Morgunblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980 23 Ásmundur Stefánsson, nýkjörinn forseti ASÍ: Samstarfið mun veröa gott „ÉG VIL leggja áherzlu á, að ég heí staríað mjög náið með forsetum sambandsins á undanförnum árum,“ sagði Ásmundur Stefáns- son, nýkjörinn forseti Al- þýðusambands íslands í samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var spurður að því, hvort kjör hans myndi valda miklum breytingum innan ASÍ. „Ég var ráðinn til sambandsins 1974 og var kominn í starf stuttu áður en Björn Jónsson kom til baka úr ráðherrastól. Ég starfaði því með Birni, en þegar hann veiktist tók ég við framkvæmdastjórastarfi og starfaði með Snorra sem forseta.“ „Þessir menn báðir hafa verið miklir lærifeður og ég hef á margan hátt verið í skóla hjá þeim á undanförn- um 7 árum. Þetta hlýtur að hafa mótað mig og mín vinnubrögð. Hitt er annað mál að hver einstaklingur hefur sitt starfsform og vinnubrögð geta að einhverju leyti orðið önnur." Morgunblaðið spurði þá Ásmund, hvernig honum lit- ist á þá miðstjórn, sem hann hefði með sér við þessi störf. Hann svaraði: „Á það ber auðvitað að benda, að á þessu þingi er ekki aðeins skipt um forystu sambandsins, heldur láta nú 9 miðstjórnarmenn af störfum. Þess vegna er ég ekki eini nýliðinn, sem kem- ur í miðstjórn. Þetta fólk er engir nýgræðingar innan sambandsins og ég hef góða reynslu af samstarfi við það. Ég hlýt því að geta fullyrt, að samstarfið muni verða gott. Ég vil sérstaklega tengja þessi orð Birni Þór- hallssyni, en með okkur hef- ur verið náið samstarf. Okkur hefur gengið mjög vel að vinna saman við þau verkefni, sem við höfum átt við sameiginlega. Morgunblaðið spurði Ás- mund, hvað hann vildi segja um þá fullyrðingu, að stjórn ASÍ væri með sama mynstri og stjórn landsmála. Hann sagði: „Við Björn Þórhalls- son fáum mjög svipað fylgi í atkvæðagreiðslu og í þessu sambandi er væntanlega ver- ið að tala um kjör okkar Björns. Það er mitt mat, að við höfum báðir fengið fylgi frá öllum pólitískum og fag- legum hópum innan Alþýðu- sambandsins, þannig að það mikla atkvæðamagn, sem okkur hefur fallið í skaut í þessari kosningu endurspegl- ar almennan vilja til sam- starfs milli hópanna. Það er fullkomlega ljóst, að meiri- hluti alþýðuflokksmanna hefur kosið Karvel Pálmason gegn mér og Jón Helgason gegn Birni, en ég tel ekki að það muni valda neinum sam- skiptaerfiðleikum. Ég hef átt mjög gott samstarf við al- þýðuflokksmenn innan sam- bandsins. Mér er ljóst, að ýmsir þeirra hafa kosið mig og ég túlka úrslit kosn- inganna sem kröfu alls þessa fólks um að samtökunum verði samfylkt, en ákvarðan- ir hvorki teknar frá þröngum faglegum né pólitískum sjón- armiðum." Að lokum var Ásmundur spurður um efnahagsráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar og hvernig hann liti á það, að þær hefðu ekki fengizt lagð- ar fyrir ASÍ-þing. Hann sagði: „Mér finnst það miður. Ég hefði talið það vera mjög mikils virði, ef unnt hefði verið að gera þingfulltrúum grein fyrir, hvað stjórnvöld ætlast fyrir í þeim efnum." Sjö fyrirlestrar á norrænu mál- þingi um heimspeki NORRÆNT málþing um heim- speki hefst í Reykjavík i dag og lýkur á mánudagskvöld eins og sagt var frá í Mbl. í gær. Verða þar fluttir ýmsir fyrirlestrar og er dagskráin, sem er opin al- menningi, sem hér segir: Kl. 9:00 í dag flytur Mats Furuberg fyrirlestur í hátíðasal _ Háskólans og kl. 16:30 flytur Dagfinn Föllesdal fyrirlestur í Norræna húsinu. Á sunnudag kl. 9:30 er fyrirlestur Uffe Juul Jen- sen í stofu 101 í húsi lagadeildar og kl. 14 er fyrirlestur Charles Taylor í hátiðasal Háskólans. Klukkan 16:15 er fyrirlestur Þorsteins Gylfasonar í stofu 101 í húsi lagadeildar. Á mánudag kl. 9:30 er fyrirlestur Lauri Routila í Norræna húsinu og kl. 16:30 flytur Charles Taylor fyrirlestur í hátíðasal Háskólans. Málverkauppboð á Seltjarnarnesi Á morgun kl. 15 verður haldið málverkauppboð í Félagsheimil- inu á Seltjarnarnesi og hefst það kl. 15. Allur ágóði af sölu mál- verkanna rennur í kirkjubygg- ingarsjóð. Það eru félagar úr Listaklúbbi Seltjarnarness sem gefið hafa verk sín á uppboðið til fjáröflunar fyrir kirkjubyggingu í bænum. Kirkjudagur á Sel- tjarnarnesi á morgun í kaupstaðnum kirkjulausa, hinum eina á landinu, sem svo er ástatt um, er engu að síður haldinn kirkjudagur á sunnudag- inn kcmur, hinn fyrsta í aðventu. Það kann að mega segja, að kaupstaðarbúar geti sótt sér við- eigandi hugblæ í aðventubyrjun, ef þeir vilja svo, í grannkirkju. Hinsvegar hefur svo verið um árabil, að kirkjulegt starf hefur verið að festa rætur í kaupstaðn- um sjálfum og er nú svo komið, að upphaf kirkjusmíði er í augsýn. Enn um sinn er það félagsheimil- ið, sem gert er að kirkju hverju sinni, með þvi orði sem þar er flutt, en þeir eru ýmsir, sem álíta að eins og Seltirningar voru sjálf- um sér nógir um Guðshús um aldir, á meðan kirkja stóð í Nesi, þannig skuli kaupstaðurinn eign- ast sinn eigin helgidóm að nýju, ekki síst, þar sem byggðin er orðin svo blómleg, sem raun ber vitni og keppst er við að hýsa alla þá þjónustu heimavið, sem hverju bæjarfélagi er álitin nauðsyn. Kirkjudagurinn í ár, er því sem áskorun til bæjarbúa að sýna í verki að trúariðkun skuli fá sitt varanlega skjól í bænum aftur og um leið eins og tákn þess hvað menn vilja að hæst beri í skiptum fólks í samfélaginu, ávextir af boðun kristinnar trúar, eða eitt- hvað annað, sem þarfara er að hlú að og ná samstöðu um. Kirkjudagurinn hefst með guðs- þjónustu í félagsheimilinu kl. 11 árdegis. Kór sóknarinnar syngur undir stjórn Sighvats Jónassonar. Einsöngur: Þórður Búason. Nem- endur úr Tónlistarskóla Seltjarn- arn. leika á strengjahljóðfæri við upphaf guðsþjónustunnar. Árlegur basar byrjar í félagsh. kl. 15 (Kl.3). Þar verður að venju laufabrauð á boðstólum, auk fleira gcðmetis, sem mörgum hefur und- anfarin ár þótt hagkvæmt að tryggja sér fyrir komandi hátíð. Kvölddagskrá kirkjudagsins hefst síðan á sama stað kl. 8.30. Efnisskrá: Skólakór Seltjarnarn. syngur. Stjórnandi: Hlín Torfa- dóttir. Guðni Guðmundsson rekt- or MR flytur erindi. Guðrún Ás- mundsdóttir leikkona flytur hug- vekju. Einsöngur: Frú Jóhanna Möller, við undirleik Jónínu Gísla- dóttur. Að lokinni dagskrá er boðið upp á veitingar. Það er einlæg von þeirra vina- samtaka, sem að verki standa þennan dag, að sem flestir sjái sér fært að njóta samveru og samfé- lags og um leið leggja því máli lið, sem megnar að veita auðnu og blessun inn í framtíð vaxandi byggðarlags. Guð gefi okkur heill til að fjölmenna. Guðmundur Óskar Ólafsson. Það er stutt til jóla... ef þú ætlar að mála áður! Með Spred Satín færðu mjúka silkiáferð á veggina. Málningu sem auðvelt er að mála með og auðvelt er að þrífa. Málningu sem þekur vel og er sterk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.