Morgunblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980 SÍKurður Waa«e, sem Jenjíi var framkvæmdastjóri Sanitas, með nokkrum útkeyrslumönnum sínum fyrir framan húsnæði fyrirtækisins að Lindargötu 9. Sanitas 75 ára: Eitt elzta starfandi iðnfyrirtæki landsins Hefur elzta Pepsiumboð í Evrópu SANITAS, sem er eitt elzta starf- andi iðnfyrirtæki landsins, átti 75 ára afmæli í gær, en það var stofnað 28. nóvember 1905. Aðal- hvatamaður að stofnun fyrirtæk- isins var Gisli Guðmundsson, gerlafræðingur. en meðstofnend- ur voru þeir Guðmundur ólafs- son, oðalsbondi i Nýjabæ og Jón Jónsson. skipstjóri i Melshúsum á Seltjarnarnesi. Gisli var ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri fyrir- tækisins og varð hann siðar meir emkaeigandi. Morjjunhlaðið ræddi við Ragnar Birgisson, nú- verandi forstjóra fyrirtækisins, i tilefni þessara merku timamóta. Ragnar var i fyrstu beðinn að Iýsa nokkuð þróun fyrirtækisins frá upphafi. Fyrstu árin í Melhúsatúni „Fyrstu árin var verksmiðjan staðsett í Melhúsatúni á Seltjarn- arnesi, en vöruafgreiðslan var í Reykjavík, eða nánar tiltekið í kjallara húss Þorsteins Tómasson: ar, járnsmiðs við Lækjargötu 10. í fyrstunni voru framieiddir gos- drykkir, saftir og óáfengt öl, en ölframleiðslan var lögð niður árið 1913. Hún var síðan ekki tekin upp aftur fyrr en í fyrra með samein- ingu Sanitas og Sana. Það var svo árið 1916, sem verksmiðjan var flutt af Seltjarn- arnesi inn til Reykjavíkur. Henni var þá komið fyrir í húsi Gísla Guðmundssonar við Smiðjustíg 11. Það var svo þetta sama ár, sem Gísli seldi fyrirtækið í hendur bróður sínum Lofti Guðmundssyni hinum þjóðkunna ljósmyndara. Loftur rak verksmiðjuna í þessu húsnæði fram til ársins 1923, en þá byggði hann fyrsta áfanga af því húsi sem síðar varð verk- smiðjuhús fyrirtækisins, að Lind- argötu 9. Eigendaskipti urðu svo á nýjan leik árið 1924, en þá keypti Sigurður Waage fyrirtækið af Lofti, en Sigurður hafði þá verið starfsmaður Sanitas um árabil. Sigurður Waage rak fyrirtækið, sem einkafyrirtæki fram til ársins 1939, en þá var það gert að hlutafélagi. Hekla og Mímir keypt í tíð Sigurðar, eða árið 1927, keypti Sanitas gosdrykkjaverk- smiðjuna Heklu, en með þeim kaupum eignaðist fyrirtækið aðra, nýrri og betri, vélasamstæðu til gosdrykkjaframleiðslunnar. Síðan var það árið 1932, að Sanitas festi kaup á gosdrykkjaverksmiðjunni Mími,“ sagði Ragnar. Framleiðsla á sultu hafin Nú hljóta að hafa orðið miklar breytingar á framleiðslu fyrirtæk- isins í gegnum árin, hverjar eru þær helztar? „Fyrst má nefna, að til viðbótar við gosdrykkjafram- leiðsluna, sem verið hafði uppi- staðan í framleiðslu fyrirtækisins frá upphafi, var árið. 1932 hafin framleiðsla á sultum og marmel- aði. Sá þáttur framleiðslunnar er enn við lýði, í dag. Gosdrykkja- framleiðslan var framan af frekar einhæf, en tegundum hefur í gegnum árin farið fjölgandi, sér- staklega hin allra síðustu ár, en í dag framleiðum við alls 12 tegund- ir af gosdrykkjum og öli. Pepsi einkaumboð Annars má kannski segja að einhver mestu þáttaskilin í fram- leiðslu fyrirtækisins hafi orðið 1943 þegar Sanitas fékk einkaleyfi á Islandi til framleiðslu á hinum þekkta bandaríska kóladrykk, Pepsi-Cola, sem í dag er einhver mest seldi gosdrykkur í heimin- um. I því sambandi má skjóta inní, að Sanitas hefur elzta einka- framleiðsluumboð á Pepsi í Evr- ópu. Til viðbótar hinu hefðbundna Pepsi, sem við höfum framleitt í gegnum árin kom svo Diet Pepsi, eða sykurlaust Pepsi á markaðinn fyrir nokkrum misserum og hefur hlotið góðar viðtökur. Seven-up Síðan má segja, að önnur stór þáttaskil hafi orðið í framleiðsiu fyrirtækisins 1961 þegar Sanitas fékk einkaleyfi til framleiðslu á hinum vinsæla bandaríska gos- drykk Seven-Up, og í því sam- bandi má geta þess, að Seven-Up og Pepsi Cola eru tveir af þremur mest seldu gosdrykkjum í heimin- um í dag,“ sagði Ragnar. Hvað gerðist svo í húsnæðis- málum fyrirtækisins eftir 1938 þegar flutt var í fyrsta áfanga hins nýja húss við Lindargötu 9? „Næsta átak í byggingarmálum fyrirtækisins varð svo árin 1942—1943, þegar byggðar voru þrjár hæðir og ris ofan á verk- smiðjuhúsið að Lindargötu 9. Á svipuðum tíma var ennfremur gert mikið átak í sambandi við vélakost fyrirtækisins. Keypt var ný vélasamstæða frá Bandaríkj- unum til framleiðslu á gosdrykkj- um og var þar um að ræða nánast byltingu á framleiðsluþætti fyrir- tækisins. Núverandi húsnæði Á þessum árum jókst fram- leiðsla fyrirtækisins hröðum skrefum, þannig að þegar komið var fram á árið 1950 var orðið ljóst, að afkastageta verksmiðj- unnar var ekki lengur í neinu samræmi við eftirspurnina á markaðinum. Því var talið nauð- synlegt að fjárfesta í nýjum full- komnari og fljótvirkari tækjum, jafnframt því sem talið var nauð- synlegt að finna fyrirtækinu nýtt og hentugra húsnæði. Húsnæðið að Lindargötu 9 var með öllu orðið úrelt og fráleitt að setja nýjar og fullkomnar vélar þar inn. Fyrir- tækið sótti um leyfi til nýbygg- ingar árum saman án árangurs. Það var svo fyrst árið 1958 að séð var fyrir endann á þessum hús- næðisvandræðum fyrirtækisins, en þá voru fest kaup á verksmiðju- húsi Lýsissamlags íslenzkra botn- vörpuskipaeigandá við Köllun- arklettsveg í Reykjavík, en þar hefur fyrirtækið einmitt alla sína Ragnar Birgisson, forstjóri Sanitas. Úr Vélasal fyrirtækisins. Ljósmynd Mbl. Krislján. Frá vélasal Sanitas upp úr 1930. Bílakostur Sanitas á sjötta áratugnum fyrir framan húsna'ði fyrirtækisins að Lindargötu 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.