Morgunblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1981 25 Nýr BÚR-togari: Ottó N. Þorláks- son RE-203 er 25. skip Stálvíkur NÝR SKUTTOGARI Bæjarútgerðar Reykjavíkur var í gær gefið nafn við hátíðlega athöfn í skipasmíðastöð Stálvíkur hf. i Garðabæ. Frú Margrét Ottósdóttir gaf skipinu nafn föður síns Ottós N. Nikulássonar, fyrsta forseta Alþýðusambands íslands. Ottó N. Þorláksson RE-203 er alfarið íslenskur að gerð, 499 brúttórúmlestir, 57 metra langur, 10,3 metra breiður og 7,3 metra djúpur. Ottó N. Þorláksson hinn nýji skuttogari Bæjarúttferðar Reykjavikur. Á innsettu myndinni mundar frú Margrét Ottósdóttir kampavínsflöskuna: Jón Sveinsson og BjörKvin Guðmundsson fyÍKjast með. Ljósm. Rax. Ottó N. Þorláksson er 25. skipið sem Stálvík smíðar. Skipslag togarans er frábrugðið því sem almennt gerist, og sagðist Jón Sveinsson forstjóri Stál- víkur hf. vilja kalla þetta skipslag „búrgerð", því lögun búrhvelis hefði verið haft í huga við teikninguna. Og fyrirspurnir eru þegar teknar að berast til Stálvíkur erlendis frá um þetta nýja skipslag. Jón sagði Stálvík hf. einkum hafa haft þrjú markmið í huga við smíði skipsins: I fyrsta lagi að smíða vandað skip, sem hentaði vel til fiskveiða við íslenskar aðstæður. í öðru lagi að skipslagið leiddi til olíusparnaðar, og í þriðja lagi öruggara skip; sérstakt að því leyti að togvírar eru ekki á aðalþilfari. Togarinn er alfarið teikn- aður af íslenskum tæknifræðingum undir stjórn Sigurðar Ingvasonar, skipatæknifræðings. Skipið er með búnað fyrir veiðar með botn- og flotvörpu, og búið fullkomnum siglinga- og fiskleitar- tækjum til botnvörpu- og flotvörpu- veiða. Þá er í skipinu Loran staðsetningarkerfi með leiðarrita svo og veðurkortamóttaka. Lestarrými er 660 rúmmmetrar. Aðalvél er MaK2400 hestöfl við 500 snúninga á mínútu, með skipsskrúfu sem snýst 163 snún- inga á mínútu og fjarstjórnun úr brú. Vélin er útbúin til svartolíubrennslu. Stálvík hf. annaðist stál- og ál- vinnslu, svo og niðursetningu véla og tækja. Rafboði hf. í Garðabæ sér um raflagnir, Nökkvi hf. í Garðabæ um innréttingar, og Börkur hf. í Hafnar- firði einangraði fisklestir. Ottó N. Þorláksson er mjög dýr togari; áætlaður kostnaður er a.m.k. 50 milljónir eða 5 milljarðar gamalla króna. Eftir að Jón Sveinsson forstjóri, hafði lýst smíði skipsins, talaði Björg- vin Guðmundsson, borgarfulltrúi í tíu mínútur, og svo færði Jón frú Mar- gréti Ottósdóttur gullfesti að gjöf til staðfestingar nafngiftinni. Loks voru bornar fram veitingar handa gestum, og Hornaflokkur Kópavogs flutti lög undir stjórn Björns Guðjónssonar. Fjölmenni var við athöfnina, og meðal annarra forsætisráðherra, borgar- stjóri og borgarfulltrúar. Ottó N. Þorláksson RE-203 verður sjósettur í dag kl. 8 f.h., og lokið verður við frágang skipsins og prófan- ir við bryggju í Hafnarfirði. 20 loðnuskip á þorskanet FRESTUR loðnuskipa til að sækja um leyfi til þorskveiða í net rann út í gær og höfðu þá 20 skip sótt um og fengið leyfi. Miðað er við 800 tonna aflahámark hjá hverju þessara skipa. Að sögn Þórðar Eyþórssonar í sjávarútvegsráðuneytinu munu flest þessara skipa fara á þorsk- veiðar strax upp úr 10. þessa mánaðar, en einkum eru það minni loðnuskipin, sem ætla á net. Þau loðnuskip, sem ætla á troli þurfa ekki sérstakt leyfi, en þurfa hins vegar að tilkynna sig til sjávarútvegsráðuneytisins þar sem þau falla undir skrapdaga- kerfið. Enginn sátta- fundur með fiskimönnum ENGINN sáttafundur hefur verið boðaður í togara- og bátakjara- samningum, en verkfall hefur verið boðað á togaraflotanum frá og með mánudeginum. Ekki hefur verið full samstaða meðal allra sjómanna um þessa verkfallsboð- un, en meðal vélstjóra mun algjör samstaða, þannig að togararnir stöðvazt sumir hverjir aðeins vegna verkfalls þeirra. Mun þar vera um að ræða 37 togara af 85 togurum samtals. Sáttafundir, sem haldnir hafa verið undanfarið hafa allir reynzt vita árangurs- lausir. Tveir árang- urslausir sáttafundir farmanna SÁTTAFUNDIR voru haldnir bæði í gær og fyrradag með undirmönnum á farskipum, sem felldu kjarasamning, sem undir- ritaður var 19. desember síðastlið- inn. Báðir fundirnir urðu árang- urslausir. Undirmenn á farskipum hafa veitt stjórn og trúnaðar- mannaráðum Sjómannafélags Reykjavíkur verkfallsheimild. Ekki hefur verið boðaður nýr sáttafundur, en þess er vænzt að hann verði strax eftir helgina. 155 fá listamannalaun 1981 ÚTHLUTUNARNEFND lista- mannalauna hélt i gærdag hlaöamannafund og tilkynnti hverjir listamenn skipuðu efri og neðri flokka listamannalauna í ár, 1981. Áður hafði Alþingi veitt 12 mönnum heiðurslaun að upphæð kr. 22.500. Kom fram ó blaðamannafundi nefndarinnar. að hún hefði i þetta sinn haft minna fé til úthlutunar; ráðstöf- unarfé hennar hefði raunar farið silækkandi með árunum, og nú var svo komið að nefndarmenn töldu sig nauðbeygða til að fækka verulega i neðri flokki listamannalauna. 155 listamenn hljóta lista- mannalaun í þetta sinn, þar af 12 heiðurslaun, sem áður segir. Sex nýir finnast í efri flokknum: Árni Björnsson, tónskáld, Einar Há- konarson, myndlistarmaður, Jón Dan, rith., Sigurður A. Magnús- son rith., Þuríður Pálsdóttir, óperusöngkona, og Örlygur Sig- urðsson, listmálari. Nú skipa 89 manns efri flokk listamanna- launa. í neðri flokknum var fækkað um 26, ekki minna, og voru nefndarmenn ekki á einu máli um ágæti slíks. Sumir vildu fækka enn meir, aðrir virtust taka það nærri' sér að geta ekki veitt öllum listamönnum laun úr ríkissjóði. Þrátt fyrir þessa fækkun, munu nokkrir einstaklingar fá lista- mannalaun í fyrsta sinn 1981. Þeir eru: Björgvin Halldórsson, Egill Friðleifsson, Einar Jóhann- esson, Helgi Vilberg, Hilmar Jónsson, Ingibjörg Pálsdóttir, Jó- hann Björnsson frá Húsavík, Kjartan Ólafsson, Roar Kvam, Sigrún Eldjárn, Snorri Sigfús Birgisson og Þórður Tómasson. 52 skipa neðri flokkinn og fær hver þeirra 3.300 krónur úr ríkissjóði þetta árið. Það mun vera lögbund- ið að listamannalaun í neðri flokki séu helmingur þess sem veitt er í efri flokki. Úthlutunarnefnd listamanna- launa skipa nú eftirtaldir: Magn- ús Þórðarson, form., Jón R. Hjálmarsson, Bessí Jóhannsdótt- ir, Bolli Gústavsson, Gunnar Stef- ánsson, Halldór Blöndal og Sverr- ir Hólmarsson. Hér á eftir fer listinn yfir það fólk, sem þiggur listamannalaun árið 1981: Áður veitt af Alþingi 22.500 krónur hver: Ásmundur Sveinsson, Finnur Jónsson, Guðmundur Daníelsson, Guðmundur G. Hagalín, Halldór Laxness, Indriði G. Þorsteinsson, Kristmann Guðmundsson, Maria Markan, Snorri Hjartarson, Tómas Guðmundsson, Valur Gíslason, Þorvaldur Skúlason. Veitt af nefndinni: 6.600 krónur hver: Agnar Þórðarson, Alfreð Flóki, Atli Heimir Sveinsson, Ágúst Pet- ersen, Ármann Kr. Einarsson, Árni Björnsson, Árni Kristjáns- son, Benedikt Gunnarsson, Björn J. Blöndal, Björn Ólafsson, Bragi Ásgeirsson, Bragi Sigurjónsson, Einar Bragi, Einar Hákonarson, Eiríkur Smith, Eyþór Stefánsson, Gísli Halldórsson, Guðbergur Bergsson, Guðmunda Andrésdótt- ir, Guðmundur L. Friðfinnsson, Guðmundur Frímann, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Ingi Krist- jánsson, Guðrún Á. Símonar, Gunnar Dal., Gunnar Eyjólfsson, Gunnar M. Magnúss, Hallgrímur Helgason, Hannes Pétursson, Hannes Sigfússon, Heiðrekur Guð- mundsson, Hringur Jóhannesson, Ingimar Erlendur Sigurðsson, Jak- obína Sigurðardóttir, Jóhann Briem, Jóhann Hjálmarsson, Jó- hannes Geir, Jóhannes Helgi, Jó- hannes Jóhannesson, Jón Ásgeirs- son, Jón Björnsson, Jón Dan, Jón Helgason, prófessor, Jón Helgason, ritstjóri, Jón Nordal, Jón Oskar, Jón Þórarinsson, Jón úr Vör, Jónas Árnason, Jórunn Viðar, Karl Kvaran, Kjartan Guðjónsson, Kristján Albertsson, Kristján Davíðsson, Kristján frá Djúpalæk, Leifur Þórarinsson, Manuela Wies- ler, Matthías Johannessen, Oddur Björnsson, Ólafur Jóh. Sigurðsson, Ólöf Pálsdóttir, Pétur Friðrik, Ragnheiður Jónsdóttir, Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haraldson, Rögnvaldur Sigurjónsson, Sigfús Daðason, Sigfús Halldórson, Sig- urður A. Magnússon, Sigurður Sigurðsson, Sigurjón Ólafsson, Skúli Halldórsson, Stefán Hörður Grímsson, Stefán Islandi, Stefán Júlíusson, Steinþór Sigurðsson, Svavar Guðnason, Sverrir Har- aldsson, Thor Vilhjálmsson, Tryggvi Emilsson, Valtýr Péturs- son, Veturliði Gunnarsson, Vé- steinn Lúðvíksson, Þorkell Sigur- björnsson, Þorsteinn frá Hamri, Þorsteinn Ö. Stephensen, Þórleifur Bjarnason, Þóroddur Guðmunds- son, Þuríður Pálsdóttir, Örlygur Sigurðsson. 3.300 krónur hver: Baldur Óskarsson, Baltazar, Björg Þorsteinsdóttir, Björgvin Halldórsson, Eggert Guðmunds- son, Egill Friðleifsson, Einar Bald- vinsson, Einar Jóhannesson, Einar Þorláksson, Filippía Kristjáns- dóttir (Hugrún), Gísli J. Ástþórs- son, Gísli Magnússon, Gísli Sig- urðsson, Gréta Sigfúsdóttir, Guð- laugur Arason, Guðmundur Steinsson, Guðný Guðmundsdóttir, Hafliði Hallgrímsson, Hafsteinn Austmann, Helga Ingólfsdóttir, Helgi Sæmundsson, Helgi Vilberg, Hilmar Jónsson, Hjörleifur Sig- urðsson, Hjörtur Pálsson, Hrafn Gunnlaugsson, Hrólfur Sigurðs- son, Ingibjörg Pálsdóttir, Jakob Jónasson, Jóhann Björnsson frá Húsavík, Jónas Guðmundsson, Karen Agnete Þórarinsson, Kári Tryggvason, Kjartan Ólafsson, Kristinn Hallsson, Kristinn Pét- ursson, Kristján Guðmundsson, Óskar Aðalsteinn, Pétur Gunn- arsson, Roar Kvam, Rut Ingólfs- dóttir, Rut L. Magnússon, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Sigrún Eld- járn, Snorri Birgisson, Steingerður Guðmundsdóttir, Steinunn Mar- teinsdóttir, Svava Jakobsdóttir, Sveinn Björnsson, Þorsteinn Stef- ánsson, Þóra Jónsdóttir, Þórður Tómasson, Þórunn Elfa Magnús- dóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.