Morgunblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1981 Ólafur Gunnarsson Neskaupstað: Verkefni stjórnvalda er ekki að koma fiskvinnslunni á „núllið“ Ekki er hægt að breyta frystihúsi í skreiðar- verkunarstöð. Útreikningar Þjóðhagsstofnun- ar gefa ekki rétta mynd af afkomu sjávarút- vegsins. óþolandi dráttur hefur orðið á því að ákveða fiskverð. Ekki er hægt að jafna tap í einni grein fiskvinnslu upp með hagnaði í annarri nema að mjög takmörkuðu leyti. Verkefni stjórnvalda er ekki að koma fisk- vinnslunni á „núllið“, heldur í a.m.k. 7% hagnað. Þegar þetta er skrifað, 4. febrúar 1981, er enn ekki búið að ákveða fiskverð. Það liggur ljóst fyrir, að ekki er hægt að ákveða fiskverð nema stjórnvöld komi til og búi svo um hnútana, að rekstrargrundvöllur sé bæði fyrir útgerð og fiskvinnslu. Engan þarf að undra, þó afskipti stjórnvalda séu nauðsynleg í þessu sambandi, þar sem afkoma sjávar- útvegs ákvarðast að mestu af verð- bólgu innanlands annars vegar og gengi íslensku krónunnar hins vegar. Þó til séu fordæmi um það að fiskverð sé ekki ákveðið á réttum tíma, eru slík vinnubrögð gjörsam- lega óviðunandi. Það eru ekki aðrir launþegahópar en sjómenn, sem þurfa að una því hvað eftir annað að vita ekki vikum saman, hvað þeir hafa í kaup. Atvinnurekendur í sjávarútvegi hafa ekki hugmynd um þaö hvernig afkoma er á fyrirtækjunum, eða hvort þeir ættu e.t.v. að stjórna veiðum og vinnslu á einhvern annan hátt en gert er. Oddamaður yfirnefndar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins er frá Þjóð- hagsstofnun, en sú stofnun er jafn- framt ráðgefandi aðili fyrir stjórn- völd í málefnum, sem tengjast af- komu sjávarútvegsins. Ég get ekki varist þeirri hugsun að Þjóðhagsstofnun virðist í auknum mæli vera að verða óskhyggjufram- Ieiðslustofnun fyrir stjórnvöld. Um leið fjarlægist stofnunin það, að athuga stöðu atvinnuveganna á hlut- lausan hátt. Röng mynd Nú liggja fyrir niðurstöður Þjóð- hagsstofnunar, um stöðu fiskveiða og fiskvinnslu í janúar 1981 fyrir fisk- verðsákvörðun. Það af þessum niðurstöðum, sem m.a. gefa tilefni til framangreindra fullyrðinga eru eftirfarandi: 1. Þjóðhagsstofnun leyfir sér að full- yrða að kostnaðarliðirnir, veiðar- færi og viðhald séu óeðlilega háir árið 1979, á öllum íslenska fiskiskipaflotanum. Það þarf kjark til að koma með yfirlýsingu um slíkt og ákveða síöan gjör- samlega út í loftið í framreikningi, það sem Þjóðhagsstofnun telur hæfilegt í þessu sambandi fyrir allan flotann. 2. Vaxtaútreikningur Þjóðhagsstofn- unar hlýtur að vera mjög óná- kvæmur, þar sem aðeins er tekið mið af fáum skipum, sem dæmi má nefna að af um 70 minni skuttogurum eru aðeins skoðaðir vaxtareikningar 5 skipa. Þessi ónákvæmni verður eins og annað, til þess að skekkja mynd- ina og er notað af Þjóðhagsstofn- un til þess að áætla lægri vexti á fiskiskipaflotann en þeir eru í raun. Landssamband ísl. útvegs- manna hefur gert athugasemd við þessi vinnubrögð og telur þetta valda því að Þjóðhagsstofnun sýn- ir tæplega 2% betri útkomu en er í raun. 3. Lík vinnubrögð og í )ið 1 eru viðhöfð varðandi vinnulaun og viðhald frystihúsa. Þar fullyrðir Þjóðhagsstofnun, að þessir liðir séu of háir og lækkar þá í sínum áætlunum. Varla þarf að endur- taka það, að það er enginn sér- fræðingastimpill á siíkum vinnu- brögðum. Nær væri að bíða eitt ár og sjá hver niðurstaða ársins 1980 verður. 4. Nú er talið að vanskil útgerðar og fiskvinnslu nemi 40—50 milljörð- um gkr. Þjóðhagsstofnun lætur sem þessi upphæð sé ekki til. Ekki er reiknað með vöxtum af þessari upphæð, þó þeir nemi senni- lega yfir 20 milljörðum gkr. Væri nú ekki ráð aö taka þessa upphæð með í útreikninga Þjóðhagsstofnunar, ef þeir eiga að sýna raunhæfa niður- stööu. Það munar nú um minna en 20 milljarða gkr. Til samanburðar má nefna að allir vextir fiskvinnslu og fiskiskipa nema loðnubáta nema rúmiega 31 milljarði gkr. samkvæmt áætlun Þjóðhags- stofnunar. Þessa upphæð þarf að endurgreiða og gera verður ráð fyrir að það sé gert af hagnaði fyrirtækja í sjávarútvegi. Þetta verður látið nægja um þátt Þjóðhagsstofnunar í bili. Ekki verður séð að sjávarútvegurinn geti lengur unað þeim vinnubrögðum, sem þar tíðkast. Nokkuð ber á því að stjórnvöld vilji leggja saman allar greinar fisk- vinnslu, þ.e. frystingu, söltun og skreið. Takmarkaö svigrúm Það sem hefur verið hvað merki- legast við íslenskan sjávarútveg, er það hve fljótt hefur verið brugðist við breyttum aðstæðum á hverjum tíma. A síðasta ári varð aukning saltfiskframleiðslu 25,7%, frá árinu 1979. Aukning skreiðarframleiðslu nam 166% en minnkun á framleiðslu frystra afurða nam 5,8% Þessar tölur sýna hvernig fram- leiðendur hafa leitast við að beina framleiðslunni í þær greinar, sem mestum arði skila. Það svigrúm, sem er til slíkra aðgerða er takmarkað og hefur sennilega verið nýtt að mestu á síðasta ári. Það sem veldur hér miklu um, er eftirfarandi: 1. Skreiðarverkun er mjög háð veðr- áttu. Víða á landinu er erfitt að hengja upp skreið um hávetur vegna snjóa. Miklir annmarkar eru líka á skreiðarverkun yfir hásumarið vegna maðkamyndun- ar í skreiðinni. 2. Á nokkrum stöðum á landinu er lítil aðstaða til skreiðarverkunar af ýmsum ástæðum. 3. Markaður fyrir skreið er fyrst og fremst í Nígeríu. Sala þangað er óviss og hefur alltaf verið. Þar kemur til ótryggt ástand í stjórn- málum og efnahagsmálum þar í landi. Ekki er því ráðlegt að eiga allt of mikið undir, þegar þannig aðili er annarsvegar. 4. Það er fyrst og fremst vertíðar- þorskur sem er hentugur í salt- fiskverkun. Þó hægt sé að reikna út hagnað af saltfiskverkun, þegar á heildina er litið, er yfirleitt tap á að salta annan fisk en vertíða- þorsk. Frystihús utan vertíða- svæðisins geta því yfirleitt ekki farið yfir í saltfiskverkun, til þess að bæta hag fiskvinnslunnar. 5. Fastakostnaður frystihúsa er mik- ill. Það er því ekki hagkvæmt að draga framleiðslu þeirra mikið saman. Reynt er í frystihúsunum að jafna vinnuna sem mest og draga úr eftir- og næturvinnu, með því að taka það, salt eða skreið, sem ekki er hægt að vinna á venjulegum vinnudegi í frystihúsinu. Þjóðhagsstofnun telur magn- minnkun um 5,8% jafngilda 1% verri útkomu frystihúsa. Sam- dráttur hjá frystihúsunum rýrir hag þeirra því meira sem sam- drátturinn verður meiri og gerir því ekkert gagn eftir að starfsem- in er orðin bundin við eðlilegan vinnutíma. r_ r — , Fréttaskýring ■ JÚGÓSLAVÍA: Verðlagseft- irlit afnumið að hluta Þegar nafn Júgóslavíu hefur borið á góma síðustu áratug- ina, þá hefur jafnan öðru nafni skotið upp í hugar- fylgsnum manna: Tító. En Tító er nú látinn og Júgóslavar verða að læra að lifa án þessa mikla leiðtoga síns. Og hvern- ig gengur það? Hið átta manna forsætisráð sem skipað var á sínum tíma, hefur hafið víðtækar umbætur í efna- hagsmálum en þrátt fyrir það eiga Júgóslavar við mikinn efnahagsvanda að stríða. Verðbólga í landinu var á síðastliðnu ári um 40% og skortur hefur yerið á nauð- synjum. Reynt nefur verið að draga úr miðstýringu efnahagslífs- ins, en hins vegar efu skoðanir skiptar í ráðinu um hve langt skuli ganga í þá átt. Efna- hagslíf Júgóslavíu er mun opnara og frjálsara en í öðrum ríkjum A-Evrópu. Vestrænir diplómatar í Belgrad eru nokkuð samdóma í því áliti sínu, að átta manna ráðinu hafi farnast vel í starfi að Tító gengnum, og að valdhafar hafi gripið til óvinsælla ráðstafana til að rétta við efnahag lands- ins — en ráðstafana, sem full þörf var á að gera. En þeir eru líka samdóma um, að vegurinn framundan sé grýttur og tor- fær og að miklir erfiðleikar blasi við Júgóslövum. „Enn hefur valdhöfum ekki tekist að ráða niðurlögum verðbólgunn- Átta manna forsætisráð kommúnistaflokksins. Efri röð frá vinstri: Kolisewski, Kreigher, Bakaric, Tarkovic. Neðri röð frá vinstri: Stambolic, Hodza, Doronjaki, Mijatovic. ar og í raun má segja, að það sé eini vettvangurinn á sviði efnahagsmála sem árangur hefur ekki komið í ljós: en óðaverðbólgan snertir líka al- menning mest og því er mik- ilvægt, að ná verðbólgustiginu niður," sagði vestrænn efna- hagssérfræðingur við frétta- mann AP fyrir skömmu. Hins vegar hafa Júgóslav- neskir embættismenn tekið skýrt fram, að enn sé of snemmt að búast við árangri í baráttunni við verðbólguna í landinu. Þeir spá þó um helm- ings hjöðnun verðbólgunnar. En stenst sá spádómur? Á síðastliðnu ári spáðu embætt- ismenn í Júgóslavíu því, að verðbólgan myndi minnka um helming en raunin varð helm- ingsaukning. Gripið til gengisfellingar Meðal aðgerða sem stjórn- völd gripu til var 30% gengis- felling, verðlagseftirliti var að verulegu leyti hætt og mikil höft voru sett á innflutning. í lýðveldum Júgóslavíu hækk- uðu nauðsynjar mjög í verði, misjafnt þó. Allt að 50% hækkun varð á rafmagni, verð á olíu hækkaði svipað og svona mætti áfram telja. Skortur hefur verið á kaffi, smjöri og ýmsum nauðsynjum. I Júgó- slavíu er engin vísitölubinding

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.