áhrifum
kommúnista í verkalýðssamtökunum. Full samstaða milli stuðnings-
manna þessara tveggja flokka á ASÍ-þingi hefði komizt langt með að
tryggja kjör lýðræðissinna í forsetastól ASÍ. Alþýðuflokksmenn höfðu
mikinn hug á slíku samstarfi nú. En á ASÍ-þingi fyrir fjórum árum, árið
1976, var afstaða þeirra önnur. Þá rufu þeir áratugasamstarf við
sjálfstæðismenn í verkalýðshreyfingunni og gerðu bandalag við kommún-
ista með þeim hætti að eftir er munað. Þetta samstarf náði hámarki með
stjórnarmynduninni 1978. Þeir atburðir allir voru með þeim hætti, að
margir sjálfstæðismenn í verkalýðshreyfingunni hafa verið tregir til
samstarfs við alþýðuflokksmenn á þessu þingi ASÍ. Það er hins vegar
gagnlegt fyrir bæði sjálfstæðismenn og alþýðuflokksmenn í verkalýðs-
samtökunum að hafa í huga, að staða kommúnista í verkalýðshreyfing-
unni er að verða svo veik, að þeir halda tæpast stöðu sinni þar nema annað
hvort í samstarfi við sjálfstæðismenn eða alþýðuflokksmenn. Meginstefn-
an hlýtur að vera sú, að lýðræðissinnar taki höndum saman í
verkalýðssamtökunum, þótt mal hafi skipast svo nú og fyrir fjórum árum
að stuðningsmenn beggja þessara flokka hafi hver með sínum hætti
gengið til samstarfs við alþýðubandalagsmenn.
Því mun verða haldið fram í umræðum um kosningar á ASÍ-þingi, að
skoðanamunur meðal sjálfstæðismanna þar endurspegli mismunandi
afstöðu þeirra til núverandi ríkisstjórnar. Sú skýring er út í hött en
þessari staðhæfingu verður bezt svarað með því að vitna til ummæla
Björns Þórhallssonar, varaforseta ASÍ, í samtali við Morgunblaðið í gær
er hann segir að þessar kosningar til ASÍ séu í engum tengslum við
ríkisstjórnarmynztrið. Um það þarf ekki að hafa fleiri orð.
A næstu mánuðum reynir mikið á nýkjörna forystu ASÍ. Framundan
eru örlagaríkir tímar í efnahagsmálum landsmanna. Búast má við
aðgerðum ríkisstjórnarinnar eftir áramót. Þá kemur í ljós, hvort
Alþýðusamband íslands •*r sjálfu sér samkvæmt eða ekki. Fyrir tæpum
þremur árum skipulagði ASÍ herferð gegn löglega kjörinni ríkisstjórn og
náði þeim árangri að koma henni frá völdum. Síðan hafa setið
ríkisstjórnir, sem skert hafa kaupgjaldsvísitöluna án þess að ASÍ hafi
hreyft mótmælum. Nú eftir áramótin verðum við komin í heilan hring.
Ráðherrar stærsta stjórnarflokksins hafa krafizt skerðingar á kaup-
gjaldsvísitölu. Hver verða viðbrögð ASÍ? Þá kemur í ljós, hvort
stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar í miðstjórn ASÍ taka faglega afstöðu til
mála eða hvort flokkspólitisk afstaða ræður ferðinni.
Pálmi Hloðversson hefur á
siðustu vikum skipulagt mat-
væladreifingu i um 30 skóla i
Karamoja-héraðinu i Uganda
og þessa mynd tók hann i
einum þeirra.
þess, að í henni er greinilega
ruglað saman hjálparstofnun-
um eins og Rauða krossinum,
og svo stofnunum á borð við
Matvælaaðstoðina við þróun-
arlöndin, World Food Pro-
gram. Hún er líka villandi
vegna þess, að í henni eru
fullyrðingar á borð við þá, sem
fram kemur í undirfyrirsögn
hennar, fullyrðingar, sem eng-
an veginn fá staðist.
Loks er þess að geta, að
núna, tveimur mánuðum eftir
tilefni „fréttarinnar" í Aft-
enposten gafst blaðamönnun-
um norsku, hefur tekist að
koma á allgóðu skipulagi í
Uganda, meira að segja í Kara-
moja-héraðinu, og á Pálmi
Hlöðversson ekki hvað minnst-
an þátt í því, að nú fá skóla-
börn þar reglulega mat, og
annast Pálmi sjálfur matvæla-
dreifinguna á þessum slóðum.
Hann hefur síðustu vikur séð
um að færa skólabörnum í um
30 skólum mat, og segir í einu
Jón Ásgeirsson:
.. — ■ ■ ■ - %
Ósanngjörn og
villandi frétt
ÞAÐ hendir ekki Morgunblað-
ið oft að birta gamlar fréttir,
en i gær bar svo við, að á
forsiðu blaðsins er siegið upp
slíkri frétt frá fréttaritara
Mbl. i Ósló.
Þar er vitnað í „samtal"
Pálma Hlöðverssonar, starfs-
manns Rauða krossins, sem
norskir blaðamenn við Aften-
posten eiga að hafa átt við
hann þar sem ’nann er við
hjálparstörf í Uganda.
í undirfyrirsögn greinarinn-
ar er kveðið svo sterkt að orði,
að nauðsynlegt er að gera
athugasemd.
Fréttin er gömul. Pálmi
Hlöðversson var nýkominn til
Uganda þegar norskir blaða-
menn frá Aftenposten komu
þar við. Hefur Pálmi sagt frá
komu þeirra í bréfum til Rauða
kross Islands.
Fyrst eftir komu Pálma til
Karamoja-héraðsins í Uganda
var neyðin þar gífurleg, og allt
hjálparstarf ilia skipulagt og
ófullnægjandi. Það er einmitt
þá, sem blaðamennina ber að
garði, þegar Pálmi er önnum
kafinn við að koma á skipulagi
á þessum slóðum, en eins og
reyndar kom fram í frétt Mbl. í
gær, þá eru allar aðstæður afar
erfiðar á þessum slóðum og
samgöngur vondar. Það er auð-
vitað hverjum þeim ljóst, sem
les greinina af athygli, að
einmitt vegna þess að ástandið
er ófullnægjandi, og þúsundir
svelta, lagði Rauði kross Is-
lands á það höfuðáherslu þegar
í upphafi söfnunarinnar hér,
að héðan færi sendifulltrúi til
þess, annars vegar að vinna
hörðum höndum að sjálfu
hjálparstarfinu, og hins vegar
til þess að koma á betra
skipulagi en ríkti þarna áður.
Þetta var margítrekað í upp-
hafi söfnunarinnar, og oft síð-
an.
Fréttin er ósanngjörn.
Hún er það fyrst og fremst
vegna allra þeirra, sem lögðu
fram fé til Afríkuhjálparinnar
í þeirri vissu að hjálpin bærist
til réttra aðila, en draga nú ef
til vill í efa eftir lestur greinar-
innar, að svo sé í raun og veru.
Fréttin er villandi vegna
bréfa sinna til Rauða kross
íslands, að enda þótt allt gangi
vonum framar, þá sé hann enn
á eftir áætlun — það vanti
meiri mat, og það vantar fleira
fólk til hjálparstarfanna.
Að endingu má svo bæta því
hér við, að stundum þarf að
taka „fréttir" frá sultarsvæð-
unum í Afríku með fyrirvara.
Þannig var t.d. eigi alls fyrir
löngu fólk frá vestur-þýskri
sjónvarpsstöð statt í Kara-
moja, og sem Pálmi kom þar
með fullan bíl af korni þá tóku
sjónvarpsmenn í lófa sína korn
af bílpallinum og hentu fyrir
framan börnin, sem drifið
hafði þar að. Eins og fyrir
hænsni. Þessir banhungruðu
vesalingar slógust auðvitað um
kornið á götunni, og kvikmynd-
uðu þá sjónvarpsmenn í gríð og
erg og hentu gaman að.
Við íslendingar getum verið
stoltir af því að hafa lagt fram
fé til handa sveltandi fólki, og
við getum líka verið vissir um
það, að með því hefur mörgum
verið bjargað frá því að verða
hungurmorða.
Þetta er húsið sem Pálmi býr í. Hann byrjar daginn klukkan hálf sjö á morgnana með því að þvo
þvott. Síðan er morgunbæn hjá föðru Elia, og siðan eru verkefni dagsins undirbúin. Venjulega fer
Pæalmi til 4—6 þorpa á dag með mat handa skólabörnum.