Morgunblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1981 Siggeir Ólafsson húsasmíðameistari: Er fasteignamatið á viliigötum? Fasteignamat ríkisins skal starfa samkvæmt lögum útgefn- um 1976. Það starfar undir stjórn forstjóra sem ráðherra ræður. Við fasteignamatið skal starfa ráðgef- andi 11 manna nefnd frá ýmsum aðilum. Hún kýs sér formann og skal hann kalla ráðið saman ekki sjaldnar en tvisvar á ári. Nefnd þessi mun ekki hafa verið kölluð til fundar nema einu sinni, svo varla verður hún sökuð um ef eitthvað er athugavert við fram- kvæmd matsins. Hvert er svo starf Fasteigna- mats ríkisins? Það er að skrá allar fasteignir á landinu, jarðir, lönd og lóðir, og meta til peningaverðs. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að þessar upplýsingar séu til í að- gengilegu formi, en að hinum almenna borgara snýr aðeins ein hlið á fasteignamatinu. Það er fasteignamatið sem skattfótur, en á síðustu árum er hefur verið um mjög miklar fjárhæðir að ræða, svo sem fasteignaskatt, eigna- skatt, þinglesningargjald og fleira. Það á því að vera höfuðmarkmið matsins að þar gæti samræmis svo að skattþegnum sé ekki mis- munað. Matsreglur Samkvæmt lögum um fast- eignamat skal meta fasteignir samkvæmt gangverði umreiknuðu til staðgreiðslu (17 gr.). En hvern- ig verður þetta gangverð fasteigna til t.d. á höfuðborgarsvæðinu og víðar? Við skulum athuga það nánar. Einhver mundi sjálfsagt svara: Það fer eftir framboði og eftirspurn. En málið er ekki svo einfait. Söluverð húsa og fasteigna fer eftir verðlagningu fasteigna- sala sem hafa hagsmuna að gæta, nefnilega að selja sem dýrast þar sem þeir fá sín laun í prósentum af sölu. Lesendur góðir, þið hafið sjálf- sagt oft heyrt svona auglýsingu: „Látið okkur selja húsið ykkar. Við sendum menn til að verðleggja það.“ Við skyldum nú ætla að þetta væru byggingafróðir menn eða sérfræðingar frá Fasteignamat- inu. Ó, nei. Þetta eru sölumenn. Eða þessi auglýsing: „Höfum til sölu einbýlishús á fögrum stað við sjó. Heillandi fagurt sólarlag." Þá höfum við það. Við þurfum að borga fyrir sólarlagið og sjávar- loftið. Og það væri svo sem meinlaust, ef hvorttveggja væri ekki notað sem undirstaða undir fasteignamat! í Morgunblaðinu 29. jan. sl. var greinargerð frá forstjóra Fast- eignamatsins. Henni fylgir meðal annars mynd af honum með línu- rit yfir sveiflur á fasteignamark- aðnum, sem honum þykir sjálfsagt mjög merkilegt. Línuritið er at- hyglisvert, því það sannar hversu atgjör fjarstæða það er að miða fasteignamat við markaðsverð fasteignasalanna. Og hvað veldur svo þessum sveiflum í söluverði á fasteignum? Venjulega hefur eftirspurn eftir húsnæði stóraukist þegar fólk hefur óttast gengisfellingu eða einhverjar slíkar ráðstafanir ríkisvaldsins. Þá hafa fasteigna- salar gripið tækifærið og hækkað verð eins mikið og þeir hafa talið sér mögulegt, því þeirra viðskipti eru ekki háð verðlagseftirliti, sem þó væri full ástæða til. Mörg dæmi munu vera um það að húsnæði hafi verið selt með 30% álagi og þar yfir miðað við kostnaðarverð. Og hverjir verða svo fyrir því að kaupa á þessum ágæta frjálsa markaði? Það eru þeir sem síst skyldi, fólkið sem oft hefur úr minnstu að spila, og hefur ekki haft möguleika á að ná sér í lóðir og byggja. En þetta blessaða fólk er ekki laust við fasteignasalana þó það sé Hækkun fasteignamats í Reykjavík nalægt 60% I _ Svipuð hækkun á höfuðtorgarsvæðmu I hækkun í Kópavpg1 er umiram u, 5o% ' aSWÍSÍÖ* ^ » undir gangverð, ,buða - ,r Wr linurit u j-'KKI N I»*teiltn»nu,t'> » r,n, m,i|, mánaða u« vær „HÆKKl'N M»ku-.ir«ri|tnumrrbrrytnrK HgT nila-K' «« • *•“ 197? Atvinnubunnrði brkkar rkki riiu- mlkið. rða um til 18% Þmr krmur lyrat o* »=?bí£Ss l«*nuhu>nrði t \rtun»Wo(öa li mrð (réttamonnum. rn •Trnamat tók (Udt þann siða!>tltðlna ^ ítllkynninKar f. tt hrr mrð l.nurit um ívriflur milli minaða u« v»ri u hjartaajúklinK að rmða Þ* W™ káin Ikki *» k™f*, í'™ Guttormur a íundmum Skortur á lóAum á hofuAborgarsvæAinu kom fram á fundinum. aö , i hvKKingarlóðum fyrir ibuð- mrira rn ibúðarhuanarði aiðuatu sú i.~ú kú" j ..Aaatliðnu iri o« rr avo aO aja. ao akortur rf * ibúðarhuaatoðum * „11. kol«»>“n“r'"í'"'„„,„?Í; fyrir aolutrrgðu, þá __ „wfctaW/ rkki Irú úr.~ '«k * w* voru þau hin vrratu tra .w.h.li, rú. 7S-I ú hr*. ú™ ,búú. 3 hrrhrmi 3SI Þ"*_ Ijílbýlirk.. i Brr,úb.,ll. * I” ,bú”í hrrlsnii. M Þ„. » I". ibúð. 4 hrrhrnci. 284 pua ^Smnakí^timburhua á '"vvftum ,L /_ ^rhrð. 'i hrrhrno. 28« b„, s.b,hýliJ|ú. i b.rhirð '« hrrhrnci. þúa 73 fm riaibuð. 4 hrrbrrgi. 2K2 þua “»úrir;Írh.k,/,, „-k-í- * hloðnum kjallara i Auaturtur ifra ílSh,”..,, »71", »' >”»a'":' atrinatrvpt rinbý'liahúa i ;?„li ,l«ú. kj.llúri m r,« fm , 308 þú» búið að kaupa, því samkvæmt lögum um fasteignamat á að nota verðlagningu fasteignasalanna við fasteignamat í framtíðinni. Það er semsagt verið að löggilda fast- eignabraskið. Forstjóri fasteignamatsins get- ur þess í greinargerð sinni að verð á íbúðarlóðum hafi hækkað all- mikið af því að byggðarlögin á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki get- að séð þegnum sínum fyrir nægi- legum byggingarlóðum. Já, það er nú svo. Ymsir fá samt lóðir án þess að þarfnast þeirra sjálfir nema til að hagnast á þeim, þótt það sé hæpinn verslunarmáti. Hvernig er svo fasteignamatið í framkvæmd nú? Samkvæmt lög- um er hús tekið í fasteignamat þegar það er fokhelt. Síðan á að meta það á hverju ári þangað til það er fullgert, og hvenær eru hús fullgerð? Samkvæmt þessu er hægt að meta sama húsið 4—5 sinnum eða oftar, því hús eru lengi fsmíðum hjá fólki sem hefur úr litlu að spila. Hvaða tilgangi þjónar svo öll þessi skriffinnska og skoðunar- gerð við hvert hús, og hvað kostar þetta? Ég sé ekki að þetta þjóni öðrum tilgangi en þeim að pína skatta út úr því fólki sem síst hefur efni á því, fólki sem er að berjast við að koma sér þaki yfir höfuðið og skapa verðmæta fasteign. Ég tel það algjörlega rangt að taka í fasteignarmat og skatt- leggja húsnæði fyrr en flutt er í það eða það er orðin arðbær fasteign. Hvernig á að verðleggja húseign? Verðlagning á húsum og mann- virkjum getur sannarlega ekki farið eftir öðru en byggingar- kostnaði á hverjum tíma, og fram- reikningur verður að sjálfsögðu að fylgja byggingarvísitölu að frá- dregnum afskriftum. Byggingar- kostnaður á landinu er mjög svipaður. Þótt sami stuðull fyrir Guðrún Helgadóttir alþingismaður: Nokkur orð um Skálholtsstað í Morgunblaðinu 3. febrúar birt- ist langt viðtal við rektor Skál- holtsskóla að því tilefni, að ég hafði lagt fram fyrirspurn á Alþingi um rekstur staðarins og kirkjumálaráðherra Svaraði henni. Fyrirspurn mín var á þeSsa leið (á þingskjali nr. 129): 1. Hvernig er rekstri Skálholts- staðar háttað og hvernig starfsemi fer þar fram? 2. Hvernig er ástatt um hið mikla bókasafn Þorsteins Þorsteins- sonar sýslumanns, sem geymt er í Skálholti? Hvernig er nýting þess og hvaða aðili hefur umsjón þess með höndum? 3. Hefur verið mörkuð stefna um framtíðarrekstur Skálholts- staðar og hlutverk hans? Á fjárlögum 1981, sem ég átti þátt í að samþykkja, eru Skál- holtsskóla ætlaðar 88,629 milljón- ir gamalla króna og Skálholtsstað 10 milljónir gamalla króna. Ég þóttist því vera í fullum rétti til að bera fram áðurnefnda fyrirspurn, enda taldi kirkjumálaráðherra ekki eftir sér að svara henni, þó að þau svör nægðu ekki alls kostar að mínu mati. Morgunblaðið virðist hafa feng- ið áhuga á málinu og sendi blaðamenn á staðinn, sem tóku viðtal við rektor Skálholtsskóla. Var það virðingarverður áhugi á þessum merka stað. En þá bregður svo við, að rektor sér ástæðu til að ráðast að mér persónulega með þarflausri ókurteisi, í stað þess að ræða málefnið. Lætur rektor að því liggja, að ég hafi ráðist að starfsemi í Skálholti og undrast „hvaða hvatir" liggi að baki fyrir- spurnar minnar. Embættis- mannahroki er ekki nýlunda hér á landi, en oftast láta þeir sér nægja að sýna hroka sinn á sæmilega siðaðan hátt. En séra Heimir Steinsson hefur ekkert fyrir því. Honum finnst þingmönnum ekk- ert koma við, í hvað fjármunir til staðarins fara, því síður finnst honum eitt dýrmætasta bókasafn í landinu, sem keypt var fyrir almannafé, koma öðrum við en sér einum. Fyrirspurnir af þessu tagi eru algengar á Alþingi, ef rektor er ekki kunnugt um það, og er talið með öllu eðlilegt að þeim sé svarað. Ástæður fyrir slíkum fyrirspurnum eru langoftast þær, að fyrirspyrjendur hafa áhuga á viðkomandi stofnun, vilja bæta hag hennar eða eru uggandi um mannvirki eða fjármuni. Að mínu viti er fyrirspurnaformið að því leyti gott, að oft má vekja athygii á ákveðnum málum og hrinda af stað breytingum til bóta. „Hvatir" mínar voru nákvæmlega þær í þessu tilviki, að ég vildi glöggva mig á hugmyndum um framtíð- arrekstur Skálholts og vekja at- hygli á þeim bókum, sem þarna eru geymdar — og mörgum gleymdar. Annað verra gekk mér nú ekki til, auk þess sem ég tel hverjum þingmanni skylt að hafa hugmynd um til hvers fjármunir ríkisins eiga raunverulega að nýt- ast og hverjum þeir eiga að koma að gagni. Ráðherra svaraði fyrstu spurn- ingunni með því að rekja þá starfsemi, sem fram fer í Skál- holti. Að einu leyti var sú skýrsla röng, en það var fullyrðing ráð- herra um, að sumarbúðir fyrir æskufólk væru reknar á staðnum. Sá rekstur er ekki lengur í gangi, og var mér það vel kunnugt. Biskupsritari gaf mér þá skýr- ingu, að aðsókn væri hreinlega ekki nægjanleg. Lýsti ég síðan áhyggjum mínum af bágbornu ástandi þeirra mannvirkja, sem byggð voru undir þá starfsemi, en þeim hefur greinilega ekki verið haldið við, enda fjárframlög til þess allt of lág. Ónotuð og vanhirt mannvirki, sem byggð hafa verið fyrir almannafé, eru svo sannar- lega mál sem varða Alþingi. Ráðherra taldi bókasafnið vera „vel geymt í eldtraustri geymslu. Hins vegar hefur það dregist af ástæðum sem augljósar eru, að koma safninu fyrir í húsnæði, sem gerir fært að nýta það. Þyrfti þá einnig að vera varsla á safninu. Þetta verður. að bíða þess tíma, þegar fé verður fyrir hendi til að reisa hentugt húsnæði fyrir safn- ið, og þá verður einnig unnt að opna það til afnota". Ekki minnt- ist ráðherra á, að Skálholtsrektor hefði tekið að sér að líta eftir safninu, og biskupsritari ekki heldur í viðtali við mig. Séra Heimir Steinsson segist hafa tekið þetta að sér 1979. Vel má vera að svo sé. En ekki veit ég til að hann sé neinn sérfræðingur í meðferð bókasafna, allra síst gamalla bóka, sem eru afar við- kvæmar. Enda ber allt tal hans vott um það. Hann segir um húsnæðið að „þó kæmi það fyrir, Þetta bókasafn er ekki „vel geymt“, segir Guðrún Ilelgadótt- ir. að lítilsháttar slagi kæmi í glugga í miklum hitabreytingum, en aldrei hefði það orðið það mikið að rynni niður á gólf“. Gamlar bækur þurfa að geymast við mjög ná- kvæmt hita- og rakastig, og alls ekki við útvegg. Um nýtingu safnsins segir klerkur, að „við, ég og kona mín, höfum farið reglu- lega í turnherbergið og reyndar dvalið hér löngum stundum, enda ekki í kot vísað þar sem safnið góða er“. Síðan segir hann að hluti safnsins sé notaður af nemendum Skálholtsskóla, einkum skáldverk höfunda frá þessari öld. Ekki er þess getið, hver annast skil og skráningu á þeim. Ráðherra upp- lýsti að við safnið hefði bæst gjöf Páls Kolka og konu hans. Ekki var þess getið að þær bækur hefðu verið skráðar, og í viðtalinu í Morgunblaðinu kemur fram, að þær bækur séu í kössum á gólfinu. Ég efast um, að nokkrum bóka- safnsfræðingi þætti það bókasafn „vel geymt". Og hvergi kemur fram, hver gætti safnsins frá árinu 1965 og þar til séra Heimir tók það að sér árið 1979. Síðasta spurning mín fjallaði um hugmyndir ráðherra um fram- tíðaruppbyggingu á staðnum. Ráð- herra las upp stefnumörkun kirkjuráðs frá 1963, er það tók við staðnum með sérstökum lögum. Ég gerði þá athugasemd, að eins og komið hefði í ljós ættu hug- myndir þess vart við rök að styðjast, enda hefði Alþingi ekki getað veitt fé til allra þeirra framkvæmda, svo að Skálholt yrði „kirkjuleg miðstöð í sem fyllstum mæli og hafi kirkjan þar svo góða starfsaðstöðu er framast má verða og hafi á að skipa sem fullkomn- ustu starfsliði og forustu", eins og segir í stefnumörkun kirkjuráðs. Eg hygg að fleiri alþingismenn en ég dragi í efa að þetta sé raun- hæft. Eitt af því sem stefnt er að, er rekstur menntaskóla í Skálholti sem geri menn hæfari til guð- fræðináms. Varla er óeðlilegt að draga í efa að alþingismenn fallist á að veita fé til slíks skóla, sem þar með yrði utan við allt mennta- kerfi í landinu á sama hátt og lýðháskólinn í Skálholti nú er. Áhugi þeirra kom berlega í ljós,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.