Morgunblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1981 Ólafur Ólafsson landlæknir: Umferðarslys Og öryggisbelti Ólafur Ólafsson landlæknir Á árinu 1980 kom út á vegum landlæknisembættisins bók um umferðarslys og öryggisbelti sem fylgirit við Heilbrigðisskýrslur. I samantekt sem nær yfir árin 1973—1978 kom eftirfarandi m.a. fram: Islendingar eru eina Norðurlandaþjóðin sem ekki hefur lögleitt notkun öryggisbelta í bifreiðum. Við samanburð á umferðarslysamunstri okkar og nágrannaþjóða kemur eftirfarandi í ljós: 1. Á Islandi hefur slysa- og dánartíðni vegna umferðar- • slysa hækkað á undanförnum árum, en lækkað á öðrum Norðurlöndum eftir lögleiðingu öryggisbelta þar, sjá töflu 1. 2. Slysa- og dánartíðni í umferðarslysum á 100.000 íbúa meðal 15—20 ára er margfalt hærri en annarra aldurshópa. Sjá mynd 1. 3. Dánartíðni hefur aukist aðallega meðal 15—24 ára og 65 ára og eldra fólks. Sjá mynd 2. 4. Slysatíðni meðal fótgangandi er hærri á íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Sjá mynd 3. Meðal 28 annarra þjóða í heiminum er nú fengin 5—10 ára reynsla af iöggildingu öryggisbelta fyrir bifreiða- stjóra og farþega í framsæti. Það er staðreynd að ef 60—90% ökumanna og farþega í framsæti nota öryggis- belti má fækka dauðaslysum um 25—30% og alvarlegum slysum um 20—30%. Jafnframt fækkar innlögnum á sjúkrahús og veikindadögum um allt að 30%. Sjá töflu 2. Talið er, að kostnaður vegna umferðarslysa á Islandi 1980 nemi um 10 milljörðum króna. Rök hafa verið færð fyrir því að lækka megi þann kostnað um 25—30%. Heildarkostnaður vegna minniháttar umferðarslysa er einnig mjög mikill en vanmetinn. Áætla má, að þjóðhagslegt tap vegna 1 árs vinnutaps byggingaverka- manns nemi rúmum 20 millj. kr. sbr. töflu 3. Tillögur til úrbóta Hafa ber í huga eftirfarandi atriði. 1. Öryggisbúnaður í bifreiðum á Islandi er ekki nýttur sem skyldi og þar af leiðandi eru slys á ökumönnum og farþegum algeng. 2. Slysa- og dánartíðni vegna umferðarslysa er mun meiri meðal 15—20 ára en annarra aldursflokka. 3. Slys meðal fótgangandi og þá sérstaklega barna og eldra fólks eru algeng. Sjálfsagt má kenna þetta óaðgæslu og óneitanlega er hlutur bifreiðastjóra stærstur. 4. Erfiðir vegir: Oft er talað um sérstöðu íslands hvað þetta snertir og mörg alvarleg slys hafa orðið á fjallvegum. 5. Skammdegismyrkur og slæmt skyggni hindrar eðlilegt útsýni og eykur þannig slysahættu. Tafla 1. Dánir vegna umferðarslysa á Norðurlöndum á árunum 1973—1980 á 100.000 íbúa (meðaltöl). 1) 2) Lönd 1973/74 1975/77 1978/80 1980 Island 10,5 13,5 11,4 11,0 Svíþjóð 14,5 13,6 11,1 9,6 Noregur 12,8 12,0 9,5 8,8 Danmörk 18,8 16,5 ? ? Finnland 20,5 17,1 11,9 10,0 1) Öryggisbelti lögbundin á árinu 1975/76 nema íslandi. 2) Verulega minnkuð bensín og olíusala vegna olíukreppu á öllum Norðurlöndum. Dánartala vegna umferðarslysa hefur lækkað milli 31—52% í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi á tímabilinu 1973—1980, en hækkar um 5—10% á íslandi. Tölur frá Danmörku hafa ekki fengist enn. Tölur frá 1980 éru bráðabirgðatölur. Landlæknisembættið leggur til, að eftirfarandi aðgerð- ir verði gerðar til að draga úr umferðarslysum: 1. Notkun öryggisbelta fyrir bifreiðastjóra og farþega í framsæti verði lögleidd hér á landi. 2. Lagt verði bann við því, að born yngri en 12 ára sitji i framsætum bifreiða við akstur. 3. Hnakkapúðar verði lögleiddir í bifreiðum. 4. Ökukennsla verði bætt mjög frá því sem nú er og námskröfur til ökuprófs verði stórauknar, svo að draga megi úr hinum mikla unglingadauða. 5. Umferðarfræðsla verði tekin upp sem kennslugrein í grunn- og framhaldsskólum landsins. 6. Lýsing og merking akbrauta verði bætt. 7. Starfsemi Umferðarráðs verði efld. Áætla má að ef öryggisbelti hefðu verið lögleidd í lok ársins 1976 hefði þróun slysamála verið eftirfarandi: á árunum 1977—78. Tafla 4. Hér er miðað við „meðaltalsárangur" 20 landa sem hafa lögbundið öryggisbelti í bifreiðum sl. 5—10 ár. Bifr. 05 aðrlr vognar Mótorhjól og vélhjól Fteióh)ól Fótgongondl Allt Vtgfartndahópar Fjöldi látinna og slasaðra í umferðarslysum eftir vegfarendahópum á 100.000 íbúa á Norðurlöndum árið 1977. Halldór Jónsson, verkfræðingur: Vilji er allt sem þarf! Nú höfum við móttekið áramótaboðskapinn úr Stjórnar- ráðinu, kæru landar. Vilji er allt sem þarf. Því er nú lýst yfir algerri niðurtalningu og verð- stöðvun, föstu gengi lofað á papp- írum gegn 7% kaupráni 1. marz auk niðurfellingar á verðbótum vegna gamalla verðhækkana frá seinni hluta 1980. Þetta rennur fínt ofan í alþýðu, ef marka má stjórnarmálgagnið, Dagblaðið. Engum jaka hefur enn skotið upp úr útflutningshafinu á siglingaleið þjóðarskútunnar, enda kommar i stjórn núna og ríkisvald því „vinveitt". Nú á að sýna verðbólgunni í tvo heimana með nýrri krónu, og það virðast bara furðu margir bjartsýnir að árangur náist, því vilji er allt sem þarf. Vissulega er þess óskandi að svo verði. En gengur dæmið upp til lengdar? Alger niðurtalning í hagtölum iðnaðarins 1981 er sundurliðuð útgjaldaskipting iðn- aðar árið 1978 og birtist taflan hér Rekstraryfirlit iðnaðar1* 1973 og 1978 (millj. kr.) 1973 % 19782> % A. Tekjur á tekjuvirði 32.520 100,0 197.370 100,0 B. Aðföng frá öðrum fyrirtækjum 19.55G 60,1 122.111 61,9 Hráefni , 14.805 45,4 95.821 48,6 Rafmagn og hiti 789 2,4 4.826 2,4 Póstur og sími 117 0,4 850 0,4 Bifr. og flutningskostn. 682 2,1 3.396 1,7 Trygginga- og faste.gj. 251 0,8 1.575 0,8 Aðstöðu- og iðnlánasj.gj. 197 0,6 1.328 0,7 Viðhald 632 1,9 4.870 2,5 Önnur aðföng 2.073 6,4 9.445 4,8 C. Vinnsluvirði 12.964 39,9 75.259 38,1 Laun og launatengd gj. 9.200 28,4 54.510 27,6 Afskriftir 1.317 4,0 4.813 2,4 Leigur 218 0,7 1.274 0,7 Vextir 1.388 4,3 10.981 5,6 Beinir skattar 455 1,4 2.216 1,1 Hreinn hagnaður eftir skatta 385 1,1 1.465 0,7 C. Vinnsluvirði 75.259 38,1 Laun og launatengd gjöld 54.510 27,6 Afskriftir 4.813 2,4 Leigur 1.274 0,7 Vextir 10.981 5,6 Beinir skattar 2.216 ' 1,1 Hreinn hagnaður eftir skatta 1.465 0,7 11 Undanskilið: Fiskiðnaður, slátrun og kjötiðnaður 2,Bráðabirgðatölur Síðan 1978 kann eitthvað að hafa breyst, en þær tölur liggja ekki fyrir svo kunnugt sé, svo við skulum nota þær sem viðmiðun. Fyrst skulum við minnast þess, að í iðnaði verður annar stærsti hluti vergrar þjóðarframleiðslu fyrir utan opinbera þjónustu, sem er höfuðatvinnuvegur okkar, 40%, svo sem sjá má á annarri töflu í sama riti. 0,3%. LaUnahækkun 1. marz nk. er talin verða um 5,5%. Launahækk- un varð 9,52% 1. desember. Áður hafði orðið um 17% meðaltals- launahækkun 27. október, þannig að útborgað kaup í desember var orðið um 28% hærra en það var í október. í marz nk. verður launa- liður iðnaðar orðinn 35% hærri, en það hækkar launakostnað skv. Sundurgreining á vergri þjóðarframleiðslu 1973 og 1978 á tekjuvirði (millj. kr.) Vergt vinnsluvirði Mannár 1973 % 1978 % 1973 % 1978 % Iðnaður 20.526 27,7 114.598 24,9 22.650 25 26.120 26 Framl.iðnaður 10.468 14,1 54.698 11,9 11.701 13 12.782 13' Fiskvinnsla 6.445 8,7 39.339 8,5 6.435 7 8.230 8 Þjón.iðnaður 3.613 4,9 20.561 4,5 4.514 5 5.108 5 Byggingariðn. 9.900 13,4 46.586 10,1 10.426 12 11.020 11 Fiskveiðar 5.840 7.9 41.669 9,0 4.900 5 5.375 5 Landbúnaður 5.039 6,8 24.000 5,2 9.241 10 8.710 9 Verslun 8.290 11,2 49.688 10,8 10.646 12 11.307 11 Opinb. þjón. o.fl. 24.505 33,0 184.159 40,0 31.948 36 38.973 38 Samtals 74.100100,0 460.700100,0 89.812 100 101.505 100 Það má því kannski nota áður- taldan rekstrarreikning iðnaðar sem dæmi um atvinnurekstur landsmanna almennt, ef maður ætlar að gera sér grein fyrir áhrifum algerrar verðstöðvunar á hann. Fyrsta skref ríkisstjórnarinnar í algerri verðstöðvun var 10% hækkun á þjónustu fyrirtækja hennar og bæjarfélaga. Þetta hækkaði tilkostnað á íðnaði um töflunni úr 27,6% í 37,2%. Aukin tekjuþörf af þessu er því 9,6%. Síðan i nóvember hefur gengi sigið um 12%. Þetta veldur hækkun á hráefni, bifreiðum, flutnings- kostnaði, viðhaldi og öðrum aðföng- um sem veldur 6,9% aukinni tekju- þörf, reiknað á sama hátt. Fyrirsjáanleg kostnaðaraukning í iðnaði verður þvi 0,3+9,6+6,9= 16,8%. Þetta hefði verið 33 millj-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.