Morgunblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980 39 Aðventuhátíð í Bústaðakirkju AÐVENTAN hefur fengið bjartan og heiðan svip í hugum fjöl- margra við það, að kirkjurnar hafa cfnt til sérstakrar samveru hinn fyrsta sunnudag i aðventu. í Bústaðasöfnuði hafa slíkar sam- komur verið haldnar allt frá haustinu 1964 og unnið sér slikan hefðarsess hjá fjölmörgum, að erfitt hefur verið að finna öllum sæti, þótt enginn hafi kvartað. Hefur þetta ekki hvað sist átt við, eftir að kirkjan var vigð hinn fyrsta sunnudag i aðventu 1971. Fyrst voru kertin litlu, sem tcndr- uð voru við lok samkomunnar i Réttarholtsskólanum eins og fyrirboði þess, að kirkjan sjálf, færðist nær með hverju árinu, en nú eftir að Bústaðakirkja hefur veitt hið fegursta svið fyrir til- beiðslu og lotningu, hafa aðventu- kertin i senn verið þakkaróður sem fyrirheits, og því i hinu rétta samræmi við tilgang jólaföstu. En á sunnudaginn kemur er tiunda aðventusamkoman i Bústaða- kirkju. Dagskráin er að vanda fjölbreytt og hin vandaðasta. Um morguninn kl. 11 er barnasamkoma ætluð allri fjölskyldunni ekki síður en börnun- um einum. Þar verður auk hefð- bundinna þátta tekið á móti góðum gestum. Síðan kl. 2 er guðsþjón- usta, þar sem séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar og frú Ingveldur Hjaltested syngur ein- söng með kirkjukórnum. Eftir messu býður Kvenfélagið til veislu- borðs. Og er ekki að efa það, að konurnar láta ekki sitt eftir liggja til þess að gera þessi tíundu aðventu hátíðarkvöld í kirkjunni hin veglegastu. Eru konurnar beðn- ar um að koma kökum sínum og öðrum kræsingum upp í safnaðar- heimili milli kl. 11 og 12 á sunnu- dagsmorguninn, eða um leið og barnasamkoman er sótt. Aðventusamkoman sjálf hefst síðan kl. 8.30 um kvöldið. Er þá mikið um söng og hljóðfæraleik, en undirbúningur og stjórn hvílir á Guðna Þ. Guðmundssyni organista kirkjunnar. Eru fjórir einsöngvar- ar, sem flytja hljómlistina auk kirkjukórsins og hljóðfæraleikara. En ræðumaður kvöldsins er Krist- ján skáld frá Djúpalæk, og er fengur að því að fá hið norðlenska skáld í borgarkirkjuna. Eftir helgi- stundina eru síðan kertin tendruð, en ávarpsorðin í upphafi flytur formaður Bræðrafélagsins, Sigurð- ur B. Magnússon. Jólin undirbúum við í hugum okkar, en hinn ytri undirbúningur skiptir líka máli. Þar þarf hið rétta jafnvægi að finnast. Aðventusam- komur í söfnuðunum slá hina réttu strengi og skapa þann samhljóm, sem hámarki nær við komu sjálfr- ar hátíðarinnar, þegar sálmarnir óma um barnið, sem varð frelsari manna. Verið velkomin í Bústaða- kirkju á sunnudaginn kemur sem endranær. ólafur Skúlason. Viljum kaupa síld Erum kaupendur aö síld til frystingar. Getum lánaö nót, ef um viöskipti er aö ræöa. Upplýsingar í síma 99-3256. Hraöfrystihús Stokkseyrar Ókeypís PepSÍ btÓ á morgun, sunnudag I tilefni af 75 ára afmæli Sanitas veröur barnaskemmtun 30. nóvember n. k. í Regnboganum kl. 13 í sal A. Sýndar veröa teiknimyndir ásamt myndum af Pele og öörum Pepsi-fróðleik. Ókeypis aögangur. Ókeypis Pepsí. Ókeypis happdrætti. Vinmngar Pepsi svifdiskar o fl Sanilay lára hljóp aö heiman Marijke Reesink Francoise Trésy gerði myndirnar Þessi fallega og skemmtilega myndabók er eins konar ævintýri um prinsessuna sem ekki gat fellt sig við hefðbundinn klæönaö, viöhorf og störf prinsessu og ekki heldur viö skipanir síns stranga fööur, konungs- ins. Þess vegna hljóp hún aö heiman. Helgi fer í göngur Svend Otto S. Svend Otto S. er víökunnur danskur teiknari og barnabókahöfundur. Barnabækur hans fara víösvegar um heiminn. Áriö 1979 gaf AB út eftir hann barnabókina Mads og Milalik, sögu frá Grænlandi, og hlaut hún miklar vinsældir hinna ungu lesenda hér sem annars staðar. Síðastliðið sumar dvald- ist Svend Otto S. um tíma á íslandi og birtist nú sú barnabók sem til varð í þeirri ferö. Svend Otto S. er mikill náttúru- og dýraunnandi eins og vel kemur fram í bókinni um Helga, skagfirska strákinn sem lendir í ævintýrum í göngunum viö að bjarga kindinni. Aldrei heföi honum tekist það ef hundurinn Lappi hefði ekki hjálpað honum. Almenna bókafélagid Austurstræti 18. — Sími 25544. Skemmuveg^6^íóp^íin^305^ Prinsessan sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.