Morgunblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1981 13 Ólafur Kristjánsson form. stjórnar Orkubús Vestfjarða: FEF á laugardag: Reykjavík og landsbyggðin Skóladagheimilamál rætt á Hótel Heklu FÉLAG einstæðra foreldra boðar til fundar um skóladagheimilismál á Ilótel Ileklu, laugardaginn 7. febr. kl. 2 e.h. og er sérstaklega tekið fram í tilkvnningu að foreldrar ættu að taka börn sín með á fundinn. Bergur Felixson, forstöðumaður Dagvistun- ar barna, kemur á fundinn svo og Gerður Steinþórs- dóttir, form. Fclagsmálaráðs, og Hrafn Jökulsson 15 ára mun segja frá veru sinni á skóladagheimili. Mikil er gleði flokksbróðurs míns Birgis ísl. Gunnarssonar yfir unnum afrekum í viðræðunefnd þeirri, sem í desember sl. undirrit- aði samning um sameiningu Landsvirkjunar og Laxárvirkjun- ar. Svo mikið liggur við að flytja Reykvíkingum boðskapinn, að ekki dugir minna til en viðtal í Morgunblaðinu 24. janúar, svo og kjallaragrein sama efnis í Dag- blaðinu 27. janúar. Nú skal lýðn- um ljóst, að ekki borgar sig að hafna framsýni og árvekni borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. En hver er nú þessi áríðandi og mikli gleðiboðskapur? Látum hann hljóma með orðum Birgis Isleifs Gunnarssonar eins og hann kemur fram í Morgunblaðinu þann 24. janúar sl. Afrekið er, „að tekist hefur að forða Reykjavík frá því að sitja við sama borð og aðrir landshlutar, bæði hvað varð- ar hættu á skömmtunum og hvað snertir aukakostnað, sem fylgir að keyra vararafstöðvar. Þetta óhagræði og sá mikli aukakostn- aður sem nú hefur átt sér stað í mörgum landshlutum, lendir ekki á Reykjavík nema í mjög litlum mæli, en hefði orðið tilfinnanlegur fyrir höfuðborgarbúa ef samning- urinn frá 1979 hefði verið sam- þykktur." Svo mörg eru þau orð. Það ástand sem ríkir í landinu nú í orkumálum á að vera Reyk- víkingum óviðkomandi. Aftur á móti skulu þeir aðilar, sem greitt hafa hvað hæst orkuverð í landinu einir taka á sig byrðar vegna óhjákvæmilegs reksturs og kostn- aðar við framieiðslu raforku með díselvélum. Gleðisöngur er sung- inn yfir því að þeir skuli nú sleppa, sem hvað lægsta orkuverð hafa greitt, og hef ég það á tilfinningunni, að „söngvarinn" hafi ekkert á móti hrósi fyrir góða frammistöðu. Voru það mistök hjá stjórn Laxárvirkjunar á sínum tíma að gerast ekki stofnaðili að Lands- virkjun um leið og Sogsvirkjun? Rennir núverandi samkomulag stoðum undir það? Þótt þessir aðilar hafi nú náð samkomulagi sín á milli leysir það ekki vanda landsins í heild. Gefa þarf fleiri aðilum tækifæri til að taka þátt í umræðu um nýskipan orkumála á breiðum grundvelli, og móta heild- arstefnu í orkumálum með það í huga, að jafna orkuverð í landinu og try883a öryggi í orkuöflun og orkudreifingu. Við hljótum því að stefna að stofnun eins orkufyrirtækis, sem hafi á hendi orkuöflun og rekstur Byggðalína. Með tilkomu Byggða- lína hefur skapast nýtt viðhorf til slíks fyrirtækis, og er ekki óhugs- andi að gera því skóna, að stofnuð verði landshlutafyrirtæki, sem væru sameign ríkis og sveitarfé- laga, svo sem Orkubú Vestfjarða er, og mundu slík fyrirtæki sjá um alla orkudreifingu. Með hliðsjón af þessum grundvallaratriðum þarf að ræða framtíðarskipan orkumála, en ekki aðeins með hagsmuni einstakra sveitarfélaga i huga. Þetta leiðir hugann að öðrum þætti, þ.d. rekstri hitaveitna og aðstöðumunar er varðar húsahit- un. Það misrétti, er við nú búum við í dag, er með öllu óviðunandi hvað snertir mismun þeirra, sem á olíuhitunarsvæði búa, og hinna, sem búa við upphitun húsa frá eldri hitaveitum. Við verðum því að stefna að, og ná því marki, að tryggja öllum landsmönnum næga og örugga orku á sem bestum og jöfnustum kjörum. Með tilliti til byggðajafnvægis verði jöfnun á orkuverði um land ólafur Kristjánsson allt, annað hvort með núverandi aðgerðum, þ.e. verðjöfnunargjaldi, með sérstökum orkuskatti, eða öllu fremur með beinum framlög- um ríkisins til kostnaðarsamra framkvæmda. En með slíkum að- gerðum fæst viðurkenning á fé- lagslegri þjónustu orkudreifingar og orkuframleiðslu. Það er því mikill vandi á höndum valdhafa þessa þjóðfélags að sjá svo um, að með stjórnunar- aðgerðum komi réttlát skipting þessara kiyfja niður á landsmenn. Hér reynir ekki síður á drengskap og víðsýni þeirra, sem búa við betri hag, og náttúruauðæfi. Finnst mér það lítil rök og van- máttug þegar einstaka menn guma af framsýni vegna svo sjálfsagðra framkvæmda og hita- veitur eru, og hagnýting heits vatns er í næsta nágrenni. Slikur orkugjafi í næstu nálægð hlýtur að kalla á framkvæmdir, og hefur gert það. Við ætlumst til þess af ráða- mönnum sveitarfélaga, sem búa við slík náttúruauðæfi og hér er lýst, að þeir hafi sýn út fyrir næstu á, sýn út fyrir næsta nes. Við ætlumst til þess að þeir hafi víðan sjóndeildarhring, ekki síst þeir, sem kjörnir eru til að fara með málefni þjóðarinnar á Al- þingi íslendinga. Félag einstæðra foreldra hef- ur af skiljanlegum ástæðum áhuga á að fylgjast með starfi skóladagheimila, enda var það frumkvæði FEF á sínum tíma sem varð til að uppbygging skóladagheimila var tekin inn á áætlun Reykjavíkurborgar. Þessi heimili eru þó enn alltof fá og þrátt fyrir aukningu þeirra er enn langt í land að eftirspurn sé fullnægt. Þá virðist svo sem að skóladagheimilin hafi ekki full- komlega skilað þeim árangri sem við var búizt í upphafi, því að yfirleitt eru ekki á þeim börn eldri en 9 ára, en í byrjun var hugmyndin að börn gætu verið á skóladagheimili allt fram til 12 ára aldurs. Telur stjórn FEF að gera þurfi heimilin fjölþættari og sníða starfsemi þeirra einnig við hæfi eldri barna. í fréttatilkynningu FEF er og tekið fram að nýir gestir og félagar séu velkomnir á fundinn. Torfusamtökin halda aðalfund AÐALFUNDUR Torfusamtaka verður haldinn í Norræna húsinu sunnudaginn 8. febrúar kl. 15.00. Á fundinum mun stjórn sam- takanna gera grein fyrir starfi þeirra frá síðasta aðalfundi. Reikningar samtakanna verða lagðir fram og tillögur stjórnar að breyttum lögum samtakanna bornar undir atkvæði. Breytingar þessar leggur stjórnin fram í kjölfar fenginnar reynslu síðastliðins árs. Telur stjórnin þær nauðsynlegar vegna aukins og breytts rekstrar þeirra sem séð er fram á að verður æ meiri. Þar verða einnig ræddar hug- myndir stjórnar að framtíðarskip- an mála varðandi endurbyggingu Bernhöftstorfu og önnur verkefni er hugmyndir hafa komið fram um að Torfusamtökin taki sér fyrir hendur. (FréttatilkynninK) 1891-1981 Vissir þú að það eru 10 þúsund félagar í VR? Magnús Ag. Magnússon, fjármálastjóri skipafélags. Kristin Brynjólfsdóttir, flugafyreiöslumaóur. Haukur Haraldsson, aft/reidslumaður i kjötverzlun. Ása Gunnarsdóttir, símavðrður á bifreiðastöð. Jón Magnússon, afgreiðslumaður í varahlutaverzlun. Þau eru í stærsta launþegafélagi landsins, Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur vióskipri &verzlun VR er leiðandi afl í launþegamálum og innan þess er fólk úr meira en 70 starfsgreinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.