Morgunblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981
5
Togarakaup Útgerðarfélags N-Þingeyinga:
þessi mál verði öll að skoða í nýju
ljósi."
Meirihluti stjórnar Fram-
kvæmdastofminar samþykkti
„tilmæli ríkisstjórnarinnar“
Karl Steinar sat einnig hjá við
afgreiðslu tillögunnar og lagði
fram eftirfarandi bókun:
„Núverandi ríkisstjórn sam-
þykkti skilyrðalaust kaup á togara
til Þórshafnar-Raufarhafnar.
Byggðasjóði var falin fjárútvegun.
Ljóst er að bæta þarf atvinnu-
ástand á Þórshöfn, en þessi aðferð
er mjög umdeilanleg m.a. vegna
þess að kostnaður er meira en
helmingi hærri en upphaflega var
áætlað.
„ÞETTA er nú mál ríkisstjórnar-
innar og hún á að stöðva það,“
sagði Eggert Haukdal, formaður
stjórnar Framkvæmdastofnunar
rikisins í samtali við Mbl. i gær
eftir að stjórn stofnunarinnar
hafði með 5 atkvæðum Eggert og
Karl Steinar Guðnason sátu hjá
samþykkt tillögu samhljóða til-
mælum Steingrims Hermanns-
sonar varðandi fjármögnun
togarakaupa til Raufarhafnar og
Þórshafnar. Mbl. spurði Eggert,
hvort hann hygðist gera það að
skilyrði fyrir áframhaldandi
stuðningi við rikisstjórnina. að
hún stöðvaði þessi togarakaup.
„Þetta er i mínum augum mjög
stórt mál; alla vega milljónfalt
Gervasonimál,“ sagði Eggert.
Stjórn framkvæmdastofnunar
kom saman til fundar klukkan
ellefu í gærmorgun. Eggert Hauk-
dal lagði þá fram bókun og tillögu
um að fyrri samþykkt stjórnar-
innar um lán á 20% af 21 milljón
norskra króna yrði felld úr gildi.
Sú tillaga hlaut engar undirtektir
Sjómenn og undir-
menn farskipa
á fundi með
viðsemjendum
árdegis
„HÉR er urtnið í dag að
samningamálum sjó-
manna og undirmanna á
farskipum, við ætlum að
halda áfram fram að
kvöldmat og byrja síðan
klukkan 9 í fyrramálið,“
sagði Guðlaugur Þor-
valdsson ríkissáttasemjari
í samtali við Morgunblað-
ið í gær er leitað var frétta
af samningamálum.
Guðlaugur sagði um
miðjan dag í gær að ekki
yrði að vænta niikilla tíð-
inda þá, en vonandi gengi
betur í dag. Sagði hann
sjómenn hafa verið meira
og minna við að ganga frá
ýmsum endum í sambandi
við fiskverðið, og því hefðu
sáttafundir verið ódrýgri
en ella. í dag sagðist hann
hins vegar vonast til að
allir yrðu við, og eitthvað
miðaði áleiðis.
og dró Eggert hana þá til baka, en
lét bókun sína standa áfram.
Sverrir Hermannsson, fram-
kvæmdastjóri, flutti þá inn á
stjórnarfundinn tilmæli frá
Steingrími Hermannssyni, sjávar-
útvegsráðherra, um að það kaup-
verð sem nú sé talað um sé 28
milljónir norskra króna og miði
Byggðasjóður lán sitt við þá upp-
hæð, láni 10% beint en 10% verði
tekin af sérstöku framlagi sem
ríkisstjórnin hefur ákveðið að fá
Byggðasjóði til ráðstöfunar.
Fundi var svo frestað og honum
haldið áfram klukkan hálf þrjú.
Þá höfðu Stefán Guðmundsson,
Þórarinn Sigurjónsson, Geir
Gunnarsson, Ólafur G. Einarsson
og Matthías Bjarnason komið sér
saman um tillögu þess efnis að
stjórnin féllist á að leysa málið
með þeim hætti, sem tilmælin frá
Steingrími Hermannssyni gengu
út á. Tillagan var svo samþykkt
með atkvæðum fimmmenning-
anna, en þeir Eggert Haukdal og
Karl Steinar Guðnason sátu hjá
sem fyrr segir.
Ólafur G. Einarsson og Matthí-
as Bjarnason lögðu fram eftirfar-
andi greinargerð fyrir atkvæðum
sínum:
„Með réttu eða röngu ákvað
stjórn Framkvæmdastofnunar
ríkisins á sínum tíma að verða við
þeim tilmælum ríkisstjórnarinnar
að lána fé úr Byggðasjóði vegna
kaupa á togara til Þórshafnar til
þess að bæta úr bágbornu at-
vinnuástandi þar.
Það var skilningur stjórnar
Framkvæmdastofnunar ríkisins
að 20% yrði lánað af kaupverði
skipsins, N.kr. 21,0 milljón, enda
sæi ríkisstjórnin um útvegun á
fjármagninu.
Nú er upplýst að verð skipsins
mun nema N.kr. 28,0 milljónum og
forstjóri flytur þau tilmæli ríkis-
stjórnarinnar inn á fundinn, að
Byggðasjóður miði lán sitt við þá
upphæð, 10% láni Byggðasjóður
beint, en 10% komi af hinu
sérstaka framlagi, sem ríkis-
stjórnin hefur ákveðið að fá
Byggðasjóði til ráðstöfunar, 1,5
millj. gkr.
Með þessu móti hækkar ábyrgð
ríkissjóðs úr 80% í 90%.
Með hliðsjón af því að áhætta
Byggðasjóðs er minni með þessum
hætti en væri, ef haldið yrði við
fyrri samþykkt, getum við fallist á
þessa tillögu sem er í samræmi við
tilmæli ríkisstjórnarinnar.
Jafnframt lýstum við þeirri
skoðun okkar að ekki komi til
greina að láta sem engin skylda
hvíli á stjórn Framkvæmdastofn-
unar ríkisins í þessu máli, eins og
Hafnarfjörður:
V orboðaf undur-
inn annað kvöld
FUNDUR Vorboðans. Sjálfstæð-
isfélags Hafnarfjarðar, sem
fresta varð vegna veðurhamsins
sl. mánudagskvöld, verður hald-
inn annað kvöld, fimmtudags-
kvöld, kl. 20.30 í Sjálfstæðishús-
inu.
Fundarefni er „Fjölskyldan í
frjálsu samfélagi“ og eru fram-
sögumenn Björg Einarsdóttir for-
maður Hvatar og Davíð Oddsson
borgarfulltrúi.
■MpmENBwH .: mm v
B)örg DaviA
Einarxdóttir OddsHun
virðist koma fram í bókun for-
manns.“
Bókun Eggerts Haukdal er svo-
hljóðandi:
„Ljóst er að þetta togarakaup-
amál hefur þróazt þannig að
kaupverð ásamt breytingarkostn-
aði hefur vaxið svo frá því sem
upphaflega var talað um að um
gjörbreyttar forsendur fyrir fjár-
magnskostnaði í rekstri er að
ræða. Þá má telja mjög vafasamt
að kaup á þessum togara verði á
nokkurn hátt til að leysa atvinnu-
mál Þórshafnar og Raufarhafnar
til frambúðar. Þvert á móti gætu
þau sett atvinnulíf á þessum
stöðum í strand, þegar hallarekst-
ur þessa togara fer að íþyngja í
vaxandi mæli.
Meirihluti stjórnar Fram-
kvæmdastofnunar ríkisins sam-
þykkti 14. 10. sl. að tilmælum
ríkisstjórnarinnar að lána 20% af
stofnkostnaði sem uppgefinn var
21 milljón norskra króna. Nú er
fjárfestingarkostnaður gefinn upp
28 milljónir norskra króna.
Greinilegt er að viðbótarfé þarf til
að koma togaranum endanlega á
veiðar. Því tel ég forsendur
brostnar fyrir þessum kaupum og
Einnig sýnir fyrirliggjandi
rekstraráætlun að íbúum Þórs-
hafnar-Raufarhafnar verður
ókleift að standa undir rekstri
togarans. Niðurstaða áætlunar-
innar er sú að rekstur togarans
1981 skili 90 milljón gkr. til
jreiðslu á vöxtum og afborgunum
og vantar þá um 662 milljónir gkr.
til að greiða afborganir og vexti
fyrra árs.
Eg tel ríkisstjórnina bera alfar-
ið ábyrgð á þessu máli og vísa
jafnframt til fyrri bókana minna
sem sýna andstöðu mína við það
glæfraspil, sem hér er á ferðinni."
Ferimngarfötm
glæsilegu
Jakkinn úr grófu ullar-tweed efni og ífjölbreyttu litaúrvali.
Buxurnar með fellingum. Og nú það allra nýjasta,
STRETCH-FLANNEL efni í buxur. Það er mjúkt, teygjan-
legt og situr vel, auk þess sem það heldur vel brotum.
Vestið með prjónuðu baki og í sama lit og buxurnar.
A uk þessara glcesilegu fermingarfata höfum við allt sem við
á: skyrtur, bindi, sokka og skó.
Hjá okkur fcest allt á fermingardrenginn á sama staðnum.