Morgunblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1981 HLAÐVARPINN GAMLAR MYNDIR Úr kvikmyndinni „Pecheur d'Islande“ írá 1924 eftir Jacques Baruncelli. Fiskimennirnir við ísland veiddu mest á 'linu, en liklega er myndin lika tekin af frönskum fiskimönnum við Nýfundnaland. Fágæt kvikmynd um íslandssjómenninafrá 1924 sýnd i franska sjónvarpinu í VINSÆLUM þætti í franska sjónvarpinu. sem nefnist Thal- assa, er verið að sýna (jamlar kvikmyndir, sem fjaila um hafið ok sæfarendur og þykja sumar miklir dýrgripir. Fyrsti þáttur- inn hófst föstudaginn 23. janúar með „fáuatri fiimu, styttri út- Káfu (20 mínútur) af myndinni „Pecheurs d’Islande“, einu kópí- unni sem enn er til af kvikmynd Jacques de Baroncelli, sem varð- veitt var hjá syni hans“, að því er segir í blaðinu Express. En myndin er gerð 1924 og byggð á sögu Pierre Lotis um „Sjómenn- ina á íslandsmiðum“. Nefndar eru í upphafi greinar- innar tvær af gömlu myndunum, „Barque sortant du port de La Ciotat" sem er mynd Louis Lumi- eres frá 1895 og Pecheur d’Islande (1924) „þar sem ungi leikarinn í sjóklæðum og með sjóhatt, Char- les Vanel, kom tárunum út í hverju bretónsku húsi“, eins og það er orðað. Um myndina er sagt: „Þennan föstudag mátti sjá í þessari mynd mjög fallegan kafla um biðina eftir skipunum á fjar- lægum miðum. Þetta er fágætt ánægjuefni fyrir þá sem unna tíma gömlu sæfaranna. Þær voru margar þorskveiðiduggurnar, sem þá söfnuðust saman í höfninni í Bréhat (við Paimpol) og sigldu út undir fullum seglum. Nú eru þær allar horfnar. Fram að tíma tal- myndanna eða frá 1895—1927 þóttu kvikmyndir af hafinu ákaf- lega merkilegar og nutu vin- sælda." Fjölmargar frægar myndir um sjógarpa eru sýndar í þessum föstudagsþáttum. Stjórnandi þátt- anna, Georges Pernoud, skoðaði ásamt þekktum kvikmyndagerð- armanni, Jean Pierre Lovichi, slíkar myndir og segja að þar sé um tvær aðgreindar stefnur að ræða, þá amerísku og þá evrópsku. Amerísku myndirnar hallast frá upphafi að frásögnum af ensk- saxneskum goðsögnum undir áhrifum frá Defoe, Stevenson, Melville og Jack London. Þær evrópsku, að undanskildum sögum Jules Vernes, snúast fremur um að lýsa „hinu grimma hafi“ og þeim sem lifa af því sem það gefur. Er sýnt fram til 13. febrúar úrval mynda frá þessum tveimur stefnum frá upphafi og fram undir okkar daga. Þar skipar Pecheur d’Islande sýnilega vegleg- an sess. HEIMSFRÆGÐ 26 N.J 7HE NEW YORK TIMES, SUNDAY. JANUARY II. 1*1 Spectacular ‘Portrait of Iceland’ On View at Newark Museum B)r JOHN C ALDWLLI \nnthrr remarfcabl* imagr it "A rjonl In Wad Ueland (Hvalf)or*<r)." la wluch ih* water touchn 11» <hore- llne In bcautlful. flamHihr pailerm The f)onJ ic ao atlll thai n raflacta iha clauda above All araund ara toorams. it-irk muumair-. and in thr boctgtrmiml theak) ■» a ma^H'ally cubtir pmk fnr afaur - rrw „ ailikr anvihin* A photofsraph of u U-Oupnl vallry m North Irrlar J i Blrikvmyaradalur) 'hown i prrfnny icmmrtrical trou*h in a totall) ui inlabiinl uwvcovrrrd row nvrr. w-nniflv ronfmrct *,v thr vallry i:. rratn. This phntog aph. obirlt takrn fro-v H.OOOIm crrmv ti. n.tar arnmatr 'lw f<M r, of viturr wtm h hrrr has •wtkrd t»i>h • -rh prrt. >f, nd h v> withoul itKKjrnt or adornrnmi a* tu mahr Ihr prct-rr apprar Itkr a moon It t* cr.'t fly Mr Rurrtckwon s aentl vicw* tha' ma'r this rtthtbnujn vj out rt 'hr ordmatv alihn-igh many of his lard«e»p<“ tak-Ti frivm thr ground arr vrry bratHlftil •» Onr *.as tho dm onrrrtin* titlr, "Cbunk of kt In Onr uf thr Olactal Lakn Al'm* th- Margm of Vatna )okull. thr Larjrst li <ap Outtidr thr Polar Rrgions" In thr lorrgraund i* an jmazinjlv convoluted lorm that n rrflrct' thr rty It >lt* llkr a vtsmn tn dark-Mue water beneuth an onfy sltghtly lightrr *ky Another photograph. thW onr of a mounuin seen in proflle wtth a ctrrular cap of snow. ts almoat eenr Ut tta power One thtnkt of a None (od nntt tng toward the summlt Another tpectacular landacape — (Ms photograph n entitled Midnlght Sun In June” - show* a aky brtlllantly filled With intOTar rad and orangr ckrad* The tmage ts surpristhgly llke the famoua patming, "Twiltghi m the WikJemesa." by Fradertc Church, thr I9th-cemury Amencan artlst Not atl of Mr Rurncksaon t work is so arresnng Some photographs of pro ple and of ftowers ara not too dtfferant frora ihooe we know from Ihr Nattonal Grographie Yet. they ara alway* at the very leasi pretty. and themdnbMMn Tho thow. lentativrly srheduled to run until March I. ta a somewhai ra dured veratoo of one thai waa at ihe Nikun House m New York last fall The Newark Mtneum la at 4» Waahington Straot In dowmown Newark. and iaopen everydayfromnoontoSP.M. • A Bjom Rurrícknon photograph from' A Poctmit of Iceland' at the Newark Muaeum „Sumir verða heimsfrægir á ís- landi, Björn Rúriksson úti í heimi“ SUMIR verða heimsfræg- ir á íslandi, aðrir úti í hinum stóra heimi. Björn Rúriksson ljósmyndari er einn af þeim, sem frægur er orðinn erlendis og um hann er fjallað í ekki ómerkara blaði en The New York Times. í því blaði frá 11. þessa mánað- ar er fjallað um ljós- myndasýningu, sem Björn heldur nú í Newark Mus- eum og kallast „A Por- trait of Iceland" og segir blaðið hann vera sérfræð- ing í landfræði íslands. I greininni um Björn segir meðal annars: „Þessi landfræðilega þekking hans hlýtur að hafa verið Birni mikil hjálp í að finna eitthvert fallegasta og sérkennilegasta lands- lag, sem undirritaður, John Caldwell, hefur séð. Fjölmargar mynda hans eru sérkennilegar og ein- stök listaverk og allar eru þær eins og slíkar myndir verða beztar. Þetta er sýning sem vissulega er virði að sjá og ástæða til að hvetja þá sem g,eta til að sjá verk þessa íslenzka lístamanns." BARN ASTARF ■■ Kátt á hjalla í Hólabrekkuskóla Á HVERJUM lauKardegi upp úr kl. 2 er mikið um að vera i Hóiabrekkuskóia. Þar er sungið. sagðar söuur. sýndar myndir og upp á ýmsu fleiru er fitjað fyrir börnin i Breiðhoitinu. Það er Hjálpræðisherinn í Reykjavík sem hefur nú um sex ára skeið staðið fyrir þessum samkomum en þær eru fyrir börn á öllum aldri. Umsjónarmenn með samkomunum nú um stundir eru þau Ragnar Henriksson og Tor- hild Ajer og Daníel Óskarsson hleypur svo undir klakk með þeim þegar hann er ekki öðru að sinna. Torhild Ajer er norsk að þjóð- erni og ætti á voru máli að heita Þórhildur en hún hefur verið hér síðan í júlí á síðasta ári. Hún sagði okkur á Hlaðvarpanum að hún kynni bara vel við sig hér á landi, kvaðst vera farin að skilja flest sem við hana væri sagt á íslensku en ennþá vefðist henni tunga um tönn þegar hún ætlaði að reyna að taia hana. Eftirvænting og áhugi skin úr hverjum svip og greinilega eitthvað spennandi um að vera. Það er mikið sungið i Hólabrekkuskóla og hér er það Tor- hild sem leiðir sönginn með gitarspili. íleiðinni Sérkennileg sparnaðarráðstöfun DAGUR á Akureyri er okkur drjúgur hér á Illaðvarpanum og hér á eftir fer lítil frétt úr blaðinu um ráðdeildarscmina i Siglufirði: A síðasta fundi bæjarráðs Siglu- fjarðar var samþykkt tillaga þess efnis að bæjarstjóra sé óheimilt að gefa út, í nafni bæjarins, hærri ávísanir en 1000 krónur. Þetta fyrirkomulag gildir þar til fjár- hagsáætlun liggur fyrir. Það voru fulltrúar Alþýðubanda- lagsins og Alþýðuflokksins sem greiddu atkvæði með tillögunni, en heimildarmaður DAGS sagði að í rauninni skildi enginn tilganginn með tillöguflutningnum. „Núverandi bæjarstjóri hefur síður en svo verið talinn viljugur til að greiða reikninga. Hann hefur haldið vel á pyngju bæjarins, svo við verðum að leita annarra leiða til að fá skýringu, en hana er ekki auðvelt að fá. í stuttu máli ómögu- legt,“ sagði viðmælandi DAGS. „Ég veit ekki hvernig starfsmenn bæj- arins eiga að fara að því þegar háir reikningar berast. Ef þú kemur t.d. með reikning upp á 10 þúsund krónur má vel vera að þú verðir að koma 10 sinnum. Á það hefur ekki reynt enn.“ Belgarnir að fá ’ann ... Á ÍSLANDSMIÐUM eru yfirleitt allan ársins hring nokkrir belg- ískir togarar. Oftast eru 3—4 Belgar hér hverju sinni, en átta belgískir togarar sækja hingað afla. Halda þeir sig oftast undan Suðurströndinni eða Suðvestur- landi. Á hverju skipi eru sex skipverjar, gjarnan hertir tog- arajaxjar, sem í mörg ár hafa sótt á íslandsmið. Undanfarið hafa Belgarnir ver- ið úti af Reykjanesi og haldið heim á leið eftir 10—15 daga á miðunum með 30—50 Iestir. Á dögunum tókst einum þeirra að fá 56 lestir á 11 dögum og var skipstjórinn í sjöunda himni með aflabrögðin er hann tilkynnti sig til Landhelgisgæzlunnar. Mestur hluti aflans var karfi, en einnig ufsi, þorskur, langa, keila og ýsa. Belgarnir ísa fiskinn um borð og landa yfirleitt í Ostende. Þó kemur það fyrir að þeir selji aflann í Bretlandi ef þar er von á góðu verði og þeir eru með mikið af þorski í aflanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.