Morgunblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980 13 ingabaráttu allt kjörtímabilið, þá er það alvarlegri þáttur málsins. Sú'staða getur komið upp, að samstarf og samheldni þeirra, sem þurfa að vinna saman fyrir flokkinn bresti. Þessar ástæður eru m.a. rök þeirra, sem telja að tryggja beri í almennum kosningalög- um aukið valfrelsi kjósenda og komast þannig framhjá próf- kjörum en tryggja samt, að kjósendur geti sjálfir átt drjúgan hlut að vali þeirra, sem veljast til starfa á þing og í sveitarstjórnir. — Það hefur komið til umræðu í blöðum, að Sjálf- stæðisflokkurinn standi höll- um fæti fjárhagslega. — Það er rétt, að flokkur- inn á við mikla fjárhagsörð- ugleika að stríða og hefur átt sl. 20 ár a.m.k. Þessir fjár- hagserfiðleikar felast í skorti á lausafé, rekstrarfé, en eigna- lega stendur flokkurinn vel. Valhöll og aðrar eignir flokks- ins eru mikils virði en það fer ekki hjá því, að eftir fjárfrek- ar framkvæmdir og kosningar á 15 mánaða fresti að meðal- tali síðustu 7 ár, stendur flokkurinn ekki vel að vígi fjárhagslega. Raunar hygg ég, að því sé svo farið með hina flokkana líka, að þeir liggi ekki á gulleggjum. Sá misskilningur er algeng- ur hjá almenningi og flokks- fólki að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fullar hendur fjár, og fé streymi til hans úr öllum áttum. Þessu er alls ekki svo farið. Flokkurinn hefur á síð- ustu árum orðið illa fyrir barðinu á verðbólgunni. Það er erfitt og raunar ókleyft að fá framlög styrktarmanna til að haldast í hendur við verðbólg- una. Jafnhliða verður allt starf flokksins kostnaðarsam- ara. Ég er þeirrar skoðunar að gera þurfi flokksfólki almennt betur grein fyrir þessum stað- reyndum. Menn verða að skilja það í eitt skipti fyrir öll, að fjárhagsvandinn verður ekki leystur nema með sam- eiginlegu átaki allra flokks- manna. Ég vil sérstaklega undir- strika, að þeir, sem vilja stuðla að frelsi einstaklingsins og frjálsu athafnalífi í landinu eigi ekki hvað sízt að skilja nauðsyn þess að búa fjárhags- lega vel að Sjálfstæðisflokkn- um sem er eini málsvari þess- ara skoðana. Það má geta þess í þessu sambandi að stjórnmálaflokk- arnir fá enga styrki til starf- semi sinnar frá ríkinu, ef undan eru skyldar fjárhæðir til þingflokkanna fyrir sér- fræðilega aðstoð. Hér í Reykjavík er stjórnmálaflokk- unum t.d. gert að greiða full fasteignagjöld af því húsnæði, sem flokkarnir nota einungis til eigin starfsemi. Ég teldi eðlilegt, að sveitarfélögin léttu þessum gjöldum af flokkunum á sama hátt og þeim er létt af fjölmörgum félögum, sem eru talin starfa í þágu almanna- heilla, svo sem íþróttafélögum, bindindisfélögum, skátafélög- um o.s.frv. Það er mótsögn hjá valdstjórninni að sækja völd sín til flokkanna en telja svo hins vegar, að þeir starfi ekki í þágu almannaheillar. - Sagt er, að upplausnin í samfélagi okkr endurspeglist í upplausn í Sjálfstæðis- flokknum. Er þetta rétt? — Ég held, að það sé út af fyrir sig rétt að það er upp- lausn á mörgum sviðum, bæði efnahagsleg og siðferðileg. Án efa á óðaverðbólgan stóran þátt í því, þar sem fornum dyggðum, eins og nýtni og sparsemi, hófsemi og sann- girni hefur verið varpað fyrir róða en hraðgróðahyggja og kröfuharka koma í staðinn. Mér dettur ekki í hug að undanskilja Sjálfstæðisflokk- inn eða sjálfstæðismenn í þessu. Þetta upplausnarástand hefur ekki farið eftir flokks- línum. Hvort það hefur haft áhrif á innanflokksmál Sjálf- stæðisflokksins þori ég ekki að fullyrða. Að einhverju leyti hefur sá þjóðfélagsveruleiki, sem menn þrífast í sjálfsagt áhrif á einhverja stjórnmála- menn og hvað þeir leyfa sér. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á síðustu 10 árum orðið fyrir mörgum alvarlegum áföllum. í fyrsta lagi fellur Bjarni Bene- diktsson frá á sviplegan hátt og skilur tvímælalaust eftir sig mikið tómarúm í flokkn- um. Síðan nýtur flokkurinn aðeins um skamma hríð starfskrafta næsta formanns, Jóhanns Hafstein, og enn á ný kveðja örlögin dyra, þegar Magnús Jónsson, fyrrverandi varaformaður flokksins varð af heilsufarsástæðum að draga sig í hlé frá stjórnmála- störfum. Allir þessir atburðir og umrót í stjórnmálalífinu hafa að mínum dómi veikt kjölfestu flokksins. Að nokkru leyti hafa komið skörð í þá samheldni, sem nauðsynlega þarf að vera í stórum og áhrifamiklum flokki og þegar við bætist að ekki hefur ríkt eining um það hverjir gegna skuli æðstu trúnaðarstörfum flokksins eins og sýndi sig á landsfundum 1971 og 1979 þá fer auðvitað ekki hjá því, að flokkurinn allur beri þess nokkur merki. — Hefur kjölfesta flokks- ins veikst svo mjög að hann geti ekki gegnt því forystu- hlutverki, sem hann hefur haft með höndum? — Ég vil alls ekki fallast á, að neitt upplausnarástand hafi náð tökum á Sjálfstæðis- flokknum eða ríki innan hans. Það er langt bil á milli þess, sem kallað er upplausn og tiltekins innri óróleika, sem flokkurinn hefur að margra mati búið við hin síðustu ár. Það er rétt, að ég sagði að kjölfestan hefði veikst, en höf- um í huga að oft má draga úr eða minnka kjölfestu án þess að sjái á siglingu. Kjölfestan getur verið svo traust að eitthvað megi af henni taka a.m.k. um stundarsakir og það á við um Sjálfstæðisflokkinn. Ég er sannfærður um að stefna Sjálfstæðisflokksins um frelsi og framfarir ein- staklingshyggju og mannúð, er samgróin íslenzkri þjóðarsál og þessi stefna verður áfram kjölfesta þessa þjóðfélags og ég tel að Sjálfstæðisflokknum muni takast á komandi árum, eins og áður að ná eyrum þjóðarinnar og sannfæra hana um að sjálfstæðisstefnan er affarasælust fyrir þjóðina og mun leiða okkur Islendinga áfram inn í bjarta og gæfuríka framtíð. Stg. í dag kl. 2—6 Viö kynnum úrval heimilistækja, reiö- hjóla, húsgagna, barnafatnaöar, leik- fanga, pottablóma, gjafavöru, kerta og sælgætis. Vinsamlegast athugiö aö aöeins er um sýningu aö ræöa á þessum tíma. Verslunin er hins vegar opin frá kl. 9—12, eins og venjulega. fxl Vörumarkaðurinn hf. Sími 86117

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.