Morgunblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1981 27 t t! Sýning í tilef ni heimsóknar forseta Islands til Danmerknr 1 TILEFNI opinberrar heimsókn- ar forseta íslands, frú Vigdisar FinnboKadóttur, heldur Galleri Semper Ardens sý'ningu á verk- um fjoKurra islenskra myndlist- armanna. Þau sem sýna eru Alfreð Flóki, sem sýnir tússteikningar og krít- armyndir, Jón Gunnar Árnason, sem sýnir ástandsskúlptúra og höggmyndir úr ryðfríu stáli, flauj- eli og gleri, Rúrí, sem sýnir dokumentation og objekta og Tryggvi Ólafsson, sem sýnir akrylmálverk og klippimyndir. Samtals er um að ræða um 40 verk. Sýningin er opin frá komu forsetans til Kaupmannahafnar og til 8. mars. Sýningin er opin alla virka daga vikunnar frá kl. 12—18. Ókeypis aðgangur. (Fréttatilkynning) Ríkisskip tekur að sér fhitnmg á kísOgúmum Hiisavik 6. fehrúar SKIPAÚTGERÐ ríkisins hefur nú skipulagt vikulegar ferðir hingað til Húsavíkur með Coaster Emmy. Jafnframt hef- ur fyrirtækið tekið að sér, um stundarsakir a.m.k., flutninga á kísilgúrnum frá Húsavík til Reykjavíkur og er honum þar umskipað í flutningaskip Haf- skips, en þeirra skip sigla ekki norður lengur. Hafskip hefur haft þessa flutninga undanfarin ár og er álitið að þetta komi fjárhagslega betur út hver sem raunin verður á. Fréttaritari Kennarar við Barnaskóla Selfoss: Ilúsavik, 6. febrúar REYTINGSAFLI heíur verið á fiskibátana þá gefið hefur á sjó, en það hafa verið mjög stopular gæftir. Og þó að stund sé á milli stórhriða hér i landi er sjaldan friður þegar frá landinu dregur og á fiskimiðunum. Rauðmagaveiðimenn hafa að- 1 eins byrjað að leggja net sín, en veiðin er lítil enda kaldur sjór. Þó hafa komið dagar þá hægt hefur verið að fá rauðmaga í fiskbúð- inni. Fréttaritari Allir með strætó, allir með strætó ...“ Regnboginn: Kvikmynda hátíð 1981 Nanna Hermannsson um Litlu-Brekku: Mögulegt að reisa svipað hús í Arbæ — ÞAÐ VAR rætt um. að Litla Brekka yrði flutt hingað, en það reyndist of dýrt fyrir okkur og borgarráð vildi þá ekki útvega viðbótarfé. Ilins vegar er sá möguleiki fyrir hendi að reisa hér í Árbæjar- safni hús, sem líkist Litlu Brekku. því við höfum haldið eftir ýmsum innviðum og öðru úr húsinu. sagði Nanna Her- mannsson safnvörður í samtali við Mbl. Nanna Hermannsson sagði að húsið hefði allt verið mælt upp og ljósmyndað, tekin hefðu verið panill, eldhúsinnrétting og hurðir svo og grjót úr veggjun- um og væri því til ýmislegt efni úr húsinu og mætti hugsa sér að reisa torfbæ af sama tagi og Litla Brekka var. Sagði hún þá hugmynd þó ekki hafa fengið Leiðrétting í FRÁSÖGN af einum hverfafundi sjálfstæðismanna í Reykjavík í Mbl. í gær misritaðist föðurnafn eins fyrirspyrjandans, en rétt nafn hans er Sverrir Axelsson og er beðist velvirðingar á misrituninni. umfjöllun, það yrði vart á næst- unni vegna annarra verkefna sem framundan væru hjá safn- inu, en efnið væri geymt og biði síns tíma. Patreksfjörður: Kviknaði í gömlu sím- stöðinni Patreksfirði 5. febrúar. SEINNI hluta dags, milli 4 og 5, kviknaði gömlu símstöðinni hér. Húsið stendur autt og urðu ekki miklar skemmdir af eldi en tölu- verðar þegar slökkviliðið þurfti að rífa til að athafna sig við slökkvi- starfið. Síðastliðinn laugardag var form- lega tekin í notkun ný slökkvistöð, sem stórbætir aðstöðu slökkviliðs- ins hér. Tók það ekki nema 5 mínútur að komast á staðinn og greiðlega gekk að slökkva. Húsið er 300 til 400 fermetrar, rúmgott og þægilegt. Slökkviliðsstjóri er Leifur Bjarnason. Páll Krembollur í strætó Mótmæla riftun samninga UM ÞESSAR mundir stendur yfir í Regnboganum „Kvik- myndahátíð 1981“ á vegum Lista- hátiðar. Sýndar verða 20 kvikmyndir frá 15 löndum og auk þess verður kynning á myndum Bandaríkja- mannsins Buster Keaton. Þá verða sýndar þær islensku kvikmyndir sem gerðar voru í fyrra. Sýnt verður í fjórum sýningarsölum Regnbogans frá kl. 15 og fram yfir miðnætti alla dagana, en hátíðin stendur til 15. þ.m. Um helgina verða sýndar eftir- farandi myndir: Laugardagur: Stjórnandinn eft- ir A. Wajda; Cha-Cha; Johnny Larsen eftir Morten Arnfred; Solo Sunny eftir Konrad Wolf; Dekur- börn eftir Bertrand Tavernier; Hvers vegna Alexandria? eftir Youssef Chahine. Sunnudagur: Skyldur gestrisn- innar eftir Buster Keaton; Cha- Cha; Pérceval frá Wales eftir Eric Rohmer; Xala eftir Ousmane Sembene; Haustmaraþon eftir Georgy Danelia; Sherlock Junior eftir Buster Keaton; Johnny Lar- sen eftir Morten Arnfred. Dóra og Katrin Tónleikar og Dóru á SUNNUDAGINN 8. febr. nk. halda Dóra Reyndal og Katrin Sigurðardóttir tónleika á vegum Söngskólans i Reykjavik í Fé- lagsstofnun stúdenta v/Hring- braut og hefjast tónleikarnir kl. 17.00. Áður hafði komið fram í frétt- Katrínar sunnudag um að tónleikarnir yrðu mánu- dagskvöldið 9. febr. og leiðréttist það hér með. Dóra lauk kennaraprófi frá Söngskólanum í des. sl. og Katrín VIII stigs prófi í söng. Undirleik- arar á tónleikunum eru Jórunn Viðar og Debra Gold. KRÖKKUM í Hólabrekkuskóla var i gær boðið í kynnisferð með hinum nýja strætisvagni Reykvík- inga. Höfundur að þessari hugmynd er Guðrún Ágústsdóttir stjórnarformaður SVR. Tilgangurinn var að sögn Eiríks Ásgeirssonar forstjóra SVR að auka virðingu barna og unglinga fyrir vögnunum. Hann sagði jafnframt að umgengni um vagnana hefði farið batnandi á siðustu misserum og væri það þróun i jákvæða átt. Aður en lagt var upp fiuttu forstöðumenn SVR nokkur orð og kynntu starfsemina. Að sögn Sigurjóns Fjelsteds skólastjóra Hóla- brekkuskóla er þessi nýjung tímabær og var hann í alla staði mjög ánægður með þessi auknu tengsl SVR við unga fólkið. Undirtektir krakkanna voru mjög góðar og þáðu þau með þökkum krembollur er boðið var upp á. FUNDUR í Kennarafélagi Barnaskóla Selfoss mótmælir harðlega, að ríkisvaldið skuli nú einhliða rifta nýgerðum kjarasamningi opinberra starfsmanna. I ályktun, sem fundurinn samþykkti 28. janúar síðastlið- inn segir: „Það væri ósann- gjarnt annað en telja síðasta kjarasamning BSRB mjög hóf- saman í alla staði, enda taldi fjármálaráðherra hann raun- hæfan. Það er því lágmarks- krafa okkar að þessi „raunhæfi" samningur verði í engu skertur á samningstímabilinu. Reytingsafli hjá Húsavíkurbátum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.