Morgunblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1981 22 Flugrán Bo^ota, 6. febrúar. — AP. ÞRÍR druslulcKa klæddir menn vopnadir vélbyssum rændu í da« Boeing-727 farþeKaþotu Avianca- fluKÍélaKsins skömmu eftir ÍIuk- tak á BuearmanKa i noröaustur- hluta Cólumhíu. Neyddu þremenningarnir flug- stjórann að fljúga þotunni til Cuc- uta við landamæri Venezuela. Hafa þeir nú hótað að taka áhöfnina af Íífi ef 300 hermenn og fjölmargir hervagna yfirgefa ekki flugvöllinn þar, en um leið og þotan lenti í Cucuta umkringdu hermennirnir þotuna. í Cucuta var 60 farþegum leyft að fara frá borði, og talið er að þeir hafi ekki verið fleiri auk áhafnarinnar, sem telur flugstjóra, flugmann, flugvélstjóra eg tvær flugfreyjur. Önnur flugfreyjan sleppti sér við komuna til Cucuta. Nýja ríkisstjórnin i Noregi fyrir utan konungshöllina í Ósló. Gro Harlem Brundtland. forsætisráðherra er niunda frá vinstri, Þetta gerðist 1554 — Herlið sir Thomas Wyatt sækir til Lundúna. 1793 — Austurríkismenn og Prússar gera með sér bandalag gegn Frðkkum. 1816 — Símoni Bolivar falið af þingi Nýju Granada að stjórna innrás í Venezuela frá Haiti. 1831 — Stjórnarskrá Beigiu birt. 1849 — Stórhertoginn af Toscana flýr til Gaeta, Ítalíu. 1878 — Leo páfi XIII kjörinn. 1920 — Bolsévíkar taka Alexand- er Koltchak aðmírál af lífi. 1932 — Norðurlönd, Belgía og Holiand taka upp efnahagssam- vinnu. 1941 — Bretar taka Benghazi. 1947 — Arabar og gyðingar hafna tillögum Breta um skiptingu Pal- estínu. 1962 — 298 námamenn farast í kolanámusprengingu í Saarbruck- en. 1969 — Rúmlega 200 falla í loftárás Nígeríumanna á markað í þorpi í Biafra. 1971 — Geimfararnir í Appolio 14 ienda á Kyrrahafi eftir tunglferð. 1974 — Bretar veita eynni Gren- ada á Karibahafi sjálfstæði. 1976 — Kunngert að Hua Kuo- feng hafi verið skipaður forsætis- ráðherra Kína. Aímæli. Charles Dickens, brezkur rithöfundur (1812—1870) — Sir Thomas More, enskur stjórnmála- leiðtogi (1478—1535) — Dimitri Mendeleyev, rússneskur efnafræð- ingur (1834—1907) — Alban Berg, austurrískt tónskáld (1885—1935) — Sinciair Lewis, bandarískur rithöfundur (1885—1951). Innlent. 1826 Amtmannshúsið á Möðruvöllum brennur — 1848 Auglýsing Stefáns Gunnlaugsson- ,ar landfógeta um íslenzka tungu í íslenskum kaupstað, „hvað aiiir athugi!" — 1911 Fiskifélag íslands stofnað — 1950Alþingi samþykkir aðild að Evrópuráðinu — 19590fviðrið á Nýfundnalands- miðum. Fyrsti togarinn dæmdur eftir útfærslu í 12 mílur. 1974 Concorde kemur til íslands — 1980 Tveir Sjálfstæðismenn lýsa yfir stuðningi við stjórnarmyndun — 1904 f. Ragnar Jónsson í Smára. — 1908 f. Sverrir Krist- jánsson sagnfr. 1917 f. Gylfi Þ. Gíslason. Orð dagsins. Hugmyndaflug hans minnti á strútsfjaðrir. Með þeim gat hann hlaupið, en ekki hafið sig til flugs — Macaulay lávarður, brezkur sagnfræðingur (1800— 1859). WaHhington, 6. febrúar. — AP. BANDARÍSKA leyniþjónustan, CIA heldur því fram í skýrslu, sem birt var i Washington í dag, að Sovétmenn hefðu varið 40% meira til hernaðarupphygg- ingar en Bandarikin á síðasta áratugnum. Samanburður CIA var byggður á útgjöldum í doll- urum. CIA heldur því fram. að Sovétmenn hefðu varið 175 millj- örðum dollara til hernaðarupp- byggingar á árinu 1980 miðað við 115 milljarða dollara sem Bandaríkjamenn vörðu til hern- aðaruppbyggingar. Þá hélt CIA því fram, að Sovétmenn hefðu á síðasta ára- tug farið fram úr Bandaríkja- mönnum í nýsmíði vopna. Stofn- unin heldur því fram, að á árunum 1971 til 1976 hefðu Bandaríkjamenn minnkað fé til hernaðarútgjalda að meðaltali um 6% á ári á meðan Sovétmenn sífellt vörðu meira fé til hernað- aruppbyggingar. Þegar kom fram á árið 1976 vörðu Sovétmenn helmingi meira fé til hernaðar- uppbyggingar en Bandaríkin en eftir það hefur munurinn minnk- að. Þó sagði stofnunin, að séð væri fram á sömu þróun fram á miðjan þennan áratug að minnsta kosti. Þá sagði stofnunin að örust hefði uppbygging Sovét- manna verið á sviði eldflauga, flugvéla og herskipa. Harðar deilur um sparnaðaráætlun Rússar vörðu 40% meira fé til hernað- aruppbyggingar en Bandaríkin sl. 10 ár Stokkhólmi, 6. febrúar, frá Guðfinnu Ragnarsdóttur fréttaritara Mbl. MIKILL hiti var í umræðunum í sænska þinginu i fyrradag eftir að rikisstjórnin hafði lagt fram sparn- aðartillögu sina. Ein aðaltillagan var lækkun skatta og bauð forsætis- ráðherra, Thorbjörn Fálldin, hags- munafélögunum, jafnaðarmönnum og Olof Palme til viðræðna um skattana i vor. Olof Palme var i fyrstu mjög andvigur slíkum við- ræðum en sagðist sfðar skyldu athuga málið ef hann fengi skrif- iegt boð um að koma. Áður hafði hann ráðist harkaleKa á rikis- stjórnina út af sparnaðaráætiun- inni ok sakað hana um að hafa legið í launsátri ok tekið af launþegum allt sem þeim hafði tekist að semja um. áður en 17 klukkustundir voru liðnar frá undirritun samninua „Þið takið frá þeim allar kaup hækkanir <>k meira í viðbót með þvi að hækka mat, ferðir, leÍKU <>k fleira,“ saKði hann. „Með þvi að banna skattafrádrátt á ferðum til <>K frá vinnu tapar hinn almenni launþcKÍ 500 krónum. Ilerra Buh- man Klottir yfir þvi. Hann getur glott. slikur frádráttur skiptir hann ekki máli,“ sagði Olof Palme. Forsætisráðherrann, Thorbjörn Fálldin, var aftur á móti mjög blíður og samvinnuþýður í umræðunum." Launþegar og atvinnurekendur hafa gengið á undan með góðu fordæmi. Við stjórnmálamenn verðum að sýna sama vilja. Ola Ullsten formaður Þjóðaflokks- ins var einnig mjög jákvæður í sínum umræðum og hallaði sér að Jafnaðarmönnum: „Við höfum kannski ekki alltaf hlustaö af nægri athygli á jafnaðarmenn þegar þeir í andófsstefnu sinni hafa komið með góðar tillögur," sagði hann. Formaður Hægri flokksins, Gösta Bohman, var aftur á móti kuldalegur í orðum við jafnaðarmenn eftir ræðu Olof Palme. „Það virðist sem jafnað- armenn séu með stríðsæsing". Og Ftlldln að virtist mátulega hrifinn af því hefja skattaviðræður við Palme. Gunnar Nilsson alþingismaður jafnaðarmanna og formaður sænska alþýðusambandsins (LO) sagði í um- ræðunum í fyrradag að það væri vel skiljanlegt að iaunþegar væru áhyggjufullir þegar ríkisstjórnin kæmi með slikar sparnaðartillögur. Hann fór mörgum hörðum orðum um aðgerðir ríkisstjórnarinnar og sagði: „Við í hagsmunahreyfingunni getum ekki lengur ábyrgst að laun- þegar fái óskertan kaupmátt. Það er nú hlutverk ríkisstjórnarinnar. Eftir fimm ára borgaralega stjórn er efnahagsástandið þannig að það þarf meira en lítið átak til að ná sér á strik aftur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem LO hefur orðið að þola siíkan yfirgang af hálfu ríkisstjórn- arinnar. Aður fyrr hefur hún oft eyðilagt kaupsamningana með geng- isfellingum eða öðrum slíkum að- gerðum." Tveir herlögreglu- menn myrtir á Italíu Padua, italiu, 6. febrúar. — AP. TVEIR herlögreglumenn voru skotnir til bana í horginni Padua á Ítalíu í gær. Morðin á herlögreglumönnunum eru fyrstu pólitísku morðin á Ítalíu i ár. Talið er að nýfasistar standi að baki morðunum. Tveir ónafngreindir aðilar hringdu til blaða á ítaliu og lýstu ábyrgðinni á hendur þriðju fylkingunni — ný-fas- istasamtök. Að sögn þeirra, þá komu herlögregiumennirnir nýfasist- um að óvörum og kom til skot- bardaga. Lögreglumennirnir biðu bana. Lögreglan handtók í dag Valerio Fioravanti, hermd- arverkamann, sem særðist í átökunum í Padua. Hann hefur verið eftirlýstur um skeið, talinn viðriðinn morð á dómara og einnig er hann talinn viðriðinn sprengjutilræðið í Bologníu þann 2. ágúst síðastliðinn en þá biðu 85 manns bana. Finnland: Tillögur ríkisstjórnarinn- ar um launamál fá meðbyr Frá Harry Granberg, fréttaritara Mbl. í Finnlandi, 6. febrúar. TILLÖGUR finnsku rikisstjórn- arinnar um launamál hafa mælst vel fyrir. Ekki er þó búist við að þær verði samþykktar og komi til framkvæmda fyrr en i lok mánað- arins. Aðeins einn hópur innan launþegahreyfingarinnar er á móti tillögunum, en skoðanir eru skiptar innan finnska alþýðu- sambandsins FFC. í tillögunum er gert ráð fyrir 12% launahækkun á næstu 2 árum, að bændur fái 1,5 milljón finnskra marka og að ríkið hefji aðgerðir á sviði skatta- og félags- mála. Opinberir starfsmenn, TCO, eru á móti tillögunum. Telja þeir að þær skerði hlut útivipnandi mæðra. Um 300.000 manns eru í TCO en um 100.000 opinberir starfsmenn eru í FFC og eru þeir fylgjandi tillögunum. í dag greiddi stjórn FFC at- kvæði um tillögurnar. 14 jafnað- armenn voru fylgjandi þeim en átta kommúnistar á móti. Bændur hafa þegar lýst sig samþykka tillögunum. RíkÍ8stjórnin mun nú athuga tillögurnar nánar og ef til vill breyta þeim eitthvað. Síðan kem- ur það í hlut hinna mörgu laun- þegasamtaka og atvinnurekenda að semja i anda tillagnanna. Eddu- kvæðin á finnsku Frá Harry Granber# fréttarltara Mbl. 1 Finnlandi. 6. febrúar. EDDUKVÆÐIþí hafa nú ver- iö þýdd á finnsku. Aale Tynni byrjaði fyrir 20 árum að þýða fyrstu kvæði verks- ins. Síðustu tvö árin hefur hún eingöngu unnið að þýð- ingunni og hafa kvæðin nú verið gefin út hjá stærsta útgáfufyrirtæki Finnlands, Wsoy. Tynni segir að Finnar beri Eddukvæðin eðlilega saman við finnsku Kalevala-kvæðin. „En við verðum að muna eftir því að Edda var skrifuð 700 árum áður en Kalevala- kvæðin voru ort,“ segir hún. „1 íslensku kvæðunum er meiri grimmd, barátta og frumstæðni en í þeim finnsku." Aale Tynni þýddi kvæðin úr gömlu norsku máli og ber textann jafnframt saman við norsku, sænsku, íslensku, þýsku og ensku útgáfurnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.