Morgunblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1981 15 HELGARVIÐTALIÐ SKÁTASTARF Hann er lágvaxinn af körfuboltamanni að vera, en engu aö síöur gefur hann þeim hæstu í íþróttinni ekkert eftir nema síöur sé. Og stökkkraftur hans er meö ólíkindum. Þá vekur hann athygli fyrir þaö hversu góölegur hann er og síbrosandi jafnt inni á vellinum sem utan hans. Danny Shouse heitir maöurinn og öörum fremur á bak viö þann góöa árangur sem liö UMFN hefur náö í körfuknattleik í vetur. Danny lék meö liöi Ármanns í fyrravetur í 1. deildinni og vakti þá óskipta athygli fyrir leikni sína og sérstaklega góöa hittni. Njarövíkingar sáu aö þarna var maöur á feröinni sem þá vantaöi í liö sitt og þeim tókst aö krækja í kappann og sjá eflaust ekki eftir því. „Þegar ég var strákur lék ég körfubolta allt að 8 klukkutíma á dag“ Ljosm. Raicnar Axelsson. Leikmaðurinn snjalti Danny Shouse í baráttu viö Brad Milay í liöi Vals. Öllum, sam sáö hafa til Dannys (laik, bar saman um aö þar fari einstakur körfuboltamaöur. Danny Shouse er 29 ára gam- all frá Indiana í Bandaríkjunum, hann er giftur og tveggja barna faöir. Mbl. rœddi viö Danny fyrir skömmu og innti hann eftir því hvernig honum líkaöi dvölin hér á landi. Og viö skulum gefa Shouse oröið. — Þaö er alveg stórkostlega gott aö vera á íslandi. Mér finnst ég vera heima ( Njarövíkum. Ég gat valið á milli þess aö leíka í Argentínu eöa á Islandi. En fœri ég til Argentínu varö ég aö skilja fjölskyldu mína eftir. Þaö var nefnilega ekki fýsilegt aö fara meö fjölskyldu til Argentínu. Og ég sé ekki eftir því aö hafa komiö aftur til íslands. Strax fyrsta áriö hér á landi, er ég lék með liöi Ármanns, leiö mér vel hérna. Þaö eina sem ég virkiiega sakna frá Bandaríkjun- um er körfuboltinn í sjónvarpinu þar. Annars sakna ég ekki. Þaó er mikill munur á aö leika t úrvalsdeildinni hér á landi eöa í 1. deild. Veturinn í vetur hefur veriö skemmtilegur. Þaö hefur veriö tskemmtilegt aö leika meö liöi UMFN. Strákarnir í liöinu hafa lagt sig alla fram viö aefingar og eiga þaö fyllilega skiliö aö sigra í mótinu. Aö mínu mati eru í liöi UMFN sumir af bestu leikmönnum ís- lands í körfuknattleik. Þá hefur þaó hjálpaö liöinu mikið hversu mikill áhugi er hjá öllum almenningi í Njarövíkum. Áhorfendur þar eru hreint út sagt stórkostlegir. Þeir eiga sinn þátt í hinum góða árangri okkar. Þegar Danny var spuröur álits á íslenskum körfubolta sagöi hann: — íslenskur körfuknattleikur er aö mínu mati góöur miðaö við hversu fámenn þjóö býr hér. Og hann á eftir aö veröa enn betri, þaö eru margir efnilegir ungl- ingar á uppleiö í íþróttinni. Ýmls- legt má þó betur fara. Til dæmls eiga íslenskir leikmenn að ein- beita sér meira aö leiknum. Ekki aö vera aö ieita aö afsökunum fyrir mistökum og þeir eiga aö venja sig af því aö kvarta viö dómara. Þegar leikmenn reyna körfuskot eiga þeir eingöngu aö einbeita sér aó skotinu, engu ööru. Þá fínnst mér aö dómarar eigí aö vera strangari í dómum. En jafnframt eiga þeir ekki aö taka þaö illa upp þó fyrirliöi talí vinsamlega vió þá í leiknum. Þá á aó mínu mati aö æfa meira aö leika maöur á mann í körfubolta. Sérstaklega í yngri flokkunum. Og síðast en ekki síst eiga tvö liö aö faila niöur úr úrvalsdeild og tvö lið aö fara upp úr 1. deíld. Þaó skapar meiri keppni. Danny er einstaklega hittinn leikmaöur og þegar hann var spuröur hyaö lægi aö baki sagöi hann: — Þetta er fyrst cg fremst Guösgjöf. Meðfæddir hæfileikar. En þá veröur aö rækta vel. Ég hóf aö leika körfuknattleik 12 ára gamall og hef æft mig miklö síðan. /Efingin skapar meístar- ann. Þegar ég var strákur kom þaó fyrir aö ég lék körfubolta ( heila 8 tima á dag. — Ég get gefiö þeim, sem vilja ná langt, þær ráöleggingar aó æfa eins mikiö og hægt er. Æfa körfuskot aftur og aftur úr öllum hugsanlegum stöðum á vellinum. Danny ættí aö vita hvaö hann syngur. í leik hér á landi (fyrra skoraöi hann 100 stig. Og í leik í Bandarikjunum náöi hann aó skora vel yfir 80 stig. Hreint ótrúlegt afrek. Að lokum sagöist Danny vonast tíl þess, aö liö UMFN ætti eftir aö vinna alla leiki sína sem eftir væru. Bæöi í íslandsmótinu og í bikarkeppn- inni. Ég veit að viö getum það en þaö veröur erfitt. Nú viija öll liö sigra UMFN. —ÞR. Skátarnir afsala sér sumardeginum fyrsta Við á Hlaðvarpanum rákumst á litla frétt í blöðunum þar sem sagði. að skátar i Reykjavik hefðu sent borgarráði bréf og beðist undan þvi að skemmta ungum og öldnum á sumardegin- um fyrsta nú í ár. Okkur þótti þetta heldur ill tiðindi og slógum þvi á þráðinn til Áslaugar Frið- riksdóttur. formanns Skátasam- bandsins. — Já, það er rétt, við höfum farið fram á þetta og ástæðan er kannski fyrst og fremst sú, að fulltrúi 17. júní-nefndar hefur beðið okkur skátana að láta hend- ur standa fram úr ermum á þjóðhátíðardeginum og við höfum hug á að verða við því. Við teljum okkur hins vegar tæpast hafa bolmagn til umfangsmikils starfs bæði á sumardeginum fyrsta og 17. júní enda krefst svona nokkuð mikillar vinnu, miklu meiri en nokkurn grunar. Að auki er líka kostnaðurinn umtalsverður og við kveinkum okkur heldur við að taka á okkur slíkan taprekstur, sagði Áslaug. — Taprekstur segir þú. En hvað með Sumarkrónuna? Hefur hún ekki gefið eitthvað í aðra hönd? — Það hefur nú viljað verða misbrestur á því og sumir jafnvel tekið henni illa og hnjóðað í okkur. Þeir eru þó miklu fleiri sem hafa kunnað skátunum miklar þakkir fyrir starfið og að síðustu vil ég svo geta þess, að við skátar verðum áfram með dagskrá í hverfum borgarinnar og þar verða allir velkomnir, sagði Áslaug Friðriksdóttir að lokum. Hann er hvergi hræddur hjörs i þrá skátinn þessi og ber sig karlmannlega þó að hann sé hafður að skotspæni. NÝI OG GAMLI TÍMINN Nýtt skiptiborð hjá Brunabótafélaginu HJÁ Brunabótafélagi íslands hefur nýle_ga verið skipt um simaborð. Aður en til þess kom. var þar notað i rúm 10 ár skiptiborð frá því íyrir stríð og mun það sennilega vera ættað frá Hornafirði. Það var svokallað handvirkt snúruborð með 6 bæj- arlinur og 25 innanhúss og varð öll afgreiðsla simtaia að fara í gegn um það. Nú hefur Brunabótafélagið losað sig við forngripinn og fengið í hans stað elektróniskt skiptiborð frá Siemens, sem mun það fullkomn- asta á markaðnum. Að sögn Sigríð- ar Jakobsdóttur, sem unnið hefur við bæði skiptiborðin, er munurinn verulegur, og mikiil tímasparnaður af breytingunni. „Nú geta allir hringt beint út og ef hringja þarf í umboðin, nægir að hringja í þriggja stafa númer, þá tekur „heilinn" við og hringir þangað. Við erum með þrjátíu svoleiðis númer inni á „heil- anum“ og er ég hringi í númer sem er á tali, eða svarar ekki, set ég það inn í „heilann" og get svo kallað það upp til að vita hvort hægt muni vera að ná sambandi. Ef ég þarf að gefa samband innanhúss og númerið er á tali eða svarar ekki, kemur það Sigrfður Jakobsdóttir við gamla og nýja skiptiborðið. Ljósmynd Mbl. Kristján sjálfkrafa upp til mín aftur. Þá hef ég skerm þar sem ég get séð hvort einhver númer eru upptekin, svo ég þarf ekki að hringja í þau til að komast að því. Auk þessa eru ýmsir fleiri mögu- leikar, sem ekki eru nýttir, svo það er hér um bil hægt að gera allt með jæssu skiptiborði,“ sagði Sigríður að lokum og var greinilega ánægð með breytinguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.