Morgunblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1981
t Litla dóttir okkar og systir.
ÁSTA,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans fimmtudaginn 5. febrúar.
Kriatín Árnadóttir, Einar Esrason,
Árni Eara Einarsaon, Baldvin Esra Einarsson.
+
Eiginkona mín og móöir okkar,
ÍRIS VIGNIR,
Laugateig 35,
andaöist 2. febrúar. Útför hennar hefur fariö fram í kyrrþey.
Guömundur Hannesson,
Elsa Guömundsdóttir,
Bára Guömundsdóttir.
t
Útför
STEINGRÍMS GUDMUNDSSONAR,
fulltrúa,
Laugaveg 143,
veröur gerö frá Dómkirkjunni mánudaginn 9. febrúar, kl. 10.30.
Laufey Kristjónsdóttir,
Steingrímur Kristjónsson.
t
Maöurinn minn,
BJÖRGVIN JÚLÍUSSON,
Helgamagrastræti 19, Akureyri,
sem andaöist mánudaginn 2. febrúar, veröur jarösunginn frá
Akureyrarkirkju þriöjudaginn 10. febrúar kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Fjóröungssjúkrahúsiö á
Akureyri.
Gréta Júlíusdóttir.
t
Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
JÓN KJARTANSSON,
bifreiöarstjóri,
fré Sólbakka, Hofsósi,
veröur jarösettur mánudaginn 9. febrúar kl. 13.30 frá Fossvogs-
kirkju.
Sigríóur Jónsdóttir, Jónmundur Gíslason,
Anton S. Jónsson, Jórunn Jónasdóttir,
Kristrún Jónsdóttir, Magnús B. Magnússon.
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu hlýhug og samúö vlö
andlát og jarðarför konu minnar,
JÓNU LARUSDÓTTUR
fré Krossnesi, Eyrarsveit.
Fyrir hönd vandamanna.
Björn Sveinsson.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og jaröarför móöur,
fósturmóöur og tengdamóður okkar,
HELGU SIGURDARDOTTUR
fré Hnífsdal.
Helga Alfonsdóttir,
Olafía Alfonsdóttir, Jóakim Hjartarson,
Þorvaröur Alfonsson, Almut Altonsson,
Ólöf Karvelsdóttir, Péll Pélsson,
Sigrióur Karvelsdóttir, Jóhann Ólafsson,
Ólafur Karvelsson, Sigríður Sigurðardóttir.
t
Innilegar þakkir faerum viö öllum þeim sem vottuöu okkur samúö
og vinarhug viö andlát og útför,
JÓNS GUÐBRANDSSONAR,
Höföa.
Sérstakar þakkir færum viö læknum og hjúkrunarliöi Landspítal-
ans.
Einnig kirkjukór Kálfatjarnarkirkju og öörum félagasamtökum er
vottuöu hinum látna viröingu sína. Guö blessi ykkur öll.
Ásta Þórarinsdóttir, Guöbrandur Jónasson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Minning:
Þorgeir Bjarnason
á Hæringsstöðum
í dag fer fram frá Gaulverja-
bæjarkirkju útför Þorgeirs
Bjarnasonar, fyrrum bónda á
Hæringsstöðum í Stokkseyrar-
hreppi.
Þorgeir andaðist hinn 27. jan. sl.
á Sjúkrahúsinu á Selfossi en þar
hafði hann dvalist nokkra mánuði.
Hann var háaldraður eða á nítug-
asta og fyrsta aldursári er hann
lést. Þorgeir var um sína löngu
ævi hraustmenni mikið og fagnaði
lengst af sterkri heilsu. Hann
hafði því í fullu tré í glímunni við
elli kerlingu, en mátti sæta nokk-
urri hrörnun um minni síðustu ár.
Þorgeir Bjarnason fæddist á
Eyri í Mjóafirði við ísafjarðar-
djúp, 26. júlí árið 1890. Foreldrar
hans voru hjónin Ingibjörg Þórar-
insdóttir, prófasts Kristjánssonar
í Vatnsfirði, og Bjarni Jónsson,
Þorgeirssonar frá Búðum á Snæ-
fellsnesi. Þorgeir var yngstur af
fjórum börnum þeirra er upp
komust. Þegar Þorgeir var ellefu
ára að aldri lést faðir hans en
móðir hans brá þá búi og fluttist
Þorgeir þá til Halldórs Gunnars-
sonar bónda í Skálavík í Mjóafirði.
Þar átti hann heimili og gott
athvarf næstu árin og þaðan
fermdist hann. Halldór í Skálavík
reyndist honum sem sannur faðir
enda mat Þorgeir hann alla ævi
umfram aðra menn.
Nokkru eftir fermingarárið fór
Þorgeir til móðurbróður síns sr.
Kristján Eldjárns Þórarinssonar
á Tjörn í Svarfaðardal og vinnur
við heimili hans næstu árin. Og þó
að ekki sé mælt af kunnugleika,
fullyrði ég að þarna hafði Þorgeir
sest að á miklu menningarheimili
sem góð áhrif og þroskandi hafa
haft á hinn unga svein. Ekki er
t heldur ólíklegt að þar á bæ hafi
hann fengið hvatningu til þess að
ieita sér frekari menntunar og
fróðleiks enda ekki farið framhjá
glöggum vini hans sr. Kristjáni,
að til þess hefði hinn ungi frændi
hans augljósa hæfileika. Varð og
úr að Þorgeir sótti um skólavist á
bændaskóianum á Hvanneyri og
lauk þaðan búfræðinámi, en í
þann tíma var sá kunni skólamað-
ur, Halldór Vilhjálmsson, skóla-
stjóri þar. Að námi loknu réðist
hann starfsmaður að skólabúinu á
Hvanneyri og vann þar næstu
fimm árin. Einhverntíma á því
árabili mun Þorgeir hafa sótt nám
í Flensborgarskóla í einn vetur.
Að Hvanneyrardvöl sinni lokinni
fluttist Þorgeir til Suðurlands sem
síðan varð svo hans starfsum-
hverfi meðan aldur entist. Tiidrög
þess voru þau að hann var í
frændsemi og vináttu við Jón
Jónatansson fyrrum aiþingismann
Árnesinga og síðar ráðunaut Bún-
aðarsambands Suðurlands. Jón
hafði sótt búnaðarmenntun sína
til Torfa í Ólafsdai og síðar kynnt
sér landbúnaðarverkfræði í Nor-
egi. Nú hafði Jón ráðist öðru sinni
sem ráðunautur hjá Búnaðarsam-
bandi Suðurlands og varð að ráði
að sambandið efndi til námskeiðs
fyrir pilta þar sem veitt yrði
ieiðsögn um meðferð véla og hesta
við jarðyrkjustörf. Bað Jón Hall-
dór skólastjóra á Hvanneyri að
láta Þorgeir eftir til þess að taka
þátt í þessu námskeiði og varð
Halldór vel við þeirri beiðni. Tók
nú Þorgeir þátt í námskeiðum
þessum en ekki var hægt að hafa
nema fjóra þátttakendur. Að nám-
skeiðinu loknu, sem stóð í sex
vikur í tvö vor, réðst Þorgeir í það
að panta jarðyrkjuplóga frá Nor-
egi af þeirri gerð að hægt væri að
hafa fjóra hesta fyrír. Var þar um
að ræða öflugri jarðyrkjuverkfæri
en áður höfðu tíðkast til þeirra
starfa. Við þetta starfaði Þorgeir í
fjögur ár, tvö vor í Rangárvalla-
sýslu hjá þeim Guðmundi á
Stóra-Hofi og Björgvin sýslu-
manni á Efra-Hvoli, og svo tvö vor
í Árnessýslu, annað í Gaulverja-
bæjarhreppi, og hitt í Biskups-
tungum. Skilagrein fyrir þessu
starfi sínu gerði Þorgeir til Bún-
aðarfélags Islands og er ekki að
efa að þar hafi hann staðið að
fullu og öllu eins að og honum var
uppálagt. Öll störf rækti hann,
smá eða stór, af stakri samvisku-
semi og heiðarleik.
Árið 1917, réðst Þorgeir sem
vinnumaður til Skúla Thoraren-
sen, sem þá bjó í Gaulverjabæ. Á
þeim tíma, svo sem jafnan síðar,
var stórbúskapur í Gaulverjabæ.
Þorgeir hafði sjálfur sagt mér eitt
og annað því til sanninda þó að
þess verði ekki getið hér. En í
Gaulverjabæ kynntist hann Elínu
Kolbeinsdóttur sem þá var heima-
sæta á Vestri-Loftstöðum. Þau
gengu í hjónaband 14. maí 1918, og
hófu búskap það ár í Keldnakoti í
Stokkseyrarhreppi. Jörðin er ekki
landstór og ungu hjónin ekki
auðug af öðru en bjartsýni og trú
á samstarf sitt og hamingju.
Efnahagsleg afkoma bóndans og
heimilis hans byggðist þá, eins og
nú og ætíð, á því að afla vetrarfóð-
urs fyrir búfénaðinn, en þetta ár
var ekki sérlega hagstætt í þeim
efnum og var raunar grasleysi
algjört eftir hinn harða vetur og
það svo, að þrátt fyrir mikla elju
og harðfylgi reyndist erfitt um
öflun heyfengs. í Keldnakoti
bjuggu þau í þrjú ár, en fluttu
þaðan að Hæringsstöðum í sömu
sveit hvar Þorgeir hafði síðan
búforráð í 59 ár. Enginn hefir
annar búið lengur samfleytt á
Hæringsstöðum. Aðeins er vitað
um einn er hafði þar búforráð
jafnlengi.
Elín, kona Þorgeirs var fædd í
Hróarsholti í Villingaholtshreppi
12. ágúst árið 1894. Foreldrar
hennar voru: Sigríður Jónsdóttir
frá Vestri-Loftstöðum og Kol-
beinn Þorleifsson frá Stóru-Há-
eyri. Elín var farsæl húsfreyja,
hyggin og snyrtimennsku hafði
hún í öndvegi. Hún var skynsöm
og listræn persóna. Hógvær í
framkomu og geðþekk hverjum
sem hún átti orðastað við. Elín var
um nokkur ár organisti í Gaul-
verjabæjarkirkju, en ættmenni
hennar, eldri bæði og yngri, komu
mjög við sögu í þeim þætti safnað-
arlífs Gaulverjarbæjarsóknar. El-
ín lést 9. mars árið 1972.
Þorgeir og Elín eignuðust 10
börn. Fimm þeirra létust í frum-
bernsku, en þau er upp komust
eru: Kristján Eldjárn, bóndi í
Skogsnesi. Kvæntur er hann Guð-
nýju M. Öfjörð. Þau eiga sex börn,
fimm syni og eina dóttur. Kol-
beinn múrarameistari. Börn hans
eru tvö. Bjarni Kristinn, bóndi á
Hæringsstöðum. Ókvæntur. Sig-
ríður Ingibjörg, gift Þorsteini
Sveinssyni lögmanni. Sólveig Ant-
onía, verslunarstúlka. Ókvænt. Öll
bera þau systkin ríka kosti for-
eldra sinna og sterkt ættarmót.
Greind vel og tryggir vinir þeim
sem þau velja að vinum.
Það sem ég hefi nú sagt um
minn aldna vin, Þorgeir á Hær-
ingsstöðum, er auðvitað ekki nema
ófullkominn rammi um lífsmynd
hans. Sjálf myndin er auðvitað
ófullgerð. Hana get ég að sjálf-
sögðu ekki gert svo að samboðin sé
hans farsæla lífshlaupi og einlægu
trú á allt þáð góða og heiðvirða er
hann trúði og treysti að byggi í
hverjum einstaklingi sem hann
átti skipti við.
Þorgeir var félagslyndur maður
umfram aðra menn og svo sáttfús
og einlægur að þar komust ekki
margir til jafns við. Þetta fólst
ekki í því að hann leyndi skoðun-
um sínum, heldur í því að hann
talaði máli sínu djarft og einarð-
lega með auðheyrilegri vissu þess
að áheyrandinn féllist á sitt mál.
Hann sóttist ekki eftir félagslegri
forustu, en kunni vel að meta
traust er fjöldinn sýndi honum og
vékst ekki undan að verða með
störfum sínum að liði.
Hann sat í hreppsnefnd Stokks-
eyrarhrepps árin 1938—1942 og í
stjórn Búnaðarfélags Stokkseyr-
arhrepps í allmörg ár. Umsjónar-
maður Þorleifsgjafasjóðs var
hann frá árinu 1940. Hann var
einlægur stuðningsmaður að
stofnun Mjólkurbús Flóamanna
árið 1929 og raunar einn af
stofnendum þess. Þorgeir var þá
þegar kjörinn í varastjórn
Mjólkurbúsins og átti sæti þar
áratugum saman. Mætti hann oft
á stjórnarfundum í fjarveru aðal-
manna og tók þannig virkan þátt í
stjórnun Flóabúsins. Hann var
einnig fulltrúi Stokkseyringa í
fulltrúaráði MBF fram til síðari
ára.
Annan samvinnufélagsskap lét
Þorgeir sig og miklu skipta hér
sunnanlands, en það var viðgang-
ur Kaupfélags Árnesinga. Var
hann deildarstjóri þess félags
fyrir Stokkseyri áratugum saman
og segja mér kunnugir, að hann
hafi engan aðalfund þess félags
setið án þess að láta í ljós vilja
sinn og ósk um samheldni og
virkni þess félagsskapar. Sannar
það aðeins það sem ég veit, að
hann vildi allstaðar hvetja til
samstarfs og sátta í því augnamiði
að á þeim grunni yrði grettistök-
um lyft.
í sýslunefnd Árnessýslu tók
hann sæti árið 1964 er hinn virti
nefndarmaður Stokkseyrarhrepps,
Ásgeir Eiríksson, féll frá. Þorgeir
var jafnan endurkjörinn til starfa
Kristján Sumarliði
Eggertsson - Minning
Kristján Sumarliði Eggertsson
lézt að heimili sínu í Florida í
Bandaríkjunum 18. janúar sl.
Hann var fæddur 23. apríl 1896
að Hafursstöðum í Hnappadals-
sýslu, sonur hjónanna Rósu
Helgadóttur og Eggerts Benja-
mínssonar.
Haustið 1914 sigldi hann á
millilandaskipinu Hermóði til
Frakklands. Stundaði hann upp
frá því siglingar með ýmsum
þjóðum. í Frakklandi kynntist
hann eftirlifandi konu sinni
Yvette. Fluttu þau til Bandaríkj-
anna 1921 og starfaði Kristján þar
sem skipstjóri á fljótabátum unz
hann komst á eftirlaun, en þá
fluttu þau til Florida. Þau eignuð-
ust tvo syni, Charley og Gilbert, sá
fyrrnefndi lézt í flugslysi fyrir
nokkrum árum.
Systkini hins látna.