Morgunblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980
AUGLÝSING
Það hafa verið búin til mörg
leikspil, en aðeins eitt þeirra
hefur náð þeim vinsæidum að
hafa selst í 80 milljónum eintaka ‘
í 46 löndum. Vinsældir þess eru
slíkar að talið er að um 300
milljónir manna hafi spilað þetta
spil.
Þetta vinsæla leikspil er Mata-
dor, sem komið hefur út á íslandi
í 40 ár, en Matador hefur verið
gefinn út á 19 tungumálum. Börn
spila Matador, fjölskyldur
skemmta sér við þetta spil, keppt
er um heimsmeistaratitil í Mata-
dor og um víða veröld er fólk að
slá alls kyns met með hjálp
Matadors — en hann er að vísu
bannaður í A-Evrópulöndum.
Hann hét Charles Darrow, mað-
urinn sem fann upp þetta vin-
sæla spil. Hann var fátækur og
atvinnulaus og hafði unnið við að
gera við straujárn. Hann var frá
Pennsylvaníu í Bandaríkjunum.
Ævintýrið byrjaði árið 1933, þeg-
ar kreppan var sem mest og
atvinnuleysi mikið. Charles Dar-
row var menntaður verkfræðing-
ur, en þegar kreppan skall á,
vann hann fyrir sér með því að
gera við straujárn og passa börn.
Hann hafði nógan tíma aflögu og
dag einn, þegar hann sat við
eldhúsborðið byrjaði hann að
krota á dúkinn á borðinu. Hann
lét sig dreyma um Atlanta, en
þaðan voru þau, hann og konan
hans, þar höfðu þau verið ham-
ingjusöm, haft vinnu og peninga.
Hann sat við eldhúsborðið og
skrifaði niður nöfn á götum og
torgum í Atlanta. Þar sem hann
sat og krotaði, fæddist hugmynd.
Hugmynd um að græða peninga.
Hvernig átti maður að græða
peninga ef maður átti hús, götur
og hótel? Hann lét ímyndunar-
aflið ná tökum á sér. Hann fékk
konuna sína til þess að taka þátt
í leiknum og síðar kunningjana
og dag einn varð Matadorinn til.
Smátt og smátt fóru fleiri vinir
og kunningjar að heyra um
Matadorinn og komu til hans til
þess að taka þátt í spilinu. Sumir
vildu kaupa spilið og taka það
með sér heim. Darrow fór að búa
til fleiri spil og svo jókst eftir-
spurnin. Hann kynnti vöruhúsi í
Atlanta spilið og það rann út.
Nú gerði Darrow sér grein fyrir
því, að hann var með gullnámu í
höndunum. Hann fór með spilið
til stærsta útgáfufyrirtækis í
heiminum í þessari grein. En
fyrirtækið hafði ekki áhuga, þar
sem það komst að þeirri niður-
stöðu að það tæki of langan tíma
að spila þetta spil og fjölskyldur
mundu ekki hafa áhuga á því af
þeim sökum.
Darrow fór þá í prentsmiðju, lét
búa til 5000 eintök og fór að selja
spilið sjálfur. Um jólin náði hann
metsölu og þá gerði útgáfufyrir-
tækið fyrrnefnda sér grein fyrir
því, að það hafði gert mistök. Það
leitaði til Darrows, keypti út-
gáfuréttinn af honum og hefur
síðan gefið Matadorinn út. Char-
les Darrow varð milljónamær-
ingur, hann settist í helgan stein,
ferðaðist um heiminn og ræktaði
orkídeur.
Síðan hefur Matadorinn selst í 80
milljónum eintaka. Hér á íslandi
hafa líklega selst á annað hundr-
að þúsund eintök frá upphafi. í
sumum löndum er ár hvert keppt
um titilinn, sem mesti Matador-
leikarinn. Á hverju ári er keppt
um heimsmeistaratitilinn. Á síð-
asta ári fór keppnin fram á
Bermuda-eyjum, árið þar áður í
Monte Carlo.
Börn, venjulegt fólk og sérvitr-
ingar spila Matador. Sérvitring-
arnir láta sér ekki nægja að
keppa um venjulegan titil. Hverj-
ir hafa spilað Matador lengst í
rúminu? Metið er 5 dagar og 3
tímar. Hverjir hafa spilað Mata-
dor lengst í lyftu á ferð? Metið er
12 dagar. Hverjir hafa spilað
Matador lengst í baði? Metið er
31 klukkustund. Lengst hefur eitt
spil staðið í 1176 klukkutíma, þ.e.
49 dága. í því tóku þátt 60
manns.
Framleiðendur þessa spils hafa
lagt áherslu á að framleiða spil,
sem hægt væri að nota við hinar
sérkennilegustu aðstæður. Til er
spil, sem hægt er að nota neðan-
sjávar. Það eru líka til spil, sem
hægt er að nota í geimskipum.
Húsiö sem aldrei sefur: Næt-
urmynd frá Landspítala — þar
sem starfstíminn spannar allan
sólarhringinn.
deildina, sem þýðir að deildin er
komin í þá stærð sem upphaflega
var ætlað.
Á neðstu hæð gömlu kvennadeild-
arinnar er, eins og áður segir, nú
þegar komin bráðabirgðaaðstaða
fyrir krabbameinslækningar. Þar ér
jafnframt ætluð aðstaða fyrir dag-
deild kvennadeildarinnar. Á þeirri
deild verða gerðar minniháttar að-
gerðir. Sjúklingurinn dvelur síðan
aðeins daglangt á spítalanum og fer
heim að kvöldi. Þessi þjónusta mun
létta mjög verulega álagi af legu-
deild kvennadeildarinnar, en bið
eftir aðgerð þar hefur oft getað orðið
alllöng.
Dagdeild er nýbreytni hér á landi,
hefur hingað til nær eingöngu verið
á sviði geðlækninga. Þetta form
þjónustu er mun ódýrara en hin
hefðbundna lega, sem tekur venju-
lega skemmst 3—4 daga. Við vonum
að með þessu móti megi koma á
aukinni hagkvæmni og hagræðingu,
jafnframt því sem þjónusta verður
aukin án verulegrar kostnaðaraukn-
ingar.
Horfum fram á við á hálfrar aldar afmæli
Ýmsir framtíðar-
áfangar í sjónmáli
í tilefni af 50 ára starfsafmæli
Landspítala sneri Mbl. sér til
Davíðs Á. Gunnarssonar, for-
stjóra stofnunarinnar, og bar
upp nokkrar spurningar varð-
andi nútíð og framtið þessarar
stærstu heiibrigðisstofnunar
þjóðarinnar.
Hvað líður K-byggingu? Hvað á
hún að leysa?
K-byggingin er stærsta og mikil-
vægasta verkefnið, sem þarf að leysa
fyrir Landspítalann á næstu árum.
Þetta er dýr framkvæmd og það
hefur staðið í fjárveitingavaldinu að
veita hressilegri fjárhæð til verks-
ins.
Spítalaþjónusta, eins og reyndar
öll heilbrigðisþjónustan, hefur byggt
og byggir fyrst og fremst á starfs-
fólkinu. Þar stöndum við mjög fram-
arlega. Heilbrigðisstéttir okkar
hafa, miðað við önnur lönd, mjög
góða menntun. Á síðustu 10—15
árum hefur hins vegar orðið tækni-
bylting í heilbrigðisþjónustu. Þar
höfum við dregist nokkuð aftur úr.
Nú er með nýjum og fullkomnum
tækjabúnaði hægt að framkvæma
flóknar rannsóknir og aðgerðir á
mun árangursríkari hátt en áður
var.
Það er þetta, sem K-bygging á að
leysa. Þar á að vera miðstöð rann-
sókna, skurðlækninga, krabba-
meinslækninga, röntgengreininga,
gjörgæslu og annarar háþróaðrar
tækni.
Þetta er bygging sem á að hýsa
svokallaðar stoðdeildir. Þær deildir,
sem hiti og þungi rannsókna og
meðferðar hvíli á. Þær deildir, þar
sem nútíma tækni og maðurinn
vinna saman í baráttunni við sjúk-
dómana. Þarna verður í framtíðinni
hjarta Landspítalans.
Hvað um nýjungar í krabba-
meinslækningum. CT-scannar
o.þ.h.?
Sú tækni sem ef til vill ber hæst
núna er samtenging á tölvu og
röntgentæki. Með þessari tækni má
fá einskonar þrívíddarþverskurð-
armynd af innyflum sjúklings. Þetta
hefur verið kallað tölvustýrt rönt-
gensneiðmyndatæki. Þetta tæki er
efst á tækjakaupalista Landspítal-
ans. Þessi tækni gefur möguleika til
að útrýma mjög kvalafullum og
hættulegum rannsóknum og mun
fljótvirkari greiningu á krabba-
meini. I sumum tilfellum má jafnvel
komast hjá uppskurði.
Hvað. varðar krabbameinslækn-
ingarnar hafa þær til bráðabirgða
Samtal við
forstjóra
Landspítala
fengið aðstöðu á neðstu hæð gömlu
kvennadeildarbyggingarinnar. í
fjárlagafrumvarpi nú er fjárveiting
til byrjunartækjakaupa og manna-
ráðninga. Krabbameinslækningar
eru annars sú tegund lækninga, þar
sem tækni er orðin einna mikilvæg-
ust á sviði geislameðferðar. Full-
komin aðstaða til slíks verður ekki
fyrir hendi fyrr en hluti K-bygg-
ingar verður tekinn í notkun.
Hjartaskurðlækningar?
Á hverju ári fara um það bil 70
manns utan til hjartaskurðaðgerða.
Af þessum 70 aðgerðum er hægt að
gera u.þ.b. 50 á ári hér á landi. Nú er
stefnt að því að þessar aðgerðir geti
hafist snemma á árinu 1981. Gerðir
hafa verið kostnaðarútreikningar í
þessu sambandi og komið hefur í
ljós, að miðað við kostnað erlendis er
mun ódýrara að gera þessar aðgerðir
hér á landi. Fyrir utan það að þær
spara sjúklingum og aðstandendum
veruleg óþægindi vegna langra utan-
landsferða.
Geðdeild Landspitala — geðdeild
unglinga?
Það gengur of hægt að ljúka
geðdeildarbyggingunni. Þar á auk
geðdeildar að hýsa taugalækninga-
deild Landspítalans. Einnig er talað
um að þarna verði reynt að koma
fyrir göngudeild fyrir unglinga.
Hér á landi er ekki nein geðlækn-
isþjónusta, sem sérstaklega er byggð
upp til að sinna þörfum unglinga.
Reynt hefur verið að mæta þessum
þörfum lítillega á þeim geðdeildum,
sem fyrir eru, en hvorki hafa
barnageðdeildin né geðdeildir fyrir
fullorðna á að skipa nauðsynlegum
mannafla eða aðstöðu til að sinna
þörfum unglinga.
Álagið á geðstofnanir hér á landi
og reynslan erlendis sýnir okkur, að
hér vantar mikið á að málefnum
geðsjúkra sé sinnt sem skyldi.
Forgangsverkefni á því sviði er að
ljúka geðdeildarbyggingu Landspít-
alans og tengja hana með tengigangi
við aðalbyggingu Landspítalans.
Ilúsnæði fyrir öldrunarsjúklinga
að Vifilsstöðum?
Stjórnarnefnd ríkisspítalanna lét í
sumar forhanna byggingu með 25
Davið Á. Gunnarsson
sjúkrarúmum, sem tengdist Vífils-
staðaspítala og nyti allrar stoðdeild-
arþjónustu þaðan. Hlutverk þessar-
ar byggingar er fyrst og fremst að
leysa bráðasta vanda á öldrunar-
þjónustu og jafnframt að reyna að
auka sjúklingaflæði á Landspítalan-
um.
Einnig hefur verið undirbúin
breyting á tveimur starfsmanna-
bústöðum við Vífilsstaðaspítala í
vistunarrými fyrir 20 sjúklinga.
Þessar framkvæmdir eru einkum
hagkvæmar vegna staðsetningar við
Vífilsstaðaspítala og möguleika á
þjónustu þaðan.
Frá dögum berklaveikinnar er
gamalt sólskýli út frá Vífilsstaða-
spítala, sem nýtist sem tengigangur
við hina nýju hjúkrunardeild, ef af
verður. Deildin er þannig frá upp-
hafi í beinni tengingu við spitalann
og stoðdeildir hans.
Kvennadeild?
Nýja kvennadeildin á Landspítala-
lóð tók til starfa í lok árs 1976.
Endurbygging á gömlu kvennadeild-
arbyggingunni hefur staðið sleitu-
laust síðan.
Nú loksins er svo komið að mögu-
legt ætti að geta orðið á næsta ári að
nýja kvennadeildin og sú gamla
komist í full not eins og til stóð.
Setustofur og dagstofur hafa hingað
til verið notaðar sem sjúkrastofur
meðan á endurbyggingu stóð. Við
þetta bætast u.þ.b. 10 sjúkrarúm við
Tölvumál?
Við vinnum markvisst að upp-
byggingu stjórnkerfa á Landspítal-
anum og öðrum ríkisspítölum. For-
sendan fyrir. góðri stjórnun er að-
gengilegar upplýsingar — áður en
þær verða úreltar. Tölvan er aðeins
tæki til að hjálpa okkur við þetta.
Við þurfum að geta unnið mun
hraðar úr gögnum en nú er og komið
upplýsingum til yfirlækna og hjúkr-
unarforstjóra fyrr og betur en hægt
er með handunninni tækni.
Stjórnunin er önnur hlið á tölvu-
vinnslu, hin hliðin er vísindarann-
sóknir. Á heilbrigðisstofnunum
liggja feiknin öll af upplýsingum um
heilsu þessarar þjóðar. Gögnin eru
hins vegar svo dreifð, margbrotin og
flókin að vonlaust er að vinna úr
þeim nema í tölvum. í þessum
gögnum liggja gjarnan upplýsingar
sem geta kennt okkur hvað er hollt
og hvað óhollt og þannig fækkað
sjúkum og beint okkur til betra lífs.
Hvers óskarðu Landspítalanum
helst til handa er starfsemin heldur
yfir hálfrar aldar markið?
Eins og ég sagði í upphafi, þá
byggist spítalinn fyrst og fremst á
starfsfólki og störfum þess. Land-
spitalinn hefur alltaf haft því láni að
fagna að þar hefur verið mikið
mannval.
Ég veit að Landspítalinn og
starfsfólk hans hefur breiðasta bak
heilbrigðisþjónustunnar og er til-
búið að á það verði áfram lagðar
þyngstu byrðar spítalaþjónustunnar.