Morgunblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980 . HLAÐVARPINN , Valdimar í hlutverki sínu i Nótt og dagur. Arnar Jónsson sem fer með eitt aðalhlutverkið i leiknum er með honum á myndinni. Ljósm. Mbl. RAX. Nýtt andlit á fjölunum: | „Uppgötvaður á skóla- skemmtun í Melaskóla" Ný blöð og margir nýir rit- stjórar 1>AÐ er ekki nýtt, að hreyf- ingar séu á mönnum í stétt blaðamanna. Þeir koma og fara og hið sama má reyndar segja um blöðin, en á dögunum hætti vikuritið Fólk að koma út. Blöð koma í blaða stað og nú hefur heyrzt að Anna Bjarnason sé að hætta á Dagblaðinu og hyggjist gefa út blað í Mosfellssveit og hennar aðstoðarmaður verði Ólafur Geirsson, fyrrum blaða- maður á Dagblaðinu. Nýkomið er á markaðinn blaðið Áfangar, ritstjóri Sigurður Sig- urðarson. Hilmar Jónsson veit- ingastjóri á Hótel Loftleiðum er að undirbúa útkomu tímarits, sem á að innihalda matarupp- skriftir, já reyndar allt um mat. Nú, nú, Hildur Einarsdóttir, sem áður ritstýrði blaðinu Líf er að hefja útgáfu nýs tímarits þannig að ýmislegt er að gerast í Jieimi tímaritanna. Um áramót hættir Sigurður Magnússon sem útbreiðslustjóri hjá íþróttasambandi íslands og fer til starfa hjá lömuðum og fötluðum. Ekki er víst hvort hann hættir sem ritstjóri íþróttablaðs- ins, en ÍSÍ ræður annan ritstjór-' anna á móti Frjálsu framtaki. Þar á bæ hefur Pétur Eiríksson Ieyst Markús Örn Antonsson af hólmi sem ritstjóri Frjálsrar verslunar, en í stað Péturs er Jón Birgir Pétursson, sakamálarit- höfundur og fyrrum fréttastjóri, orðinn ritstjóri Iðnaðarblaðsins. MIKIL uppbygging á sér nú stað í framleiðslu laxaseiða og eru nú í smíðum þrjár nýjar íaxeldis- stöðvar; stöð Fiskeldis hf. við Húsavik, laxeldisstöðin við Álver- ið i Straumsvik og laxeldisstöðin að Hólum. Með tilkomu þessara stöðva mun framleiðsla laxaseiða í landinu þrefaldast, segir i skýrslu Ingimars Jóhannssonar til stjórnar í'iskifélags íslands. Segir hann, að flestar laxeld- isstöðvar hér á landi byggi af- komu sína að miklu leyti á seiða- sölu til Noregs. „Ef sá markaður dregst saman eða bregst mun skapast mikið vandamál fyrir stöðvarnar því innlendur markað- ur er ekki fyrir seiðin. Það er því nauðsynlegt að skapa innlendan markað fyrir þessa auknu seiða- framleiðslu sem fyrst, en það verður fyrst og fremst gert með stórauknum hafbeitar- og eldistil- raunum," segir Ingimar. Fiskifélag íslands hefur staðið fyrir athugunum og rannsóknum FRUMSÝNINGAR í Þjóðleik- húsinu þykja ætíð nokkrum tiðindum sæta og margir bíða í eftirvæntingu eftir að kom- ast á sýningu nýrra verka. Þá þykir einnig fréttnæmt og skemmtileg tilbreytni þegar á Lóni í Kelduhverfi á undanförn- um árum og hafa verið gerðar tilraunir þar í smáum stíl með laxeldi í búrum og sleppingu laxaseiða. Sumarið 1978 var 600 laxaseiðum sleppt í Lón, sumarið 1979 2.400 seiðum og síðastliðið sumar var sleppt þar 2.800 seiðum. Seiðin voru fengin frá Laxamýri og af Laxárstofni (stórlax), en seiði úr Laxá dvelja yfirleitt 2 ár í sjó. Þegar hefur orðið vart við endurheimtur frá „sleppingunni" 1978. Sumarið 1979 veiddust 5 smálaxar í net og í sumar veiddust 30 laxar og var meðalþyngd þeirra um 6 kíló. Hafa þá skilað sér 35 laxar úr 600 seiða „sleppingu" 1978. Fullvíst er talið, að fleiri fiskar hafi gengið í Lónið þó þeir hafi ekki veiðst. Stefnt er að því að koma upp gildrum við ós Lóns næsta vor, þannig að nákvæmar upplýsingar fáist um endurheimt- ur. í skýrslu Ingimars kemur fram, að í ráði er að félagið taki að sér verkefni varðandi könnun á sjó- eldi á Austfjörðum fyrir Samband sveitarfélaga á Austfjörðum. Þá er einnig mikill áhugi á að kanna hafbeitaraðstöðu í Ólafsfjarðar- vatni, en rannsóknir dr. Björns Jóhannessonar og dr. Unnsteins Stefánssonar benda til þess, að hafbeitaraðstaða muni óvenju hagstæð þar. ný andlit koma fram á fjölum þjóðarleikhússins. I gærkvöldi var frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins verkið „Nótt og dagur“ eftir brezka rithöfundinn Tom Stoppard. Tveir leikaranna voru þar að stíga sín fyrstu spor á leiksviði Þjóðleik- hússins. Gunnar Rafn Guð- mundsson er annar þeirra, en er þó enginn nýgræðingur, því hann hefur Ieikið í Alþýðuleikhúsinu allt frá stofnun sunnandeildar. Hinn er aðeins 10 ára að aldri, nemandi í Melaskólanum, heitir Valdimar Hannesson og leikur Alister, 8 ára gamlan son Carson- hjónanna, sem búsett eru í ímynd- uðu Afríkuríki. „Hann stóð þarna allt í einu, skýr röddin fyllti salinn og náði út í hvert horn. Hann náði fullkom- lega tökum á mér,“ sagði Sveinn Einarsson Þjóðleikhússtjóri um Valdimar, en Sveinn „uppgötvaði" hann á áðurnefndri skólaskemmt- un í Melaskólanum. Valdimar er sonur hjónanna Ástu Valdimars- dóttur kennara og Hannesar Magnússonar tæknifræðings og eru þau búsett á Einarsnesi 10. Við hittum Valdimar að máli er hann hafði lokið þætti sínum í leiknum með sóma á lokaæfingu sl. miðvikudagskvöld, en að venju voru margir áhorfendur viðstadd- ir æfinguna. Spurðum við hann fyrst hvort hann hefði fengist við leiklist áður. „Já, aðeins í skólan- um. Ég lék þar hlutverk í Litlu stúlkunni með eldspýturnar. Svo er röddin mín í Óvitunum. Ég er útvarpsþulurinn þar.“ — Varstu nokkuð taugaóstyrk- ur í kvöld? „Já, aðeins, ekkert afskaplega, ég titraði svolítið fyrst." Valdimar sagði að þetta kæmi svolítið niður á skólalærdómnum, „en ég tek mig á eftir áramótin," sagði hann hress í bragði. Framtíðaráform? — Ætlarðu að verða leikari, þ.e. læra leiklist? „Ég veit það ekki, hef ekki hugsað neitt um það.“ Stöóugt fleiri hujfa að laxeldi: H %=? Stórlaxar þegar farn- ir að skila sér í Lón Stórhujíur í mönnum fyrir 35 árum: ■ Bygging útvarpshúss hafin innan skamms! UNDANFARIN misseri hef- ur bygging útvarpshúss verið mjög á dagskrá hér á landi. Hafin var bygging glæsilegs húss í nýja miðbænum en byggingaframkvæmdir liggja nú niðri — aðeins tókst að steypa stöplana. Bygging útvarpshúss hefur lengi verið á döfinni eins og marg oft hefur verið skýrt frá. Þann 11. september 1945 birtist frétt í áreiðanlegu dagblaði hér í borg. Þá mátti lesa mikinn létti úr fréttinni. Jú, fyrirsögnin var: „Bygging útvarpshúss hafin innan skamms." í fréttinni fyrir rúmum 35 árum sagði m.a.: „Undirbúningur að byggingu veglegs útvarpshúss, sem lengi hefur verið fyrirhuguð, er nú svo langt kominn, að horfur eru á, að byggingaframkvæmdir vænzt að þetta verði ein sérkenni- legasta og veglegasta bygging landsins og að öllu leyti sam- kvæmt nýjustu tækni.“ En hvar átti útvarpshúsið að rísa: í frétt blaðsins sagði um það: „Útvarpsbyggingunni hefir verið ætluð lóð sunnan Hringbrautar vestan íþróttavallarins og á norð- vesturhluta hans. Frumteikning byggingarinnar hefir þó verið miðuð við það að skerða ekki notagildi íþróttavallarins (Mela- vallarins). Gerir hún ráð fyrir að sú útvarpsbygging sem nú á að rísa feli eiginlega í sér tvö hús með brú á milli ... í hinu húsinu verða æfingasalir og einn sjón- varpssalur, ennfremur tæknileg starfsemi útvarpsins." Þá var þess getið, að gert væri síðar ráð fyrir sérstöku sjónvarpshúsi. Þá var stórt hugsað — og er svo enn. Árið 1945 höfðu verið lagðar geti hafizt næsta vor. í bygg- ingarsjóði, sem safnast hefur á undanförnum árum, eru nú l'A milljón króna, en ætlast er til að útvarpið sjálft standi straum af byggingarkostnaðinum. Blaðinu hafði borist tilkynning frá menntamálaráðuneytinu og þar var skýrt frá því, að þann 30. ágúst sama ár hefði á fundi menntamálaráðherra og bygg- ingarnefndar verið lagt fram upp- kast að frumteikningu útvarps- húss og hefði William nokkur Lescaze, húsameistari í New York teiknað húsið. Þar var í höfuð- dráttum fallist á uppkastið og var ákveðið að fela Lescaze að fullgera frumteikningar að húsinu. Og í tilkynningu ráðuneytisins sagði: „Ráðuneytið hefir fallist á að slík útvarpsbygging verði reist nú og framkvæmdir hafnar að undirþúningi loknum, væntanlega snemma á næsta vori. Er þess til hliðar \ milljón króna — nú hafa verið lagðar til hliðar einn og hálfur milljarður. Enn er þrefað og enn vex mönnum í huga þessi bygging sem alltaf hefur átt að verða „ein sérkennilegasta og veglegasta bygging landsins". Þá er þess getið í fréttinni, að með byggingunni 1945 verði séð fyrir húsnæðisþörf Ríkisútvarpsins um langa framtíð — en mikil þrengsli háðu starfseminni þá, og er svo enn. r 0 íldóinni Má bjóða þér lopapeysu á vildarkjörum? „ÍSLENZKUR fatnaður er þekkt- ur af ullinni. Islenzka ullin er. einstök. Hún er af fénaði, sem verður að halda á sér hita á svörtum vetrardögum á Islandi. Samsetning hennar er einstök — hún er 20% léttari en nokkur önnur ull,“ sagði meðal annars í boði brezka stórblaðsins The Guardian. Þar var lesendum boðið upp á sérkjör á íslenzkum ullar- fötum. Mikið er látið af gæðum ullar- peysanna og lögð er áherzla á að ekki sé um fjöldaframleiðslu að ræða, heldur séu peysurnar prjón- aðar í þorpunum víðs vegar um ísland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.