Morgunblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980
19
Landspítali 50 ára:
Ráðstefna
— af mælisrit —
hátíð — móttaka
Á SÍÐARI hluta þriðja áratugarins reis á Grænuborgartúni i
Reykjavik eitt stærsta og veglegasta hús landsins, þriggja hæða
bygging með þremur burstum, byggð eftir teikningu Guðjóns
Samúelssonar, húsameistara ríkisins. Þetta var fyrsta mannvirki
Landspitalans. Þar hóf spitalinn starfsemi sina i desember árið
1930 og er starfstimi hans talinn frá 20. þess mánaðar. Landspítali
íslands á þvi senn hálfrar aldar afmæli. Af þessu tilefni munu
stjórnarnefnd rikisspitalanna og starfsmannaráð Landspitala
gangast fyrir ráðstefnu: Landspitaiinn til aldamóta; útgáfu bókar
um sögu spitalans, sem Gunnar M. Magnúss rithöfundur ritstýrir;
móttöku i Landspitala fyrir starfsfólk og velunnara stofnunarinn-
ar og 50 ára afmælishátið að Hótel Sögu. Þá hefur Póstþjónustan, i
samráði við Landspítalann. gefið út sérstakt frimerki i tilefni
afmælisins.
formaður Landssambands
sjúkrahúsa.
Móttaka í
Landspítala
Síðdegis þennan sama dag
(milli kl. 17 og 19) verður mót-
taka fyrir gesti (starfsfólk og
velunnara, en fjölmargir ein-
staklingar og félagasamtök eru í
þeirra hópi). í móttökunni mun
heilbrigðismálaráðherra, Svavar
Gestsson, flytja ávarp. Þar gefst
og þeim er þess óska kostur á að
koma afmælisóskum á framfæri.
Saga
Landspítala
Gunnar M. Magnúss rithöfund-
ur hefur tekið saman sögu Land-
spítala: aðdraganda, byggingu,
stofnun og rekstur í 50 ár. Hér er
um að ræða merkilegan þátt í
þjóðarsögu; þátt stærstu heil-
brigðisstofnunar okkar, sem í
senn er kennsluspítali í tengslum
við Háskóla íslands og Landspít-
ali í þágu alþjóðar. Þetta er saga
tímamóta þegar fámenn fátæk
þjóð hverfur frá frumstæðum
þjóðfélagsháttum inn í tækniöld,
einnig á sviði heilbrigðismála.
Gunnar M. Magnúss er réttur
maður á réttum stað þegar setja
á sagnfræði af þessu tagi 1
ramma alþýðlegrar, læsilegrar og
skemmtilegrar frásagnar.
Ekki er hægt að tímasetja
nákvæmlega hvenær bók þessi
kemur á sölumarkað. Væntanlega
verður það þó ekki fyrr en á
fyrstu mánuðum næsta árs.
Afmælishátið
starfsmannaráðs
Stjórnarnefnd og starfsmanna-
ráð efna til 50 ára afmælishátíð-
ar Landspítala að Hótel Sögu
laugardaginn 13. desember nk. kl.
19 síðdegis. Veizlustjóri verður
Jón Þ. Hallgrímsson, sérfræðing-
ur. Skemmtiatriði verða saman
sett og flutt af starfsfólki Land-
spítala, auk þess sem hinn kunni
skemmtikraftur, Ómar Ragnars-
son, kemur við sögu. Ávarp þessa
hátíðarkvölds flytur Sigurður
Samúelsson, prófessor.
Elzta byggingin: Elzta mannvirki Landspítala, sem hér sést,
hefur þjónaö heilsugæzlu landsmanna í hálfa öld. Guöjón
Samúelsson, húsameistari ríkisins, teiknaöi bygginguna.
Landspítalinn
til aldamóta
Ráðstefnan, Landspítalinn til
aldamóta, verður haldin í Há-
skólabíói föstudaginn 12. desem-
ber nk. Ráðstefnuna, sem hefst
kl. 9 árdegis, setur Páil Sigurðs-
son, ráðuneytisstjóri, formaður
stjórnarnefndar. Þá fer fram
hljómlistaratriði sem Helga Ing-
ólfsdóttir og Manuela Wiesler
annast. Hátíðardagskráin verður
að öðru leyti sem hér segir:
09:30 Hlutvark Landspítalans í þjóö-
félaginu til aldamóta.
Davíö Á. Gunnarsson, forstjóri.
LaakniafrsaAin — þarfir — Isekn-
ingaaófaröir, hlutverk Landspít-
alans til aldamóta.
Grétar Ólafsson, yfirlæknir for-
maöur læknaráös Landspítalans
Bjarni Þjóöleifsson, fulltrúi
starfsm.ráös í stjórnarnefnd.
10:10 KAFFI
10:40 Hlutverk Landspítalans sem
rannsóknar- og frsaóslustofnun
til aldamóta.
Víkingur H. Arnórsson, forseti
læknadeildar.
Alfreö Árnason, líffræðingur.
Ragnheiöur Haraldsdóttir, hjúkr-
unarfræölngur.
11:20 Landspítalinn — sjúklingurinn
og umönnun hans, breytingar til
aldamóta.
Vigdís Magnúsdóttir, hjúkrunar-
forstjóri, Sævar Guöbergsson,
félagsráögjafi, Séra Karl Sigur-
björnsson, Helga Hannesdóttir,
læknir.
12:10 Léttur hédegisveröur í anddyri
Háskólabíós.
13:40 Landspitalinn — aðstaóa starfs-
fólks — breytingar til aldamóta.
Aöalheiöur Bjarnfreösdóttir,
form. Starfsmannafél. Sóknar,
Krlstín Tómasdóttir, yfirljósmóð-
ir.
14:35 Landspitalinn — tæknin til alda-
móta.
Gunnar Ingimundarson, verk-
fræöingur, Símon Steingrímsson,
tæknilegur framkvæmdastjóri,
Guömundur S. Jónsson, for-
stööum. Eöllsfr. og tæknideildar.
15:15 Samkomunni slitiö, Páll Sig-
urðsson, formaöur stjórnar-
nefndar Ríkisspítalanna.
Fundarstjórar ráðstefn-
unnar verða: Gunnlaugur
Snædal, yfirlæknir, Svan-
laug Árnadóttir, formaður
Hjúkrunarfélags íslands, og
Haukur Benediktsson,
Westinghouse
hitavatnsdunkar
Höfum fyrirliggjandi Westinghouse
hitavatnsdunka í 4 stæróum:
TR 221 20 gallon - 80 lítrar
TL 522 52 gallon - 200 lítrar
TL 622 66 gallon - 250 lítrar
TL 822 82 gallon - 300 lítrar
Vandlátir velja Westinghouse
KOMIÐ-HRINGIÐ-SKRIFIÐ
vió veitum allar nánari upplýsingar.
Kaupfélögin um allt land
Véladeild
Sambandsins
Ármúla 3 Reykiavik Simi 38900
athuga
að þú sparar
bensín með
því að aka
á réttum
dekkjum?
Goodyear hjólbarðar eru
hannaðir með það í huga, a
þeir veiti minnsta hugsanlegt
snúningsviðnám, sem þýðir
öruggt vegagrip, minni bensín
eyðslu og betri endingu.
C*'/'
GOODWYEAR
GEFUR 0'RÉTTA GRIPIÐ
PRISMA