Morgunblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980 Úr hinni nýju verzlun Osta- og smjörsölunnar að Bitruhálsi. í einu horni verzlunarinnar stóru verður sérstök kynningardeild, þar sem viðskiptavinum gefst kostur á að bragða á hinum ýmsu tegundum osta áður en þeir verzla. Ljósm. Mbl. Emllla. Ný ostaverzlun að Bitruhálsi NÝ OSTAVERZLUN var opnuð i vikunni i húsakynnum Osta- og smjörsölunnar að Bitruhálsi 2. Þar verður fyrst og fremst lögð áhersla á að kynna og selja osta. Aiiar tegundir af ostum, sem framieiddir eru hér á landi verða á boðstólnum. Háskólafyr- irlestur CHARLES Taylor, heimspek- ingur og prófessor í stjórnmála- fræði í All Souls College í Oxford, flytur opinberan fyrir- lestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands sunnudaginn 30. nóv. 1980 kl. 14:00 í hátíðar- sal háskólans. Fyrirlesturinn nefnist: „On the Concept of a Person" og verður fluttur á ensku. Öllum er heimill aðgangur. Ýmislegt annað verður hægt að kaupa í versluninni, þar má nefna margskonar „Partý- snarl", mismunandi gerðir af ostaskerum, fallegar smjör- krukkur og úrval af allskonar bökkum. Kex verður einnig í miklu úrvali. Sjálfsafgreiðsla verður að mestu í búðinni, en í sérstöku ostahorni verður sérafgreiðsla. Þar gefst tækifæri að smakka á mismunandi ostum og kaupa svo þá tegund sem mönnum líkar best, í heilum ostum eða stykkj: um eftir því, sem hver óskar. I versluninni verða einnig seldir gjafapakkar. Þá getur fólk pant- að sérstaka ostabakka eða osta- pinna fyrir ýmis tækifæri, feng- ið þetta sent heim ef þess er óskað. Þessa ostabakka og pinna er einnig hægt að panta í ostabúðinni á Snorrabraut 54, en sú búð verður starfrækt áfram. Verslunarstjóri í búðinni að Bitruhálsi er Guðrún S. Möller, en verslunarstjóri í búðinni á Snorrabraut er Sigrún Sigur- geirsdóttir. Dómhildur Sigfúsdóttir hefur umsjón með húsmæðrafræðslu á vegum Osta- og smjörsölunnar, hún mun ásamt aðstoðarstúlk- um sínum annast kynningu á ostum og ostaréttum í nýju búðinni. Dómhildur hefur einnig Umsjón með kynningu á ostum og ostaréttum í verslunum og hjá félagssamtökum á höfuð- borgarsvæðinu og nágrenni. Kaupmenn, sem hafa hug á að koma á slíkri kynningu í sínum verslunum þurfa ekki annað en að hafa samband við Kristin Guðnason sölustjóra, en hann sér um skipulagningu kynn- ingarstarfseminnar og henni til- heyrandi hjá Osta- og smjörsöl- unni. Framkvæmdastjóri Osta- og smjörsölunnar er Óskar H. Gunnarsson. Happdrættió „íslensk listaverk 1980 áá Happdrætti til styrktar byggingu hjúkrunarheimilis aldraöra, Hrafnistu, Hafnarfiröi. Dregiö veröur 24. desember 1980. — 40 glæsilegir vinningar eftir 32 íslenska listamenn. í hjúkrunarmálum aldraöra ríkir neyöarástand á höfuö- borgarsvæöinu öllu. Sýniö í verki þakklæti þeim sem skilaö hafa löngu dagsverki. Sjómannadagsráð. Ormar Þór Guðmundsson og Örnólfur Hall arkitektar: Tilræðismenn svara til saka Laugardaginn 15. þessa mánað- ar birtist í Morgunblaðinu löng grein eftir dr. Gunnlaug Þórðar- son hæstaréttarlögmann helguð barnaheimili sem er í smíðum fyrir Barnavinafélagið Sumargjöf við Eiríksgötu hér í borg. Nefnist greinin „Tilræði við almenning á Skólavörðuholti." Efni greinarinnr má skipta í þrjá megin þætti: 1. Umhverfi hússins, útlit þess og notagildi. 2. Bull. 3. Byggingarkostnað, staðarval og verðmæti lóðar. 1. Umhveríi hússins, útlit þess og notagildi „Hin fyrirhugaða bygging. Nýja Grænaborg, er gott dæmi um hvernig sumir arkitektar virðast hvorki vilja taka tillit til umhverfis né notagildis húss, en gera sér far um að byggja eitthvert „monumentalt" verk, sem hvorki hæfir tilgangi þess né gerð." „að láta húsið vera á einni hæð sem virðist fráleitt með tilliti til verðmætis lóðar og notagildis húss." Gunnlaugi þykir með öðrum orðum húsið ljótt, samræmist illa umhverfi og tilgangi sínum og er út af fyrir sig ekkert við því að segja. En þar sem ætlan okkar var auðvitað allt önnur, viljum við skýra nokkuð sjónarmið okkar, svo lesendur geti myndað sér skoðun út frá fleiri forsendum en þejm sem Gunnlaugur gefur. I stuttri greinargerð sem við settum saman þegar verið var að teikna húsið segir m.a.: „Megineinkenni á því umhverfi sem dagheimilið og leikskólinn á að rísa í, eru: 1. Röð þriggja hæða íbúðarhúsa, sem þrátt fyrir mismunandi form (t.d. þakhalla) og aldur, mynda nokkuð samstæða heild á suðvesturmörkum svæðisins. 2. Stórt opið svæði norðan fyrr- greindrar byggðar, sem Hall- grímskirkja ríkir yfir og Hnit- björg setja svip sinn á. 3. Lágreist íbúðarhús í garðinum við Hnitbjörg og lágar útbygg- ingar, tröppur, hlið og veggir norðan við þau. 4. Áþekkt efnisval utan á flestum húsum í nágrenningu, þ.e. ein- hvers konar kornótt múrhúðun á veggjum en málað blikk á þökum. Við mótun á húsi, veggjum og lóð barnaheimilisins er leitast við að ná formrænum tengslum við lægri þætti byggðar í umhverfinu, þ.e. íbúðarhús og útbyggingar við Hnitbjörg, en undirstrika sérstöðu Hnitbjargarhússins sjálfs. I efnisvali og þakgerð kemur m.a. fram ákveðinn vilji okkar til þess að hús Grænuborgar verði ekki „monumentalt" og geta menn svo dæmt eftir myndunum hvern- ig til hefir tekist. Einkenni „monumental" bygginga eru allt önnur en skálínur, óregluleg grunnmynd og brotin þakform. Nærtækt dæmi um „monument- al“ byggingar eru aftur á móti Hnitbjörg og Hallgrímskirkja og hefði greinarhöfundur betur látið vera að sletta orði, sem hann greinilega veit ekki hvað merkir. I bréfi frá Sumargjöf til Bygg- inganefndar Reykjavíkur dags. 18. nóvember 1977 segir: „Frá byrjun var ákveðið að húsið yrði á einni hæð. Lóð er í lágmarki og því var sett fram krafa um góða nýtingu hennar. Stjórn Sumargjafar hefur fylgst mjög vel með teiknivinnu og kaus byggingarnefnd arkitektum til ráðuneytis. Hefur stjórnin lýst Götumynd — séð frá Eiríksgötu. Barnaheimilið fyrir miðju. „Hafís gæti orðið þrálátur norður af Vestfjörðum í vetur“ „ÞETTA þarf alls ekki að vera slæmur fyrirboði," sagði Svend- Aage Malmberg hjá Hafrann- sóknastofnuninni, er Mbl. ræddi við hann i gær um niðurstöður kannana, sem Hafrannsóknastofn- unin gerði á ástandi sjávar fyrir norðanverðum Vestfjörðum á rannsóknaskipinu Hafþóri dagana 6,—14. nóv. sl. Kom í ljós, að kaldi botnsjórinn með hitastigi undir núll-gráðu lá þétt að landgrunnsbrúninni, en kaldur pólsjórinn í yfirborðslögum lá inn yfir landgrunnsbrúnina fyrir Vestfjörðum og á Húnaflóasvæðinu og austur að Siglunesi lá hann langt inn á landgrunnið. Miðdýpis milli þessara sjógerða og á öllu land- grunninu fyrir Vestfjörðum var svo hlýi Atlantssjórinn vel heitur, 5—7 gráður, eins og verið hefur í góðær- inu 1980. Svend-Aage sagði, að ástand sjávar í yfirborðslögum í vetur fyrir vestanverðu Norðurlandi væri ólíkt því sem var á sama tíma í fyrra, en þá voru skilin milli hlýja og kalda sjávarsins á þessum slóð- um töluvert langt utan landgrunns- brúnarinnar. Miðsvetrarísinn nú í nóvember, sem rekur um þessi mið, á því gott leiði í köldum yfirborðs- sjónum i áttina til lands, ef þannig horfir með vindátt. ísinn gæti því, að sögn Svend-Aage, orðið þrátlát- ur á umræddum slóðum í vetur, hvernig sem framvindan verður siðar. Þá sagði Svend-Aage: „Enn er eftir að kanna ástand sjávar fyrir norðaustan og austan land og í Austur-íslandsstraumi, en það verður gert í leiðangri á r/s Árna Friðrikssyni á næstunni. Verður þá e.t.v. unnt að segja meira um hugsanlega framvindu í sjónum í vetur og vor. Áðurnefndar rann- sóknir þurfa alls ekki að vera slæmur fyrirboði hvað ástand veð- urfars í vor og sumar varðar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.