Morgunblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980 Júgóslavar óttast andóf STANE Dolanc. einn valdamesti maður jÚKÓslavneska kommún- istaflokksins. beindi i dag varn- aðarorðum til pólitískra andófs- manna, satrði að kröfur þeirra um aukið frelsi yrðu ekki látnar viðgang&st og lýsti því yfir að þeim yrði ekki látið haldast uppi að ógna Krundvallarundirstöðum stjórnmáía- og þjóðfélagskerfis landsins. Dolanc nefndi ekki andófsmenn- ina, en átti greinilega við hóp manna sem var synjað um leyfi fyrr í vikunni um að gefa út stjórnarandstöðutímarit. Dolanc kvað tilgangslaust að ræða hve mikið frelsi ríkti í Júgóslavíu, því að allt vinnandi fólk gæti borið vitni um það, að flokkurinn reyndi aldrei að takmarka „skapandi starf mannsins, starfið sem sann- arlega þroskar frelsi mannsins". Hélt velli Frá frétUrltara Mbl. I Finnlandi. RÍKISSTJÓRN Finnlands hélt velli í atkvæðagreiðslu um vantraust á hana með 118 atkvæðum gegn 63, en aftur á móti hefur risið mikill ágreiningur innan stjórnarinnar og hann getur torveldað samstarf þeirra fjögurra flokka sem standa að henni. Vantraustið var borið fram vegna hins umdeilda reksturs Finnvalco- verksmiðjunnar sem ríkisstjórnin hefur haft afskipti af. Hörmungarnar aukast enn LJÓTAR lýsingar berast enn af ástandinu á jarðskjálfta- svæðinu á Ítalíu þar sem veikindi bætast nú ofan á aðrar hörmungar fórnarlambanna. Á annari myndinni, sem hér fylgja, er lík eins fórnarlambanna borið út úr kirkjunni í þorpinu Balvano er hrundi í jarðskjálftanum þegar margir þorpsbúar, aðallega konur og börn, voru við aftansöng. Hin myndin var tekin úr lofti af þorpinu San Mango sul Salore, sem einnig varð hart úti í jarðskjálftanum. Viðurkennir ofsóknir á hendur Liu Shaoqi PekinK, 28. nóvember. AP. CHEN Boda. er eitt sinn var fjórði áhrifamesti maðurinn í kinverska kommúnistaflokknum, viðurkenndi fyrir rétti í dag. að hann og ekkja Maos formanns hefðu á sínum tíma sjálf fyrir- skipað ofsóknir á Liu Shaoqi fyrrum forseta, er lézt í fangelsi. Chen svaraði öllum spurningum dómara og viðurkenndi einnig, að hann og fleiri hefðu jafnframt ofsótt Lu Dingyi fyrrum áróðurs- stjóra flokksins, og núverandi miðnefndarmann. Heimildir frá Peking hermdu að Chen er varð fyrir barðinu á hreinsunum 1973, væri nú við slæma heilsu. Hefði hann þurft heyrnartæki og hjálpa þurfti hon- um inn og út úr dómsalnum. Talið var af mörgum að hann væri látinn. Chen, Jian Quing og Kang Sheng öryggismálaráðherra brugguðu Liu Shaoqi launráð 1967 og fyrirskipuðu ofsóknir á hendur honum. Gerð var leit á heimili hans og þau hjónin urðu fyrir líkamsmeiðingum. Voru þau út- skúfuð og lézt Liu í fangelsi 1969. Nafn hans var endurreist við mikla viðhöfn í apríl sl. Við aðrar vitnaleiðslur í Peking í dag, viðurkenndu tveir fyrrver- andi hershöfðingjar að hafa verið með leynilegt ráðabrugg um að myrða Mao formann og heimta TVEIR ungir hryðjuverkamenn skutu til hana iðjuhöld á fjölfar- inni götu i miðborg Milano í dag. völdin í sínar hendur. Þeir eru Huang Yongsheng fyrrum yfir- maður heraflans og Li Zuopeng einn æðsti maður í sjóher Kína á sínum tíma. Þeir höfðu áður viðurkennt samsekt sína í ráða- bruggi Lin Biao fyrrum varnar- málaráðherra, er ætlaði að reyna stjórnarbyltingu 1971. Huang er sagður hafa reynt að flýja til Sovétríkjanna eftir að Lin fórst í flugslysi í september 1971. Þetta er í annað skipti sem iðnrekandi er myrtur í Milano á hálfum mánuði. Rauðu herdeild- irnar hafa lýst yfir ábyrgð sinni á báðum morðunum. Veður víða um heim Amsterdam 4 rigníng Aþena 19 rigning Berlín 1 skýjaö Brllssel 6 skýjaó Chícago 3 skýjað Frankfurt 5 skýjað Genf 4 skýjað Helsinki 0 snjókoma Jerúsalem 18 sólskin Jóhannesarborg 26 akýjað Kaupmannahöfn 5 skýjað Lissabon 12 heiðskírt London 5 snjókoma Los Angeles 30 heiðskírt Madrid 10 sótskin Miami 27 rigning Moskva -3 rígning New York 5 rigning Osló -6 sólskin París 6 skýjað Ríó de Janeiro 29 heiðskírt Rómaborg 9 rigning San Fransisco 18 rigning Stokkhólmur -S heiðskfrt Tel Aviv 21 sólskin Tókýó 15 skýjað Vancouver 11 skýjað Vínarborg 3 snjókoma Myrti heila hreppsnefnd Santander. Spánn, 28. nóv. — AP. LÖGREGLUMENN á Spáni leit- uðu í dag í fjöliunum i Santand- erhéraði á Spáni, að manni, sem gekk berserksgang á fimmtudag og skaut sjö sveitunga sína með haglabyssu. Fórnarlömbin voru öll i nefnd, sem hefur umsjón með sameiginlegum eignum sveitarfélagsins og sakaði hann þau um að hafa tekið eignar- námi óðal, sem hann gerir til- kall til. Morðinginn fór milli heimila nefndarmannanna og skaut þá hvern af öðrum. Að því búnu flúði hann til fjalla ásamt eiginkonu sinni og er hans nú leitað ákaft með hjálp sporhunda. Nágrannar hans lýsa honum sem hatursfullum manni, sem hafi gengið af vitinu þegar nefnd- in ákvað að gera skemmtigarð úr landi, sem hann fullyrti að væri sín eign. Þá hafi hann hótað að myrða alla nefndarmenn og nú hafi hann gert þau orð að veru- leika. Rauðu herdeildirn ar myrða iðjuhöld MHano, 28. nóv. — AP. Þetta cjerðist 29. nóvember Virolainen greip inn í Frá fréttaritara Mbl. I Finnlandi. 1508 — Francis Drake kemur úr hnattsiglingu sinni. 1798 — Ferdinand IV af Napoli segir Frökkum stríð á hendur og sækir inn í Róm. 1880 — Fyrsta japanska þingið kemur saman. 1916 — Hussein lýstur konungur Araba. 1918 — Nikulási konungi steypt af stóli í Montenegro, sem samein- ast Serbíu. 1922 — Fornleifafræðingar til- kynna, að þeir hafi fundið stór- kostlega fjársjóði í grafhýsi Tut- ankhamens í Egyptalandi. 1929 — Richard Byrd tilkynnir, að hann hafi fyrstur manna flogið yfir Suðurskautið. 1945 — Júgóslavía verður alþýðn- lýðveldi. Konunpd^;- jagt njður i eiur II sviptur öllum réttind- um. 1947 — Áætlun SÞ um skiptingu Palestínu og Jerúsalem undir stjórn samtakanna kunngerð. 1962 — Samkomulag Frakka og Breta um smíði hljóðfrárrar þotu, „Concorde". Afmæli. Giovanni Bellini, ítalskur listmálari (1426—1516) — Louise Mary Alcott, bandarískur rithöf- undur (1832-1888). Andlát. 1530 Wolsey kardináli, stjórnmálaleiðtogi — 1682 Rupert prins, hermaður — 1780 María Theresía, keisaradrottning — 1872 Horace Greeley, ritstjóri — 1924 Giacomo Puccini, tónskáld. Innlent. 1211 d. Páll bp Jónsson — 1450 Kristján I dubbar Torfa Arason til riddara og veitir hon- um skjaldarmerki — 1681 d. Jón Yigfússon sýslumaður — 1812 f. Pétur Guðjónsson — 1906 „Til fánans" eftir Einar Benediktsson og Sigfús Einarsson fyrst sop.giö 4 fundi Stúdent^4'iag8 Reykjavíkur — 1907 d. Árni Thorsteinsson landfógeti — 1921 Síðasti dómur Hæstaréttar Danmerkur í Is- lenzku máli kveðinn upp — 1930 Kommúnistaflokkur íslands stofnaður. Orð dagsins. Betlaðu aldrei það sem þú getur unnið þér inn — Miguel Cervantes, spænskur rit- höfundur (1547—1616). Morðingjarnir komust undan á reiðhjóli eftir að hafa skotið iðjuhöldinn tveimur skotum í höfuðið. Skömmu eftir morðið barst eftirfarandi yfirlýsing til fréttastofu einnar á Ítalíu: „Við höfum drepið Mazzanti. Baráttan gegn stjórnvöldum og iðnrekend- unum heldur áfram. Krafan er styttri vinnutími og atvinna fyrir alla“. FORSETI finnska þingsins, Johannes Virolainen, hefur gripið inn i verkfall blaða- manna í Finnlandi. Hann skoraði á deiluaðila að hefja samningaviðræður og Teuvo Kallio ríkissátta- semjari kallaði þá strax sam- an til fundar á morgun, laugardag. Virolainen kvaðst hafa skorizt í leikinn vegna fjölda áskorana einstaklinga og fé- lagasamtaka. Mikill viðbúnaður vegna hótana kvennamorðingjans I^ed8. 28. nóv. — AP. MIKILL viðbúnaður er nú I Leeds í Englandi vegna hótana kvennamorðingjans illræmda, Yorkshire-ripper um að láta til skarar skríða þar bráðlega. Varasveitir lögreglunnar fara eftirlitsferðir um göturnar á næturnar og yfirstjórn lögregl- unnar hefur tilkynnt að allir geti átt von á því að verða stöðvaðir og látnir gera grein fyrir ferðum sínum. Lögreglusveitir í fimm öðrum borgum í norðurhluta Englands eru einnig á varðbergi. Sérstök nefnd, skipuð fimm úrvals lögreglumönnum og réttarlækni, kom saman í fyrsta skipti í dag til þess að skipu- leggja öryggisráðstafanirnar. Formaður hennar, James Hobbson, sem er jafnframt yfir- maður leynilögreglunnar í Leeds, sagði að rumlega 5000 lögreglumenn í vestur-Yorkshire myndu taka þátt í aðgerðunum, sem vonast er til að muni leiða til handtöku Yorkshire-ripper, eins þekktasta fjöldamorðingja okkar tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.