Morgunblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1981 29 allt landið yrði lagður til grund- vallar fasteignamati, þá tel ég að ekki væri hægt að finna heppilegri lausn á þessu máli. Eins og fasteignamatið er reiknað og unnið núna er furðu- legt að formaður fasteignamats- nefndar, framkvæmdastjóri og starfsmenn fasteignamatsins, skuli ekki hafa bent löggjafanum á þá galla sem felst í lögum þessum. Misræmið er svo gífur- legt. Máli mínu til sönnunar geta menn lesið áðurnefnda greinar- gerð forstjóra Fasteignamatsins, þar sem hann birtir fasteignamat á íbúðarhúsum víðsvegar á land- inu. Þar sem fasteignamatið er skattfótur, verður að gera þá kröfu að það sé unnið á grundvelli framreiknaðs kostnaðarverðs í stað tilfallandi markaðsverðs og að landsmönnum sé ekki stórlega mismunað eins og nú er. Þegar stofnað var til aðalfast- eignamats á sínum tíma, skildist mér að með því væri meðal annars verið að kanna hvers virði fast- eignir, lönd og jarðir á landinu væru, og var ekkert nema gott um það að segja. En nú virðit mér þettavera orðin skrípaleikur engum til g agns en ýmsum til óþurftar. Hvað er þá til ráða í þessu máli? Annaðhvort verður löggjafinn að sjá til þess að starfsaðferðum stofnunarinnar verði breytt eða hún lögð niður, sem væri ef til vill það réttasta, því nú veitir ekki af að spara í opinberum rekstri. Samkvæmt fjárlögum 1981 er áætlaður kostnaður fasteignamats ríkisins 4.911.930 - nýkr. Til sam- anburðar er þess að geta að áætlaður kostnaður Hagstofu og Þjóðskrár nemur 4.188.040.- nýkr. og Þjóðhagsstofnunar 3.358.320,- nýkr. Auk þess leggja bæjar- og sveitarfélög fram mikla vinnu í þessu sambandi sem skattborgar- ar verða að sjálfsögðu að borga. Er hægt að leggja fasteignamat niður í þessu formi? Ég fullyrði að svo sé án þess að þjónusta við borgarana minnki. Tillögur hafa komið fram um að brunabótamat verði lagt til grundvallar fasteignamati á hús- eignum. Þessa tillögu styð ég eindregið þar sem brunabótamat á samkvæmt lögum að vera sann- virði og ákvörðunarskalar um brunabótamat eru endurskoðaðir árlega og tryggingarfjárhæð fylg- ir byggingarvísitölu, en auk þess er endurskoðun á matinu látin fara fram með nokkurra ára millibili. Þess skal getið að brunabóta- matið hefur verið notað sem skattfótur fyrir skipulagsgjald til ríkissjóðs og hefur því verið viður- kennt af ríkisvaldinu, og mér vitanlega hefur það aldrei valdið ágreiningi. Þá eru það aðrir þættir fast- eignamatsins, svo sem fram- kvæmdir í sveitum. Um það berast Búnaðarfélagi Islands skýrslur ár- lega og eru þær til þar í aðgengi- legu formi. Þá eru byggingar- fulltrúar skyldugir til að skila skýrslum árlega um byggingar og framkvæmdir í sínu umdæmi til Þjóðhagsstofnunar. Um lóðir er það að segja að upplýsingar um þær er að fá hjá lóðaskrárritara í aðgengilegu formi. Bestu lausnina á þessum málum tel ég vera þá að stofnsetja deild innan Þjóðhagsstofnunnar eða Hagstofu þar sem öll þessi gögn yrðu sameinuð og sæi sú deild um útgáfu fasteignaskrár. Verðlagning lóða og lands er tiltölulega einföld þegar fundinn hefur verið réttur stuðull að byggja á. Ég fullyrði að þetta fyrirkomu- lag á fasteignamatinu mundi skila sannri og réttri mynd af eignum landsmanna og auk þess spara mikla fjármuni. Ég skora því á löggj afann að taka þessar tillögur til athugunar. Kóp. 3. febr. 1981 þegar umræða þessi fór fram. Enginn þeirra tók til máls, en margir höfðu orð á því utan þingsala á eftir, að enginn vissi hvað ætti að gera við Skálholt. Og grunur minn er sá að reiði rektors orsakist ef til vill að því, að hann efast sjálfur um að draumar kirkjuráðs um Skálholt rætist. Hann veit fullvel, að litlar fjár- veitingar Alþingis til staðarins eiga sér rætur í efa þingmanna um gildi þeirra, en ekki almennu . áhugaleysi um kristni og kirkju. Það er t.d. ekkert óeðlilegt við það, að þingmenn efist um gildi bókhlöðu í Skálholti, en kirkjuráð gerir ráð fyrir byggingu hennar. Bókhlaða er kostnaðarsöm fram- kvæmd og krefst mikils rekstrar- kostnaðar um alla framtíð. Nýting yrði þar alltaf takmörkuð vegna fjarlægðar frá þéttbýli og því í engu hlutfalli við tilkostnað. Myndi biskupsstóll í Skálholti þar engu bjarga. Hvað sem séra Heimir segir um lýðháskólann á staðnum, er þetta fámennur skóli, eða rúmlega 20 nemendur. Þó að örfáir nemendur hafi ekki komist að í haust, telst það varla mikil aðsókn. Skólinn veitir engin réttindi og hlítir engum reglum um islenskt skóla- kerfi. Þar með er ekkert sagt um ágæti hans, en þingmenn hljóta að velta fyrir sér, hvort þær 88 milljónir sem veittar eru til hans, skili sér eða ekki. Það er beinlínis verkefni þingmanna að sjá til þess að fé landsmanna nýtist sem best og farsælast. Þjóðkirkjan er þar ekkert und- anskilin, meðan hún er háð fjár- veitingum frá hinu opinbera. Ég hef heldur á engan hátt „viljandi stefnt að því að gera Skálholti mein, enda ekki kunnugt að heimamenn í Skálholti eða stuðn- ingsmenn staðarins hafi nokkru sinni gert á hlut Guðrúnar Helga- dóttur", svo að vitnað sé í viðtal við séra Heimi. Það er einnig alrangt að ég hafi haft í frammi „ástæðulausar og rangar fullyrð- ingar" um staðinn. Hitt hef ég gert athugasemdir við á Alþingi, að kirkjunnar menn telja sig geta sagt Alþingi fyrir verkum hvenær sem þeim svo sýnist, t.d. nú nýlega þegar kirkjuráð fékk samþykkt lög um biskupskjör, þar sem vald þess kirkjuþings sem nú situr er aukið, án þess að kjörið sé í það að nýju. Leikmennirnir sem kjörnir voru til síðasta kirkjuþings fá nú rétt til að kjósa biskup á árinu 1981 án þess að þeir væru til þess kjörnir. Ég bar fram tillögu um ákvæði til bráðabirgða, sem fól í sér að leikmenn kysu ekki biskup fyrr en nýtt kirkjuþing hefði verið kjörið árið 1982. Sú tillaga hlaut 3 atkvæði, enda flestir þingmenn fjarverandi við umræðu. Það vill hins vegar svo til, að ég hef nokkurn áhuga á sóma kristni og kirkju í landinu, enda áhuga- maður um trúmál. Eiginlega hefur ekkert haldið mér frá guði nema guðsmenn. Og á meðan ég sit á Alþingi íslendinga verður séra Heimir Steinsson að sætta sig við að ég hafi afskipti af málefnum Skálholts. Það ætti raunar að gleðja hann að einhver nenni að sinna þeim málum. Mala domest- ica, majora sunt lacrimis (heimil- isböl er þyngra en tárum taki), sagði séra Brynjólfur Sveinsson, Skálholtsbiskup, og það var raun- ar „kerling ein í Skálholti", sem olli hugarangri hans, nánar tiltek- ið Ragnheiður dóttir hans. Eftir allar þær aldir, sem liðið hafa síðan þeir atburðir gerðust, hélt ég að kvenfyrirlitning væri út rekin af staðnum. Ég vona a.m.k. að hún sé ekki innrætt nemendum skólans á staðnum. En hvað sem því líður, sitja þrjár „kerlingar" með fullum réttindum á Alþingi íslendinga, og þær eru ekki „mál- ugri“ en aðrir þingmenn, nema síður sé. Og eitt er víst að ein þeirra ætlar ekki að hafa það á samviskunni, að „hafa þagað þá með sann, þegar hún Skálholts- kirkja brann". Jón Kr. Guðmundsson: Nokkrar staðreynd- ir um hvalveiðar Þessar línur eru skrifaðar til að árétta hlut okkar aumra hval- veiðimanna sem erum ásakaðir um það að vera að eyða stórum hlekkjum úr lífskeðjunni við strendur Islands. Penna mínum sting ég niður á blað nú vegna þess að legnur er vart hægt að þola óhróður á borð við þann sem Skúli nokkur Magnússon hefur nú dælt yfir lesendur víðlesnasta blaðs okkar íslendinga. Hann hef- ur jafnvel gengið svo langt að telja okkar færustu fiskifræðinga litla menn til að standa fyrir því, sem þeir hafa gefið út um hvalveiðar þær, sem við stundum hér við Island, án þess þó að hafa hug- mynd um að miklar rannsóknir hafa verið gerðar á þessum stofn- um sem við höfum veitt úr á undanförnum árum. Þessar rannsóknir hafa m.a. farið þannig fram að langreyður og sandreyður hafa verið merktar með litlum pílum og það hafa verið merkt mörg hundruð dýr og mjög lítið af þeim merkjum komið til baka í hvalstöðina. Af þessu vilja sjávarlíffræðingar og fiski- fræðingar draga þær ályktanir að stofnarnir séu mun stærri heldur en margir vilja vera láta. Nú kunna margir að hugsa sem svo hversu mikil mannvonska þetta sé að skjóta merkjum í þessi blessuð dýr. En hún er ekki eins mikil og ætla mætti vegna þess að pílurnar eru aðeins 1/330.000. partur af þyngd dýrsins, en títuprjónn er til samanburðar við 100 kg mann T/33.000. hluti af þyngd hans. Svo við komum nú aðeins inn á veiðarnar sjálfar þá má geta þess til fróðleiks að ekki eru notuð nein fiskileitartæki til að elta dýrin og ná þanníg betri og skjótari ár- angri til að drepa þau. Það hafa verið óskráð lög hjá Hval hf. að þau skyldu hafa sama möguleika til að sleppa og við að ná þeim. Veiðarfærin sem notuð eru, eru þau mannúðlegustu sem á markað hafa komið og menn gefa rétt ímyndað sér að erfitt er að reka þessar 65 tonna skepnur í land og slátra þeim á mannúðlegri hátt eins og þeim spendýrum sem við íslendingar lifum að mestu leyti á og er slátrað í sláturhúsum ódeyfðum. Ég tel að skynsamleg nýting á öllum fæðustofnum, sem dýraríkið hefur upp á að bjóða eigi að eiga rétt á sér, og þá þýðir ekkert að sleppa úr þeirri keðju dýrum eins og hvölum, bara með fagurfræðileg sjónarmið í huga. Á meðan tekið er á þessum málum eins og við Islendingar höfum gert, að stunda veiðarnar og rannsóknir jafnframt þeim, tel ég að þessir stofnar séu ekki í hættu og hef ég þá vizku frá sjávarlíffræðingum, sem rann- sóknirnar hafa stundað þessi ár, sem ég hef starfað fyrir Hval hf. og þeir starfa með okkur úti á miðunum við veiðarnar. Gaman væri að vit^ frá hvaða sjávarlíffræðingum Skúli Magn- ússon fær þennan óhróður, sem hann hefur reynt að innprenta fólki með sínum skrifum. r Sólarkvö/d & sunnudagskvöld í & Sulnasa\ Þaö eru allir velkomnir á Sólarkvöld vinningar, hörkufjör á dansgólfinu og Samvinnuferöa-Landsýnar i Súlnasal. síöast en ekki sist - öndvegismatur á Frábær skemmtiatriöi, glæsilegir bingó- ódýru veröi. Tískusýning Módelsamtökin koma enn einu sinni með ferska og fallega sýningu og sýna að þessu sinni samkvæmisfatnað frá Verðlistanum og Herraríki, ásamt nýjustu úralínunni frá Alltaf eitthvað nýtt og spennandi. Spurningakeppni Verslunarmenn, sigurvegarar úr síðustu keppni keppa viö Sóknarkonur. Spennandi keppni um sex Lundúnaferöir. Sjónhverfingar Baldur Brjánsson kem- ur öllum á óvart. Gjafir handa matargestum Givenchy París gefur konum gjöf sem ekki gleymist. Dansaö til ki. 01 HúsiO opnafi kl. 19.00 BorOapantanir í sima 20221, Feröabingó Og áfram höldum við í ferðabingó- inu. Að venju er spilað um glæsi- leg ferðaverð- laun. Stjórnandi: Sigurður Haraldsson. Kynnir- Jazzballett Mannúi Höfundur Sóley Jóhannesdóttir og dans- arar Guðrún Antonsdóttir, Jenný Þor- Axeisson. steinsdóttir og Unnur Steinsson. Matseðill kvöldsins Frá viöarkolagrillinu í Súlnasalnum bjóö- um við uppá Ijúffengt lambalæri meö oststeiktum kartöflum, hrásalati og frönsku brauöi fyrir aöeins 85 kr Ragnar Bjarnason fer á kostum ásamt ettir ki. 4 hljómsvelt sinni. — y Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTR/ETI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 4.2.1981,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.