Morgunblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 31
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA? MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980 31 Arnar Jónsson, Hákon Waage og Gunnar Eyjólfsson í hlutverkum sinum í „Nóttu og degi“. A FJOLUNUM: ,JVótt og dagur“ í Þjóðleikhúsinu Pepsi-skemmtun í Regnboganum Á MORGUN kl. 13 gengst gos- drykkja- og aldingerðin Sanitas hf. fyrir barnaskemmtun — Pepsí-skemmtun — í A-sal Regn- bogans í tilefni af 75 ára afmæli fyrirtækisins. Boðið verður upp á teiknimynd- ir og myndir um knattspyrnuhetj- una Pele. Aðgangur er ókeypis. Við inn- ganginn fá börnin ókeypis happ- drættismiða og í hléi fá þau veitingar sér að kostnaðarlausu. NÝJA GALLERÍIÐ: Magnús Þórarins- son opnar sýningu í DAG opnar Magnús Þórarins- son sýningu á verkum sinum í Nýja galleriinu að Laugavegi 12. Á sýningunni eru rúmlega 50 olíu- og vatnslitamyndir, aðallega landslagsmyndir. Áð auki sýnir Magnús 60 ámálaða platta úr tré úr Hallormsstaðarskógi — í til- efni af ári trésins. Sýningin stend- ur til 12. desember og er opin frá kl. 10—12 og 13—17 daglega, nema fimmtudaga, en þá er opið til kl. 22. Frá sýningu Magnúsar Þórar- inssonar sem opnuð verður i dag í Nýja galleriinu, Laugavegi 12. 1 KVÖLD og annað kvöld sýnir Þjóðleikhúsið Nótt og dag eftir Tom Stoppard, en það var frum- sýnt á fimmtudagskvöld. Leikritið er spennandi og hnytt- ið, en það fjallar í aðalatriðum um blaðamennsku og gerist í ímynd- uðu Afríkuríki þar sem borgara- styrjöld er á næsta leiti. Gísli Alfreðsson er leikstjóri og leik- myndin er eftir Gunnar Bjarna- son. Með hlutverk fara Arnar Jónsson, Hákon Waage, Gunnar Rafn Guðmundsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Gunnar Eyjólfs- son, Róbert Arnfinnsson, Randver Þorláksson og Valdimar Hannes- son. Þá sýnir Þjóðleikhúsið á Litla sviðinu leikrit Valgarðs Egilsson- ar sem vakið hefur mikla athygli og hefur verið uppselt á allar sýningarnar hingað til. „Dags hríðar spor“ nefnist leikritið. Leikstjóri er Brynja Benedikts- dóttir en leikmynd gerði Sigurjón Jóhannson. Síðustu sýning- ar á Óvitum I dag og á morgun verða síðustu sýningarnar á Óvitum, barna- leikriti Guðrúnar Helgadóttur. Leikritið var frumsýnt fyrir réttu ári síðan og hafa einungis leikir Torbjörns Egners fundið meiri hljómgrunn meðal íslenskra barna til þessa. Foreldrar og annað fullorðið fólk hefur.einnig sótt þessa sýningu vel, enda á leikritið erindi til allra með boð- skap sinn. Leikstjóri Óvita er Brynja Benediktsdóttir og leik- myndin er eftir Gylfa Gíslason. Með stærstu hlutverkin fara Sig- urður Skúlason, Randver Þor- láksson, Saga Jónsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Hreiðar Ingi Júlíusson, Margrét Örnólfsdóttir, Hermann Stefánsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Guðrún Glódís Gunnarsdóttir og Benedikt Erlingsson. VISNAVINIR A AKUREYRI: Halda tónleika og vísnakvöld Þessi mynd var tekin af fjórum Vísnavinum á Austfjarðareisu 1978, f.v.: Gisli Helgason, Jakob S. Jónsson, Guðmundur Árnason og Hanne Juul, en hún var aðalhvatamaður að stofnun félags Vísnavina. í KVÖLD kl. 20 gangast Vísnavin- ir fyrir tónleikum og visnakvöldi i Dynheimum á Akureyri. Önnur samkoma þeirra nyrðra verður í Sjálfstæðishúsinu kl. 16 á morgun. Ferð þessi er öðrum þræði farin í því skyni að stofna félag vísnavina á Akureyri, ef áhugi heimamanna reynist vera fyrir hendi. Meðal þeirra sem fram koma á þessum samkomum Vísnavina eru Bergþóra Árnadóttir, Texas-tríóið sem leikur sveitasöngva, Jóhannes Hilmisson sem syngur gamanvísur eftir föður sinn, Hilmi Jóhannes- son, og væntanlega eftir sjálfan sig einnig, og Ásberg Sigurðsson sem flytur frumsamið efni. Jerker Engblom NORRÆNA IIÚSIÐ: Sœnskur vísnasöngv- ari í Norræna húsinu SÆNSKI vísnasöngvarinn Jerker Engblom kcmur fram i Norræna húsinu á morgun kl. 17, og syngur þá m.a. lög eftir Bellmann, Evert Taube og Birger Sjöberg. Jerker Engblom býr í Karlstad og kennir sænsku við menntaskóla þar. Hann var lengi lektor í sænsku við háskólann í Pennsylvaníu. En jafnframt kennarastarfi sínu hefur hann lengi komið fram sem vísnasöngvari og er þekktur í heimalandi sínu og erlendis sem ágætur Bellmann- og Birger Sjöberg-túlkandi. Hann hefur sungið inn á hljómplötur og oft komið fram í útvarpi og sjónvarpi í Svíþjóð. Súningar um helgina Kjarvalsstaðir: Jón E. Guð- mundsson sýnir höggmyndir úr tré, málverk, vatnslita- myndir og teikningar í austur- sal. Sýningunni lýkur annað kvöld. Guðmundur Björgvins- son sýnir 55 pastelteikningar og 45 prentlita- og tússmyndir í vestursal. Sýningunni lýkur annað kvöld. Listasafn íslands: Yfirlits- sýning á verkum Svavars Guð- nasonar. Sýningunni lýkur annað kvöld. Norræna húsið: Finninn Pentti Kaskipuro sýnir grafík- myndir í anddyri. Sýningunni lýkur annað kvö.d. Galleri Langbrók: Sigrún Eldjárn sýnir blýantsteikn- ingar með vatnslitaívafi. Sýn- ingin er opin virka daga frá kl. 12—18 og stendur til 5. des- ember. Ennfremur verður opið þar í dag og á morgun frá kl. • 14-18. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3B. Bókasýning. Sýndar bækur eftir 100 listamenn, bæði úrval íslenskra bóka sem Árni Ing- ólfsson hefur valið, og úrval frá „Other books an so,“ safn- búð í Amsterdam. Opið frá kl. 16—20 á virkum dögum, en 14—20 um helgar. Sýningin stendur til 14. desember. Asmundarsalur: Jörundur Pálsson sýnir 40 vatnslitam- yndir og 5 eftirprentanir. Sýn- ingin er opin frá kl. 14—21 daglega og stendur til þriðju- dags, 2. desember. Epal, Síðumúla 20. Textil- hópurinn sýnir tauþrykk. Sýn- ingin stendur fram í miðjan desember. Opið í dag frá 10— 12, en annars á verslunartíma. Bergstaðastræti 15: Þýski myndlistamaðurinn Rudolf Weissauer sýnir vatnslita-, pastel- og grafíkmyndir. Sýn- ingin er opin frá kl. 14—18 alla daga um óákveðinn tíma. Eitt af verkum Sigrúnar Eldjárn á sýningu hennar i Galleri Langbrók. Um myndir sinar segir Sigrún m.a.: „Grunntónninn á bak við myndirnar er þó kannski sá að draga fram jákvæðar og bjartsýnislegar hliðar á umhverfinu og smáatriðum sem koma fólki við Sýningu Jóns E. Guðmundsson- ar í austursal Kjarvalsstaða lýkur um helgina. Hann sýnir þar höggmyndir úr tré, mál- verk, vatnslitamyndir og teikn- ingar. En þekktastur er Jón fyrir brúðuleikhúsið. Um það sagði hann m.a. í viðtali við Mbl.: „Ég byrjaði að sýna hér heima i Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, árið 1954, og átti erfitt uppdráttar í byrjun. Menn héldu að ég væri eitthvað skrýtinn að vera að stússa i þessu. En úr þvi hefur ræst, og ég vona að brúðuleikhús fái fastan sess i framtiðinni hérna hjá okkur. Hvarvetna erlendis þykir sjálfsagt að hafa sérstak- an sal fyrir slika starfsemi i öllum meiri háttar myndlistar- húsum.“ Guðmundur Björgvinsson á sýningu sinni í vestursal Kjarvals- staöa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.