Morgunblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRUAR 1981 l.ji'ism. Kristinn. Sigurður Þórir við eitt verkanna á sýningunni. KJARVALSSTAÐIR: VINNAN - FOLK- IÐ - LANDIÐ Samsýning tveggja listamanna „VINNAN - fólkið - landið," nefnist sýning sem opnuð verð- ur í dag kl. 16 í vestursal Kjarvalsstaða. Tveir myndlist- armenn, Guðmundur Armann og Sigurður Þórir, standa að sýningunni og eru á henni um 90 myndir — málverk, grafík og teikningar. Þessi sýning hef- ur þá sérstöðu, eins og nafnið bendir til, að meginhluti verkanna sýnir fólk við vinnu — í fiskvinnslu, uppskipun, verksmiðjuvinnu, skipasmiði o.fl. Einnig eru á sýningunni nokkrar landslagsmyndir. Guðmundur Ármann er fædd- ur árið 1944. Hann gekk í Mynd- lista- og Handíðaskólann og nam síðan við Valands-listaskólann í Svíþjóð þar sem hann lauk námi 1972. Guðmundur hefur haldið tvær einkasýningar á Mokka- kaffi 1971 og Gallery Súm 1972, og einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum bæði hér heima og erlendis. Hann er búsettur á Akureyri. Sigurður Þórir er fæddur í Reykjavík 1958. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíða- skólann og síðan við Konunglegu akademíuna í Kaupmannahöfn til ársloka 1978. Hann hefur haldið tvær einkasýningar í Gallery Súm, árin 1976 og 1979, og einnig verið með einkasýn- ingar í Kaupmannahöfn og Þórs- höfn, auk þess sem hann hefur tekið þátt í samsýningum. Sig- urður er búsettur í Reykjavík og starfar sem kennari við^ Mynd- listaskólann í Reykjavík. Sýningin „Vinnan — fólkið — landið" er opin frá kl. 14—22 alla daga en henni lýkur 22. febrúar. Guðmundur Ármann er þarna að hengja upp eitt af verkum sínum. TÓNLIST Klassík á Hlíðarenda Annaö kvöld kl. 20 syngja hjónin Hjálmtýr E. Hjálmtýsson og Mar- grét Matthíasdóttir við undirleik Steinunnar B. Ragnarsdóttur á veitinga- staðnum Hlíðarenda. Þau munu flytja óperuaríur og lög úr söngleikjum. HÁSKÓLATÓNLEIKAR: Frönsk tónlist frd upphafi þessarar aldar Manuela Wiesler. í DAp kl. 17 verða þriðju háskólatónleikar vetrarins i Fé- lagsstofnun stúdenta við Hring- braut. Flytjendur eru Manuela Wiesler flautuleikari og Julian Dawson-Lyell pianóleikari. Á cfnisskránni er frönsk tón- list frá upphafi þessarar aldar og eiga tónverkin það sameiginlegt að vera fyrst og fremst til skemmtunar, bæði flytjendum og áheyrendum. Sumt af tónlistinni mætti flokka sem skemmtitónlist eða kaffihúsatónlist. Flutt verða verk eftir F. Borne, G. Fauré, J. Mouquet, A. Roussel og P.A. Génin. Þau Manuela Wiesler og Julian Dawson-Lyell þarf ekki að kynna fyrir íslenskum tónleikagestum en þau hafa bæði komið fram á fjölda tónleika hér á landi og erlendis. Þau hafa einnig leikið mikið saman á undanförnum ár- um og má nefna tónleika þeirra á Listahátíð í Reykjavík 1978, í Wigmore Hall í London 1979 og tónleikaferð til Noregs á sl. hausti. Viðtökur hafa verið mjög góðar. AKUREYRI: LÚÐRASVEIT HAFNARFJARÐAR: JDjómleikar í Iþróttahúsinu LÚÐRASVEIT Hafnarfjarð- ar heldur sína árlegu hljóm- leika í íþróttahúsinu í Hafn- arfirði á morgun og hefjast þeir klukkan 16. Starf lúðrasveitarinnar stendur með miklum blóma um þessar mundir. 40 félagar eru í sveitinni og eru æfingar vel sóttar. Stjórnandi er Hans Ploder Fransson. Efnisskrá hljómleikanna er fjölbreytt að vanda og bæði verða flutt íslenzk og erlend lög. Kynnir verður Steinþór Einarsson. Það er von lúðrasveitarinn- ar að Hafnfirðingar fjöl- menni á hljómleikana á morgun og sýni þar með stuðning sinn í verki, segir í fréttatilkynningu frá sveit- inni. Berkofsky með píanó- tónleika Akuretri, 5. (ebrúar. PÍANOLEIKARINN Martin Berkofsky leikur i Borgarbíói laugardaginn 7. febrúar kl. 17 á vegum Tónlistarfélags Akureyr- ar. Á efnisskránni verða 5 sónöt- ur eftir Beethoven þ. ám. Tunglskinssónatan. Er þetta i fjórða sinn sem listamaðurinn kemur fram á Akureyri, en auk þess mun hann leika á Sauðár- króki sunnudaginn 8. febrúar kl. 16. Berkofsky á nú heima í París og hefur haldið marga tónleika undanfarið svo sem í Vín, Búda- pest og í Englandi. Sl. haust lék hann ásamt Önnu Málfríði Sig- urðardóttur konsert fyrir tvö píanó og hljómsveit eftir Max Bruch í Trier í Þýzkalandi. Berk- ofsky kemur hingað á vegum Tónlistarskóla Akureyrar og heldur námskeið fyrir píanónem- endur og kennara skólans dagana 9. til 14. febrúar. Sv.P. YS OG ÞYS ÚT AF ENGU: Sýningar hefj- ast að nýju Úr gamanleiknum Ys og þys út af engu, sem Herranótt sýnir um þessar mundir í Félagsheimili Seltjarnarness. Á morgun hefjast að nýju sýningar Herranætur, leikfé- lags MR, á gamanleiknum ,.Ys og þys út af engu" eftir nokkurt hlé, sem varð vegna illvígrar inflúensu. Nú eru allir komnir til heilsu á ný og albúnir að hefja leik af tvíefldum kraft. Leikritið var frumsýnt hinn 30. janúar við góðar undirtektir áhorfenda, „og gekk fólk vart óstutt út að sýningu lokinni," segir í fréttatilkynningu frá Herranótt. ¦ Sýningar verða eins og áður í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi og hefjast kl. 20.30. Uppselt er á sýninguna á morgun en næstu sýningar þar á eftir eru á mánudag, þriðjudag og fimmtu- dag. Miðasala er á staðnum milli kl. 17 og 19 sýningardagana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.