Morgunblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981 23 ÓVEÐRIÐ OG AFLEIÐINGAR ÞESS „Þá værum við kannski ekki til frásagnar...“ ,VIÐ lentum ekki í aðalhylnum. sem betur fer. Ef svo hefði verið værum við kannski ekki til frásagnar", sagði Steinn Pét- ursson í Botnsskála i Hvalfirði i samtali við Morgunblaðið í gær. Um klukkan 7í Kærmorgun fór Bronco-biíreið í Botnsá og var Steinn i bílnum ásamt föður sinum, Pétri Geirsyni, og Jóni bróður sinum. Þeim feðgum tókst að bjargast út um aftur- glugga, Steinn slapp skrámað- ur, en að öðru leyti ómeiddur, Jón viðbeinsbrtotnaði, en meiðsli Péturs voru ekki full- könnuð siðdegis i gær. Við spurðum Stein um aðdrag- anda þessa óhapps: „Við vorum að koma frá Reykjavík og kom- um að brúnni yfir Botnsá um Þrír feðgar lentu í Botnsá í gærmorgun sjöleytið. Við uggðum ekki að okkur, en keyrðum út á brúnna eins og venjulega. Þá skipti engum togum að bíllinn skall niður eina 60—70 sentimetra niður á steingólf brúarinnar og síðan út í ána. I óveðrinu um nóttina hafði trégólf, sem sett var á brúnna fyrir nokkrum árum, og handrið tekið af brúnni í heilu lagi. Afturgluggin stóð upp úr krapaðri ánni og við komumst fljótlega út um.hann og upp á bakkann. Við vorum ekki nema 1—2 mínútur í vatninu og síðan komumst við í upphitaða bíla, sem komu skömmu síðar að Botnsá. Þegar við litum í kring- um okkur sáum við brúargólfið og handriðið um 20—30 metrum neðar við ána,“ sagði Steinn Pétursson. Hann sagði ennfremur, að gert hefði verið við veginn yfir brúna til bráðabirgða í gær. Um tjón af völdum veðursins á húsum í Hvalfirði sagði hann, að þakplötur hefðu fokið meira og minna af útihúsum á bæjum og í Botnsskála hefðu tvær rúður brotnað. Á dögunum sótti vélbáturinn Vestri veikt barn til Bíldudals þar sem ekki var um aðrar samgöngur að ræða. Mjög góður afli hefur undanfarið fengizt á línu og allt upp í 18 tonn. Margt íslenzkt aðkomufólk er nú í vinnu hér og í vetur er hér lítið um verkafólk frá Ástralíu og Nýja- Sjálandi, en hins vegar hafa þrír ungir menn héðan tekið sig upp og flutt með unnustum sínum til þess- ara landa. Vél vélbátsins Birgis hefur verið dæmd ónýt og hefur verið ákveðið að setja ekki nýja vél í bátinn, en eigendur hans hafa und- anfarið leitað fyrir sér með kaup á nýjum báti í Færeyjum og Noregi, en bátar eins og þeir vilja virðast ekki vera falir hér á landi. — Páll. Bíldudalur: Hvasst yfir blánóttina Blldudal, 17. lebrúar. HÉR var ekkert aftakaverður i nótt. en þó var mjög hvasst í 2—3 klukkustundir yfir blánóttina. í gærkvöldi var vindur af suðaustri, en snerist síðan í suðvestrið. Ekk- ert tjón varð i þessu veðri, en það sem helzt hrjáir okkur Bilddælinga þessa dagana eru samgönguerfið- leikar og er þá sama hvort um er að ræða í lofti, á landi eða a sjó. Þraft fyrir erfiða tíð í langan tíma hefur sjómönnum gengið þokkalega að sækja björg í bú og hefur fengist góður rækju- og hörpudisksafli undanfarið. Þá hefur Sölvi Bjarnason, sem landar afla sínum hér, aflað þokkalega miðað við tíðarfar. — Páll. Þingeyri: Togarinn hefur aldrei áður geng- ið eins hratt Þingeyri, 17. febrúar. SUÐVESTANÁTTIN er venjulega versta áttin hérna og hér var mjög hvasst 1 2—3 tíma upp úr klukkan 2 i nótt. Ekki var þó um ofsaveður að ræða og ég veit ekki um neitt tjón i plássinu i þessu veðri. Við Þingeyringar erum hins vegar komnir á bólakaf i snjó og ég minnist ekki annars eins fannferg- is hér. Hjá mér er snjór upp á stofuglugga og slikt hefur ekki gerzt áður. í veðrinu í gærkvöldi og fyrrinótt gekk Framnesið, togarinn okkar, hraðar en nokkru sinni. Þeir voru að koma úr skraptúr á Grindavíkur- djúpi og reiknuðu með að vera hérna um hádegisbilið í dag. Þeir fylgdu lægðinni nokkur veginn og höfðu vindinn á eftir sér. Þegar bezt lét gekk togarinn 16 mílur undan rok- inu, en hann gengur að öllu jöfnu 11 mílur. Á leiðinni mættu þeir skipi, sem búið var að streða á móti í 7 tíma og hafði aðeins farið 35 mílur. Litla Framnesið er á línu og var á sjó þegar veðrið skall á. Hjá þeim gekk allt þolanlega og engin óhöpp urðu. — Hulda. Orkubú Vestfjarða: Staurar brotn- uðu og aðrir rifnuðu upp „BÁÐAR línurnar slitnuðu svo að segja við bæjarveginn á Mjólká. ! þeirri gömlu fóru 16 staurar og 6 stæður í hinni nýju en i þeim eru 12 staurar. Það var aftaka strengur þarna niður og staurarnir brotn- uðu og aðrir rifnuðu upp með rótum, ef svo má að orði komast,“ sagði ólafur Helgi ólafsson, deild- arstjóri hjá Orkubúi Vestfjarða í samtali við Mbl. „Þessar bilanir hafa valdið tals- verðum erfiðleikum. Við höfum orð- ið að grípa til rafmagnsskömmtun- ar. Þannig hafa frystihúsin á ísa- firði, Hnífsdal og Bolungarvík ekki fengið neitt rafmagn í dag. Þá hefur einnig orðið að grípa til raf- magnsskömmtunar á suðurfjörðun- um. Dieselstöðvar hafa verið keyrðar á öllum fjörðunum og hefur það haft verulegan kostnað í för með sér en við höfum á að giska helming þeirrar orku sem eðlileg getur talist. Undir kvöldið fóru viðgerðar- flokkar frá ísafirði og Bolungarvík með varðskipi áleiðis að Mjólkár- virkjun til viðgerða. Við vonumst til að hægt verði að lappa svo upp á aðra línuna, að hún komist í gagnið. Það er lán í óláni, að bilunin er svo að segja við bæjarveginn á 600 til 800 metra löngum kafla,“ sagði Ólafur Helgi. Bolungarvík: Þakið sviptist aí í heilu lagi Bolungarvík, 17. febrúar. MESTA tjónið hér i bæ varð er hluti þaks frystihússins sviptist af i heilu lagi. Sá hluti þaksins, sem fauk var yfir matsal á efstu hæð hússins og voru það um 180 fer- metrar af þakinu, sem fuku i óveðrinu. Átta tommu sperrur kubbuðust sundur í látunum og i morgun sá upp í heiðan himininn i gegnum þakið. Talið er að þakplötur af rækju- vinnslunni hafi brotið rúður í mat- salnum og þannig hafi myndast þrýstingur, sem að lokum svipti þakinu af húsinu. í dag sást ekkert af þakinu, sem trúlega hefur fokið á haf út. Hér er rafmagn skammtað í dag og fær fólkið rafmagn í 2 tíma, en er án þess í 4 tíma. Gert er ráð fyrir nokkurra daga rafmagnsskömmtun, en ekki er búið að kanna nákvæm- lega hversu mikið tjón varð á raflínum og staurum. Plötur fuku af tveimur húsum og af Verzlunarhúsi Einars Guðfinns- sonar. Flutningavagn fauk um koll og traktorskerra tók mikla rispu. — Gunnar. ísafjörður: Rækjubátur rak upp í grjótagarð TÓLF tonna rækjubátur slitnaði upp frá byrggju i Sundahöfn á ísafirði i nótt og rak hann upp i grjótgarðinn. um 100 metra spöl án þess að nokkur fengi rönd við reist. Þar brotnaði báturinn og að sögn lögreglunnar á ísafirði, sást nú bara möstur bátsins upp úr sjónum. Um tíma voru aðrir bátar í smábátahöfninni i hættu en eigend- um og björgunarsveitarmönnum úr Slysavarnarfélaginu og Hálparsveit skáta tókst að binda þá og tókst þannig að komast í veg fyrir frekara tjón. Á Hnífsdal fauk flutningabíll á stæði. Enginn var í bílnum þegar hann fauk og valt en hann er talsvert skemmdur. I Æðey siitnaði upp trilla Jónasar Helgasonar, bónda og fóru menn í dag áleiðis til að reyna að bjarga trillunni með flóðinu. Hólmavík: Bátar skemmd- ust í höfninni Hólmavík, 17. febrúar. ÓVEÐRIÐ sem gekk yfir landið í gærkvöld kom hér við sögu eins og annars staðar. Rækjubátar frá Hólmavik og Drangsnesi voru allir á sjó í gær, en voru flestir komnir að landi þegar óveðrið skall á. Eftir kvöldmat fór að hvessa veru- lega af suðri með miklum sjógangi og gerði ofsaveður, eitt hið versta. sem menn muna eftir hér um slóðir. Nokkrir bátar skemmdust í höfn- inni og einhverjir urðu að fara frá bryggju og halda sjó í alla nótt úti á firði. Skemmdir urðu á landgangi haf- skipabryggjunnar. Verið er að gera við það í dag. Rafmagnslaust hefur verið hér að mestu leyti síðan í gærkvöld og er enn, en skammtað í tvo tíma í senn. Byggðalínan fór í sundur og er ekki lokið viðgerð ennþá. Eftir miðnætti snerist vind- ur í suðvestan og hvessti þá enn. Fóru þá að fjúka þakplötur af húsum og gömul hlaða fauk eitthvað út í buskann. Skemmdir urðu líka á húsum á Drangsnesi. Fregnir hafa ekki borist úr sveitunum vegna símabilana. Er þetta eitt versta veður, sem menn muna hér um slóðir. — Andrés. Hvammstangi: Rækjubátar í barningi Hvammstanga, 17. febrúar ÞAÐ var snarvitlaust veður hér á Ilvammstanga i gærkvöldi og var veðrið verst frá miðnætti til um klukkan tvö. Rækjubátarnir voru úti er veðrið skall á og lentu í barningi. en voru komnir inn um tiuleytið. Um miðnætti slitnaði einn báturinn frá og rak frá bryggju upp á grunn. Ilann skemmdist nokkuð, en aðrir bátar sluppu. Járn fauk af öðrum helmingi þaksins á Sparisjóðnum og dreifðist um plássið, en olli samt ekki teljandi tjóni. Rúður brotnuðu í sjúkrahúsinu og tók þak af einni lítilli byggingu við sjúkrahúsið. Á Stað í Hrútafirði fauk þak í heilu lagi af fjárhúsi og sömuleiðis einn veggur þess. Stóð féð eftir í tóftinni, en sakaði ekki. Einnig fauk þak af gömlu íbúðarhúsi á Stað, Á Bjarg- húsum í Vestur-Hópi fór þak af íbúðarhúsi og á Torfastöðum í Miðfirði fór hálft þakið af íbúðar- húsi. — Karl. Sauðárkrókur: Fjórir vörubílar héldu flugvélinni SauðárkrAki. 17. febrúar. OFSAVEÐUR var hér í gær og nótt og á flugvellinum mældist vind- hraðinn 110 hnútar þegar hvassast var Nitján manna Twin Otter flugvél Árnarflugs var í áætlunar- ferð til Siglufjarðar. en hún lenti hér í gær og er hér ennþá. Varð að fá 4 vörubíla til að binda vélina við svo hún fyki ekki í verstu hryðjun- um. Tókst vélin reyndar á loft stundum. en kaðlarnir héldu. Farþegar fóru með bíl áleiðis til Varmahlíðar, en þegar komið var til móts við Hafsteinsstaði fauk hann útaf og varð fólkið að vera um kyrrt í bílnum í nokkra tíma áður en óhætt var talið að ganga til næsta bæjar. Tveir menn héldu þó á næsta bæ tl að láta vita og urðu þeir að skríða. Sjúkrabíll frá Hofsósi fauk í Tröllaskarði íHegranesi og skemmdist mikið. Tveir menn kom- ust við illan leik til Keflavíkur eftir að hafa skriðið mestan hluta leiðar- innar. Skemmdir urðu talsverðar hér á Sauðárkróki, þök fuku og skemmdir urðu á nokkrum byggingum, m.a. mjólkursamlaginu, frystihúsinu. Skildi og skemmdir urðu einnig á stálgrindahúsum í eigu Fiskiðju Sauðárkróks og Útgerðarfélags Skagfirðinga. Styttan hesturinn eft- ir Ragnar Kjartansson á Faxatorgi fauk af stalli sínum en skemmdist ekki miið. Að sögn Jóns Halls Jóhannssonar lögregluvarðstjóra voru lögreglumenn á vakt alla nóttina til að aðstoða fólk og er ekki vitað um slys á fólki. Þá voru félagar í björgunarsveitum kallaðir út og höfðu ærinn starfa fram á morgun bæði í bænum og sveitun- um. Þök fuku af útihúsum og skemmdir urðu á mörgum bæjum, en ekki er vitað hversu miklar. Leifur Þórarinsson á Keldulandi í Hegranesi sagði þetta vera mesta veður, sem hann myndi eftir hér um slóðir. Rafmagnstruflanir urðu nokkrar og útvarp á FM-bylgju datt út og síminn var lítt nothæfur langtímum saman sennilega vegna mikils álags. — Kári. Björn í Bæ: Versta veður síðan 1933 Bæ á HófAastrond. 17. febrúar 1981. HÉR varð mikið tjón á hverju einasta heimili í ofsaveðrinu, bæði i Fosshreppi og víðar þar sem ég hef haft spurnir af. Þök af útihúsum og ibúðarhúsum skemmdust víða. en ekki urðu skaðar á fólki nema hvað eftir að sjúkrahíll hafði ekið fólki til Sauðárkróks, fauk hann um koll á bakaleiðinni. Þetta gerð- ist i Ilegranesi. og slasaðist öku- maðurinn talsvert. siðubrotnaði og marðist. Varð hann og annar maður úr bílnum að skriða heim að bænum Keflavik, þar sem ekki var stætt vegna veðurha>ðarinnar. Hér um kring skemmdist svö mikið, hey fauk til dæmis og allt lauslegt, en búpeningur annar en hross voru inni við. Ekki er enn vitað til að hross hafi skaðast í veðrinu. Rafmagn fór af og til og símasambandslaust var um tíma. Veðrið skall á um klukkan 22 og var síðan verst um miðnætti og fram til klukkan tvö, en útvarpið hætti einmitt útsendingum er mest gekk á, og þótti mörgum undarlegt svo ekki sé meira sagt. Ég er að verða áttræður, og hef aðeins vitað til að svona vont veður hafi komið einu sinni áður. Þá var ég á sjó á Skagafirði, var í samfloti með tveimur öðrum bátum. Einn báturinn fórst og menn tók út af hinum. Þetta var 2. desember 1933, mannskaðaveður. — Björn í Bæ. Siglufjörður: Mjög hvasst, en enginn ofsi SÍKlufirði, 17. febrúar. SMÁPARTUR fauk af þaki hér í SJÁ NÆSTU SÍÐU. Það var ekki mikið skjól i flugskýli Bjarna Jónssonar i Vestmannaeyjum þegar óveðrinu hafði slotað. Ljósm. Mbl. Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.