Morgunblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980 Hugleiðingar um FRIM 80 Hinn 10. þ.m. var Dagur frí- merkisins haldinn hér á landi og einmitt þann sama dag lauk frímerkjasýningunni FRÍM 80, sem opnuð hafði verið á Kjar- valsstöðum 6. þ.m. Svo sem áður hefur verið getið, var þessi sýn- ing haldin í beinum tengslum við þennan árlega Dag frímerkisins hér á landi til þess að minna almenning á frímerkjasöfnun og gildi hennar fyrir unga jafnt sem aldna. Er nú alveg óhætt að fullyrða, að FRÍM 80 tókst vel í alla staði og jafnvel betur en margur þorði að vona í upphafi. Aðsókn var mjög góð, og urðu sýningargestir tæplega eitt þús- und. Ekki er ósennilegt, að beiðni kínversku sendiráðsmannanna um að fjarlægja nokkur skáta- merki og umslög frá Taiwan (Formósu) úr heiðursdeild sýn- ' ingarinnar, hafi haft einhver áhrif á aðsóknina, enda slógu síðdegisblöðin þessu upp sem einhverri rosafrétt. Auðvitað geta frímerki verið pólitísk og þá um leið orðíð viðkvæmt mál fyrir suma, enda stundum notuð í áróðursskyni. Eru mörg dæmi þessa frá liðnum áratugum og þá ekki sízt á styrjaldartímum. En starfsmenn kínverska sendiráðs- ins á íslandi áttuðu sig ekki á því, að hér var bezt að láta allt kyrrt liggja, þótt þeim sárnaði eitthvað. Þeir eru ekki margir á þessu landi, sem geta lesið sig fram úr kínversku letri. Af þeim sökum hefðu fáir veitt þessum frímerkjum Formósu-stjórnar- innar nokkra athygli. Ég efast um, að ég hefði svo mikið sem stanzað við þau, ef hvellurinn hefði ekki orðið. Sýningarnefnd- in gat aftur á móti ekki annað en hafnað beiðni um að fjarlægja þessi frímerki, og skipti þar engu, þótt svo hefði viljað til, að þau voru í þeirri deild, sem sett var upp til heiðurs Sigurði heitn- um Ágústssyni og úr skáta- merkjasafni hans. Sannleikurinn er og sá, að frímerkjasöfnun á að vera hafin yfir stund og stað og öll stjÖrnmál, en þetta gengur ýmsum þjóðum illa að skilja. Eins og skýrt kom fram, var FRÍM 80 einvörðungu kynn- ingarsýning, og í því ljósi verður að meta hana. Hins vegar er vafalaust óhætt að fullyrða, að þessi aðferð hefur höfðað til þorra fólks og það sýndi aðsókn- in berlega. Kæmi mér ekki á óvart, þótt félagatala Félags frí- merkjasafnara ykist eitthvað fyrir tilstilli sýningarinnar. Auk þess mun hún einnig hafa skilað góðum tekjuafgangi, en hann verður líka frímerkjasöfnun al- mennt til framdráttar, beint og óbeint. Engin ástæða er til að lýsa hér sýningarefninu nákvæmlega eða fjölyrða um það. Þó langar mig til að minnast á sumt og þá helzt til þess að benda á ýmsar mis- fellur, sem bæði ég og aðrir þóttust sjá, í von um, að ein- hverjir hafi gagn af. I ramma nr. 1 yar efni úr eigu Þjóðminjasafns íslands, en það hafði áður verið sýnt á Kjarvals- stöðum 1973. Voru hér mestu dýrgripir safnsins í frímerkjum, þ.e. nokkur falleg skildingabréf og eins aurabréf. Uppsetningin hefði mátt fara betur á nokkrum blöðum, og er auðvelt að laga það. Þá veit ég, að í fórum Þjóðminjasafnsins eru til mörg mjög áhugaverð umslög með margs konar frímerkjum og ekki sízt fallegum og sjaldgæfum stimplum. Væri verulegur fengur Frlmerki eftirJÓNAÐAL- STEIN JÓNSSON í að sjá eitthvað af því efni á næstu frímerkjasýningu hér- lendis. I einum ramma voru svonefnd „þrír"-frímerki frá 1897. Man ég ekki eftir að hafa séð svo fjöl- skrúðugt safn af þeim á sýningu fyrr. Eru þessi merkí í eigu Indriða Pálssonar. Að sjálfsögðu þótti mér þetta efni hið skemmti- Iegasta, enda varð mér skraf- drjúgt um það eina stund á sýningunni samkvæmt beiðni sýningarnefndar. Aftur á móti er ég næstum viss um, að mörgum hefur þótt þetta einhæft efni. Þá sýndi Hálfdan Helgason notuð spjaldbréf og flutti auk þess fyrirlestur um þau með litskyggnum. Væri ég yngri og ekki fjötraður af sérstöku hugð- arefni innan frímerkjasöfnunar, félli ég fyrir þessu efni. Og með allri virðingu fyrir óstimpluðum bréfspjöldum og margs konar afbrigðum af þeim, legg ég þau ekki að líku við stimpluð eða notuð bréfspjöld. Þá átti ég sjálfur hluta af Danmerkursafni í þremur römm- um, en sumt af því efni er e.t.v. svo sérhæft, að ekki er víst, að það hafi almennt fallið í smekk sýningargesta. En þá var nóg af öðru efni til að skoða. Frank Mooney sýndi hluta af tölustimplum sínum og Hjalti Jóhannesson ýmsa kórónu- stimpla. Hefur stimplasöfnun alllengi þótt skemmtileg, enda má haga henni á ýmsa lund. Sumir safna ákveðnum tegund- um stimpla, svo sem ég nefndi áðan. Enn aðrir safna stimplum á ákveðnu merki, t.d. 20 aura Unglingar sóttu vel FRlM 80. Margir hofðu áhuga á serstimpli FRIM 80. Gullfossi frá 1931. Mátti sjá það efni í tveimur römmum, sem Ólafur Elíasson á. Þá er til slíkt safn á 20 aura merkinu frá 1925 með mynd af Safnahúsinu, þó að ekkert sýnishorn væri af því á þessari sýningu. Eins hafa menn tekið sér fyrir hendur að safna stimplum frá ákveðinni póststöð frá upphafi hennar, en alloft hefur verið breytt um þá og gerð þeirra frá því, er frímerki voru tekin í notkun á íslandi 1873. Hér mátti sjá stimplasafn frá Hafn- arfirði. Sú hætta fylgir þessari söfnun, að menn teygi sig of langt í efnisöflun og taki með hluti, sem tæplega eða alls ekki eiga þar heima. Það er t.d. frumskilyrði að taka einungis með frímerki eða umslög, þar sem stimpill staðarins sést greinilega. Á þessu var nokkur misbrestur í Hafnarfjarðarsafn- inu. í safni afbrigða í frímerkjum lýðveldisins, sem var á FRÍM 80, var margt forvitnilegt, en á stundum þótti mér vera seilzt langt um hurð til lokunnar. Ég lít svo á, að það geti einungis talizt afbrigði (variant) í frí- merki, sem fram kemur reglu- lega í ákveðnu merki í örk eða vissum örkum eða þá í hluta upplags með öðrum hætti. Þar eru einna skýrust dæmi línan í 90 aura Vestmannaeyjamerki frá 1950 og svo e í stað é í Eimskipa- félagsmerkinu frá 1964. Ég fellst ekki á, að brot í örkum eða mistökkun séu afbrigði. Slíkt gerist venjulega fyrir slysni og er nefnt makulatur á erlendum málum. Er þá átt við, að það sé afgangspappír, sem eigi að henda að loknu verki. Vitaskuld sleppur þetta oft út úr prentsmiðjum af vangá þeirra, sem fylgjast með prentun, en afbrigði getur það ekki kallazt þrátt fyrir það. Engu að síður safna ýmsir þessu, og er það svo sem söfnun út af fyrir sig. Söfnun sú, sem oftast er nefnd mótífsöfnun, hefur aukizt mjög á síðustu árum. Er þá tekið fyrir ákveðið efni og sem flestu safnað saman, sem heyrir undir það. Má hér nefna frímerki með dýra- eða blómamyndum, en síðan er hægt að flokka þau í enn þrengri hópa eftir tegundum. Þessi söfnun hefur orðið vinsæl um víða ver- öld meðal frímerkjasafnara. Er það að vonum, því að hér er oft um bráðskemmtilegt og fróðlegt söfnunarsvið að ræða, og ekki er það verra fyrir það, að það þarf ekki alltaf að kosta svo mikla fjármuni. Því miður hafa ýmsar póststjórnir samt um of gengið hér á lagið og notfært sér söfnunargleði manna. Hafa því margir hasazt upp á þessu með tímanum og snúið sér að öðru. Á FRÍM 80 voru nokkur mótíf- söfn, og mátti þar líta blóm og fugla og málverk. Eins voru söfn um læknisfræði og tónlist. Við þessa söfnun geta menn látið hugmyndaflug sitt ráða ferðinni og sett upp að eigin vild án forskriftar albúmframleiðenda. Er það mikill kostur, því að söfnin verða bæði persónuleg og einstaklingsbundin á þann hátt. En um leið getur verið vanda- samt að setja söfnin þannig upp, að sem flestum líki. Ekki er ég fær um að gefa leiðbeiningar í þessum efnum. Samt langar mig að minnast á eitt atriði, sem kom upp í huga minn við að virða þessi söfn fyrir mér. Er það frágangur og uppsetning skýr- ingartexta. Að sjálfsögðu á hann að vera eins stuttorður og gagn- orður og kostur er á. í öðru lagi þarf réttritun að vera í góðu lagi. Vel má vera, að gamall stafsetn- ingarkennari sé hér næmari fyrir en aðrir, en leiðinlegar villur og óþarfar blöstu því miður við augum skoðandans. Loks er grundvallaratriði, að textinn dragi sem minnsta at- hygli frá sjálfum frímerkjunum, sem eru aðalatriðið. Hér minnist ég sérstaklega ramma með fal- legum málverkafrímerkjum. Þar var prentaður skýringartexti á sérstaka miða, sem límdir voru undir merkin á eftir. Því miður drógu þeir um of athyglina frá frímerkjunum. Litur miðanna var annar en á sjálfum blöðun- um, og það eitt st.ingur í augu. Fram hjá þessu er auðvelt að sneiða með því að nota sama eða svipaðan pappír og er í blöðunum undir. Þá þótti mér textaletrið of stórt. Sjálfsagt er að nota lítið og nett letur, enda tiltölulega auð- velt að fá ritvélar með þess konar letri. Þessi tvö atriði höfðu hér truflandi áhrif á mig, þegar ég skoðaði merkin. Varð mér þetta sérstaklega vel ljóst, þegar ég lagði blað yfir textana. Þá birt- ust þessi fallegu litlu „málverk" í frímerkjunum í allt öðru ljósi og næstum komu upp í fangið á mér. Ég á von á, að fleiri en ég hafi veitt þessu eftirtekt. Ekki er þörf á að minnast á fleiri atriði, sem komu upp í huga minn á FRÍM 80, en ég vildi koma þessum hugleiðingum hér á framfæri, ef það gæti orðið einhverjum til umhugsunar og um leið til umræðna, því að vísast eru ekki allir lesendur þáttarins á einu máli um það, sem hér hefur verið rætt. Hvað skal gera við gömlu krónurnar? Ég hefi orðið var við það að margir hugsa sér gott til glóðar- innar nú, þegar skipt verður um mynt. Þeir eru býsna margir, sem ætla sér ekki að skila myntinni, heldur ætla að geyma hana í pokum, kössum, dósum eða skúffum. Til hvers? Jú hún hlýtur að hækka í verði!! Og þá er gott að geta gripið til gömlu peninganna, selja þá myntsöfn- urum eða myntsölum fyrir okurfé. Ég verð að hryggja þig, lesari minn góður, en þetta dæmi gengur ekki upp. Þú veist sjálfur hve lítils virði myntin er í dag. Hvað fæst fyrir krónu, fimm- kall, tíkall eða fimmtíukail. Fyrir krónu fæst ekki einu sinni eldspýta, til dæmis. Heldur þú að þessi króna verði svo einhvers virði eftir 10-20 eða 50 ár? Nei, ekki aldeilis. Eftir 1000 ár? Varla. Af krónunni 1975—'76 og '77 voru slegin 10 milljón stykki á hverju ári. Það eru milli 3 og 400 félagar í Myntsafnarafélagi íslands og þeim fjölgar hægt nú orðið og þeir eiga allir þessar krónur og það fleiri en tvær sumir. Og myntsafnarar verða eldri en flestir aðrir. Hverjum á þá að selja? Nú svo er það skatturinn. Á næsta ári 100-faldast krónan. Eftir 5 eða 10 ár, þegar þú telur fram safnið til skatts, það verður þá væntan- lega orðin skylda, þarftu e.t.v. að borga 100-faIdan skatt því þá verða skattayfirvöldin búin að gleyma gömlu krónunni. Borgar það sig, að greiða 100-faldan skatt? Nei og aftur nei. Ég skal gefa þér ráð. Fáðu hjá &****< I v..u WOVAf., MMT tONfJON Mynt eftir RAGNAR BORG Seðlabankanum árssett með nýj- um völdum peningum. Þetta árssett kostar 200 krónur og er í ágætu plasthylki. Það stendur vel fyrir sínu. Kauptu tvö, það er allt í lagi. Það má alltaf gefa í ?'. - '/¦¦ barnabarninu annað á ferming- ardaginn. En gömlu hrúgurnar af skítugum krónum, fimmköll- um, tíköllum og fimmtíuköllum? Beint í bankann með það og legðu á gömlu bankabókina. Það veitir ekkert af því að hressa upp á bankann hvort sem er. Þú gerir öllum greiða með því að skila myntinni strax því enn eru í notkun í bönkunum talningavél- ar fyrir gömlu myntina. Mundu að tæma allar gamlar buddur, veski, dósir og kassa af gömlu myntinni áður en þú ferð í bankann. Ég segi þér það satt að 10. þáttur slitnir peningar, af þeim sem nú eru í umferð, hækka ekki í framtíðinni. Ef þú trúir mér ekki, hringdu í bankann, spari- sjóðinn, myntsala eða myntsafn- ara og spurðu. Ég veit þeir staðfesta það sem ég hefi sagt. Eitt svo að lokum. Þú skalt, um leið og þú ferð að kaupa árssettið hjá Seðlabankanum, kaupa eitt sett af seðlunum, sem nú eru í gangi. Settið er faanlegt á nafn- verði á 6600 krónur. Finndu góðan stað fyrir þessa seðla, þar sem þeir ekki velkjast eða brotna. Árssettið og seðlarnir geta verið minning um þann tíma sem við nú lifum á, og það" er mörgum mikils virði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.