Morgunblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK
267. tbl. 68. árg.
LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Percy spáir
Salt-fundum
Moskvu, 28. nóv. — AP.
CHARLES Percy öldungadeildar-
maður. væntanlegur (ormaður
utanríkisnefndar öldungadeild-
arinnar. spáði þvi i dag, eftir
þriggja daga viðræður við sov-
ézka leiðtoKa. að Rússar yrðu
fljótlega reiðubúnir til viðraeðna
i þvi skyni að endursemja Salt-2.
Percy sagði að Salt-2 samningur-
inn væri „steindauður" og taldi sig
hafa sannfært sovézka leiðtoga um
það. Hann ræddi í fjóra tíma í dag
við Andrei Gromyko utanríkisráð-
herra og hefur áður talað við
Leonid Brezhnev forseta og Dmitry
Ustinov landvarnaráðherra. Hann
sagði að valdbeiting í Póllandi
mundi kalla fram mesta vígbúnað-
arkapphlaup sem þekkzt hefði frá
stríðslokum og kvaðst hafa tjáð
Rússum að hófsemi þeirra til þessa
væri viturleg.
Jafnframt kvaðst hann hafa út-
skýrt nákvæmlega hvernig afskipti
af olíuflutningum frá Persaflóa
yrðu skoðuð sem ógnun við þjóðar-
öryggishagsmuni. Hann sagði að
honum hefði ekkert orðið ágengt í
viðræðum um Afghanistan.
Um Salt-2 sagði hann að nýjar
viðræður gætu orðið óformlegar
fyrst í stað og taldi að þegar
Rússar sæju að þeir gætu náð
sanngjörnu samkomulagi í vissum
meginmálum yrði tímabært að
hefja formlega fundi. Hann sagði
að í slíkum viðræðum mætti einnig
ræða kjarnorkuvopn, sem eru að-
eins ætluð til nota í Evrópu.
Simon hai'nar
William Simon
Santa Barbara, 28. nóv. — AP.
WILLIAM Simon fyrrum fjár-
málaráðherra gaf til kynna í dag
að hann mundi ekki taka boði um
setu í ríkisstjórn Reagans.
Simon sagði í samtali við út-
varpsstöð í New York að hann
vildi ekki rífa fjölskyldu sína upp
með rótum og opinber embættis-
störf væru ógeðfelld vegna um-
fjöllunar blaða um þau og laga,
sem eiga að afstýra hagsmuna-
árekstrum í stjórnsýslustörfum.
„New York Daily News“ segir,
að Reagan hafi hringt í Simon og
sagzt vilja fá hann öðrum fremur í
stöðu fjármálaráðherra. Enginn
ráðherra hefur verið valinn.
Simon er í „eldhúsráðuneyti"
ráðgjafa, sem sömdu skrá um
ráðherraefni handa Reagan.
Geimskutlunni „Columbia“ ekið út úr verksmiðjubyggingu í Kennedy-geimstöðinni á Florida í aðra
byggingu þar sem eldsneytisgeymum hennar verður komið fyrir. Tveir geimfarar eiga að ferðast með
geimskutlunni í marzbyrjun á næsta ári.
Fréttir um framsal
gíslanna stangast á
London, 28. nóv. — AP. ^
SENDIFULLTRÚI írans í Bonn. Mehdi
Nawab, sagði á blaðamannafundi í London
í dag, að „verið væri“ að afhenda írönskum
stjórnvöldum bandarísku gíslana í Teher-
an, en neitaði að segja hvar þeir væru
hafðir í haldi.
Nawab sagði, að leitað væri að „hentugu
húsnæði“ handa gíslunum og kvað ekki
hægt að segja nákvæmlega frá dvalarstað
þeirra af ótta við bandaríska íhlutun. Hann
aeitaði að segja hvenær gíslarnir yrðu
látnir lausir.
Wallenberg
talinn á lífi
Madrid, 28. nóv. — AP.
NINA Lagergren, systir sænska
stjórnarerindrekans Raoui Wall-
enbergs. sem bjargaði þúsundum
Gyðinga frá útrýmingarbúðum
nazista i síðari heimsstyrjöldinni,
en hvarf þegar hann var í hönd-
um Rússa er sögðu siðar að hann
væri látinn. sagði i dag að hún
hefði „nýiegar sannanir um að
hann væri á lifi og honum liði
sæmilega“.
Frú Lagergren sagði frétta-
mönnum að mál Wallenbergs
„væri orðið raunverulegt mál í
fyrsta skipti". Hún varpaði þó litið
nýju ljósi á hvarf Wallenbergs, en
sagði að halda yrði því leyndu
hvar síðustu sovézku vinnubúðirn-
ar þar sem hann hefði sézt væru.
„Þetta eru einangraðar búðir og
ógerningur að smygla þaðan út
orðsendingu," sagði hún.
Með frú Lagergren var Clair-
borne Pell öldungardeildarmaður,
varaformaður sendinefndar
Bandaríkjanna á Madrid-ráð-
stefnunni, sem kvaðst telja að
sovétstjórnin væri hrædd um að
láta hanka sig þar sem hún lýsti
því opinberlega yfir 1957 að Wall-
enberg væri látinn.
Sjö ríki, þeirra á meðal ísland
hafa borið mál Wallenbergs upp á
ráðstefnunni. Hin löndin eru Sví-
þjóð, Sviss, Bandaríkin, Bretland,
Luxemborg og Liechtenstein.
Bandaríska utanríkisráðu-
neytið kvaðst engar nýjar upp-
lýsingar hafa fengið um gísl-
ana, en talsmaður þess sagði að
það yrði talið „jákvætt skref",
ef þeir yrðu afhentir stjórn-
völdum.
Viðræður þriggja alsírskra
milligöngumanna við banda-
ríska embættismenn lauk í dag.
Talsmaður utanríkisráðuneyt-
isins sagði að unnið væri að
næstu skrefum í þróuninni" og
það tæki nokkra daga að svara
spurningum írana formlega.
Einn námsmannanna í
bandaríska sendiráðinu í Te-
heran sagði að gíslarnir hefðu
enn ekki verið afhentir stjórn-
völdum. Hann sagði, að náms-
mennirnir mundu gefa út yfir-
lýsingu, þegar gíslarnir yrðu
afhentir.
Starfsmenn íransstjórnar
hafa sagt, að þeir væru að taka
við umsjá gíslanna, og bandar-
ískar sjónvarpsstöðvar segja,
að þeir hafi verið framseldir
stjórninni á síðustu þremur
vikum.
CBS hafði eftir „áreiðan-
legum heimildum", að flestir
gíslanna væru í Evin-fangelsi í
Teheran og námsmennirnir úr
sendiráðinu gættu þeirra.
Símavörður í Evin-fangelsi,
sem sagðist vita um allt, sem
þar færi fram, sagði í símtali,
að gíslarnir hefðu ekki verið
færðir þangað. Spurt var í
fangelsinu hvaðan svona fréttir
kæmu.
Dlviðri eykur hörmungar
á jarðskjálftasvæðunum
Napolf, 28. nóv. - AP.
TUGIR þúsunda fórnarlamba jarðskjálftanna á SuÓur-
Ítalíu bíða enn eftir tjöldum eða bráðabirgðahúsnæði og
vöfðu sig innan í plastdúka eða ábreiður í dag, þegar
úrhellisrigningu gerði á jarðskjálftasvæðinu, hávaðarok
og snjókomu.
„Við getum ekki veitt viðnám
öllu lengur, hættan á lungna-
bólgu og hjartaáföllum er of
mikil," sagði Giovanni Inchin-
colo, sjálfboðaliði sem starfar í
Pescopagano í Potenza-héraði.
Sveitarstjórnir lögðu hald á
hótel til að hýsa hundruð heim-
ilislausra í kvöld. Stjórnin hafði
enn ekki gert upp við sig hvort
hún ætti að taka mikinn fjölda
hótela eignarnámi á ströndinni
sunnan við Napoli, sem eru
venjulega lítið notuð um vetrar-
tímann.
Ófærð tafði björgunarsveitir á
þjóðvegum og nota varð keðjur á
krókóttum vegum í fjöllunum
austan við Napoli þar sem fyrsti
vetrarsnjórinn féll.
Yfirvöld greinir enn á um
fjölda látinna: herstjórnin í
Napoli segir að 2.904 lík hafi
fundizt og 1.564 sé saknað, en
ríkislögreglan í Róm segir að
2.285 hafi farizt, og 1.211 sé
saknað.
Þremur var bjargað úr rústum
í dag, þar á meðal vanfærri
konu. Alls hefur 95 verið bjargað
úr húsarústum síðan á sunnu-
dag, en enn er leitað að líkum í
rústunum þrátt fyrir stækan
óþef.
Læknar halda áfram að bólu-
setja þúsundir manna gegn
taugaveiki og kóleru. í Laviano,
þar sem óttazt er að 1.500 hafi
farizt, var rotnunarvarnarefnum
dreift úr þyrlum yfir rústirnar
til að hægja á rotnun líkanna.
„í mörgum tilfellum þræða
leitarmenn rottuspor," sagði
hjálparmaður. Líkkistur eru
seldar á svörtum markaði og
vegna skorts á líkkistum er
látnum komið fyrir í fjöldagröf-