Morgunblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1981 Birgir ísL Gunnarsson: Takmarka á rétt til út gáfu bráðabirgðalaga Þingskapatillögur Benedikts Gröndal vekja mikla athygli BENEDIKT Gröndal mælti sl. miðvikudag fyrir frum- varpi til laga um breytingu á lögum um þingsköp Alþingis, sem felur í sér breyttar reglur varðandi meðferð þingsályktana, fyrirspurna og umræðna utan dagskrár. Þingsályktanir Benedikt sagði þingsályktunar- tillögur hafa verið fáar á fyrri hluta þessarar aldar, 35 árið 1928, en hefði fjölgað jafnt og þétt, verið 80 á síðasta þingi. Væru tillögur til þingsályktunar nú í biðröðum á dagskrá Sameinaðs þings og margar hefðu sofnað í nefndum á undanförnum árum. Benedikt vill skipta þessum tillög- um í tvennt, eftir vægi þeirra. Þær tillögur sem fjalla um stjórnskip- an, utanríkis- og varnarmál eða staðfestingu framkvæmdaáætlana (s.s. vegaáætlunar) hljóti óbreytta meðferð, tvær umræður með nær ótakmarkaðan ræðutíma. Um all- ar aðrar tillögur skal fara fram ein umræða. Flutningsmaður fái 10 mínútna framsögu, síðan verði tillögunni vísað til nefndar án umræðu. Þegar nefnd hefur af- greitt málið frá sér til þingsins fer fram umræða: flutningsmaður fær 5 mínútur en síðan verði ræðutími takmarkaður við 3 mín- útur. Þá leggur Benedikt til að þingsályktunartillögur megi að- eins bera fram í Sameinuðu þingi (ekki þingdeildum). Þann veg nýt- ist þingtíminn betur og fleiri tillögur fái þinglega meðferð. Ekki sé heldur eðlilegt að ræða mikils- verða tillögu í einni þingdeild að hinni deiidinni fjarverandi. Fyrirspurnir Fyrirspurnum hefur og fjölgað mikið á þingi. Sem dæmi tók Benedikt að árið 1950 hefðu komið fram 8 fyrirspurnir. Það sem af væri þessu þingi hefðu komið fram 60 fyrirspurnir, þar væri um þriðjungi ósvarað. Benedikt sagði að fyrirspurnir væru nauðsynleg leið fyrir þing- menn til að fylgjast nægilega með framkvæmdavaldinu og veita því aðhald. Hann lagði til að sú breyting yrði gerð að einungis fyrirspyrj- andi og ráðherra, sem svarar, taki til máls, en fyrirspurnir hafi tilhneigingu til að verða að al- mennum eldhúsdegi í þinginu. Ráðherra og fyrirspyrjandi mega tala tvisvar hvor. Ráðherra 10 mínútur í fyrra skiptið, 5 mínútur hið síðara. — Fyrirspyrjandi 5 mínútur hvoru sinni. Við þessa ræðutakmörkun styttist sá tími, sem þarf til afgreiðslu á hverri fyrirspurn, og ættu þá aðrar fyrirspurnir að fá afgreiðslu fyrr. Umræður utan dagskrár Benedikt sagði þá venju tíðkast í öllum þingum að þingmenn gætu, með einum eða öðrum hætti, vakið máls á efni, sem þeir teldu brýnt með litlum eða engum fyrirvara. Í Bretlandi væri sú hefð að flutt væri tillaga um að slíta fundi en í umræðu um slíka tillögu heimilaðist þingmönnum að ræða hvaða efni sem hugur þeirra kýs. Hér hefði viss hefð skapast í umræðum utan dagskrár en ekki væru ákvæði um þetta efni í þingsköpum. Það væri því alger- lega á valdi forseta, hvern veg með væri farið. Sjálfsagt væri að setja um þessar umræður þingskapa- reglur og ramma, sem hefði á þeim nokkurn hemil. Benedikt leggur til að þingmað- ur sem taka vill til máls utan dagskrár beri upp beiðni um slíkt við forseta ekki síðar en kl. 11 fyrir hádegi sama dag og umræð- an á fram að fara. Skal hann greina umræðuefnið skýrt og 2fmarkað. Snerti málið ráðherra skal hann látinn vita um umræð- una eigi síður en kl. 12 á hádegi sama dag. Við umræðu utan dagskrár skal framsögumaður og ráðherra eigi tala lengur en 10 mínútur hvor, og tali þeir öðru sinni eigi lengur en 5 mínútur. Aðrir þingmenn eða ráðherrar skulu mega tala allt að 3 mínútum í senn tvisvar sinnum. Þingsköp og stjórnarskrá Birgir ísl. Gunnarsson (S) kvað fulla ástæðu til að ræða breyt- ingar á þingsköpum og jafnframt hugsanlegar breytingar á stjórn- arskrá að því er Alþingi snertir og samskipti þess við framkvæmda- valdið. Hann sagði framkvæmda- valdið hafa verið hægt og sígandi að teygja sig til æ meiri valda á kostnað löggjafarvaldsins, Al- þingis, m.a. með vaxandi tilhneig- ingu til útgáfu bráðabirgðalaga. Það væri löggjafans, Alþingis, en ekki framkvæmdavaldsins, ríkis- stjórnar og embættismanna, að standa að lagasetningu. Takmarka eigi rétt ríkisstjórna til bráða- birgðalaga við sérstök tilvik (stríðsástand, náttúruhamfarir, eða ef afstýra þarf snögglega einhverjum þjóðarvoða). Síðan ræddi Birgir um starfstíma Al- þingis, afgreiðsluhætti þess, stöðu Alþingis í stjórnkerfinu, þingrofs- rétt og þingsetu ráðherra. í lok ræðu sinnar dró hann helztu efnisatriði hennar saman í eftir- farandi meginpunkta: • 1. Þrískipting ríkisvaldsins í löggjafarvald, framkvæmda- vald og dómsvald er enganveg- inn svo afgerandi skv. stjórn- arskránni eða framkvæmda- venjum að ekki sé nauðsynlegt við og við að taka þessa vald- skiptingu til athugunar og Frumvarp um ríkisborgararétt: Tillaga um 22 nýja íslendinga FRAM hefur verið lagt á Alþingi frumvarp til laga um veitingu fslenzks ríkisborgararéttar. Sam- kvæmt frumvarpinu skuiu eftir- taldir einstaklingar öðlast rikis- borgararétt: 1. Bareuther, Gudrun, húsmóðir í Reykjavík, f. í V-Þýskalandi 28. september 1936. 2. Bronwyn Kolbrún Kjartans- dóttir, barn í Vestmannaeyjum f. á íslandi 6. febrúar 1980. 3. Butt, David John, bifvélavirki á Akranesi, f. í Englandi 15. október 1947. 4. Clarke, Michael John, tónlist- arkennari á Akureyri, f. í Englandi 6. ágúst 1949. 5. Clifford, Helene Arndís, verkakona í Vestmannaeyjum, f. á íslandi 18. október 1963. 6. Driscoll, Kári, barn á Egils- stöðum, f. á íslandi 6. aprfl 1980. 7. Duffield, Mark Peter, nemandi í Neskaupstað, f. í Énglandi 28. nóvember 1963. 8. Enos, Mary Ann, starfsstúlka á Seltjarnarnesi, f. í Bandaríkjunum 3. desember 1%2. Fá þeir að halda fornöfnum? 9. Enos, James Páll, nemi í Reykjavík, f. 12. desember 1964 í Bandaríkjunum. 10. Gehrig, Ursula Friedel Else, húsmóðir í Hafnarfirði, f. í Þýska- landi 4. febrúar 1941. 11. Hansen, Kari Lund, sjúkraliði í Reykjavík, f. í Noregi 14. mars 1935. 12. Jouhki, Ritva Leena, húsmóðir í Reykjavík, f. í Finnlandi 14. júní 1946. 13. Kiinstlich, Catherine Dory Anne, menntaskólakennari í Reykjavík, f. í Frakklandi 16. ágúst 1937. 14. Lilleskog, Anny Petra, hús- móðir á Svalbarðsströnd, f. í Nor- egi 10. júlí 1944. 15. Ohl, Elisabeth Margarethe, auglýsingateiknari í Reykjavík, f. í Þýskalandi 15. maí 1932. 16. Perkins, Wayne Dexter, tölvu- stjóri í Garðakaupstað, f. í Banda- ríkjunum 24. janúar 1952. 17. Platek, Elvira, húsmóðir í Njarðvík, f. í Ástralíu 18. mars 1954. 18. Rasmussen, Anna Ingeborg, barn á Akureyri, f. á íslandi 21. janúar 1974. 19. Spencer, Carl John, skrifstofu- stjóri í Reykjavík, f. í Kanada 13. október 1943. 20. Thorsteinsson, Ásbjörg, hús- móðir í Reykjavík, f. í Færeyjum 13. nóvember 1937. 21. Wright, Linda, húsmóðir í Reykjavík, f. á íslandi 26. mars 1955. 22. Þórunn Guðmundsdóttir, barn í Reykjavík, f. í Kólumbíu 1. ágúst 1974. Stefán Jónsson (Abl), Eiður Guðnason (A) og Salóme Þorkels- dóttir (S) hafa boðað breytingar- tillögu, þess efnis, að nýir ríkis- borgarar fái að halda fornöfnum sínum, jafntog ættarnöfnum, þrátt fyrir lög um íslenzk mannanöfn. Hinsvegar verði börn þeirra að hlíta íslenzkum nafnareglum. Myndir: Benedikt Gröndal Birgir ísl. Gunnarsson. endurskoðunar til að tryggja að eðlilegt jafnvægi verði á milli þessara meginþátta. Sérstak- lega ber að huga að eftirfar- andi: • 2. Vaxandi tilhneigingu ríkis- stjórna til útgáfu bráðabirgða- laga á að mæta með því að takmarka mun meira en nú er gert útgáfu bráðabirgðalaga. Núverandi heimild er allt of rúm og færir of mikið vald frá Alþingi til ríkisstjórnar. • 3. Lengja á starfstíma Alþing- is. • 4. Lengri starfstími ætti að tryggja vandaðri vinnubrögð í löggjafarstarfi og gera síður nauðsynlega þá hraðaaf- greiðslu, sem nú tíðkast fyrir lengri þinghlé. Lengri starfs- tími getur og auðveldað Alþingi að taka til meðferðar önnur mikilvæg mál, sem ekki snerta beint löggjafarstarf, t.d. al- mennar umræður um mikil- væga málaflokka eins og utan- ríkismál. • 5. Stöðu æðstu embættismanna þingsins á að taka til endur- skoðunar og staða og embætt- iskjör Forseta Sameinaðs þings á að verða fyllilega sambærileg við ráðherra. • 6. Alþingi á að draga úr vax- andi tilhneigingu til að afsala sér valdi í hendur fram- kvæmdavaldinu með mjög rúm- um heimildum til að skipa málum með reglugerðum. • 7. Þingrofsréttinn á að flytja frá forsætisráðherra og ríkis- stjórn á hendur Alþingis sjálfs. • 8. Þingmenn sem taka sæti í ríkisstjórn eiga að láta af þingmennsku og láta varamenn taka þingsæti sitt meðan þeir gegna ráðherrastöðu. Þessi atriði, sem hér hafa verið talin upp miða öll að þvi að auka nokkuð veg og virðingu Alþingis og umfram allt að koma á betra jafnvægi milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds, en enginn vafi er á því að það jafnvægi hefur raskast löggjafarvaldinu í óhag. Fleiri þingmenn tóku þátt í umræðunni þó ekki verði frekar rakið að sinni. Umsögn Neytendasamtaka: Ríkið stærsti fram- leiðandi þjónustu Stundum um kaupskyldu almennings að ræða Friðrik Sophusson (S) mælti nýlega fyrir þingsályktunartill- ögu þess efnis, að ríkisstjórnin skuli sjá svo um að þjónustust- ofnanir ríkisins verði gert skylt að senda allar tillögur um efnis- legar breytingar á gjaldskrám til umsagnar Neytendasamtak- anna og Verzlunarráðs Islands. Eins og allir vita, sagði Friðrik, er ríkið stærsti og öflugasti framleiðandi þjónustu hér á landi og sú þjónusta, sem ríkið selur, er oftast þannig, að það hefur einka- rétt á sölunni — og í sumum tilvikum er nánast um kaup- skyldu almennings að ræða. Friðrik benti á ýmsa þætti, sem snerta þessa verðlagningu, m.a. vísitölukabarettinn, en verðlagn- ingu ýmissa opinberra stofnana, s.s. Hitaveitu Reykjavíkur, væri með þeim hætti, að áhrif hefði á framfærslu- og þá um leið kaup- gjaldsvísitölu. Þá væri ekki að sökum að spyrja. Verðlagning gæti verið undir þurftarverði viðkomandi stofnunar. í öðrum tilfellum gengju stjórnvöld fram með gagnstæðum hætti þegar verðlagning þjónaði ekki þeim tilgangi að halda niðri launum í landinu. Ég er þeirrar skoðunar, sagði Friðrik, að þjónustustofnanir, t.d. sveitarfélaga, þurfi að verð- Friðrik Sophusson legggja þjónustu í samræmi við kostnað. Þessi tillaga mín, sem nær aðeins til ríkisfyrirtækja, fjallar eingöngu um efnislegar breytingar á gjaldskrám, sem senda á til umsagnar ákveðinna aðila, sem láta sig hag almenn- ings varða, s.s. Neytendasamtak- anna og Verzlunarráðsins, en innan vébanda þess eru fyrirtæki í nánast öllum greinum íslenzks atvinnulífs. ALÞIUGI, . í4 A’* t i i-A'k

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.