Morgunblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1981 35 Þingsályktunartillaga: Samstarf Islend- inga, Grænlend- inga og Færeyinga Scx þingmenn úr ollum þinKflokkum hafa lagt fram á Alþinni tillögu um kjör þinKmannanefndar, er vinni að auknu samstarfi íslendinKa. Færeyinga ok Grænlendinga um sameÍKÍnleK hagsmuna- mál. í greinargerð segir, að sam- skipti þessara grannþjóða hafi verið nokkuð tilviljanakennd, en geti verið á breiðum grundvelli. Megi þar nefna atvinnu- og land- búnaðarmál, samgöngumál, orkumál, menningarmál, og þó beri einkum að nefna figkveiðar og fiskvinnslumál. I greinargerð er jafnframt bent á álit samnorrænnar nefndar, „Nordiska Ministerrádets Ambetsmannakomitén för Reg- ionalpolitik“ (NÁRP), sem sér- staklega háfi fjallað um slíkt samband milli Islands, Grænlands og Færeyja. Með tillögunni fylgir álit NÁRP-nefndarinnar. Flutningsmenn eru: Arni Gunn- arsson, Stefán Jónsson, Halldór Asgrímsson, Sverrir Hermanns- son, Matthías Á. Mathiesen og Páll Pétursson. Birgir ísl. Gunnarsson: Skólakerfið og tölvuvæðingin Birgir ísl. Gunnarsson (S) mælti nýverið fyrir þingsályktunartil- lögu, sem hann flytur ásamt Ragnhildi Helgadóttur (S). Tillagan fclur í sér, að framkvæmd skuli tvíþætt könnun varðandi áhrif tölvuvæð- ingar á skólakerfi landsins: 1) Hver áhrif aukin tölvunotkun í skólum hafi á skólakerfið og 2) hvaða kröfur tölvuvanling í atvinnu- og þjóðlifi gerir til skólakerfisins. Á grundvelli þessarar könnunar verði gerðar tillögur um. hvern veg skólakerfið skuii bregðast við þcim kröfum, sem af tölvuvæðingu hljóta að skapast. Þess verði sérstaklega gætt hver verði áhrif Birgir minnti á röð þátta í sjónvarpi um örtölvubyltingu. Ljóst væri, að notkun tölva hafi aukizt hröðum skrefum, bæði hérlendis og erlendis. Umræða fari hvarvetna fram um það, hvern veg við skuli bregðast, bæði í atvinnulífi og menntakerfi þjóð- anna. Við erum allmikið á eftir þeim þjóðum, sem lengst eru komnar í þessum efnum. Það er greinilegt, sagði Birgir, að tölvu- væðing mun taka til mikils hluta athafna- og atvinnulífs þjóðarinn- ar, ekki sízt á sviði viðskipta og þjónustu, en einnig í framleiðslu á þeim sviðum sem nákvæmni í á almenna grunnmenntun. starfrækslu og stjórnun skiptir mestu máli. Við slíkar greinar starfar verulegur hluti lands- manna. í fyrirsjáanlegri framtíð verður það því þáttur í nokkuð almennri starfsemi manna að kunna viðeigandi skil á tölvum og notkun þeirra. Hér þarf skólakerf- ið að vera í stakk búið að gegna skyldu sinni. Birgir greindi þessa menntun í þrennt: menntun sérfræðinga, menntun þeirra, sem vinna í nánum tengslum við tölvur, og loks almenna menntun, en al- menningur komi til með að nota tölvuefni í æ ríkari mæli. Helgi Seljan: Rússar taka kolmunn- ann við bæjardyr okkar RÚSSAR telja ómaksins vert að moka upp 760 þúsund tonnum kolmunna rétt utan landhelgis- marka okkar, sagði Ilelgi Seljan (Abl), er hann mælti fyrir tillögu sinni um áskorun á rikisstjórn- ina, þess efnis, að stuðla að nýtingu kolmunna, bæði veiðum og vinnslu. og sérstakri vinnslu- stöð á Reyðarfirði (frysting og þurrkun). Helgi minnti bæði á baráttu Magna Kristjánssonar fyrir auk- inni nýtingu kolmunna og hug- myndir, sem nú væru uppi hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðaris um sama efni. Hann vitnaði og til rannsókna Sigurjóns Arasonar, sérfræðings hjá þeirri stofnun. Langbezta veiðivon á kolmunna sagði Helgi vera við Færeyjar, í íslenzkri landhelgi út af Aust- fjörðum, á Dormbanka, auk hrygningarstöðvanna. Þegar kolmunni haldi sig hér við land er hann í bezta „hugsanlega ástandi, bæði til manneldis og • mjölvinnslu". Kolmunni unninn í skreið hafi bæði farið á markað sem gæludýrafóður og til mann- eldis (í Nígeríu). Helgi sagði raunhæft að stefna að a.m.k. 200 þúsund tonna árlegri veiði kol- munna. Helgi Scljan Helgi vitnaði í orð sérfræðings sem teldi „engin tæknileg vand- kvæði á því að vinna kolmunna í afurðir til manneldis". Vinna megi verulegt magn á Nígeríumarkað en einnig henti fiskur vel til mjölframleiðslu. Þegar horft er á þá staðreynd að við eigum veiði- flota með afköst umfram veiðiþol stofna, sem einkum er gert út á, ber að hyggja vel að hinum vannýttu stofnum. Þar er kol- munninn máske fyrstur fyrir. Nokkrir leikaranna ásamt höfundi leikritsins. F.v. Jóhann Sigurðsson, Kjartan Ragnarsson, Karl Ágúst Úlfsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Guðmundur ólafsson, Július Hjörleifsson og Guðjón Pedersen. Liónm. kristján Nemendaleikhúsið: Frumsýning á Peysufatadegin- um nýju leikriti eftir Kjartan NÆSTKOMANDI mánudag írumsýnir Nemendaleikhús- ið í Lindarbæ nýtt leikrit eítir Kjartan Ragnarsson. Leikritið heitir „Peysufata- dagurinn" og gerist í Reykjavík 1937. Er þar átt við peysuíatadag nemenda Verzlunarskóla lslands og gerist leikritið á einum slik- um degi. Mikið af leikritinu er í léttum dúr, að sögn höfundar- ins, en þó skín í gegn ógn frá þeim pólitísku átökum sem áttu sér stað um þetta leyti. I leikritinu segir frá ungu fólki, sem er að móta framtíð sína mitt í umróti þessara tíma og er reynt að skapa það andrúm Hinir gömlu góðu dagar — rómantikin fyrir siðari ófrið. sem einkenndi árin fyrir seinni heimsstyjöld. Á blaðamannafundi sem Nemendaleikhúsið efndi til sagði Kjartan Ragnarsson að leikritið hefði eiginlega verið samið í samvinnu við nem- endur Leiklistarskóla íslands um leið og hlutverkin voru æfð. Leikritið er um tveggja klukkustunda langt og leik- endur átta — sjö nemendur Leiklistarskólans og einn kennari, Hilde Helgason. Kjartan annast sjálfur leik- stjórn, Magnús Pálsson gerði leikmynd og búninga, David Walters hannaði lýsingu og Fjóla Ólafsdóttir hefur útsett og æft söngvana. Ásgrímur Jónsson: Átján barna faðir i Álfheimum. þjóðsagna- teikning (1943). Slýólasýning í Asgrímssafni SUNNUDAGINN 8. fehrúar verður opnuð 17. skólasýning Ásgrímssafns. Leitast var við að hafa sýninguna sem fjölbreytt- asta. fweði hvað viðfangsefni og tækni snertir. Sýndar eru olíu- og vatnslitamyndir auk fjölda þjóðsagnateikninga. Guðmund- ur Benediktsson myndhöggvari og Páll Guðmundsson myndlist- arnemi aðstoðuðu við val mynda pg upphengingu. Skólasýningar Ásgrimssafns hafa átt vaxandi vinsa-ldum að fagna á undan- förnum árum. Sólveig Georgsdóttir, fil. cand. í safngreinum, annast í vetur safnkynningu á vegum Reykja- víkurborgar. Hún hefur verið búsett í Svíþjóð um árabil og starfað í 3 ár við Nordiska Museet í Stokkhólmi en vinnur nú á Fræðsluskrifstofu Reykja- víkur. Hún mun skipuleggja ferð- ir barna úr skólum Reykjavíkur í Ásgrímssafn og tekur við sér- tímapöntunum á mánudögum kl. 9—11 í síma 28544. Sértíma fyrir skóla utan Reykjavíkur er hægt að panta í Ásgrímssafni á opnun- artíma safnsins sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 1.30—4. Sýningin er öllum opin. Aðgangur er ókeypis. Ókeypis iðn- aðarþjónusta á Austurlandi HALLDÚR Árnason. efnafræðing- ur og hagfræðingur. hefur verið ráðinn iðnaðarráðunautur á Aust- urlandi til eins árs. Mun hann starfa á vegum Sambands sveitar- félaga á Áusturlandi (SSÁ) og iðnaðarráðuneytisins, sem greiðir laun fyrsta árið. Þjónusta iðnað- arráðunautsins er þess vegna ókeypis þetta fyrsta ár — þ.e.a.s. til 1. sept. 1981, en Ilalldór var ráðinn til starfans 1. sept. 1980. Iðnaðarráðunauturinn hefur fengið aðsetur um sinn að Heima- túni 2, Hlöðum, Fellahreppi, og vill SSÁ hvetja forráðamenn fyrirtækja á Austurlandi og aðra sem þar hafa áhuga á iðnaðarmálum, að leita til iðnaðarráðunautsins um fyrir- greiðslu og aðstoð. Kynna nýja stefnuskrá FIMMTI og síðasti fundur kommúnistasamtakanna til kynn- ingar á nýrri stefnuskrá verður haldinn mánudaginn 9. fehrúar kl. 20.30 í kaffiteríu Hótels Heklu við Rauðarárstig. Fundarefni er utanríkismál — alþjóðasamstarf, hermálið, erlend stóriðja o.fl. — Og afstaða komm- únista á þeim vettvangi. Talsmaður Kommúnistasamtak- anna verður Magnús Sna-dal. Gest- ur fundarins verður Einar Karl Haraldsson. ritstjóri Þjoðviljans. Áhugafólk hér hvatt til þess að ma'ta stundvíslega og taka þátt i liflegum skoðanaskiptum. Fréttatilkynning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.