Morgunblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1981 • Ingólfur Ingólfsson um samkomulag- ið í rikisverksmiðjunum: „Svo allt í einu guggnaði liðið“ SAMKOMULAG tókst ekki í íyrrinótt við vélstjóra í ríkis- verksmiðjusamninKunum og Guðmundur Steinsson Þjóðleikhúsið: Fyrsti höfund- urinn ráðinn GUÐMUNDUR Steinsson hefur verið ráðinn fyrsti leikritahöf- undurinn sem er á launum hjá Þjóöleikhúsinu. í lögum um Þjóðleikhús frá maí 1978 er veitt heimild til að ráða, eftir því sem aðstæður leyfa, leikritahöfund eða aðra höfunda og mun þar einkum átt við tónskáld eða dansasmiði. í fjárlögum fyrir árið 1981 er í fyrsta skipti gert ráð fyrir fjárveitingu til að fylgja þessu ákvæði laganna. Guðmundur Steinsson er nú' með nýtt leikrit í smíðum fyrir Þjóðleikhúsið. boðuðu þeir verkfall með þriggja daga fyrirvara um leið og samkomuiag tókst við aðra starfshópa rikisverksmiðjanna og Kísiliðjunnar við Mývatn. Verkfall vélstjóranna kcmur til framkvæmda á miðnætti annað kvöld, sunnudagskvöld. „Það bar svo lítið á milli okkar vélstjóranna og vinnumálanefnd- ar ríkisins, að undur eru, að ekki skyldi nást saman," sagði Ingólf- ur Ingólfsson, formaður Vél- stjórafélags íslands í samtali við Morgunblaðið í gær. „Að vísu láta menn sig muna um allt, en ef farið hefði verið að kröfu viðsemjenda okkar, þá hefðu vaktstjórarnir, vélstjórarnir, sem vinna á vöktum allan sólar- hringinn, búið við skert vakta- álag. Þetta var formdeila um útreikning vaktaálags, sem er í peningum um 3%, en á móti hefði það komið að fæðisgreiðsl- ur þessara manna lækkar út- borguð laun þeirra á milli 3 og 4%, þannig að þar hefði verið um að ræða nokkurn veginn slétt skipti." „Þetta var það eina, sem bar í milli," sagði Ingólfur, „og við fengum aldrei að ræða þetta. Að öðru leyti höfðum við sætt okkur við meginefni málsins. Að vísu voru settir fyrirvarar af allra hálfu varðandi t.d. ákvæði um boðunarfrest og tilhögun verk- falls, sem eru mjög vond ákvæði að mínum dómi, en menn vildu þola það að því tilskyldu að samkomulag yrði um annað. Svo allt í einu guggnaði bara liðið. En verksmiðjurnar stöðvazt því á mánudag." Sveinn B. Valfells látinn SVEINN B. Valfells iðnrekandi lézt i Reykjavik aðfaranótt sl. föstudags, 78 ára að aldri. Ilann stofnaði Vinnufatagerð Íslands árið 1932 og var forstjóri hennar og meðeigandi frá upphafi. Sveinn B. Valfells var fæddur á Grenjum í Alftaneshreppi í Mýr- arsýslu 26. september 1902. Hann stundaði verzlunarstörf í Borg- arnesi á árunum 1917 til 1920 og brautskráðist úr Verzlunarskóla íslands 1921. Þá stundaði hann verzlunarstörf í Reykjavík til 1931 og stofnaði síðan Vinnufatagerð- ina. Sveinn var formaður Félags ísl. iðnrekenda árin 1956 til 1963, formaður bankaráðs Iðnaðarbank- ans frá 1962 til 1974 og formaður stjórnar Iðngarða hf. frá stofnun 1962 og voru honum falin ýmis trúnaðarstörf af hálfu samtaka iðnrekenda. Kona hans var Helga Ágústs- dóttir og er hún látin fyrir nokkr- um árum. Björg Einars- dóttir stígur í stólinn í Dómkirkjunni í MESSU í Dómkirkjunni kl. 2 e.h. á morgun, sunnu- dag, mun Björg Einarsdótt- ir flytja stólræöuna, en sr. Þórir Stephensen þjónar fyrir altari. Svala Nielsen óperusöngkona mun og syngja Faðirvorið, en Dómkórinn leiðir messu- sönginn og Marteinn II. Friðriksson leikur á orgel- íð. Það er ekki nýtt, að konur stígi í stól í íslenskum kirkj- um en í Dómkirkjunni er sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir eina konan, sem þar hefur Björg Einarsdóttir prédikað hingað til, en hún steig í stól þar á vígsludegi sínum. Björg verður því fyrst óvígðra kvenna til að stíga í stólinn í dómkirkju landsins og flytja þar ræðu út af guðspjalli dagsins. Kirkjunefnd kvenna Dóm- kirkjunnar verður með kaffisölu eftir messu á Hótel Loftleiðum. Það sem mannfólkið leifir, nýta málleysingjarnir. Hann var fljótur á vettvang þessi litli þröstur, þegar hann sá manninn kasta pylsuafgangnum i götuna... Ljónm. óiafur K. MaxnúsNun. Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra: Dollarinn um 4% yfir meðalgengi SKRIÐUR hefur komist á ýmis mál varðandi fiskverðsákvörðun siðustu daga, en fundir hafa verið haldnir daglega. Fulltrúar í Y firneínd verðlagsráðsins sögðu í samtali við Morgunblaðið í gær að nú stæði aðeins á stjórnvöldum að gera upp við sig hvernig tekið verður á málum til að tryggja vinnslunni viðunandi rekstrargrundvöll. Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráð- herra, sagði hins vegar í gær, að hann gæti ekki tekið undir þetta. Hann sagðist hafa átt marga fundi með þeim er hlut ættu að máli. „Mín skoðun er sú, að betra sé að leysa þetta mál í kyrrþey heidur en í fjölmiðlum. Það væri betra, að fleiri segðu minna og byndu ekki hendur sínar,“ sagði Steingrimur. Hann var spurður hvort það væri ein af leiðunum til að ákveða nýtt fiskverð að setja krónuna á meðalgengi. „Seðlabankinn hefur skrifað okkur og bent á hve mikið dollar- inn hefur hækkað undanfarið og hann hefur gert það að tillögu sinni að gengi krónunnar verði sett nær meðalgengi en nú er,“ sagði Steingrímur. „Svissneski frankinn er kominn niður um 8,20% gagnvart dollar og v-þýzka markið svipað og þó við íslend- ingar séum stæltir er ég ekki viss um að við þolum slíkt. Það er mín persónulega skoðun, og raunar óháð fiskverðinu, að það sé mjög vafasamt að miða við doilarann Davið Markús örn Magnús Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins: Síðasti hverfafundurinn er í Breiðholtshverfum i dag SÍÐASTI hverfafundurinn i funda- röð borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, verður haldinn í dag, laugardag. Fundurinn er fyrir Breiðholtshverfin, Bakka- og Stekkjahverfi, Fella- og Hólahverfi og Skóga- og Seljahverfi. Hann verður haldinn að Seljabraut 54, og hefst klukkan 14 miðdegis. Framsögumenná fundinum verða þeir Davíð Oddsson leiðtogi sjálf- stæðismanna í borgarstjórn, Mark- ús örn Antonsson og Magnús L. Sveinsson. Frummælendur munu fjalla um borgarmálin í framsögu- ræðum sínum, en að þeim loknum verður orðið gefið frjálst til um- ræðna og fyrirspurna. Öll borgar- málefni verða á dagskrá, hvort heldur um er að ræða málefni borgarinnar í heild eða einstakra hverfa, gatna eða málefna. Fundur- inn er öllum opinn. Fundarstjóri á fundinum í dag verður Hreiðar Jónsson, en fundar- ritarar þeir Kristján Guðbjartsson og Guðmundur H. Sigmundsson. þegar hann rýkur svona upp. Dollarinn er kominn í um 4% yfir meðalgengi og hvað mikið það verður talið nauðsynlegt að leið- rétta skal ég ekki segja um, en það er einhvérs staðar í kringum þá tölu“, sagði Steingrímur. Þá var sjávarútvegsráðherra spurður á hvern hátt Verðjöfnun- arsjóður yrði notaður til að tryggja rekstur frystingarinnar: „Það eru mörg fordæmi fyrir því, að ríkissjóður hafi samþykkt að gera Verðjöfunarsjóði kleift að yfirdraga í vissan tíma. Ef um styrk ætti að vera að ræða, þá eru aðrar greinar því mótfallnar, þó svo að frystingin kunni að sam- þykkja það og ég er ekki undrandi á því, að þær skuli vera andvígar því að ein grein sé styrkt en aðrar ekki,“ sagði Steingrímur Her- mannsson að lokum. INNLENTV Ofsköttun á atvinnurekstur: Gert ráð fyr- ir samkomulagi „ÞAÐ HEFUR þegar farið fram einn fundur með fulltrúuhi ráðu- neytisins og Vinnuveitenda- sambandsins og ég geri fyllilega ráð fyrir því að við náum samkomulagi um þetta mál,“ sagði Páll Sigurðsson ráðuneyt- isstjóri í heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytinu, í samtali við Mbl. er hann var inntur álits á framkomnum skoðunum at- vinnurekenda, að þeir eigi nú inni hjá ríkinu um það bil 7 milljarða gkróna vegna veru- legrar ofsköttunar á lífeyris- og slysatryggingariðgjöldum, sem atvinnurekendur greiddu til Tryggingastofnunar ríkisins á árunum 1979 og 1980.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.